Morgunblaðið - 21.09.1995, Síða 40

Morgunblaðið - 21.09.1995, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Grettir 5CÖ&U M£R HVE gam.au. þu 'VEFiÐUR í NÆSTU VIKU, ÉQ SKAU- LOFA AO HUÆöJA EKKl Tommi og Jenni Ljóska meira. eSa<,/, minsiA. 7, <T, 9,/OV Affoxriu eriu Ticurbu. ) StMrio. fiunnr? þcfta-OruA, Eg A.afðú FisUteruerra, gjaJol- keragnaMcuri./ Ferdinand 1 HOPE TMI5 I5N T ONE OF TH05E M0VIE5 WHERE A KlP 60E5 T0 B0ARPIN6 5CH00L, AND EVERVONE 15 MEAN T0 HIM.. OR. UJHERE EVERYONE TEA5E5 A 6IRL BECAU5E 5HE MA5 FUNNN' HAIR.. 1 LIKE A MOVlE THAT 5H0UJ5A D06 5LEEPIN6 IN FRONT OF A FIREPLACE FORTWOHOUR5 ÉG VONA að þetta sé ekki ein af þess- um myndum þar sem krakki fer í heimavistarskóla, og allir eru and- styggilegir við hann ... Eða þar sem allir eru að ... Mér þykir gaman að stríða stelpu af því að hún er mynd sem sýnir hund sof- með skrýtið hár andi fyrir framan arin í tvær klukkustundir. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik 9 Sími 5691100 # Símbréf 569 1329 „Góða ferð til Kína“ Frá Sigurði Magnússyni: í DV 9.september síðastliðinn seg- ir Ingibjörg Sólrún að hún fari bráðlega til Kína, ekki sem fulltrúi kvenna heldur fyrst og fremst sem borgarstjóri Reykjavíkur. Eg bið góðan Guð um að gefa borgarstjóranum góða ferð til Kína, ián og heilbrigði og að hún og hennar föruneyti fái að koma heim, heil og óskemmd af róg- burði. Eg er undrandi á ómaklegum árásum þínum og annarra á for- seta íslands. Upphaf! Með þessum línum vil ég byija á að láta í ljós aðdáun mína á forseta vorum, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrir frábær störf í þágu þjóðarinnar þar sem hún sýnir glæsilegan virðuleika og mikla visku. Vekur því undrun mína fram- koma borgarstjórans, Ingibjargar Sólrúnar, og gagnrýni hennar á ferð forseta okkar til Kína, auk þess sem ég er heldur ekki sam- mála Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur og öðrum sem hafa gagnrýnt forset- ann okkar með ómaklegum árás- um vegna Kínaferðar hennar. Borgarstjóri! Ég tel það ómaklegt af borgar- stjóra Reykjavíkurborgar og öðr- um sem hafa gagnrýnt forseta vorn fyrir störf hennar á ferð sinni um Kína. „Það er með ólíkindum hvernig sumir slíta í sundur setningar og túlka einstaka hluta þeirra og orð annarra eftir sínum hentugleika “ - orð sem notuð eru í löngum samtölum, við aðstæður sem gagnrýnandinn getur ekki lagt mat á, þar sem hann var ekki staddur í andartaki orðsins, þegar það var valið og notað.“ Ég vil minna á að oft er betra að fara sér hægt í gagnrýni á aðra, þar sem eigin gerðir geta oft verið gagnrýni verðar. Vil ég í því sambandi minna á, að ekki er langt síðan borgarstjóri og meirihluti borgarstjórnar létu Ijarlægja myndina af Bjarna heitnum Benediktssyni, fv. forsæt- isráðherra og borgarstjóra úr hinu heimsþekkta herbergi, sem ráð- stefnustofan í Höfða er, og með því lítilsvirt minningu hans og þeirra manna sem lögðu drög að þeim friði sem við búum við hér á norðurhveli jarðar. Á ég þá við hinn heimssögulega viðburð er átti sér stað, er R. Regan, forseti Bandaríkjanna, og M. Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkj- anna, funduðu þar árið 1986 og sömdu um fækkun á kjarna- sprengjuflaugum landanna, sem varð til að minnka spennuna á milli USSR og USA. Að lokum! Þótt mér sárni framkoma þín og annarra, og sé umræddri gagn- rýni þinni ósammála, þá vil ég að lokum biðjast afsökunar á hugleið- ingum mínum ef þær ergja þig, og jafnframt óska þér góðrar ferð- ar, á ferð þinni um Kína. SIGURÐUR MAGNÚSSON, Hofteigi 14, Reykjavík. Virðing Alþingis Frá Halldóri Jónssyni: ALÞINGISMENN kvarta stundum yfir því, að alþýða manna sýni stofnuninni ekki tilhlýðilega virð- ingu. Það fer minna fyrir því að þingmenn reyni að líta í eigin barm og reyna að komast að því, af hveiju þetta meinta virðingarleysi stafar. Það er illskilj anlegt þegar menn vinna sjálfum sér tjón á líkama. Sorglegt þegar þeir vinna tjón vís- vitandi á sálu sinni. Ömurlegt þeg- ar menn vinna sér tjón með heimsku sinni einni, enda eru sjálf- skaparvítin verst. Hversvegna eru alþingismenn, sem hafa nær sjálfdæmi um laun sín, að gefa tilefni til þess að al- múgi kalli þá sukkara og smábísa? Hversvegna eru þeir svona vitlaus- ir? Af hveiju eru þeir að geyma beinagrindur inni í skápum? Hafa svona menn yfirleitt næga dóm- greind til að vera á þingi? ftalir sýndu af sér rögg hér um árið og hreinsuðu þing sitt af flest- um gömlum þingmönnunum sín- um á einu bretti. Hefur einhvern- tímann orðið einhver þjóðarvoði hér þótt einhveijir einstaklingar hafi horfið af þingi? Rak ekki Kristur þá út sem gerðu hús Drottins að ræningja- bæli? Taldi hann líka ekki verka- manninn verðan launa sinna án þess að skipta sér af því hvernig konan hans eyddi þeim? Minntist hann á að keisaranum bæri aðeins sumt af sínum hlut? Þjóðin telur ekki eftir sér að borga vel fyrir góða vinnu. Hún vill hinsvegar greinilega að sömu leikreglur gildi fyrir alla þegna landsins. Fríðindaauki býður líka hættunni heim, jafnt á heimilum sem í Hæstarétti. Er ekki ráðlegt að þingmenn sjálfir hefji endurreisn virðingar Álþingis? Viðurkenni að þeir séu aðeins verkamenn í víngarðinum og venjulegir kontóristar. HALLDÓR JÓNSSON verkfr. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að iútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.