Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 13 LANDIÐ Kvöldroði yfir Snæ- fellsjökli FRÉTTARITARI Morgun- blaðsins, Finnbogi G. Lárus- son, tók þessa mynd af Snæ- fellsjökli frá Hellnum í Snæ- fellsbæ ekki alls fyrir löngu. Morgunblaðið/Finnbogi G. Lárusson NÝI völlurinn á Húsavík til hægri á myndinni. Morgunblaðið/Silli Tveir grasvellir - enginn malarvöllur Húsavík - Lengi hefur íþróttafélagið Völsungur barist fyrir því að malar- vellinum, sem verið hefur við hlið grasvallarins á íþróttasvæði Húsavík- ur, yrði breytt í grasvöll svo hlífa mætti aðalvellinum og að hann yrði ávallt í hinu besta ásigkomulagi fyrir kegpni. Þetta er nú orðið að veruleika. í sumar hefur verið unnið að þess- um framkvæmdum sem hófust með því að grafa skurð umhverfis völlinn til að taka á móti jarðvatni úr fjall- inu að vori, skipt var um jarðveg og nýr heppilegri og gróðursælli jarð- vegur settur í staðinn. Endanlega var völlurinn svo þakinn þökum sem sóttar voru suður í Landeyjar en þær voru fengnar af túnum sem ræktuð höfðu verið á sandi en þær þykja mun betri til vallargerðar en þær þökur sem hægt er að fá á Norður- landi. Kostnaður við þessa framkvæmd er um 7,5 milljónir og mun hafa orð- ið undir áætlun. Völsungar hafa undanfarið leikið knattspyrnu í 3. deild en urðu í sum- ar íslandsmeistarar í þeirri deild svo þeir leika í 2. deild og hafa þá upp á að bjóða góða aðstöðu til keppni. Gott framtak í góða þágu Hátt í tvöhundruð þúsund söfnuðust Hornafirði - Tíu ára drengur, Gutt- ormur Orrason, sem þjáðst hefur af krabbameini frá unga aldri átti hug Hornfirðinga allan um síðastliðna helgi. Jafnaldrar hans, fimmti bekk- ur Nesjaskóla, hélt með góðra manna hjálp skemmtun fyrir fullu húsi í Sindrabæ til styrktar Guttormi og fjölskyldu, en hann tekst brátt á hendur erfítt ferðalag til Svíþjóðar til lækninga. Fyrsta skóladaginn í Nesjaskóla er nemendur höfðu kynnt sig fyrir nýjum kennurum var orðið gefið laust. Stendur þá upp ung stúlka, Hólmfríður Þrúðmarsdóttir, og vekur máls á jafnaldra sínum sem vafa- laust sæti með þfeim þennan skóla wef hann ekki glímdi við erfíð veik- indi og með fulltingi bekkjarins henn- ar skyldi haldin samkoma honum til styrktar. Varð úr þessu mikil vakn- ing og gekk maður undir manns hönd að hjálpa til við undirbúning. Samkoman, sem var í daglegu tali nefnd „Guttahátíð“, hófst með fáeinum orðum frá kennara í Nesja- skóla, síðan var hljóðfæraleikur, þá lék fimmti bekkur leikrit sem þeir kusu að kalla Ævintýrablöndu, en þar var tvinnað saman syrpu af Grimmsævintýrum. Nokkur hlýleg orð voru flutt til Gutta frá bekkjar- systkinum áður en bingó hófst að lokinni skemmtidagskrá, en dagskrá- in var öll tekin upp á myndband fyr- ir hann því ekki var unnt fyrir hann að vera viðstaddan sökum veikind- anna. Á bingóinu voru svo margir vinningar að enginn fór fýluferð á sviðið þó að fleiri fengju bingó á sama vinning, þá var deilt út auka- vinningum. Miðaverð var 100 kr. en algengt var að menn borguðu með 1.000 kr. seðlum og vildu ekki fá til baka. „Einn gesturinn borgaði meira að segja 15.000 kr. og viidi ekki fá til baka, sagði það vera frá hennar heimili," sögðu krakkarnir í 5. bekk. „Og við seldum allan vaminginn sem okkur var gefínn til að selja á hátíð- inni, grænmeti, egg, kökur og handa- vinnu.“ Lag var leikið á hátíðinni sem var sagt uppáhaldslagið hans Gutta og varð það til þess að honum var gef- inn ferðageislaspilari og diskur með laginu hans. Eftir að Gutti fékk í hendur lagið sitt og myndbandið sagðist hann fær í flestan sjó og kviði ekki utanferðinni. 