Morgunblaðið - 21.09.1995, Side 16

Morgunblaðið - 21.09.1995, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 NEYTEIMDUR MORGUNBLAÐIÐ Fæðuofnæmi eða fæðuóþol Ljósabekkjaleigan Lúxus Ljósin heim dag og nótt UÓSABEKKJALEIGAN Lúxus, sem nýverið hóf starfssemi, býður viðskiptavinum sínum Ijósabekki til heimanota. Ljósabekkirnir eru með sérstök- um andlitsljósum. Sverrir Eiríks- son, eigandi fyrirtækisins, keyrir bekkina heim, setur þá upp og leiðbeinir um notkun. Hann segir þjónustuna nýjung, sem sé einkar þægileg fyrir þá, sem ekki eigi alltaf heimangengt. Einnig segir hann fjölskyldur spara mikið, því hver og einn geti haft sína henti- semi og farið í ljós á öllum tímum sólarhringsins og eins oft og hann vilL Hægt er að fá bekkina leigða á nóttu sem degi. Fyrir tólf daga, auk daganna sem bekkurinn er settur upp og tekinn niður, er leig- an 6.800 kr., eða 570 kr. á dag. Sverrir segir rafmagnskostnað vera 3,80 kr. á klukkustund. Auk ljósabekkjanna leigir fyrir- tækið út þrekstiga og þrekhjól í 30 daga fyrir 4.800 kr., og nudd- tæki í 18 daga fyrir 4.800 kr. EINKENNI fæðuofnæmis og fæðuóþols eru oft töluvert svipuð. Kannanir sýna að um einn af hveijum þremur telur sig vera með fæðuofnæmi, en rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að innan við tveir að hundraði hafa í raun slíkt ofnæmi. í bæklingi sem Hollustuvernd ríkisins hefur nýlega gefið út er að fínna ýmsar hagnýt- ar upplýsingar og leið- beiningar um fæðuof- næmi, fæðuóþol og önn- ur óþægindi af neyslu matar og kemur þar m.a.' fram að fæðuof- næmi sé truflun á starf- semi ónæmiskerfisins. Ónæm- iskerfið komi aftur á móti hvergi nærri í fæðuóþoli. Bijóstamjólk fyrstu sex mánuðina Þar segir einnig að einkenni fæðuofnæmis \ séu ein- stakl- ings- bundin og mjög misjafnt hversu alvarleg þau séu, hvernig þau lýsi sér, hvenær þau komi fram og hversu mikið af ofnæmisvaldinum þurfi til að framkalla þau. Algengustu ofnæm- isvaldarnir séu mjólk, egg, fiskur, skelfisk- ur, sojabaunir, hnet- ur, jarðhnetur, grænar baunir og hveiti. Fæðuofnæmi er algengast meðal ungra bama en hægt er að minnka líkur á að bam fái ofnæmi með því að gefa því bijóstamjólk fyrstu sex mánuðina, enga fasta fæði fyrr en eftir sex mánaða aldur og ekki gefa því fæðutegundir eins og egg, fisk, hnetur og grænar baunir fyrstu eitt til tvö æviár þess, að því er fram kemur í bæklingnum. Orsakir fæðuóþols Orsakir fæðuóþols em sagðar í flestum til- vikum óþekktar. Dæmi um matvæli sem geta valdið óþoli eru m.a. mjólkurvörur og vörur sem innihalda glúten auk þess sem sum litarefni, rotvarnarefni og þráavarnarefni geta valdið óþoli. Ef einhvern grunar að hann hafi fæðuóþol er honum ráðlagt að prófa að útiloka þá fæðuteg- und, sem hann telur að valdi óþol- inu, úr fæðu sinni, bæta henni síð- an við aftur að einhveijum tíma liðnum og athuga hvort einkennin koma fram að nýju. Þessa aðferð er hins vegar ekki hægt að nota við greiningu á fæðuofnæmi, held- ur verður að leita aðstoðar læknis sem gerir ýmis greiningapróf. Þeir sem áhuga hafa á að lesa sér betur til um fæðuofnæmi og fæðuóþol geta nálgast bæklinginn Fæðuofnæmi og fæðuóþol á skrif- stofu Hollustuverndar