Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. SEFfEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPA ERLENT EMU-umræðu líkt við pólitíska jarðsprengju Brussel. Reuter. TILLAGA ítala um frestun á efna- hags- og myntbandalagi Evrópu- ríkja (EMU) fram yfir árið 1999 og sú yfirlýsing Theo Waigels, fjár- málaráðherra Þýskalands, að ekki eigi að hleypa öðrum inn í mynt- bandalagið en þeim er uppfylli skil- yrði Maastricht-sáttmálans hafa vakið upp nokkra umræðu um hvort ákvæðum Maastricht verði hugsan- lega breytt. Segja sumir að leiðtog- arnir hafi stigið á pólitíska jarð- sprengju með því að taka þetta mál upp opinberlega. „Það mætti orða þetta þannig að með því að segja það sem ekki mátti segja sé hætta á því að allt ferlið fari út um þúfur,“ segir Rob- in Marshall, yfírhagfræðingur Chase Manhattan Bank í London. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur hins vegar ítrekað að ekki komi til greina að breyta skilyrðum Maastricht fyrir aðild að EMU þar sem siíkt hefði ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Það héfur einnig vakið athygli hversu lítið hefur farið fýrir Frökk- um í umræðunni um framtíð EMU síðustu daga. Evrópskur stjórnarer- indreki sagði margt benda til að Frakkar væru að komast á þá skoð- un að peningalegur samruni væri ekki æskilegur fyrir Frakka. Svo gæti farið að Frakkar myndu standa frammi fyrir því að velja á milli pólitísks friðar á innanlands- vettvangi og evrópskrar sameining- ar. Flestir eru sammála því að pen- ingalegur samruni sé óhugsandi án þátttöku Frakka. Bjerregaard í vanda RITT Bjerregaard, sem fer með um- hverfismál í fram- kvæmdastjóm Evr- ópusambandsins, liggur undir ámæli þessa dagana fyrir að þiggja fé og gjafir fyrir greinaskrif og ræðuhöld. Sam- kvæmt starfsreglum framkvæmdastjóm- arinnar mega með- limir hennar ekki stunda nein önnur störf. Reglurnar eru þó opnar fyrir túlkun og telja embættismenn fram- kvæmdastjómarinnar að Bjer- regaard hafi ekki brotið þær. Talsmaður Bjerregaard stað- festir að hún hafi fengið greiðslu fyrir að skrifa greinar í blöð og tímarit. „Það er hins vegar ekki ■ eins há upphæð og þið haldið,“ segir hann. Þá hefur komið fram að Bjer- regaard fékk sendar 19 rauðvíns- flöskur frá dönskum skóla, þar sem hún hélt ræðu, en talsmaður- inn segir hana hafa skilað því þegar í stað. Vínið var um 30.000 króna virði. Dönsku blöðin velta sér upp úr málinu Dönsku síðdegis- blöðin velta sér upp úr fréttum af vand- ræðum fram- kvæmdastjórnar- mannsins. Bjerrega- ard hefur sætt gagn- rýni í Danmörku fyrir að standa fast á rétti sínum þegar um per- sónulegan fjárhag hennar er að ræða. Þannig bjó hún í risastórri íbúð í Kaupmannahöfn, með ríflegum styrk frá skattgreiðendum, á með- an hún sat á danska þinginu. Bjer- regaard höfðaði dómsmál til að fá úr því skorið, hvort hún ætti rétt á greiðslunum, og vann það. Hún neitaði sömuleiðis að afsala sér biðlaunum ráðherra er hún hóf störf hjá framkvæmdastjórn- inni, og var loks svipt þeim með ákvörðun danska forsætisráðherr- ans. Þá var hún gagnrýnd fyrir að fara í frí eftir aðeins mánaðar- starf hjá framkvæmdastjórninni og að mæta ekki á fundi, sem hennar var vænzt á. Viðræður við Marokkó áfram strand • VIÐRÆÐUR ESB og Mar- okkó um gerð nýs samnings um fiskveiðar í lögsögu Marokkó liggja enn niðri, þrátt fyrir yfir- lýsingar Emmu Bonino, sjávar- útvegsstjóra ESB, um að þær myndu hefjast