Morgunblaðið - 21.09.1995, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.09.1995, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 25 JAN Garbarek og The Hilliard Ensemble. Hallgrímskirkja Jan Garbarek o g The Hilliard Ensemble AFMÆLISTÓNLEIKAR RúRek 1995 verða haldnir á laugardaginn kemur í Hallgrímskirkju og blæs norski saxófónleikarinn Jan Garba- rek þar í sópran- og tenórsaxofón og fjórmenningarnir í The Hilliard Ensemble syngja; David James kontratenór, Roger Covery-Crump og John Potter tenórar svo og Gor- don Jones barítón. Á efnisskránni er tónlist frá end- urreisnartímanum svipuð og heyra má á geisladiski þeirra félaga: Officium, en sá diskur hefur selst vel, jafnt á íslandi sem í öðrum löndum. Hugmyndin að þessari samvinnu djass-saxófónleikara og renisans- söngkvartetts varð til á íslandi er þýski hljómplötuútgefandinn, Manfred Eicher, vann hér að kvik- myndun. Hann notaði tónlist frá endurreisnartímanum í myndina og þar sem hann ók um hraunbreiður landsins fannst honum allt í einu eins og Jan Garbarek birtist með saxófóninn og spynni kringum hina fornu tónlist. Nýjar bækur Síðustu minnisblöð Tómasar F. SMÁSAGNASAFNIÐ Síðustu minnisþlöð Tómasar F. fyrir al- mennings sjónir er eftir norska rithöfundinn Kjell Askildsen, en hann var meðal gesta á Bókmenntahátíð 1995. Tvær sagnanna eru lengstar, sagan af Karl Lange og titilsagan, Síðustu minnisblöð Tómasar F. fyrir al- mennings sjónir. Sagan Karl Lange ijallar um mann sem lendir sér til mikillar furðu í því að lögreglan bankar uppá hjá honum einn góðan veðurdag og sakar hann um svívirðilegan glæp. Titilsagan fjallar um Tómas nokk- ur F., mann sem á í basli vegna þess hve uppnæmur hann er fyrir smæstu atburðum hversdagslífsins. í kynningu segir: „í sögum Askildsens ríkir sérstök, kitlandi stemmning, ekki alls óskyld þeim andblæ sem finna má í verkum Kafka eða Bec- ketts. En umfram allt skrifar Askildsen í nor- rænni raunsæishefð sem hann notar til að draga upp mynd af því hversu undarlegt hvers- dag'slífið er, sé grannt skoðað." Kjell Askiidsen (f. 1929) hóf ritferilinn árið 1953, þá tuttugu og fjögurra ára, með smásagnasafninu He- retter folger jeg deg helt hjem. Síðan hefur hann sent frá sér tíu bækur, smásög- ur og skáldsögur sem hafa skipað honum í hóp athyglisverðustu rithöf- unda Norðmanna. Útgefandi er Mál og menning. Síð- nstu minnisblöð Tómasar F. fyrir almennings sjónir ergefm út íritröð- inni Syrtlur. Bókin er 125 bls., unn- in í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Robert Guillemette. Verð 1.780 kr. Kjell Askildsen LISTIR Kristján og Jóhann Jóhannssynir á tónleikum í Kaye Playhouse * Italskt og íslenskt í New York New York. Morgunblaðið. KRISTJÁN Jóhannsson söng í New York á þriðjudagskvöldið á tónleikum sem haldnir voru á vegum American-Scandina- vian Foundation. Kristján hef- ur áður sungið í Metrópólitan- óperunni, en þetta var í fyrsta sinn sem hann kemur fram á opinberum tónleikum í New York. Ásamt Kristjáni söng Jó- hann bróðir hans á tónleikun- . um. Lára Rafnsdóttir lék undir á píanó. Kristján byrjaði með þremur norrænum lögum en svo tók Jóhann við og söng sex íslensk lög, við góðar undirtektir í salnum. Þá lék Lára Burlesca og Capriccio eftir Pál ísólfs- son, en Kristján lauk svo fyrri hluta tónleikanna með því að syngja Bikarinn, Kvöldsöng og Hamraborgina. Seinni hluti tónleikanna var hápunktur þeirra, þá söng Kristján það sem hann gerir best, fyrst lög eftir fjögur ít- ölsk tónskáld og að lokum tvær aríur úr óperum eftir Puccini, Recondita armonia úr Tosca og Nessun dorma úr Turandot. Það er ekki oft sem mönnum gefst kostur á að heyra ís- Morgunblaðið/Anna Pálmadóttir BRÆÐURNIR Kristján og Jóhann Jóhannssynir á tónleikunum í New York. lenska tónlist í New York. ís- lendingarnir í borginni fjöl- menntu á tónleikana og hylltu sína menn ákaft. Þeir bræður klykktu út með tvísöng enda voru tónleikagestir ekki á því að láta þá lausa án þess að heyra þá syngja saman. Þetta var hinsvegar ekki síð- asta tækifærið til að heyra í Kristjáni hér í borginni, því hann syngur hlutverk Rada- mes í uppfærslu Metrópólitan óperunnar á Aidu í haust. Viltu hafa það svart/hvftt eða f lit? HP Desk Jet bleksprautnprentarar BOÐEIND Við eruin í Mörkinni 6. Sími 588 20(il . Fax 588 2002 IIP 320 HP 600 HP 6601! kr. 26.900 kr. 28.900 kr. 49.900 HP 850C HP 1200C IIP 16001' kr. 69.900 kr. 99.900 kr. 149.900 HP LaserJet geislaprentarar HP 4L/ML kr. 55.900 IIP 5P kr. 129.900 HP 4Plus kr. 179.900 HEWLETT PACKARD Viðurkenndur söluaðili Þjónusia og ábyrgó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.