Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Heilbrigðisráðherra vill fresta gildistöku ákvæða í lyfjalögum Hugsanleg skaðabóta- krafa frá nýj u apótekí HEILBRIGÐISRÁÐHERRA áform- ar að fá gildistöku nokkurra ákvæða nýrra lyíj'alaga frestað ram á mitt næsta ár. Þessi ákvæði eiga að óbreyttu að taka gildi 1. nóvember og á grundvelli þeirra hafa tveir lyfjafræðingar stofnað nýtt apótek, auglýst eftir starfsfólki og boðað starfsemi í nóvember. Þeir segja að heilbrigðisráðuneytið sé hugsanlega skaðabótaskylt verði gildistöku lagaákvæðanna frestað. Lyfjalögin tengdust að hluta EES- samningnum og tók sá hluti þeirra gildi 1. júlí í fyrra. Við afgreiðslu laganna vorið 1994 ákváðu þáver- andi stjórnarflokkar að fresta gildis- töku tveggja kafla laganna, sem fjöll- uðu um lyfjaverð og opnun lyfja- búða, til 1. nóvember á þessu ári. En þáverandi stjómarandstaða var Flotkvíin í Hafnarfirði Greiddu fullan virð- isaukaskatt EIRÍKUR Ormur Víglundsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms °g Víglundar, sem rekur flotkvína í Hafnarfirði, segir fyrirtækið hafa greitt öll opinber gjöld af flotkvínni við tollafgreiðslu, þar á meðal fullan virðisaukaskatt. Hann segir að því væri verið að mismuna fyrirtækjum ef fjármálaráðuneytið féllist á þá kröfu Akureyrarbæjar að innheimta ekki virðisaukaskatt af flotkví, sem bærinn keypti með ríkisstyrk. „Það er engin hætta á að við höfum sloppið við nein gjöld,“ sagði Eiríkur Ormur í samtali við Morg- unblaðið. „Auðvitað á ekki að mis- muna þegnum landsins, en það hef- ur verið gert.“ Akureyrarbær hefur farið fram á að virðisaukaskattur af flot- kvínni, sem keypt hefur verið til bæjarins, verði felldur niður á þeirri forsendu að um fljótandi far sé að ræða. Fjármáiaráðuneytið hefur hins vegar ekki viljað fallast á þá túlkun. mjög á móti þessum lagaákvæðum, þar á meðal Framsóknarflokkurinn sem nú fer með heilbrigðisráðuneyt- ið. Jafnframt var skipuð nefnd til að meta áhrifín áf breytingunum vegna EES-hluta laganna. Miðað var við að niðurstaða nefndarinnar lægi fyrir nú um mánaðamótin. Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, sagði að Ingi- björg Pálmadóttir ráðherra hefði ósk- að eftir því í vor að nefndin hraðaði störfum svo niðurstaða hennar gæti legið fyrir 1. júlí. Við því hafí nefnd- in ekki getað orðið og því hafi heil- brigðisráðherra óskað eftir að lengja frestinn á gildistöku umræddra ákvæða. Heilbrigðisráðherra lagði því í vor fram lagafrumvarp á Alþingi um að fresta gildistöku umræddra laga- ORKAN, sem er í eigu Skelj- ungs hf., Hagkaups hf. og Bón- uss, er nú að reisa þrjár nýjar bensínstöðvar. Að sögn Harðar Helgasonar, framkvæmda- stjóra Orkunnar, er hugmyndin að selja þar bensín og dísilolíu á lægra verði en hjá olíufé- lögunum. Stöðvarnar sem verið ákvæða til 1. júlí á næsta ári en það frumvarp náði ekki fram að ganga á sumarþinginu. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra lýsti því hins vegar sérstaklega yfir, áður en þinginu var slitið í júní, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að endurflytja frumvarpið strax í upphafí haustþings og fá það samþykkt fyrir 1. nóvember. Heilbrigðisráðherra kynnti frum- varpið síðan á ríkisstjórnarfundi í gær. Engin rök fyrir frestun Róbert Melax, annar aðstandenda nýja apóteksins, sagði að í ljósi þess að frestunarfrumvarp heilbrigðisráð- herra var ekki afgreitt á sumarþing- inu hafí þeir talið víst að málið næðist ekki fram. Það væri heldur engin ástæða til að fresta gildistökunni þar er að reisa eru við verslanir Hagkaups við Eiðistorg og á Akureyri og við verslun Bónuss við Skemmuveg í Kópavogi þar sem myndin var tekin. Ætlunin er að fjórða bensínstöð Orkunn- ar verði við verslanir IKEA og Bónuss i Holtagörðum, en að sögn Harðar hafa nauðsynleg sem búið væri að horfa á áhrif EES- samningsins á annað ár. „Rök fyrir frestun eru í raun eng- in eftir nema að veita þeim ákveðna vernd, sem eru fyrir á markaðnum," sagði Róbert. Nýja apótekið hefur þegar auglýst eftir starfsfólki. Þegar Róbert var spurður hvort hann teldi að heilbrigð- isráðuneytið yrði bótaskylt ef Alþingi samþykkti að fresta gildistöku laga- ákvæðanna frekar, sagði hann að þeim hefði verið bent á að slíkt gæti verið möguleiki. „Það eina sem við erum að gera er áð fylgja núgildandi lögum og því gæti myndast