Morgunblaðið - 21.09.1995, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 21.09.1995, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 39 FRÉTTIR Mótmæla far- gjaldahækkun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi: „Við undirritaðir fulltrúar náms- manna mótmælum fyrirhugaðri hækkun á fargjöldum Strætisvagna Reykjavíkur. Námsmenn eru stór notendahópur strætisvagna og hækkunin bitnar því á námsmönn- um af fullum þunga. Við skorum á meirihluta borgarstjórnar að endur- skoða ákvörðun sína og leita ann- arra og frumlegri leiða úr þessum vanda, en seilast í pyngju náms- manna. Undir þetta skrifa: Borgar H. Þórisson, formaður nemendafélags Iðnskólans í Reykjavík, Hreinn Pálsson, formaður nemendafélags Fjölbrautaskólans við Ármúla, Tanja tatara- stelpa í Ævintýra- Kringlunni TANJA tatarastelpa skemmtir í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð í Kringlunni kl. 17 í dag, fimmtudag. Tanja tatarastelpa hefur áður komið í heimsókn í Ævintýra- Kringluna og hefur frá ýmsu að segja. Tanja tatarastelpa er leikin af Ólöfu Sverrisdóttur, leikkonu. Ævintýra-Kringlan er listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2ja til 8 ára og geta foreldrar verslað í rólegheit- um á meðan börnin dveljast þar í góðu yfirlæti. Á hveijum fimmtu- degi kl. 17 eru þar leiksýningar fyrir börn. Börn og fullorðnir hafa kunnað vel að meta þessa ný- breytni og hafa leiksýningar verið vel sóttar. Ævintýra-Kringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin virka daga frá kí. 14 til 18.30 og laugardaga frá kl. 10 til 16. ------» -------- Námskeið um ofvirk börn Á VEGUM Barna- og unglingageð- deildar Landspítalans verður haldið námskeið laugardaginn 23. septem- ber nk. og ber það heitið Fræðsla um afvirk börn. Markmið námskeiðsins sem ætl- að er foreldrum og kennurum of- virkra barna er að auka þekkingu þeirra sem annast og kenna ofvirk- um börnum. Á námskeiðinu verða fluttir sex fyrirlestrar af fagfólki sem starfar við meðferð ofvirkra barna. Fyrirlestrarnir fjalla m.a. um greiningu, orsakir og lyfjameðferð, atferlis- og umhverfismeðferð sem og kennslu. Námskeiðið verður haldið í hús- næði Barna- og unglingageðdeild- arinnar við Dalbraut 12. Fyrirhugað er að halda á næstunni sambærilegt námskeið ætlað fagfólki í heilbrigð- isstéttum. ------♦■■» »---- Haustblót í Grindavík HAUSTBLÓT og uppskeruhátíð Vors siðar í Grindavík verður hald- ið laugardaginn 23. september. Dagskráin hefst kl. 18 í hofi Óðins og Urðar í bakgarðinum hjá hofgoðanum Tryggva Hansen. Þá verður blótað og hofið helgað eldi, þinggriðum lýst og torfmynd fóm- að. Blótveislan hefst kl. 21 í ný- byggðri skálatóft í Ægisgarði við samnefnda götu í Grindavík. Að lokum geta þeir sem vilja dansað fram á nótt á Hafurbirninum. Blót- ið er opið öllum almenningi. Hulda B. Heijólfsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, Katrín Jakobsdóttir, formaður nemendafélags Mennta- skólans við Sund, Sigríður M. Tóm- asdóttir, formaður nemendafélags Kvennaskólans í Reykjavík, Valtýr Sævarsson, formaður nemendafé- lags Verslunarskóla íslands, Vignir S. Halldórsson, formaður nemenda- félags Fjölbrautaskólans í Breið- holti, Þórlindur Kjartansson, inspector scholae í Menntaskólan- um í Reykjavík, Hreinn Sigurðsson, formaður Iðnnemasambands ís- lands, Guðmundur Steingrímsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla ís- lands og Þröstur Sigurðsson, for- maður Bandalags íslenskra sér- skólanema. Rúna Gísladóttir ■ MYNDLISTARKENNSLA Rúnu Gísladóttur, listmálara og kennara er að heíjast þessa dag- ana. í ellefu ár hefur Rúna haldið námskeið þar sem hún leiðbeinir áhugasömum frístundamálurum og þeim sem hyggjast leggja í