Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Mynd eftir Pan frumsýnd Kaupmannahðfn. Morgunblaðið. KNUT Hamsun (1859-1952) vekur áhuga kvikmyndagerðarmanna. Fyrir nítján árum kvikmyndaði danski kvikmyndagerðarmaður- inn Henning Carlsen „Sult“ og skapaði þar með áhrifamikla mynd eftir bók Hamsuns. Nýlega var frumsýnd önnur Hamsun-mynd hans, „Pan“. Einnig er kvikmynd um Knut Hamsun í burðarliðnum, eftir að hafa verið í bígerð í átján ár. Þar koma við sögu ýmsir af þekktustu listamönnum Norðurlanda, svo sem Jan Troell, Per Olof Enquist, Max von Sydow og Ghita Nörby. Hamsun vann sér það til frægðar að fá Nóbelsverðlaunin og vera dæmdur fýrir landráð, fyrir fylgispekt við nasista. Norðmenn hafa alla tíð átt erfitt með að taka á Hamsun og enginn efi er á að myndin mun vekja upp umræður um vanda- málið Hamsun enn á ný. En aðstandendur myndarinnar stefna einnig á að koma mynd- inni á framfæri við heiminn og þá ekki síst í Evrópu. Hinn klassíski ástarþríhyrningur Pan er sagan um Glahn, þrítugan liðþjálfa, sem fer til fjalla í Noregi eitt sumarið. Þar verður hann ástfanginn af alþýðustúlkunni Evu, sem hikar ekki við að fylgja tilfinningum sínum og gefst honum á vald. En Glahn getur ekki látið vera að elta uppí auðmannsdótturina Edvördu og þessi samdráttur stefnir lífi þre- menninganna í tortímingu. Hamsun skrifaði tvisvar um Glahn. Fyrst skrifaði hann smásögu 1894 um Glahn, þar sem veiðifélagi hans á Indlandi segir frá hinum bijóstumkennanlega manni, Glahn, sem hann skýtur á endanum. Tveimur árum síðar skrif- aði hann skáldsöguna Pan. Henning Carlsen notar hvort tveggja í mynd sinni, þar sem myndin hefst á að Glahn rifjar upp sumarið sitt í Noregi og ástarsögurnar þaðan, auk þess sem brugðið er upp glefsum af lífinu í hitabeltinu. Glahn er leikinn af norska leikaranum Lasse Kolsrud og Edvarda af Sofie Gráböl, ungri danskri leikkonu, sem þegar hefur getið sér gott orð fyrir kvikmyndaleik heima fyrir. Eva er leikin af norsku leikkonunni Anneke von der Lippe, sem á eftir að leika Barböru í sam- nefndri kvikmynd eftir bók Jörgen-Frantz Jacobsens. Myndin hefur fengið blendna dóma, einkum í Noregi, meðan danskir gagnrýnendur hafa tekið henni betur. Hún er þó ekki álitin stand- ast samanburð við fyrri Hamsun-mynd Carls- ens. Honum þykir heppnast vel að skapa and- stæðu milli hitabeltisins og norska sumarsins. Annað mál er svo að ástartvískinnungur Glahns milli hinnar einföldu og lífsglöðu Evu og hinnar dyntóttu Edvördu er kannski ekki sérlega sannfærandi í augum nú- tímafólks. Gráböl þykir heldur ekki vera jafnstríðlynd og bókapersónan. Þegar danski rithöfundurinn Thorkild Hansen gaf út þriggja binda verk 1978 um Hamsun og réttarhöldin gegn honum vakti bókin gífurlegar umræður og deilur í Nor- egi. í kjölfar bókarinnar vaknaði hugmyndin um að gera kvikmynd um ævi hans. Það er ekki fyrr en nú að tekist hefur að skrapa saman fé og fólki til að gera myndina. Leik- stjóri verður Svíinn Jan Troell, sem meðal annars gerði á sínum tíma fræga mynd um sænska vesturfara. Myndin mun kosta rúmar 400 milljónir íslenskra króna. Til liðs við sig hefur hann fengið sænska rithöfundinn Per Olof Enquist, sem áður hefur meðal annars skrifað leikrit um ævi Strind- bergs og H.C. Andersens, sem íslenskir leik- húsgestir kannast vísast við. Handritið byggir Enquist á bók Hansens, þó réttarhöldin verði ekki