að nýju i síðasta lagi 25. september. Enn er þó samband milli samningsaðila og búizt við að viðræður geti hafizt í sjöunda sinn á næstunni. Evr- ópuþingið Iýsir „alvarlegum áhyggjum" vegna stöðu samn- ingaviðræðnanna og krefst þess að þær verði leiddar til lykta á fjórum mánuðum í mesta lagi. • JACQUES Santer, forseti framkvæmdasljórnar ESB, heimsótti Pólland á mánudag- inn. Hann sagði að viðræður til undirbúnings aðild Póllands að ESB ættu að halda áfram eins og áður, en vildi ekki nefna neinar tímasetningar um hugs- anlega aðild. Hann sagðist þó vona að ríkjaráðstefnu ESB, sem hefst á næsta ári, lyki árið 1997 og eftir það væru engar hindranir í vegi þess að hefja viðræður við ný aðildarríki. • RÁÐHERRAR dóms-og inn- anrikismála í ESB hafa komið sér saman um sameiginlegan lista ríkja, hverra þegnar þurfa vegabréfsáritun til að komast inn í eitthvert af ríkjum ESB. Á listanum eru um 100 ríki, þar á meðal Júgóslavía (Serbía og Montenegro) og Makedónía. Bretland Lyfja- blanda við alnæmi vek- urvonir London. Reuter. GREINT var frá því í gær að sér- stök lyfjablanda markaði þáttaskil í baráttunni gegn alnæmi og var þeim fréttum fagnað jafnt meðal vísindamanna sem aðstandenda góðgerðarstofnana. Breska Læknavísindaráðið kvaðst hafa komist að því að blanda af alnæmislyfinu AZT (zidovudine eða retrovir) og öðru hvoru tveggja skyldra lyfja, ddl (didanosin) eða ddC (zalcitabin), gæti lengt lífdaga alnæmissjúkl- inga um 38% eða tvö ár. Afgerandi niðurstöður Niðurstöður vísindamannanna voru það afgerandi að þeir ákváðu að greina frá þeim í miðjum klíðum rannsókna sinna. „Okkur fannst að læknar og almenningur ættu almennt að vita að þetta er raunin,“ sagði Brian Gazzard, læknir við Chelsea og Westminster sjúkrahúsið í London. „Ég tel ljóst að fólk, sem nú er að hefja lyfjameðferð ætti þegar að fá lyfjablöndu.“ 3000 manna úrtak Vísindamennirnir gerðu tilraun- ir sínar á þijú þúsund manna hópi með alnæmisveiruna á Bretlandi, írlandi, Ítalíu, Ástralíu, Hollandi, Sviss og Þýskalandi. Þær hófust árið 1992 og var fólkinu ýmist gefíð AZT, blanda af AZT og ddl, eða blanda af AZT og ddC. Öll þessi lyf hafa áhrif á getu alnæm- isveirunnar til að valda tjóni og Ijölga sér. I sviðsljósinu Reuter HUMPHREY, kötturinn í Down- ingstræti númer 10, sat fyrir hjá ljósmyndurum í gær en skömmu áður hafði verið tilkynnt, að hans væri saknað og væri líklega all- ur. Svo var þó ekki, heldur hafði hann sest upp í Læknaskóla hers'- ins, sem er í nágrenninu. Minnast Erlings Skjálgssonar NORÐMENN munu á næsta ári halda 1000 ára minningarhátíð Erl- ings Skjálgssonar, höfðingja á Rogalandi, sem féll fyrir hendi Ól- afs helga Noregskonungs í bar- daga. Erlingur var í raun konungur í ríki sínu á vesturströndinni og stundaði umfangsmikil viðskipti, m.a. við ísland og Grænland. í tilefni minningarhátíðarinnar verður efnt til fyrirlestra og tón- leikahalds, auk þess sem Erlings verður minnst með ýmsum öðrum hætti. Hátíðahöldin hefjast form- lega 8. júní 1996 er minnismerki j um Erling Skjálgsson verður af- hjúpað í Sola. 1000 ára minningarhátíðin er ) miðuð við brúðkaup Erlings og Ástríðar, systur Ólafs konungs Tryggvasonar. Þá verður settur á svið söngleik- urinn Rogakonungurinn í Sola, efnt til hátíðahalda í bænum, svokall- aðra „Erlings Skjálgssonar-daga“ og gefin út bók um Erling. Herraítalía dreginn j fyrir dóm Enffinn stjómmálamaður hefur sett jafnmikið