skaðabótaskylda ef þeim verður breytt. Ef það kemur upp, sem ég geri þó síður ráð fyrir, þá munum við líta á það mál,“ sagði Róbert. leyfi enn ekki fengist fyrir stöð- inni þar. Þær þrjár stöðvar sem nú eru í smíðum verða opnaðar í nóvember næstkomandi og verða allar eldsneytistegundir þar til sölu, en tvær fjölnota- dælur með 16 stútum verða á hverri stöð. Gallupkönnun 72% vilja Vigdísi áfram LIÐLEGA 72% landsmanna vilja að frú Vigdís Finnboga- dóttir, forseti Islands, gegni forsetaembætti áfram á næsta kjörtímabili, að því er fram kemur í nýrri Gallupkönnun og greint var frá í kvöldfrétt- um Ríkisútvarpsins í gær. Fram kom að spurning Gall- up hefði hljóðað svo: „Vilt þú að Vigdís Finnbogadóttir haldi áfram sem forseti á næsta kjörtímabiii eða vilt þú að nýr forseti taki við?“ Liðlega 72% þeirra sem afstöðu tóku sögð- ust vilja Vigdísi áfram á for- setastóli en tæplega 28% vildu fá annan forseta. Gallup spurði, að því er kom fram í Ríkisútvarpinu, hvern fólk vildi fá sem næsta forseta íslands ef Vigdís Finnboga- dóttir hætti. Langflestir eða tæplega 78% sögðust ekki vita það. Þau sem oftast voru nefnd voru hins vegar Davíð Odds- son, forsætisráðherra, Guðrún Agnarsdóttir læknir og fyrr- verandi þingkona Kvennalist- ans, Steingrímur Hermanns- son, seðlabankastjóri og fyrr- verandi formaður Framsókn- arflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, og Pálmi Matthíasson, sóknar- prestur. Opinn sljórnar- fundur SVR Tillögur að leiða- kerfi kynntar TILLÖGUR að nýju leiðakerfi SVR verða kynntar á opnum stjómarfundi SVR í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 16.30 í.dag. Að loknum afgreiðslumál- um, kynningu á SVR og nýja leiðakerfinu talar Lilja Ólafs- dóttir, forstjóri, um markmið leiðakerfis og þjónustu. Þór- hallur Guðlaugsson, markaðs- og þróunarstjóri, ræðir um leiðakerfið og Hafdís Hafliða- dóttir, Borgarskipulagi, um skiptistöð við Lækjartorg. Að því loknu stjórnar Valdimar K. Jónsson, varaformaður stjórnar, umræðum um leiða- kerfið. Nafn pilts- ins sem lést PILTURINN, sem eftir umferðar- slysið á Þingeyri aðfaranótt laugar- dags, hét Svan- laugur Garðarsson og var til heimilis á Marargötu 5 í Grindavík. Hann var 16 ára, fæddur 11. júlí 1979. Skýrsla sérfræðings Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um skipulag flugmála Yfirstj óin flugmála til samgöngnráðuneytis HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina skýrslu sérfræðings Alþjóðaflugmálastofnunarinnag um úttekt á skipulagi flugmála á íslandi. í skýrslunni er lagt til að yfirstjórn flugmála verði öll á hendi samgönguráðuneytisins. Yfirstjórn Keflavíkur- flugvallar verði þar með færð frá utanríkisráðu- neyti til samgönguráðuneytis og þaðan til Flug- málastjórnar sem gerð verði að fjárhagslega og stjórnunarlega sjálfstæðri stofnun. Flugmálastjórn óskaði í samráði við sam- gönguráðuneytið á síðasta ári eftir sérfræðiað- stoð frá Alþjóðaflugmálastofnuninni, ICAO, til að gera úttekt á skipulagi íslenskra flugmála og Flugmálastjórn. Alþjóðaflugmálastofnunin fól Gunnari Finnssyni, sérfræðingi stofnunar- Flugmálastjórn gerð fjárhagslega sjálfstæð innar varðandi skipulag og rekstur flugvalla, verkið. í skýrslu Gunnars er fjallað um flug- mál á íslandi og hugsanlegar endurbætur á yfírstjórn flugmála. Flugmálastjórn verði Flugmálaráð í skýrslunni er fjárhagsleg staða flugvalla rakin og greint frá því í hvaða áttir tekjur af flugmálum renni. Bent er á í skýrslunni að hin Norðurlöndin líti svó á að flugvallarkerfi hvers lands sé ein heild. Þá er lögð á það áhersla í skýrslunni að Flugmálastjórn fái aukið sjálfstæði og nafni hennar verði breytt í Flugmálaráð. Til að standa straum af kostnaði við rekstur hinnar nýju stofnunar verði henni veitt umboð til að halda eftir öllum tekjum sem verða af starf- semi flugvalla í landinu, einnig þeirrar starf- semi sem ekki tengist flugi á Keflavíkurflug- velli. Lagt er til að það verði tekið til alvarlegr- ar íhugunar að starfsmenn hins nýja Flugmála- ráðs verði ekki ríkisstarfsmenn eins og starfs- menn þeirrar stofnunar sem það tæki við af. Mælt er með því að samskipti Flugmálaráðs og varnarliðsins í Keflavík fari fram í gegnum varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Orkan reisir þrjár bensínstöðvar lést í fyrradag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.