Morgunblaðið - 21.09.1995, Side 18

Morgunblaðið - 21.09.1995, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Groundfish Forum haldið í fjórða sinn í Bretlandi Framtíð í auðlindum fjarlægra þjóðlanda París. Morgunblaðið. „IÐNAÐUR talar við iðnað,“ segir Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, um ráðstefnuna Groundfish Forum, sem haldin verður í fjórða sinn í byijun október. Hann er einn af forsprökkum þessa árlega fundar og segir færri komast að en vilja. Hámarki 150 manna hafi verið haldið með því að fækka fólki frá hveiju fyrirtæki. Ráðstefnan verð- ur nú í annað sinn í Bretlandi og efni hennar að þessu sinni óvenju- legt. Hvert fer fiskurinn sem sífellt meira er veitt af, hvað verður um það sem veitt er í löndum utan hins vestræna heims? Þjóðir þess- ara landa borða meiri fisk en fyrr og þetta eru lítt kortlögð svæði, að sögn Friðriks. Hann telur fram- tíðina í kaupum á físki erlendis frá, íslendingar geti vissulega unnið vöruna meira, en verði að skipta við aðrar veiðiþjóðir til að komast af. Hráefni af fjarlægum slóðum og verkkunnátta hei'ma fyrir verði góð blanda. ísland með 1% fiskaflans Fiskneyslan skiptist milli veiði- landa og heimsverslunar og verð- ur smám saman meiri á heima- slóðum, að' sögn Friðriks. Hann segir Islendinga veiða um 1% fiskafla heimsins til manneldis en eiga upp undir 5% heimsverslun- ar. „Við veiðum mikið, en getum ekki borðað þetta magn,“ segir Friðrik. „Við höfum horft til Evr- ópu, Bandaríkjanna og Japans um útflutning en verðum að gá að því að framboð á fiski fer vax- andi við Norður-Atlantshaf og Alaska, á ufsa fyrst og fremst, og mjög mikið í Rússlandi. Kína, Suður-Ameríka og suðurhluti Afríku eru líka í sókn og einfald- lega svæði sem við höfum ekki kortlagt. Fiskeldi og Kína Það verður verkefnið á Ground- fish Forum, við reynum að átta okkur á stöðu á þessum fjarlæg- ari svæðum. Áhrifum aukinnar neyslu í veiðilöndum, eins og ríkj- um Suður-Ameríku, þar sem tæknikunnátta við veiðar og kaup- geta hafa henst upp á við. Framleiðsla og sala á eldisfiski verður annað efni ráðstefnunnar. Kína verður þar í brennidepli, Bandaríkin og svo Noregur þar sem ekki er hægt að líkja þróun- inni undanfarin misseri við annað en ævintýri." Markvissari vinnubrögð Tveir starfsbræður Friðriks frá Þýskalandi og Danmörku hafa skipulagt Groundfish Forum með honum undanfarin ár. Ráðstefnan var fyrst haldin í Hamborg, þá Kaupmannahöfn og svo í Bret- landi. Kynning og markaður, fyrirtæki Jóns Hákons Magnús- sonar, hefur annast framkvæmd- ina, en hugmyndin var alltaf að hafa þetta litla ráðstefnu fag- manna, kaupenda og seljenda. Samræður valins hóps með mark- vissari vinnubrögð að takmarki og meiri vöruþróun. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir BJORN Eymundsson Franzson hugar að veiðarfærum en hann rær á net á Sævari SF-72 með Omari Franzsyni. Tölvur og tækni Fimmtudagsblaði Morgunblaösins, 28. september nk., fylgir blaðauki sem heitir Tölvur og tækni, en þann dag hefst í Laugardalshöll tölvusýning. í þessum blaðauka verður fjallað um sýninguna, það nýjasta í tölvutækni, alnetið (Internetið) og tækni því tengdu, aukna samkeppni á einkatölvumarkaðinum, nýjungar í fyrirtækjatölvum, CD-ROM tæknina og forrit og leiki á CD-ROM diskum, nýjar leikjatölvur og tölvubækur. Einnig verður fjallað um nýjustu tækni í hljómtækjaheiminum og þróun sjónvarps- og farsímatækni. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, cr bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 13.00 fimmtudaginn 21. september. Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Gubný Sigurbardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 cba meb símbréfi 569 1110. -kjarni málsins! Gott verð á ufsa Hornaflrði. Morgunblaðið. UFSAVERÐ hefur haldist nokk- uð jafnt og gott í sumar og hafa því útgerðarmenn Hornafjarðar- báta reynt fyrir sér með net nú seinni part sumars. Á sama tíma í fyrra var ágætis ufsaveiði út af suðausturlandi en verðið var ekki upp á það besta. Afli hefur verið tregur og þorskblanda háir kvótaminni bátum við veiðarna. Ingvi Sigurðsson hjá Skinney hf sagðist oft vera að fá minna í húsið frá tveimur bátum í ár en frá einum báti í fyrra. Aðalfundur Samtaka i % fiskvinnslustöðva '' •• :v’ verður haldinn í Hveragerði föstudaginn 22. september 1995 kl. 10.30. Fundarstaður: Hótel Örk. Dagskrá: i Skýrsla stjórnar: Arnor Sigurmundsson, formaður SF. Ársreikningar 1994. Kosning í stjórn og kjör endurskoðanda. ' í Ræða: i Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráöherra. ! ^ | Erindi: Friðrik Pálsson, forstjóri: Erum við ennþá landnámsmenn? 'i ir-zm Einar Svansson, framkvæmdastjóri: Styrkir til sjávarútvegs í Noregi og ESB. Umræður Erindaröð: Veðrið, sjórinn og fiskurinn: 'fbw Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. i.152 Jón Olafsson þrófessor, hafefnafræðingur. Olafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur. Umræður. Önnur mál. 1 Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.