Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 17 ERLENT BANDARÍSKI auðkýfingurinn Ross Perot (t.h.) greindi frá því í viðtalsþætti Larrys Kings á sjón- varpsstöðinni CNN á mánudag að hann hygðist stofna þriðja flokkinn í bandarískum stjórnmálum. Perot stofnar þriðja flokkinn Washington. Reuter. írak Skort- ur vofir yfir Genf. Reuter. STOFNUN á vegum Samein- uðu þjóðanna sagði í gær að líf milljóna íraka væru í hættu vegna matvælaskorts af völdum refsiaðgerða SÞ. Hópur á vegum Alþjóðamat- vælastofnunarinnar (WFP) í Róm er nýkominn úr tveggja vikna leiðangri til íraks. Dieter Hannusch, einn yfirmanna stofnunarinnar, sagði ástandið vera með því versta er hann hefði séð á ferðum sínum um neyðarsvæði undanfarin 24 ár. „Sífellt fleiri eyða öllum deg- inum í að reyna að afla sér fæðu til að lifa af. Hin félags- lega uppbygging landsins er að brotna niður,“ sagði Hannusch. Mona Hannam, annar fulltrúi stofnunarinnar, sagði flórðung írösku þjóðarinnar, alls fjórar milljónir manna, vera í alvar- legri hættu vegna næringars- korts. Þeirra á meðal væru 2,4 milljónir barna yngri en fimm ára, hálf milljón ófrískra kvenna eða kvenna með böm á bijósti og hundruð þúsunda aldraðra er ættu engan að. Stofnunin sagði að þótt upp- skera í írak væri nú 16% minni en í meðalári hefði það ekki afgerandi áhrif til hins verra á fæðuskortinn. Hafa bæri í huga að írakar hefðu ávallt flutt inn 70% allra matvæla. Hanusch lýsti því yfir að bærist aðstoð ekki bráðlega myndu einungis þeir er brytu viðskiptabann SÞ, svartamark- aðsbraskarar og þjófar, lifa af. ROSS Perot, auðkýfingurinn frá Texas, sem bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna fyrir þremur árum, lýsti yfir því á mánudag að hann hygð- ist stofna þriðja flokkinn fyrir kosning- amar á næsta ári til mótvægis við flokka demókrata og repúblikana. Perot tilkynnti þessa fyrirætlan sína í spjallþætti Larrys Kings á sjóvnvarpsstöðinni CNN, en hann greindi frá óháðu forsetaframboði sínu árið 1992 í sama þætti. Ósagt um eigið framboð Perot iét mörgum spurningum ósvarað í þættinum. Hann lét ekki uppi hvort hann hygðist sækjast eft- ir því að verða forsetaframbjóðandi hins nýja flokks og forðaðist að greina frá því hvort hann teldi að þriðji flokkurinn gæti borið sigur úr býtum í forsetakosningunum á næsta ári. Þriðji flokkur hefur aldrei unnið forsetakosningar í Bandaríkjunum. Perot sagði að stefna flokksins væri að láta stjórnmál lúta vilja og þörfum almennings í meira mæli en nú er. Stjórnmálasamtök Perots munu bera nafnið „Sjálfstæðisflokkurinn" alls staðar nema í Kaliforníu, þar sem þau munu heita „Umbótaflokk- urinn“. Flokkurinn verður reyndar aðeins stofnaður í þremur ríkjum í upphafi, Kaliforníu, Maine og Ohio. Ráðgert er að velja forsetaframbjóð- anda í vor. Perot hlaut 19% atkvæða þegar hann bauð fram 1992 og hafnaði í þriðja sæti. Bill Clinton Bandaríkja- forseti fékk 43% atkvæða og George Bush, sem þá var forseti, 37%. Perot leiddi þá samtök, sem kölluðust Sam- einuð stöndum vér og töldust ekki stjórnmáiaflokkur samkvæmt skil- greiningu. Greinilegt er talið að Perot hygg- ist höfða til ónægju kjósenda. Fjöldi fólks er þeirrar hyggju að demókratar og repúblikanar hafi brugðist og virð- ist vilja sjálfstætt stjórnmálaafl. Fyrirvari stjórnmálaskýrenda Stjórnmálaskýrendur tóku yfirlýs- ingu Perots með fyrirVara. „Hann