ríkisins að Armúla la eða á skrifstofum heil- brigðiseftirleits sveitarfélaga og greitt 200 krónur fyrir. Einn af hverj- . um þremur telur sig vera með fæðuof- næmi. Ofsagnir í bækl- ingi um kísilsýru LYFJAEFTIRLIT ríkisins hefur g;ert athugasemd við kynningabækling með silicon kísilsýru sem seld er í Sjónvarpsmarkaðinum á Stöð 2 og verður dreift í apótek eftir áramót. Athugasemdin tekur til ofsagna um um lækningarmátt vörunnar. Inn- flytjandinn segist hafa beðið Lyfja- eftirlitið um að lesa bæklinginn yfir fyrir prentun en það var ekki hægt sökum anna hjá eftirlitinu. Lyíjaeftirlitið fyallaði um silicol kísilsýruna í sumar og var niðurstað- an að efnið væri skaðlaust heilsu manna og flokkaðist sem almenn vara. í auglýsingabæklingi um silicol kýsiisýru sem heildversl- unin Ymus hf. hefur gef- ið út stendur hins vegar meðal annars: „Náttúru- lega bætiefnið silicol virkar gegn bijóstsviða, vægu magasári, upp- þembdum maga, og bæði niðurgangi og harðiífi." Einnig að „mikilvægasti eiginleiki þess er að það dregur í sig aðkomu bakteríur, sem orsaka oft ýmis óþægindi." Og að silicol sé „sérstaklega gott til notkunar eftir slys eða aðgerðir." Eidra fólki er ráðlagt í bæklingn- um að bæta útfelldri kísilsýru við mataræði sitt til að viðhalda húðinni betur og hreyfanleika liðamótanna og vöðvanna. Mælt er með notkun kýsilsýrunnar til að draga úr óþæg- indum samfara lyfjatöku, vegna óþæginda í munni og koki, til styrk- ingar á húð, hári og nöglum sem og beinum, liðum og vöðvum. Sanna þarf lækningamáttinn Silicol kýsilsýra er þýsk fram- leiðsluvara og er samkvæmt bæk- lingnum vinsælasta heilsuefnið í Þýsklandi, Svíþjóð og á Bretlandi. Guðrún S. Eyjólfsdóttir hjá Lyija- eftirliti ríkisins segir að stofnunin hafi fengið silicol til um- ijöllunar í sumar og feng- ið niðurstöðuna að ekki þyrfti að gera athuga- semd þó að varan væri seld á almennum mark- aði. Innflytjanda var líka gerð grein fyrir að ekki mætti selja vöruna með þeim orðum að hún hefði fyrirbyggjandi eða læknandi áhrif á sjúkdóma eða bæti heilsuna. Guðrún segir Lyijaeftirlitið hafa gert athugasemd við bæklinginn vegna þess að í honum væri gefið til kynna að silicol kýsilsýra byggi yfir lækningarmætti. Vilji innflytj- endur selja silicol sem lyf eða nátt- úrulyf þurfi að færa sönnur á lækn- ingarmáttinn. Arnheiður Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Ýmus hf., segir bækl- inginn um silicol kýsilsýru þýddan hér eins og í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. „Ég var búin að spyija þá hjá Lyfjaeftirlitinu hvort það væri möguleiki á að fá bækling- inn lesinn yfir áður en ég prentaði hann. Vegna anna var ekki hægt að veita þá þjónustu." Arnheiður segir að í Svíþjóð borgi fyrirtæki fyrir slíka þjónustu hjá lyfjaeftirlitinu þar. Henni finnst að Lyfjaeftirlit ríkisins mætti taka upp samskonar fyrirkomulag. „Ég mun nú leiðrétta bæklinginn í samræfni við ábendingar Lyijaeftirlitsins og Iáta prenta hann aftur og þar með verður málið úr sögunni." Bað Lyfjaeft- irlitið að lesa bæklinginn yfir fyrir prentun FJARÐARKAUP GILDIR FRÁ 21.