Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 19 LISTIR Hugsæi AÐSTANDENDUR Fram- lengingaráráttunar. * Atta ungir myndlistar- menn á Sóloni Á SÓLONI íslandusi opnar á sunnu- dag myndlistarsýning átta ungra myndlistarmanna, þeirra Ástu Bjarkar Ólafsdóttur, Guðbrands Ægis, Helgu Bjargar Jónasardótt- ur, Kristins Máis Pálmasonar, Pekka Tapio Pyykönen, Svanhildar Vilbergsdóttur, Valgerðar Guð- laugsdóttur og Þóru Þórisdóttur. Sýningin er undir yfirskriftinni Framlengingaráráttan. ------» ♦ ♦----- Góð aðsókn að sýningu á bátslíkönum Keflavík. Morgunblaðið. MJÖG GÓÐ aðsókn hefur verið að sýningu á bátslíkönum, myndum og munum sem Byggðasafn Suður- nesja og Grímur Karlsson skipstjóri í samvinnu við Byggingaverktaka Keflavíkur stóðu að í Kjarna í Kefla- vík. A sýningunni voru 45 skipslík- ön og þar af voru 42 smíðuð af Grími. Sýningin vakti mikla athygli á Suðurnesjum en auk bátslíkananna voru margar myndir tengdar sjó- sókn og ýmsir merkilegir munir sem ekki hafa komið fyrir almennings- sjónir fyrr og má þar nefna kompás- inn úr fyrsta stóra þilskipi Kefivík- inga, Keflavíkinni KE 15. MYNPLIST Ásmundarsalur v. Hl í m i s vc g MÁLVERK KrLslján Davíðsson. Opið frá 16-20 alia daga. Til 1. október. Aðgangur ókeypis. AÐ MÁLA af fingrum fram, á svipaðan hátt og tónlistarmenn gera, er þeir spila innblásnir og gagntekn- ir af ryþma sjálfs framstreymandi tónaflóðsins, hefur í myndlistinni hlotið samheitið „Art informel". Er þó ekki um afmarkaða lista- stefnu að ræða, heldur óformlegt vinnsluferli í algjörleika sínum, en þessum vinnubrögðum bregður fyrir í myndum annars konar málara, einkum þeirra sem mála á fjölþættu myndsviði, eru skilgreindir sem „art- istar“, og er Kjarval nærtækt og sláandi dæmi. Hins vegar telst Krist- ján Davíðsson fremstur þeirra samt- íðarmálara er algjörlega hafa tileink- að sér vinnsluferlið, og þess sér greinilega stað í fyrstu myndum hans frá hinu svonefnda „Art Brut“ tímabiii og Septembersýningunum. Vinnubrögðin eru listamanninum þannig ásköpuð, og hann hefur þró- að þau á ýmsa vegu allt frá lokum sjötta áratugarins, er hann hóf að mála aftur eftir að pentskúfurinn fraus, eða fór í baklás á tímum strangflatamálverksins. Kristján er öðru fremur málari hugsæis og skynjunar í bland við ólgandi tilfinn- ingar og svipmikla skapgerð, jafn- framt má segja að hann máli eins og hann talar, svo sem kom vel fram í snjöllu og opinskáu viðtali hér í blaðinu á dögunum, þar sem ekkert var dregið undan. Á löngum starfsferli hefur honum skilist, að menn verða að vera jafn heilir í samræðum um listir á opin- berum vettvangi og við sjálft sköp- unarferlið er þeir munda pentskúf- inn, og menn verða að hafa fleira að segja, en tíðarandinn býður og gera það óttalaust. Ef allir færu þannig að væri öðruvísi umhorfs í listinni, mönnum liði betur og sköp- unarþrótturinn væri meiri. Þetta kemur rýni um myndir Kristjáns við, því án hinna skýru viðhorfa gengi hann naumast jafn frísklega til verks og myndirnar á veggjum Ásmundarsalar eru til vitn- is um. Galdurinn á bak við ferskleik- ann í myndverkum margra málara aldinna að árum, er einfaldlega að þeir kunna ekki að fara í kring um hlutina, létta jafnóðum af sálinni, jafnt í ræðu sem litaklessum og eru því ungir fram í andlátið. Picasso var þannig að mála á fullu kvöldið áður en hann burtsofnaði 91 árs að aldri, svo segja má að hann hafi látist með penslana í hönd- unum, svo kannski er hér komið yngingarmeðal, fremra öllum heilsu- ræktarstöðvum og skokki!. Þá las ég á dögunum í fagbiaði um ástina, þar sem fjallað var um aldursmun kynjanna og pótensíuna, að tvær stéttir væru hér undanskild- ar, því þær hefðu engan aldur og væru það skáld og málarar! Það er nú einmitt þetta, sem myndverk Kristjáns staðfesta, því að hvaða málari ungur að árum málar af jafn miklum æskuþrótti og t.d. streymir fram úr stóru ijósu myndinni, sem er númer 7 á skrá? Og þrátt