mark á Ítalíu eftir síðari heimsstyrjöld og Giulio Andreotti. Nú hefur hann verið sóttur til saka fyrir að vera hand- > bendi mafíunnar. Palermo. Reuter. ÉTTARHÖLD hófust í gær í máli Giulios Andreottis, ein- hvers áhrifamesta stjóm- málamanns á Ítalíu eftir heimsstyij- öldina síðari. Andreotti, sem leiðtog- ar annarra ríkja kölluðu „herra Ital- íu“, er sakaður um að hafa átt náin samskipti við mafíuna á löngum stjórnmálaferli sínum. Hann neitar þessum sakargiftum alfarið. Andreotti var forsætisráðherra sjö sinnum og ráðherra rúmlega 20 sinn- um. Hann er nú 76 ára og öldunga- deildarþingmaður fyrir lífstíð. Eina veigamikla embættið, sem hann hef- ur ekki gegnt, er forsetaembættið. Áður en alda spillingar- og hneykslis- mála reið yfír Ítalíu árið 1990 með þeim afleiðingum að flokkur kristi- legra demókrata, sem Andreotti veitti forystu, hrundi var talið víst að hann myndi ljúka ferlinum í for- setastóli, en nú er það harla ólíklegt. Sennilegra er að hann Ijúki veru sinni í sviðsljósinu í rammgerum réttarsalnum í Ucciardone-fangels- inu í Palermo á Sikiley, þar sem rétt- að var í mafíumálum síðasta áratug- ar. Þar fara fram málaferlin, sem ítölsk blöð kalla „réttarhöld aldarinn- ar“ og „Watergate Ítalíu“. Breska tímaritið The Economist líkti þeim við réttarhöldin yfir bandarísku íþróttastjörnunni O.J. Simpson hvað snerti íjölmiðlafár, feiknlega hauga af óskiljanlegum sönnunargögnum (málskjöl saksóknara eru eitt hundr- að þúsund síður) og gagntekningu og naflaskoðun heillar þjóðar. „Ef einhver getur sannað að ég hafí lyft fingri til að hjálpa mafíósa eða staðið í vegi fyrir einni einustu aðgerð gegn mafíunni mun ég hylja höfuð mitt ösku,“ sagði Andreotti í við tali við Rómarblaðið La Repubblica á sunnudag. „Eða öllu heldur, láta hengja mig.“ Það er ekki að undra að mál Andreottis hefur tröllriðið ítölskum fjölmiðlum undanfarið. „Verði Andreotti sekur fundinn, verður öll Ítalía dæmd með honum því að í næstum hálfa öld gerðu ítal- ar hann að miðpunkti stjórnmála í landi sínu,“ sagði Dennis Mack Smith, breskur sagnfræðingur og sérfræðingur í málefnum Ítalíu. Sakargiftirnar Sagt er að skipti Andreottis við stjórnmálamenn í tengslum við maf- íuna á Sikiley hafí hafist árið 1968. Málið gegn Andreotti er reist á framburði fyrrum félaga mafíunnar, svokallaðra „pentiti", eða hinna iðr- andi, sem halda því fram að hann hafi haldið hlífiskildi yfir mafíunni í Róm áratugum saman. I staðinn fékk hann atkvæð( og pólitískan stuðning mafíunnar. Án hinna iðrandi lið- hlaupa úr mafíunni hefði ákæruvald- ið ekkert í höndunum. Haft hefur verið eftir Tommaso Buscetta, fræg- asta liðhlaupanum úr röðum maf- íunnar, að samskiptunum milli maf- íunnar og pólitísks valds á Ítalíu mætti lýsa með einu orði: Andreotti. Vörn Andreottis verður reist á því að vitnisburði liðhlaupanna sé ætlað r að ná fram hefndum fyrir aðgerðir ! Andreottis gegn skipulagðri glæpa- . starfsemi. Andreotti segir að lið- ’ hlauparnir séu að reyna að bjarga sér frá langri fangelsisvist og munu veijendur hans reyna að sýna fram á að þeir séu tækifærissinar og frá- leitt sé að taka framburð viður- kenndra morðingja og glæpamanna fram yfír orð manns, sem er jafningi helstu leiðtoga heims. Fundur með „Toto“ Riina? Ákæruvaldið heldur því fram að . Andreotti hafi átt fund með Salvat- * ore „Toto“ Riina, yfírmanni mafíunn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.