virðist halda að stjórnmál séu risavaxinn tölvuleikur fyrir millj- arðamæringa," sagði Marlin Fitzw- ater, sem var blaðafulltrúi Bush. Mark Rozell, sérfræðingur í for- setaembættinu, sagði að Perot vildi hræra upp í kerfinu og komast aftur í hið pólitíska sviðsljós, sem Colin Powell, fyrrum sfjórnandi bandaríska herráðsins, hefði einokað undanfarn- ar vikur. allra páfa, sem verið hafa verið við völd í hálfa öld. Hann er guðhræddur katólikki og fer til messu klukkan sex á hveijum morgni. Hugsun líkt við egg rakhnífs Hugsun hans er sögð svo skörp að henni er líkt við egg rakhnífs. Hann er sagður vera vel að sér í sögu, hafa stálminni og geta gert rök andstæðinga sinna að engu með einni setningu. Það er fáum stjórnmála- mönnum tilhlökkunarefni að þurfa að rökræða við hann opinberlega. Andreotti gengur hokinn með signar axlir og hárið greitt aftur svo ekkert skyggi á oddhvöss eyrun. Skopteiknarar hafa haft fyrir sið að teikna hann í líki blóðsugu. Hann hefur stáltaugar og lætur engan bilb- ug á sér fmna undir þrýstingi. Andreotti er giftur og á fjögur böm. Hann fæddist í Róm árið 1919 og var yngstur þriggja bama foreldra sinna. Faðir hans lést þegar Andre- otti var tveggja ára og hann ólst upp hjá móður sinni, sem lifði á lágum eftirlaunum í íbúð án kyndingar. Til vaida 28 ára Hann komst fyrst til valda árið 1947 þegar hann var gerður að ráð- herra í stjórn Alcides De Gasperis, þá aðeins 28 ára gamall. Andreotti rakst fyrst á De Ga- speri, leiðtoga kristilegra demókrata á Ítalíu eftir stríð, í bókasafni Páfa- garðs. Hann var að leita að bók um sjóher páfa og De Gasperi, sem þá var bókavörður, spurði hvefsinn: „Hefur þú ekkert betra við tímann að gera.“ Andreotti hefur skrifað tugi bóka, margar þeirra um stjórn- og utanrík- ismál. Nýjasta bók hans kom út í síðustu viku og þar er að finna svar við ásökununum á hendur honum. Hún ber heitið „Cosa Loro“ (Þeirra hlutur), sem er orðaleikur með heiti mafíunnar, „Cosa Nostra" (Okkar hlutur). Reuter GIULIO Andreotti, fyrrum forsætisráðherra ítalíu, í þvögu blaðamanna við komu sína til Palermo á Sikiley á mánudag vegna réttarhalda, sem hófust í gær í máli hans. Andreotti er gefið að sök að hafa verið handbendi mafíunnar á 50 ára valdaferli sínum. ar, meðan hann gekk enn laus í Palermo árið 1987. Andreotti hafi vottað Riina virðingu sína með því að kyssa hann á báðar kinnar. Talið er að mál ákæruvaldsins standi og falli með því að sanna þetta atriði. Andreotti svarar því til að hann hefði ekki getað hrist af sér lögregluvörð sinn til að eiga þennan fund. Ákæruvaldið heldur því einnig fram að Salvo Lima, þingmaður á Evrópuþinginu, sem var skotinn til bana árið 1992, hafi verið helsti teng- iiiður Andreottis við mafíuna. Lima var borgarstjóri Palermo, höfuðborg- ar Sikileyjar, á sjöunda áratugnum þegar mafían auðgaðist mjög á bygg- ingarframkvæmdum þar. Lima smal- aði atkvæðum fyrir Andreotti á Sikil- ey. Andreotti segir að samskipti sín við Lima hafi eingöngu verið pólitísk og ekkert hafi sannast á hann. Sennilegt er að dregið verði fram vitni, sem kveðst hafa séð Andreotti í bifreið fyrir utan hótel í Cataníu á Sikiley árið 1979 þegar mafíuforing- inn Benedetto „Nitto" Santapaola beið eftir að hitta „mikilvægan mann frá Róm“ á hótelbarnum. Santapaola situr nú í fangelsi og neitar að þetta hafi átt sér stað. Verjendur Andreottis segja að