fyrir fáa liti, eru þeir sem fyrir eru svo kynngimagnaðir, að það liggur við að þeir beri mun litrík- ari myndir til beggja hliða, og einn- ig framúrskarandi vel málaðar, of- urliði. Þetta staðfestir einmitt, að Kristján er ekki kóloristi fyrir það að hann notar sterka liti, heldur hvernig hann meðhöndlar þá, leggur hlið við hlið og magnar upp. Jafn- framt er það aðall góðs litameistara, að vera fullkomlega laus við alla væmni. Þá eru myndir Kristjáns jafn langt frá formleysishugtakinu og verða má, því liturinn sjálfur ber í sér form og niðurröðun hans á grunnflötinn markar myndbygging- una. Þetta er sterk og hrifmikil sýning, hún staðfestir ekki einungis styrk og stöðu Kristjáns Davíðssonar inn- an íslenzkrar myndlistar, heldur bera dúkarnir vott um að listamaður- inn sé enn við kjarna sköpunarferlis- ins og hin innbyggða hugsæja ratsjá hans öflug og virk. Bragi Ásgeirsson EITT verka Kristjáns. Heimurinn er ekki eins og hann var BOKMENNTIR Smásögur SÍÐUSTU MINNISBLÖÐ TÓMASAR F. FYRIR AL- MENNINGS SJÓNIR eftir Kjell Askildsen. Hannes Sigfús- son þýddi. Prentun Oddi. Mál og menning 1995.125 síður. í SÍÐUSTU minnisblöðum Tómasar F. fyrir almennings sjónir hefur Hannes Sigfússon valið og þýtt sög- ur úr tveimur smásagna- söfnum Kjells Askilds- ens, þessa sérkenilega höfundar sem nú er að verða meðal þekktari samtímahöfunda Norðurlanda. Sögur Askildsens eru yfirleitt ekki langar, fá prð nægja honum oftast. í Síðustu minnisblöðum eru þó tvær sögur lengri en gengur og gerist. Það er saga samnefnd bókinni og önnur sem nefnist Karl Lange. „Heimurinn er ekki eins og hann var. Nú tekur til dæmis lengri tíma að lifa,“ eru upphafsorð Síðustu minnisblaða. Þau mælir Tómas kom- inn hátt á níræðisaldur. Askildsen sérhæfir sig, ef svo má segja, í gömlu fólki, einkum körlum. „Ég er orðinn skelfilega gamall,“ andvarpar Tómas á öðrum stað. Athuganir hans og annarra persóna bókarinnar eru dæmigerðar fyrir þann heim sem gamalmenni hrærast í, en ekki bara hann. Askildsen tekst að láta sögur sínar ná út fyrir hið afmark- aða í lífi fólks og gera þær þannig algildar. Karl Lange virðist í fyrstu einföld saga með venjulegum söguþræði, en þegar lengur er lesið fer hún að verða flóknari. Vinsælt efni og mjög eld- fimt nú, kynferðisleg misnotkun af- hjúpar einmanakennd og sambands- leysi aðalpersónunnar. Þetta er mjög dapurleg saga. Til eru sögur eftir Franz Kafka og Aibert Camus sem minna á bjargarleysi sögupersónu Kjells Askildsens. Dæmi um það hvernig hversdags- legt söguefni verður annað og meira, lýkur upp nýjum skilningi á persónum, er Ég er ekki svona, ég er ekki svona. Sögumar Sól- hatturinn og Allt eins og áður, sem eru með þeim styttri, eru slungnar og nærgöng- ular myndir úr sambúð hjóna. Onnur sagan gerist á sumarleyfisstað erlendis og greinir frá því sem getur auðveldlega gerst þegar hið innibyrgða leitar út- rásar. Þannig er Askildsen jafnan trúr því viðfansefni sínu að rýna í það sem er undir yfirborðinu. Stíll Askildsens líkist mæltu máli, er blátt áfram og einfaldur. Yfirleitt er still þýðandans, Hannesar Sigfús- sonar, viðhafnarmeiri en hæfir þeim smámyndasmið sem Kjell Askildsen er oftast. En Hannes hefur í þessari þýðingu kappkostað að ná frásagnar- máta Askildsens og málfari og tekst það prýðilega. Jóhann Hjálmarsson Kjell Askildsen BI-FACIL 30 ml LANCÖME Glæsilegur kaupauki ROUGE ABSOLU rakagefandi varaiitur INTENCILS - augnháralitur HYDRATIVE 15 m! -rakakrem LANCÖME SNYRTITASKA Þessi kaupauki fæst eingöngu í neðantöldum verslunum frá miðvikudegi til laugardags. Kaupaukinn fylgir þegar keyptir eru tveir hlutir frá LANCOME j þar af 50 ml krukka af einhverju eftirtalinna krema: Primordiale, Rénergie, Nutriforce, Niosome + eða Hydrative. Hygea Austurstræti 16, sími 511 4511. Bylgjan Hamraborg 14a, Kóp., sími 564 2011. Gullbrá Nóatúni 17, sím! 562 4217.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.