187.000 kr. söfnuðust á hátíðinni og afhentu bömin upphæðina per- sónulega daginn eftir. Haft er eftir foreldrum Guttorms að ekki einasta peningamir kæmu sér vel heldur væri ómetanlegt að sjá samhug Hornfírðinga með þeim í þessum erf- iðu veikindum sonarins. Opnaður hefur verið reikningur nr. 65000 fyr- ir framlög til handa Guttormi í Landsbankanum, Hornafírði. ■iii I i------------------------ Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir 5. BEKKUR, Teddi, Una, Dóra, Hörður og Fríða eru ánægð með undir- tektirnar sem framtak þeirra fékk og vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem gerðu hátíðina mögulega. Á myndina vantar Elínu. Utför sr. Jóns Einarssonar Grund, Skorradal - Mikið ijölmenni var við útför sr. Jóns Einarssonar, prófasts í Saurbæ, sem fram fór frá Hallgrímskirkju í Saurbæ sl. laugar- dag. Yfír 800 manns, þar á meðal um 50 prestar, voru við útför sr. Jóns Einarssonar og er þetta ein allra fjöl- mennasta útför sem fram hefur farið í Borgarfirði. Prestur var sr. Björn Jónsson, Akranesi. Biskup íslands, herra Olafur Skúlason, flutti þakkar- orð, Kirkjukór Leirár- og Saurbæjar- sóknar og Kór Innri-Hólmskirkju sungu undir stjórn Kristjönu Hösk- uldsdóttur. Orgelleik fyrir athöfn annaðist Haukur Guðlaugsson. Úr kirkju báru kistuna prófastarn- ir sr. Guðmundur Þorsteinsson, sr. Ingiberg J. Hannesson, sr. Sváfnir Sveinbjarnason og sr. Bragi Bene- diktsson og prestarnir sr. Gunnar Kristjánsson, sr. Heimir Steinsson, sr. Árni Pálsson og sr. Þorbjörn Hlyn- ur Arnarsson. I garðinn báru kistuna sveitungar, synir og tengdasonur sr. Jóns þeir Jón Valgarðsson, Jónas Guðmunds- son, Hallfreður Vilhjálmsson, Guð- mundur Friðjónsson, Gísli Búason, Guðjón Ó. Jónsson, Einar K. Jónsson og Gunnlaugur Aðalbjömsson. Að lokinni athöfn í kirkju og kirkjugarði var öllum boðið að þiggja veitingar í félagsheimilinu að Hlöð- um. Heilsustofnun NLFÍ 40 ára Hveragerði - Þess var minnst við hátíðlega athöfn hinn 20. september að fjörutíu ár eru liðin frá stofnun Heilsustofnunar Náttúrulækningafé- lags Islands í Hveragerði. Þennan dag fyrir 125 árum fædd- ist Jónas Kristjánsson læknir er var einn af stofnendum Náttúrulækn- ingafélags íslands og einn helsti frumkvöðull náttúrulækninga hér á landi. í tilefni afmælisins tilkynnti Gunn- laugur Kr. Jónsson, forseti NLFÍ, stofnun rannsóknarstofnunar til minningar um Jónas Kristjánsson lækni. Verður hún til húsa í Heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði. Megintil- gangur stofnunarinnar verður að efla alla rannsóknastarfsemi innan NLFÍ og bjóða einstaklingum sem vinna að rannsóknarverkefnum aðstöðu hjá Heilsustofnuninni. í ávarpi sagði Gunnlaugur að leit- ast yrði við að bjóða þessa aðstöðu einstaklingum er vinna að verkefnum sem sérstaklega tengjast hugmynda- fræði Jónasar og annarrra náttúru- lækningamanna. Ólafur B. Thors, formaður rekst- arstjómar NLFÍ, sagði m.a. í ávarpi, að Heilsustofnunin væri mikilvægur valkostur til að draga úr rekstrar- kostnaði í heilbrigðiskerfinu því kostnaður hins opinbera við hvem dvalargest á stofnuninni væri mun minni en á öðrum tilsvarandi stofn- unum. „Auk þess sem að kenningin og stefnan sem í starfínu býr og boðar aukinn skilning og aukna ábyrgð á eigin heilbrigði getur dreg- ið stórlega úr kostnaði." Jónas Kristjánsson ritstjóri flutti ávarp og minntist Jónasar, nafna síns og náins ættingja. Margir aðrir fluttu einnig ávörp og færðu stofnun- inni ámaðaróskir í tilefni þessara tímamóta á milli þess sem hinir fjöl- mörgu gestir hlýddu á tónlist og gæddu sér á krásum tilreiddum úr smiðju matreiðslumeistara Heilsu- stofnunarinnar Francoise Fons. Morgunblaðið/Aldis Hafsteinsdóttir ÓLAFUR B. Thors, Árni Gunnarsson og Gunnlaugur Kr. Jónsson voru að vonum ánægðir með þennan merka áfanga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.