mynd- listarnám. Námskeiðin eru ætluð byijendum, engu síður en þeim sem eitthvað hafa stundað myndlist áð- ur. Aðaláhérslan er lögð á málun og þá ekki síst á að leggja góða undirstöðu sem kemur nemendum að haldi hvort sem þeir vilja mála með vatnslitun, olíulitun eða öðrum efnum. Á byijendanámskeiði er far- ið ítarlega í litablöndun og litaáhrif ásamt myndbyggingu. Kennt er í hópum og stendur innritun yfir þessa dagana. Kennslustaður er vinnustofa listakonunnar að Látra- strönd á Seltjarnarnesi. -----♦ ♦ ♦----- Ekiðá Lödu í bílastæði EKIÐ var á dökkgráa Lödu Sam- ara, BS 461, sem stóð í bílastæði við Borgarleikhúsið, að kvöldi þriðjudagsins 12. september, eða. aðfaranótt þess 13. Vinstra frambretti bílsins skemmdist við ákeyrsluna og er ökumaðurinn, sem olli tjóninu, eða vitni að óhappinu beðin um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. -----» ♦ ♦----- Chevrolet ek- ið á og á brott EKIÐ var á Hyundai Elantra bíl, ST-573, við Gauk á Stöng aðfara- nótt föstudagsins 15. september. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er vitað að tjónvaldurinn var rauður Chevrolet Monza og er öku- maður hans beðinn að hafa sam- band við slysarannsóknadeild. -----» ♦ ♦----- ■ ÁHUGAHÓPUR um hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu stendur fyrir hjólreiðaferð niður Fossvogsdal og út á Seltjarnarnes í kvöld, fimmtu- dagskvöld 21. september. Öllum er velkomið að taka þátt í ferðinni. Mæting við Fákshúsin við Reykja- nesbraut kl. 20.30. Hjólað verður um Eiðistorg og niður á Miðbakka. Hjólreiðaferðin tekur um 1 klst. Ahorfendur púuðu á jafnteflið SKAK World Trade Ccnter, Ncw York: Heimsmeistaraeinvígi At- vinnumannasambandsins 11. sept—13. október 1995 SJÖTTA skákin í einvígi Kasparovs og Anands í New York var bæði skemmtileg og spennandi, en endaði alltof snemma er Kasparov bauð jafn- tefli í tvísýnu endatafli. Áhorfendur púuðu á kappana þegar friðarsamn- ingarnir voru undirritaðir. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri skákir í upphafi einvígis orðið jafn- tefli. Það var hjá Karpov og Kortsnoj í Baguio 1978, að ekki fengust úrslit í fyrstu sjö skákunum. Fleira varð til þess að skákáhugamenn rifjuðu upp það sögufræga einvígi. Sjötta skák Kasparovs og Anands tefldist nefni- lega eins og 10. skákin í Baguio 1978 lengi framan af. Það er mikið hrós fyrir Kortsnoj að Anand fylgdi for- dæmi hans, því afbrigðið hefur verið umdeilt í fræðunum og ekki hefur verið talið að Kortsnoj hafi fundið besta svarið yfir borðinu. Kasparov tefldi miðtaflið mjög vel að vanda og þvingaði Anand í 20. leik til að fórna skiptamun fyrir peð. Það reyndist fullnægjandi, en möguleikar heimsmeistarans virtust þó heldur betri. Þess getur nú vart orðið langt að bíða að sverfi til stáls. Tölvufyrirtækið Intel hefur sett hundruði milljóna króna í mótshaldið, íjallað er um ein- vígið í sjónvarpi víðs vegar um heim, annars staðar en á íslandi, þ.á.m. á Sky, CNN, Eurosport og BBC. Kepp- endumir verða safna kjarki til að tefla skákir til enda, annars nýtist ekki þetta tækifæri til útbreiðslu listarinn- ar. Hvítt: Kasparov Svart: Anand Spánski leikurinn I. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 S. 0-0 - Rxe4 6. d4 - b5 7. Bb3 - d5 8. dxe5 - Be6 9. Rbd2 - Rc5 10:c3 - d4 11. Rg5!? Skákheimurinn ' gapti af undrun þegar þessi leikur sá fýrst dagsins ljós í heimsmeistaraeinvígi Karpovs og Kortsnojs í Baguio 1978. Mikhail Tal, fyrrum heimsmeistari, mun eiga heið- urinn af uppfinningunni, sem byggist á því að 11. — Dxg5 er svarað með 12. Df3 — Kd7 13. Bd5 oghvítur vinn- ur manninn til baka. Þetta hefur verið endurbætt með 12. — 0-0-0 13. Bxe6+ — fxe6 14. Dxc6 — Dxe5 15. b4 — Dd5 og það er svartur sem fær bætur fyrir mann, II. — dxc3 12. bxc3 — Dd3 13. Rxe6 - fxe6 14. Rf3 - 0-0-0 Það er fyrst hér sem Anand breytir útaf 10. skák Karpovs og Kotsnojs 1978. Eftir 14. - Dxdl 15. Bxdl - Be7 16. Be3 - Rd3 17. Bb3 hafði hvítur ívið betra tafl. 15. Del - Rxb3 16.axb3 - Kb7 17. Be3 - Be7 18. Bg5! - h6 19. Bxe7 - Rxe7 20. Rd4 Hér kom 20. c4 vel til greina, en því svarar svartur með 20.