Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDA.GUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áslaug Halldóra Magnúsdóttir Vífilsdóttir Báðir vara- formenn SUS konur KONUR eru nú í fyrsta sinn í báðum varaformannsemb- ættum Sambands ungra sjálf- stæðismanna eftir að stjórn SUS skipti með sér verkum um seinustu helgi. Fyrsti varaformaður er Halldóra Vífilsdóttir og Aslaug Magnúsdóttir er annar vara- formaður. í fréttatilkynningu frá SUS segir að konur séu nú í fyrsta sinn meirihluti stjórnarmanna úr Reykjavík og alls séu þær átta talsins í stjórninni, hafi aldrei verið fleiri. Kona sé nú- jafnframt í fyrsta sinn for- maður utanríkismálanefndar SUS, en það er Jóhanna Vil- hjálmsdóttir. Þórður Ólafur Þórðarson var kjörinn ritari SUS og Steinþór Gunnarsson gjald- keri. Auk þeirra sitja í fram- kvæmdastjórn samtakanna Guðlaugur Þór Þórðarson formaður, Magnús Árni Skúlason, sem hefur umsjón með málefnastarfí, og Hjör- leifur Hannesson, umsjónar- maður innra starfs. Morgunblaðið/Ásdís NISSAN Maxima kostar frá 2.480.000 krónum. Nissan Maxima QX SE með 2,01 V6-vél INGVAR Helgason hf. hefur feng- ið nokkra bíla af gerðinni Nissan Maxima QX SE hingað til lands og eru þetta fyrstu bílarnir í nokk- ur ár af þessari gerð sem boðnir eru til sölu hérlendis. Bílamir eru með nýrri 1.995 rúmsentimetra, sex strokka vél sem er að miklum hluta byggð úr áli. Bílarnir sem hér eru til sölu eru með mismiklum búnaði og kostar sá betur búni 2.790.000 kr. en sá ódýrari 2.480.000 kr. Með því að nota ál í vélina tókst að hafa hana 50% léttari en vél úr hefðbundnum smiðaefnum. Alls hefur Nissan fengið 100 einka- leyfi vegna hinna ýmsu hluta í nýju vélinni. Maxima er einnig með nýrri gerð fjölliðafjöðrunar að aftan sem ásamt fyrirferðar- minni vél skapar meira innanrými en í fyrri gerðum Maxima. Að framan er hann búinn MacPher- son gormafjöðrun. Meðal staðalbúnaðar í ódýrari bílnum er aflstýri, veltistýri, raf- drifnar rúður, samlæsingar, úti- hitamælir, bílbeltastrekkjari, ABS-hemlalæsivörn, NATS-þjófa- vörn, loftpúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti og útvarp með geislaspilara. Eyðslan 7-10 lítrar Staðalbúnaður í betur búna bílnum er auk þess leðurinnrétt- ing, rafstillanleg framsæti, upp- hitanleg framsæti, Ioftkæling og álfelgur. 2,0 lítra, V6-vélin skilar 140 hestöflum við 6.400 snúninga á mínútu og er beinskipti bíllinn sagður eyða 7,2 lítrum á hundr- aðið miðað við 90 km hraða á klst. en 9,4 lítrum miðað við 120 km hraða á klst. Hámarkshraði beinskipta bíls- ins er sagður 201 km á klst. og hann er 11,3 sekúndur úr kyrr- stöðu í 100 km hraða á klst. en hámarkshraði sjálfskipta bílsins er 181 km á klst. og hann er öllu lengur í 100 km hraða, eða 14,1 sekúndu. Maxima QX SE býðst með fimm gíra handskiptum gírkassa eða fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Þing Sambands íslenskra kristniboðsfélaga Kosta útvarps- sendingar til Kína 34. ÞING Sambands íslenskra kristniboðsfélaga var í Reykjavík 22.-24. september. Samþykkt var að kosta sendingar kristilegs út- varpsefnis til Kína í tilefni aldaraf- mælis Ólafs Ólafssonar kristniboða. Hann var, eins og kunnugt er, fyrsti kristniboðinn sem sendur var út á vegum samtakanna og starfaði í Kína í 14 ár á 3. og 4. áratug þessar- ar aldar. Mestur hluti jarðarbúa býr í Asíu en aðeins lítið brot af kristniboðum heimsins starfar á þessu svæði. Ætla má að kristniboðsfélög víða um heim muni færa starfsmenn sína til og styrkja starf sitt í þessari heim- sálfu á næstu árum. Mörg lönd eru lokuð í þessum heimshluta fyrir starfi kristniboða og því erfitt um vik að styðja þá fáu kristnu einstakl- inga sem þar búa og boða öðrum kristna trú. Við slíkar aðstæður er útvarpskristniboð kjörið tæki. Kristniboðssambandið vill með þess- um hætti taka þátt í þeirri þróun sem á sér stað á sviði kristniboðs samtímans. Samband íslenskra kristniboðs- félaga eru samtök 21 kristniboðs- félaga og hópa víðs vegar á landinu. Þau voru stofnuð árið 1929 og á þinginu fluttu fulltrúar þeirra skýrsl- ur af starfsemi þeirra í Eþíópíu og Kenýa sem báru vott um mikið og margþætt starf. Tíu kristniboðar á vegum SÍK starfa í Konsó, Voito, Addis Abeba, Hagere Selam, Waddera og Arba Minch í Eþíópíu og Pókot og Na- íróbí í Kenýa við margþætt störf s.s. stjórnunarstörf, predikun, kennslu, byggingarframkvæmdir, víðtæka heilsugæslu, uppbyggingu og rekstur um 30 grunnskóla, margra gróðrarstöðva og fíölbreytts starfs_ á meðal kvenna. Fjárhagsáætlun SÍK er um 20 milljónir á þessu ári. Morgunblaðið/Þorkell FRIÐRIK Hilmarsson, Valdís Magnúsdóttir, Kjartan Jónsson og Skúli Svavarsson, formaður Kristniboðsstarfsins. 