Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAHEIMSÓKN Ræður forseta Finnlands og Islands í kvöldverðarboði forseta Islands „Okkur ekki framandi þótt fátt sé mælt“ SNORRA Sturluson bar fyrst á góma í ræðu Finnlandsforseta, Martti Ahtisaari. Sagði forset- inn bókmenntir Snorra og samtímamanna hans hluta af sameiginlegum menningararfi Norður- landanna og sagði það ánægjuefni hvernig Finn- um hefði upp á síðkastið tekist að fylla upp í alvarleg skörð sem voru í þýðingu íslendinga- sagnanna á finnsku. - Antti Tuuri rithöfundur hefði nýlokið þýðingu sinni á Njáls sögu en hann hefði áður þýtt Egils sögu. „Mál íslendingasagnanna höfðar til okkar. í Laxdæla sögu hittum við fyrir mann sem var „ríklátur og vildi eigi segja Iengra en hann var spurður". Það er okkur ekki framandi þótt fátt sé mælt. Finnum og íslendingum veitist auðvelt að skilja hveijir aðra. Tungumál okkar hljóma jafnvel kunnuglega þegar þau eru töluð,“ sagði forsetinn. Ahtisaari sagði ástæðu þessa að þjóðarvitund beggja þjóða ætti rætur að rekja til norrænnar fornaldar. „Það er vitund sem hefur mótast af landfræðilegri legu, náttúru og sögu. Verið get- ur að ísland sé ekki ríkt af fornminjum en „hver dalur er þó endurminníng úr sögu vorri, hver öræfasýn ímynd vorra dulrænustu skynjana" eins og Halldór Laxness sem Finnar hafa fengið einstæða innsýn í örlög þjóðar." í ræðu sinni líkti Finnlandsforseti leiðtogum á síðustu öld, þeim Jóni Sigurðssyni og Finnan- um Johan Wilhelm Snellman saman. „Báðir voru gæddir hæfileikum, sem aldrei brugðust, til þess að tjá og ýta undir þá þjóðlegu vakningu sem í hvoru landi fyrir sig leiddi til framfara í andleg- um og veraldlegum efnum.“ Þegið margt gott af Finnum Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, gerði Jón og Snellman einnig að umtalsefni í ræðu sinni og sagði baráttu þeirra fyrir sjálfstæði land- anna_ um margt líka. Þakkaði hún margt gott sem Islendingar hefðu þegið af Finnum, svo sem arkitektúr, bókmenntir og tónlist, auk skógar- ins. Þá ræddi forseti íslands hvemig Finnar tengjast íslensku fomsögunum, þar kæmu fyrir orð á borð við Finnar, Finnmörk og Finnland og minntu menn á hugumstóra bardagamenn, fima á skíðum og fjölkunnuga, skipasmiði, hand- verksmenn og veiðimenn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FORSETI Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, bauð forsetahjónunum finnsku og föruneyti þeirra til kvöldverðar á Hótel Sögu i gær- kvöldi. Við hlið finnsku forsetahjónanna sitja Davíð Oddsson forsætisráðherra og eiginkona hans Astríður Thorarensen. Listaverk og birkifræ að gjöf TVEGGJA daga opinber heim- sókn Martti Ahtisaari, forseta Finnlands, og eiginkonu hans Eevu, til Islands hófst í gær. Var heimsóknin með hefðbundnu sniði og lauk fyrri degi hennar í gærkvöldi með því að Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, hélt forsetahjónuniim og föru- neyti þeirra veislu á Hótel Sögu. Snæddu hádegisverð á Bessastöðum Finnsku forsetahjónin lentu á Keflavíkurflugvelli um kl. 11 í gærmorgun og tók forseti Is- lands á móti þeim. Að því búnu var haldið tii Bessastaða þar sem forsetahjónin snæddu hádegis- verð með forseta Islands. Af- henti Ahtisaari forseta Islands listaverk eftir finnsku listakon- una Agnetu Hobin, auk birki- fræja. Að því búnu átti Ahtisaari fund með Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra en að honum loknum hélt Ahtisaari blaðamannafund. Þá heimsóttu forsetahjónin Árnastofnun, þar sem Stefán Karlsson forstöðumaður