aðalatriðið, heldur ástarsaga Hamsuns og leikkonunnar Marie, sem síðar varð kona hans. Fyrst átti myndin að heita Knut og Marie, en mun nú heita Hamsun. Hamsun var orðinn þekktur rithöfundur og 48 ára, þegar leikrit eftir hann var sett upp í Osló. Ung leikkona, Marie, átti að leika aðal- hlutverkið og hún var því látin hitta höfundinn. Hann varð snarástfanginn af henni og hún yfirgaf heitmann sinn til að giftast rithöfundinum. Á stríðsárunum var Hamsun hlið- hollur Þjóðveijum og Marie starfaði að krafti í norska nas- istaflokknum, auk þess sem hún lék og skrifaði barnabæk- ur. Hún skrifaði síðar um ævi þeirra hjóna og einnig hefur sonur þeirra skrifað um föður sinn. Elli Hamsuns varð bitur, því hann var dreginn fyrir rétt eft- ir stríð og dæmdur fyrir land- ráð, svo 86 ára missti hann allt sitt í kjölfar þess. Norð- menn hafa skýrt fylgni hans við nasismann á ýmsan hátt, meðal annars með því að hann hafi verið geðveikur. í mynd- inni er reynt að draga upp mynd af rithöfund- inum og lífi hans, en ekki einblínt á stríðsárin. Strax og tekið var að hugleiða Hamsuns- myndina fyrir átján árum var Max von Sydow hafður í huga sem Hamsun og það verður líka hann, sem leikur rithöfundinn. Hin danska Ghita Nörby mun leika Marie, en Nörby þekkja íslendingar ekki síst úr Matador, auk þess sem hún leikur að staðaldri á dönsku leiksviði. Framleiðendur myndarinnar hafa ekki aðeins norræna markaðinn í huga, heldur vonast einnig eftir að koma henni á framfæri í Evr- ópu. Myndin verður að líkindum frumsýnd 1997. KNUT Hamsun á efri árum. „Þetta get ég nú gert“ MYNDLIST Norræna húsiö TEXTÍLAR Anna Þóra Karlsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Ina Salóme, Ólöf Einarsdóttir Opið alla daga frá 14-18 til 1. október. Aðgangur 200 krónur. SEX framsæknar listakonur á sviði textíla hafa tekið sig saman um sýningu á nýjum verkum í báðum kjallarasölum Norræna hússins undir ofannefndum titli, en undirtitillinn er „Stjórnleysi í nytjalist". Er skírskotað til vinnubragðanna og efnisins á milli handanna, sem er hvorki sígilt né almennt í gerð myndverka. Eins og segir utan á sérstæðri og lífrænni skrá: hnoðuð ull - samanþvældir rafmagnsvírar - undið girðingamet, kassarusl, hross- hár - og gúmmílufsur, - flekkóttar druslur. Þótt efnið sé þannig að vissu marki skylt því sem þeir nefna „moyens pauvres" í Frans, era það engir við- vaningar sem hér era á ferð, heldur vel menntaðar listakonur, sem hafa það að markmiði að búa til list úr tilfallandi hlutum. Og þó ekki alveg tilfallandi, því þær hafa allar valið sér sérstakan afmarkaðan efnivið til að vinna úr hvað þessa sýningu varð- ar, en hins vegar era þær flestar þekktar fyrir að nýta sér aðskiljan- legustu efni í listsköpun sinni og að sjálfsögðu einnig sígild. Þetta, að vinna í tilfallandi efnum getur verið mjög lærdómsríkt hliðarspor frá hin- um hefðbundnu, eitthvað í líkingu við að það skerpir í flestum tilvikum litaskyn málara að vinna einungis í svart-hvítu og grátónaheiminum um skeið eða inn á milli. Einnig segir, „að myndlistarverk án handverkskunnáttu er ef til vill betur geymt sem hugmynd. Nytja- list, án þekkingar og tilfinningar fyrir fagurfræði, er betur látin kyrr liggja“. Anna Þóra Karlsdóttir hnoðar og þæfir ull og gerir það af mikilli hug- kvæmni og formrænni tilfinningu, þannig að sum verk hennar virka sem skúlptúrar, svo sem „Kyrna" (15) og „Kyrna“ (18). það er eitthvað ekta og forneskjulegt og jafnframt nútímalegt við þessa hluti Önnu Þóra, og hún hefur svo ríka samsemd með efniviðinum handa á milli að fágætt má telja. Þannig er eitthvað sem maður finnur. og kannast við í þessum verkum án þess þó að geta fullkomlega skilgreint það. Hið fyrirferðar- mikla grámósku- lega gluggatjald listakonunnar stingur mjög í stúf við hin smærri verk, nýt- ur sín trauðla í þessu umhverfi og staðsetningu. Ása Ólafsdóttir er öll í pappa- kassaforminu að þessu sinni, auk þess sem ein frístandandi keila á gólfí ber margar litlar ástarljóða- umbúðir uppi (smá pappaöskjur). Til viðbótar hanga nokkrar á veikum þráðum úr loftinu, eins og skírskotun til hverfulleika ástarinnar, að eins gott er að halda vel utan um hana og fara varlega, því mjótt er bil ást- ar og haturs og kannski er ásthatrið algengast í mannheimi er svo er komið. Framkvæmdin er þó eitthvað ósannfærandi og mun meiri veigur í veggverkum eins og „Húsandans" (22) þar sem sér í kunnuglega helgi- mynd og svo „Hjálpartækjabankinn" (23) sem geymir lífsyndið í koparvír, skreyttan örsmáum marglitum perl- um. En stóri svarti hilluskápurinn (25) með tuttugu hólfum reyndist áleitnastur verkanna við endurtekna skoðun, vegna hinnar hreinu og af- dráttarlausu „minimölsku" vísunar. Birna Kristjánsdóttir er með inn- setningarverk (installation), jafn- . framt er verk hennar fjölþættast í formi og efnistökum. Um tólf aflang- ar ræmueiningar er að ræða, sem virka eins og fortjöld og samsetning þeirra byggist á vír, vaxi, litadufti, dúk, málningu. Að baki þeim sér í þrjá skápa í • formi líkamninga úr gifsi með opið skilrúm og sér í ýmis- legt smálegt inn í þeim eins og perlu- festi, bamagull og ljósmyndir. Skír- skotunin er margræð, en ekkert svar fær skoðandinn við vangaveltum sín- um, en getur komist að mörgum nið- urstöðum og þeim ólíkum. Guðrún Gunnarsdóttir, sem al- mennt mun þekktust fyrir fallegar rúmábreiður sem hún hannaði um árið, hefur tekið rafmagnsvír til handargagns og búið til úr honum margvíslega formaðar körfur. Létt og lífræn vinnubrögð era einkenni Listakonurnar sex. þeirra ásamt yndisþokka einfaldleik- ans. Svo virðist sem hún komist full létt frá sumum, en körfur eins og 4 og 5, sem bera nöfnin „Karfa fyrir geimverar", og „Karfa fyrir franskt brauð“ bera í sér formræn átök og jafnframt „Karfa fyrir gleymsku" (28) og „Karfa fyrir bollur" (29). ína Salome er einnig með hreina og klára innsetningu og er eins langt frá fyrri athöfnum sínum í textílum og hugsast getur. Er um að ræða sviðsetta lautarferð með öllu því sem slíkri uppákomu fylgir nema mann- fólkinu, sem mun eiga líkast til að vera sýningargestirnir sjálfir. Ólöf Einarsdóttir áréttar svo með verki sínu „Fótmál" (27) að fram- kvæmdin í heild er hugsuð sem ein allsherjar innsetning. Níu ferköntuð- um einingum hefur verið raðað í boga á gólfið í jnnri sal. Undirstaðan sem sýnist fyrst úr hörðu efni eins og sementi og leiðir hugann að gang- stéttarhellum reynist svo vera úr hjólbörðum og upp úr þeim eins og vex lífið í formi hrosshára, undir- strikað með mýkt bómullarefnisins. Hér er eins og leikið með andstæð- umar hart - mjúkt og sjónhverfíngu um eðli efnanna. Hvað innsetningar á gólfi snertir er mikilvægt að það sé einlitt og hlutlaust, annars spilar það full- mikið inn í sjálf verkin eins og ger- ist