bíll- inn, sem vitnið kveðst hafa séð Andreotti sitja í, hafi ekki verið sett- ur á markað fyrr en sex árum síðar. Ákæruvaldið heldur því fram að Andreotti hafi verið helsti verndari mafíunnar í Róm svo áratugum skipti. Málið gegn honum er reist á vitnisburði fyrrum mafíumanna og Andreotti heldur því fram að það sé afsprengi samsæris mafíunnar til að ná fram hefndum fyrir herferðir sín- ar gegn skipulegri glæpastarfsemi í valdatíð sinni. „Þeir hafa sakað mig um að bera ábyrgð á öllu sem gerst hefur frá púnversku stríðunum [sem háð voru á 3. og 2. öld f. Krist],“ sagði hann fyrr á þessu ári. Stuðningsmenn Andreottis segja að hann hafi átt snaran þátt í að breyta Ítalíu úr fátæku bændasamfé- lagi, sem var í rústum eftir heims- styijöldina síðari, í máttugt iðnveldi á einni kynslóð. Gagnrýnendur saka hann um að fara fremstan í samfé- lagi, sem einkennist af spillingu og baktjaldamakki. Andreotti hefur verið náinn vinur Mmw STUTT Rússneski herinn í framboð PAVEL Gratsjov, varnarmála- ráðherra Rússlands, verður ekki meðal frambjóðenda í þingkosningunum í desember en sömu sögu er ekki að segja um 123 undirmanna hans, allt foringja í hernum. Skýrði Gratsjov frá því í gær, að ráðu- neytið hefði valið þá í framboð til dúmunnar í því skyni að gæta hagsmuna hersins. Sagði hann, að núverandi þingmenn og fyrirrennarar þeirra hefðu brugðist að þessu leyti, einkum varnarmálanefnd þingsins og formaður hennar, Sergei Jús- henko, sem gagnrýndi hernað- inn í Tsjetsjníju harðlega. Slíkt framboð væri óhugsandi á Vesturlöndum en Rússar virð- ast telja það sjálfsagt. Palestínu- menn frá Líbýu ÖLLUM Palestínumönnum í Líbýu, um 30.000 talsins, hefur verið gefinn sólarhringsfrestur til að yfirgefa heimili sín og koma sér fyrir í búðum víðs vegar um landið. Þaðan verða þeir fluttir í stærri búðir við landamærin að Egyptalandi og síðan reknir úr landi. Var þetta haft eftir líbýskum landamæra- verði í gær. Brottflutningur Paiestínumanna og annarra útlendinga í Líbýu hefur raunar staðið í nokkrar vikur en Mu- ammar Gaddafí, leiðtogi lands- ins, vill auk þess refsa Palest- ínumönnum fyrir friðarsamn- ingana við ísrael. Fjöldamorð í S-Afríku ÓKUNNIR menn skutu 12 manns til bana í KwaZulu- Natal-héraði í Suður-Afríku í gær. Var fólkið við messu í litlu þorpi og að loknum vígunum var lagður eldur að húsinu. Ríkir mikil óöld í héraðinu og hefur lengi gert. Á síðustu 10 árum hafa að minnsta kosti 10.000 manns fallið í átökum milli ýmissa fylkinga í Suður- Afríku. Dýrafóður ofan í fólk SEXTÁN tonn af 30 ára gömlu, bresku kexi, sem átti að fara í dýrafóður, voru þess í stað seld fólki í Albaníu. Skýrði al- banskt dagblað frá þessu. Kex- ið kom til iandsins sem hluti af aðstoð en það mun hafa verið albanskt fyrirtæki, sem reyndi að hagnast með þessum hætti. Var fyrirtækið sektað um 33.000 kr. Til varnar Solzhenítsyn ALEXANDER Jakovlev, stjórn- arformaður ORT, helstu sjón- varpsrásarinnar í Rússlandi, kvaðst í gær mundu beijast gegn þeirri ákvörðun að taka af dagskrá reglulegan þátt með rithöfundinum og Nóbelsverð- launahafanum Alexander Solz- henítsyn. Hann er þó aðeins einn af 16 í stjórninni. Sumir telja óeðlilegt, að Solzhenítsyn einn manna fái að láta gamminn geysa í sjónvarpi en aðrir telja, að hann hafi unnið til þess að fá að lesa Rússum pistilinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.