tók á móti þeim. Á sama tíma áttu Páll Pétursson landbúnaðarráð- herra og Ole Norrback, Evrópu- málaráðherra Finnlands, fund. „Finnland á Evrópu- korti í 500 ár“ Þá opnaði Finnlandsforseti sýningu í Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni sem nefnist „Finnland á Evrópukorti í 500 ár“. Þar er rakin þróun Finn- landskorta á fyrri öldum frá kortum Ptolemaios, sem menn uppgötvuðu á ný á 15. öld og fram að upphafi vísindalegrar kortagerðar í byijun 17. aldar. Mikill hluti kortanna er fenginn frá stærsta kortasafni Finnlands, sem er árangur af löngu starfi feðganna Eero og Erkki Fredrik- son. Martti Ahtisaari, forseti Finnlands, á blaðamannafundi Norrænt samstarf ekki staðnað „ÞEGAR ég vann fyrir Sameinuðu þjóðimar og vinir og kunningjar vildu vita hvernig lýðræði væri raun, var ég vanur að segja: Vel- komin til Norðurlanda," sagði Martti Ahtisaari, forseti Finnlands, á blaðamannafundi í gær. Lagði hann áherslu á að hugtakið Norður- lönd og norrænt samstarf væri ekki staðnað, heldur breytingum undir- orpið og að vonandi kæmust þjóð- irnar vel frá þeim breytingum og héldu því besta í fari sínu. Þjóðfélög á Norðurlöndum legðu áherslu á umhyggjuna fyrir náunganum og fyndu til ábyrgðar sinnar. Ahtisaari ræddi við blaðamenn eftir fund hans með Davíð Odds- syni forsætisráðherra. Sagði hann þá hafa rætt norrænt sainstarf, Evrópusambandið og fjölgun aðild- arríkja þess. Einnig fyrirhugaða stækkun Atlantshafsbandalagsins og um Schengen-samkomulagið. Nú væru miklir breytingatímar fyrir Norðurlönd og mikilvægt væri að nýta alla þá möguleika sem gæfust á auknu samstarfí. Nefndi hann sem dæmi atvinnutækifæri í löndum við Eystrasalt auk sam- vinnu við Eystrasaltríkin sem gæfu norrænu samstarfí aukna vídd. í opinberri heimsókn hans til Lett- Morgunblaðið/Ámi Sæberg EEVA Athisaari, eiginkona Finnlandsforseta, ritar nafn sitt í gestabók Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns. lands hefði komið fram að þessi ríki væntu mikils af samstarfínu við hin friðelskandi Norðurlönd. Hvað varðaði Schengen-samkomu- lagið sagði forsetinn að þrátt fyrir að Norðurlöndin hefðu valið sér ólíkar leiðir innan Evrópusam- starfsins, væri hið nána samstarf landanna mikilvægt svo að halda mætti því frelsi sem gilti á milli landanna. Áhuginn ekki minnkað á norrænu samstarfi Er forsetinn var spurður hvemig samvinna Norðurlandanna gæti gengið nú, þegar ísland og Noregur væru utan ESB, sagði hann mikil- vægt að ásaka löndin ekki fyrir að velja að standa utan þess. Miklu fremur væri ástæða til að horfa gangrýnum augum á Svía og Finna ef þjóðimar fyrrnefndu teldu sig fínna að áhuginn á norrænu sam- starfí hefði minnkað eftir að þau gengu í ESB. Bætti forsetinn því við að hann teldi að ESB-aðildin myndi hafa góð áhrif á norrænt samstarf. Kvaðst hann ekki trúa því að áhuginn hefði minnkað. Sjálfur myndi hann gera sitt besta til að styrkja það, enda hefði hann kynnst því af eigin raun. „Þegar ég starfaði hjá alþjóða- stofnunum hafði ég á tilfínningunni að þegar Norðurlöndin væru ein- huga um eitthvað, nyti sú afstaða virðingar. Hlustað var á orð okk- ar.“ Sagði forsetinn mikilvægt að forsætis- og samstarfsráðherrar Norðurlandanna hittust reglulega til að bæta og auka samvinnuna. Morgunblaðið/Ásdls STEFÁN Karlsson, forstöðumaður Árnastofnunar, sýnir finnsku forsetahjónunum, Eevu og Martti Ahtisaari, nokkra dýrgripi stofnunarinnar. 1 fe Í t fe i fe i : I : : I í I l I I í I I t I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.