á þessari sýningu, sem ber að auki afar mikinn svip af mörkuðum norrænum tilraunum á sviði textíla. Og þar sem ekki er vottur notagildis á ferðinni, öllu frekar hrein og bein sköpun, fer minna fyrir stjómleysi á vettvanginum en mun meira á fram- lengingu og kúvendingu hugtaksins. Bragi Ásgeirsson Nýjar bækur A mörkum tveggja heima SMASAGNASAFNIÐ Kvöld í ljós- turninum eftir Gyrði Elíasson er komið út. Þetta er safn tuttugu og tveggja sagna „þar sem höf- undurinn beitir stíl- galdri og sérstöku inn- sæi til að skrifa sögur sem velflestar gerast á mörkum þeirra tveggja heima sem afmarka til- veru Islendinga," segir í kynningu forlagsins. Ein sagnanna hefst svo: „Á kvöldin, eink- um að haustiagi, sést stökum sinnum í Möðrudal maður með þykka bók í höndum og lukt í enni og mjak- ast fótgangandi yfír möðruvelli, niðursokkinn Gyrðir Elíasson sölnaða lestur. Og luktarlampinn sveiflast af síð- unum niður í jarðardimmuna og sumir telja sig hafa séð orð hrökkva af bókarsíðunum og falla i moldarflag - en fátt vex af haustsáningu.“ Gyrðir Elíasson hefur áður sent frá sér smásögur, skáldsögur og ljóð. Utgefandi er Mál og menning. Kvöld í ljósturninum er 88 bls., unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Myndskreytingar í bókinni eru eftir Elías B. Halldórsson en málverk á kápu gerði Sigurlaugur Elíasson. Verð 2.680 kr. Duldar vísanir MYNDLIST Listhorn Sævars Karls INNSETNING Eygló Harðardóttir Opið á verslunartíma rúmhelga daga. Aðgangur ókeypis. Til 4. október. ÞAÐ er ekkert lát á svokölluðum innsetningum í rými í listhúsum borgarinnar og eðlilega ekki heldur því, að við umfjallendur þeirra kveinkum okkur í ljósi upplýs- ingafátæktar á framkvæmdunum. Jafnvel nokkrar hugleiðingar á ein- blöðungi geta komið okkur á spor- ið, en eins og sýningarnar eru sett- ar fram kalla þær á skrif innvígðra sérfræðinga, sem margir eiga dijúgan hlut í þróuninni. En skyldu ekki jafn fáir lesa slík skrif og rata á sjálfar sýningarnar er svo er komið? Það er svo alveg víst, að innsetn- ingar eiga að flytja boðskap hvort heldur opinn og ótvíræðan sem lokaðan og dulmagnaðan, en menn vilja hafa eitthvað í lúkunum til að ganga út frá, til að geta nálg- ast og meðtekið vísdóminn. Að sjálfsögðu varða hin marg- víslegustu tákn vegferð mannsins og er hér enginn að bera brigður á, að þau séu fullgild, hvernig svo sem þeim er raðað í tilfallandi sýn- ingarrými. Spumingin er einfald- lega út frá hveiju er gengið í það og það sinnið, því maður býst síður við að hér sé um staðlað ferli að ræða og sjaldnast liggur það ljóst fyrir. Það mætti jafnvel skilgreina það á þann veg að líkast er sem borinn sé eldur að kveikiþræði, að sinna þessari sjálfsögðu upplýs- ingaskyldu, og hann kveikir vel að merkja og sem betur fer aldrei á sér sjálfur. Þá greinist starfsvett- vangur listrýna síður af hæfileika þeirra á sviði getspeki eða að leysa gátur, og er hér til full mikils ætl- ast. Gjörningur Eyglóar Harðardótt- ur er jafn fullgildur og margir þeir sem hafa sést í sama rými og jafnvel lífrænni og þannig séð markverðari, en satt að segja treysti ég mér ekki til að ráða í hann í ljósi upplýsingafátæktar. Og framvegis læt ég það vera, að skrifa um sýningar sem vanrækja frumskyldu slíkra framkvæmda eins og maður sér það hvarvetna gert í marktækum sýningarsölum erlendis. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.