— Rc6! og vegna þess hve hvíta drottningin á fáa reiti er svarta staðan viðunandi. Næsti leikur Anands er þvingaður: 20. - Hxd4! 21. cxd4 - Dxb3 22. De3!? Það er ekki fyllilega rökrétt að bjóða uppá drottningakaup í þessari stöðu því samstæð frípeð svarts á drottning- arvæng hljóta að vega þungt í enda- tafli. Með uppskiptunum vinnst hins vegar það að hvítur hrókur kemst á opna línu. Sú yrði ekki raunin eftir 22. Da5 - Ha8 23. Hfcl c6 (Síður 23. - Rd5 24. Hc5 - c6 25. Hacl) 24. Hc3 — Dd5 25. Db4 — Rf5. Þama stóð Kasparov frammi fyrir geysilega erfiðri ákvörðun. 22. - Dxe3 23. fxe3 - Rd5 24. Kf2 Eftir 24. Hxf7 — Rxe3 ætti hvítur enga möguleika á að hrekja riddar- anna burt af óskareitnum d5 24. - Kb6 25. Ke2 - a5 26. Hf7 - a4 27. Kd2 - c5 28. e4 abcdaf g h I þessari stöðu sömdu snillingarnir jafntefli áhorfendum öllum til sárrar gremju. Kasparov átti 32 mínútur eft- ir þegar hann bauð jafnteflið, en An- and 40. Ein mistök í svo tvísýnni stöðu gætu kostað skákina. Næstu leikir gætu orðið 28. — Rb4 29. dxc5+ (29. He7!? er best svarað með 29. — Hf8!) 29. - Kxc5 30. Hxg7 - Hd8+ 31. Ke2 — Hd4. Hlutlægt séð getur svart- ur tæplega átt meira en jafntefli í stöðunni. Það virðist veikleikamerki hjá Kasparov að bjóða, þótt áhættan sé mikil. Viðbót við myndatexta Það vantaði hluta myndatexta í skákþættinum í gær. Myndin var frá verðlaunaafhendingu á Friðriks- mótinu, en Haukur Helgason, vara- formaður bankaráðs Búnaðarbanka íslands, afhenti verðlaunin. Á myndinni frá vinstri vora Guðmundur G. Þórarinsson, forseti SÍ, Haukur, Friðrik Ólafsson, Bent Larsen og Svetozar Gligoric. Æfingar Taflfélags Reykjavíkur fyrir böm og unglinga era hafnar af fullum krafti eftir sumarhlé. Þær fara fram á laugardögum klukkan 14 og er ekkert þátttökugjald. Á síðustu unglingaæfingu TR fyrir sumarhlé fengu fjórir ungir skákmenn viðurkenningu fyrir að hafa leyst bronsverkefni. A myndinni era frá vinstri: Daði Örn Jónsson, umsjónar- maður unglingaæfinga TR, Dagur Arngrímsson, Einar Hjalti Jensson, Matthías Kormáksson og Stefán Krist- jánsson Margeir Pétursson t Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, MARGEIR VALBERG HALLGRÍMSSON, Grettisgötu 47A, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 22. september kl. 15.00. María Margeirsdóttir, Ragnar Þór Arnljótsson, Halla Margeirsdóttir, Árni Sigurðsson, Guðrún Valberg, Jón Einarsson, Andrés Valberg, Þuríður Jónsdóttir og barnabörn. t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og útför sonar okkar, bróður og frænda, GUÐBJÖRNS MÁS HJÁLMARSSONAR. Halldóra Stefánsdóttir, Hjálmar Kristinsson, Stefán Hjálmarsson, Smári Hjálmarsson, Jónatan Stefánsson. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð við and- lát og jarðarför SVAVARS BJARNASONAR. Guð blessi ykkur öll. Lilja Hallgrímsdóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegrar móður okkar og sambýliskonu minnar, ÖNNU MARÍU EGILSDÓTTUR, Fögrubrekku, Hrútafiröi. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði. Svavar Már, Sigfús og Sigurbjörn Einarssynir, Eyjólfur Vilhelmsson og aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, t ÞÓRU ALDÍSAR HJELM, Garðavegi 6, Keflavík. Sveinbjörn Eiriksson, Þorsteinn V. Baldvinsson, Sigríður Björnsdóttir, Berglind Sigurðardóttir, Björn Axelsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.