-22. SEPTEMBER Lambalifur 1 kg 197 kr. Lambanýru 1 kg 99 kr,- Fiskpylsur 1 kg 395 kr. Fiskrúllur 1 kg 178 kr. Fiskisæla 178kr. Búmanns/ráðskonubrauð 69 kr. Samlokubrauð 98 kr.; lceberg 99 kr. BÓNUS GILDIR FRÁ 21.-29. SEPTEMBER Bónusglerúði 500 ml 69 kr. Bónus fljótandi sápa m/dælu 300 ml 89 kr. Bónus súkkulaði-heilhveitikex 200 g Bónus súkkulaði-maríukex 300 g 69 kr. 77 kr. [ Bónus kakó 400 g 175 kr. Bónus appelsínusafi 61 354 kr. Bónusappelsínuþykkni 11 149kr. Bónus-ís3tegundir 1 I Sórvara í Holfagörðum 129 kr. í Þykkir hvítir T-bolir 3 stk. 599 kr. Sokkarhvítir6pör 299 kr. Barna gallabuxur 690 kr. Ide Line örb.ofn 850 w m/snún.disk 12.700 kr. Samsung CD-spilari 9.500 kr. HAGKAUP GILDIR FRÁ 21. - 27. SEPTEMBER Dun-iet mykingarefm þykkni 1 ttr. 199 kr. Ajax þvottaefni Ultra og Colour 1 kg 249 kr. Lausfryst ýsuflök 1 kg 249 kr, Kjarnafæði reykt medisterpylsa 1 kg 299 kr. Emmess hversd.ís 2 Itr. súkkl. og van. 299 kr. Ferskarperurl kg 89 kr. Ferskar plómur 1 kg 169 kr. Outspan ferskt greip hvítt og rautt 1 kg 99 kr. 11-11 BÚÐIRNAR GILDIR FRÁ 21.-27. SEPTEMBER Svínasnitsel 1 kg 965 kr. Nautagúllas 1 kg 974 kr. Bayonneskinka 1 kg 998 kr. Nautainnanlæri 1.298kr. Sokkabuxur Vanto m/lycra 379 kr. Pönnukökupanna 1.998 kr. Bistro stálpottar m/glerloki 5,7 Itr. 3.100 kr. Kleenex eldhúsrúllur 2 ri. 109 kr. Núðlusúpur 22 kr. Cabaret saltkex 200 g 149 kr. Vivant saltkex 225 g 149 kr. 10-11 BÚÐIRNAR GILDIR FRÁ 21.-27. SEPTEMBER Nýtt og saltað kjötfars 1 kg 248 kr.j islenskt hvítkál 75 kr. [ Nýuppteknar ís' kartöflur 1 kg 89 kr. Skafísallarteg. 2 Itr. 368 kr. Ostakaka mandarlnu 6-8 m. 498 kr.j Breton saltkex 225 g 125kr. Bon Bon bland í poka stór 145 kr. Áriel Future þvottaefni 1,5 kg 498 kr. GARÐAKAUP GILDIR TIL 24. SEPTEMBER Hönnunarsamkeppni Istex hf. Hugmyndir að lopapeysum ITILEFNI100 ára afmælis ullariðnaðar í Mosfellsbæ árið 1996 hefur ístex hf. efnt til hönnunarsamkeppni á hand- pijónuðum flíkum úr lopa eða ullarbandi framleiddu af Istex. Markmiðið er, að sögn Þrúðar Helgadóttur, sölusfjóra, að leita eftir nýjum hugmyndum að „ís- lensku lopapeysunni“. Mikill áhugi á prjónaskap „Handprjónaskapur hefur aukist mikið á síðastliðnum tveimur árum og í kjölfarið áhugi á ýmsum útfærslum hinn- ar hefðbundnu íslensku lopa- peysu. Handprjónasala fyrir- tækisins jókst um 60% á árunum 1993-1994 og pijónabækur okk- ar með uppskriftum úr lopa seljast í stóru upplagi. Bók núm- er tólf sló þó öll met og seldist í 40 þúsund eintökum á fjórum tungumálum, en í henni eru uppskriftir af gömlum mynstr- um í nýjum búningi hvað snið og liti varðar." Þátttakendur þurfa að skila inn fullprjónuðum flíkum úr Álafoss lopa, plötulopa, léttlopa, loðbandi, Flóru eða Kambgarni til ístex fyrir 15. febrúar nk. Dómnefnd verður skipuð inn- lendum og erlendum hönnuð- um, ásamt öðru fagfólki. Veitt verða fyrstu verðlaun 120 þús- und krónur, önnur verðlaun 100 þúsund krónur og þriðju verð- laun 80 þúsund krónur og verð- ur verðlaunaafhending í lok mars nk. Þrúður segir að ístex áskilji sér rétt til að kaupa innsendar flíkur semekki hljóta verðlaun á 25 þúsund krónur og birta uppskriftir af þeim í pijónabók- um sínum, en endursenda hinar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.