11ÍÍ1 ÍÍ9 19711 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjori UUL I IJU'UUb IU/ U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, löggiltur fasteignasali Ný á söluskrá meðal annarra eigna: Góð eign - gott verð Sólrík ibúð á efri hæð við Snæland. Suðursvalir. Innbyggðir skápar. Sérþvaðstaða. Ágæt sameign. Mikið útsýni. Skammt frá Hótel Sögu Rúmgóð 3ja herb. íbúð á 4. hæð. Nýtt gler. Sérþvaðstaða. Ágæt sam- eign. Góð langtímalán kr. 4,5 millj. Sólrík íbúð í Neðra-Breiðholti Góð íbúð 3ja herb. á 3. hæð í enda við Dvergabakka. Gamla góða húsnæðislánið o.fl. um kr. 5 millj. Nánari uppl. aðeins á skrifst. • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda. Opið á laugardaginn. ALMENNA FASTEIGNASALAM LAU6AVEG118 S. 552 1150-552 1370 Fjögur frábær fyrirtæki ís- og sælgætissala á besta stað í borginni. Fallegar innr. Mikil íssala. Meðal mánaðar- velt'a 2,5 millj. Frábært verð. Pústþjónusta. Til sölu er verkstæði sem sérhæfir sig í pústþjónustu. Flytur inn efnið sjálf og er því mjög hagkvæmt. Vel staðsett. Mikið af tækjum. Laust strax. Skyndibitastaður í miðborginni. Einn sá þekktasti í hjarta Reykjavíkur. Vínveitinga- leyfi. Ársvelta 25 millj. Laus strax. Smiðir. íslendingur, búsettur í Svíþjóð og hefur næga vel launaða atvinnu, vill selja verkstæðið og aðstöðuna á mjög sanngjörnu verði. Jafnvel í skiptum fyrir bíl. Er staddur hérlendis núna. Hafið samband. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. 2. 3. 4. SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Skólaskógarnir fá land við Heiðartjörn GRUNNSKÓLAR Reykjavíkur hafa fengið 46 hektara lands í eigu Rafmagnsveitu Reykjavíkur hjá Heiðartjörn við Úlfljótsvatn fyrir Skólaskóga. Að sögn Guðrúnar Þórsdóttur, kennslufulltrúa á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, er lokið gróðursetningu í Skólaskóg- um á Hólmsheiði við Rauðavatn. Merkt land Kristinn H. Þorsteinsson, garð- yrkjustjóri Rafmagnsveitu Reykja- víkur, sagði að Skólaskógum hafí verið úthlutað hluta af stærra landi í eigu Rafmagnsveitu Reykjavíkur eftir að í ljós kom að grunnskólana vantaði svæði, þar sem nemendur ættu kost á að gróðursetja tré. Landið væri kjörið til gróðursetn- ingar og var skólunum úthlutað samtals 46 hekturum. „Hver skóli fær einn hektara og verður hann merktur viðkomandi skóla,“ sagði Kristinn. „Að jafnaði kemur einn bekkur úr hverjum skóla á ári og í flestum tilfellum tíu ára nemend- ur. Auk þess að gróðursetja hlusta nemendur á fræðsluerindi um nátt- úruvernd og gróðursetningu sem við sjáum um.“ Gróðursetningu lauk á þremur árum Guðrún Þórsdóttir sagði að Skólaskógar nytu mikilla vinsælda og að þátttakan hafi verið mjög góð eða 99 til 100% við gróðursetn- ingu skóganna á Hólmsheiði við Rauðavatn. „Þau luku við gróður- setninguna á þremur árum,“ sagði hún. „Þetta átti ekki að geta gerst og við lentum í vandræðum með land í eitt ár.“ Guðrún sagðist hafa leitað til borgarskipulagsins, sem kom beiðni um land áleiðis til Raf- magnsveitunnar. „Þetta er mjög skemmtilegt svæði og nemendur þeirra skóla sem búnir eru að fara eru mjög ánægðir," sagði Guðrún. „Það er mun meiri umhverfis- fræðsla í skólum en áður. Áhugi er mikill .fyrir gróðursetningu og þörfin mikil fyrir land og þarna er mjög gott tækifæri.“ Allir grunnskólar Benti hún á að skólarnir gætu tengt gróðursetninguna skólastarf- inu og nefndi sem dæmi að í Breið- holtsskóla yrði heil vika helguð skógrækt. Þá gætu allir nemendur farið í Skólaskóga og unnið sínar rannsóknir og tekið þátt í gróður- setningu. „Þetta er lagí upp fyrir tíu ára skólabörn sem þarna byija sem skógræktarfólk,“ sagði hún. „Þegar hafa tólf skólar farið í haust og gróðursett þrátt fyrir nauman tíma og ég á ekki von á öðru en að allir grunnskólar Reykjavíkur taki þátt í þessu verkefni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.