Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 21 AÐSENDAR GREINAR ESB og hugrekkið UMRÆÐUR um hugsanlega aðildarum- sókn íslendinga að Evr- ópusambandinu, ESB, hafa því miður verið í heldur dapurlegum far- vegi á undanförnum mánuðum og misserum. Hópar úti í þjóðfélag- inu, eins og samtök at- vinnulífsins og sumir fjölmiðlar, hafa reynt að efna til eðlilegra skoðanaskipta um málið en umræður hafa orðið mun minni en efni standa til. Hér er um gífurlega stórt hags- munamál að ræða fyrir Helgi Magnússon Islendinga og því mikilvægt að op- inskáar og málefnalegar umræður fari fram. Óttast stjórnmálamenn útlendinga? Ein meginorsök þess, hve Evrópu- umræðan hér á landi er enn skammt á veg komin, er vilji flestra stjórn- málaflokka til að slá umræðunni um aðild að ESB á frest. Það er vitanlega baga- legt því framvinda þess- ara mála hlýtur að verða hæg á meðan löggjafinn reynir að standa hjá. Flokkarnir, að einum undanskildum, virðast einfaldlega ekki vera til- búnir, þeir hafa ekki unnið heimavinnuna og þora því illa að blanda sér í umræðuna. Eins virðist örla á því hjá sumum ráðamönnum þjóðarinnar að þá bresti kjark til að takast á við útlendinga um þá_ miklu hagsmuni okkar íslend- inga sem eru í húfi. Það má öllum vera ljóst að aðild ■'okkar að ESB verður risaskref í sögu þjóðarinnar. Ég hygg að fáir mæli með því að þetta skref verði stigið nema hagsmunir okkar séu tryggðir í hvívetna. Það er einnig útbreidd skoðun að Evrópuþjóðin Islendingar hljóti að sækja um inngöngu í ESB einn góðan veðurdag. Spurningarnar Það virðist örla á því hjá sumum ráðamönn- um þjóðarinnar, segir Helgi Magnússon, að þá bresti kjark til að takast á við útlendinga um þá miklu hagsmuni ----------------------- okkar Islendinga sem eru í húfi. eru einungis: Hvenær og með hvaða skilyrðum? Þeir ráðamenn sem hafa ekki kjark til að horfa fram á veginn af ótta við útlendingana í Brussel, segja að okkur liggi ekkert á og að við getum litið á ESB-málið á næstu öld, seint eða snemma. Með öðrum Evrópuþjóðum eða einangraðir? Samtök iðnaðarins eru ekki sam- mála þeim sem vilja bíða fram yfir aldamót og missa þannig mörg dýr- mæt ár. A ársfundi sínum sl. vor samþykktu Samtök iðnaðarins ítar- lega stefnu á íjölmörgum sviðum þjóðlífsins. Þar kemur fram sú af- staða til ESB-aðildar að brýnt sé að íslendingar verði fullgildir þátttak- endur í samfélagi Evrópuþjóða enda náum við fyrst sömu starfsskilyrðum og samkeppnisþjóðir okkar innan ESB með aðild. Menn óttast að íslendingar muni einangrast þegar flestar aðrar Evr- ópuþjóðir verða komnar í Evrópusam- bandið. Með aðild getum við haft meiri áhrif á eigin framtíð og búið við sömu leikreglur í viðskiptum og helstu keppinautar okkar í nágranna- ■ löndunum. Aðild að ESB mun veita íslendingum betri lífskjör að mati Samtaka iðnaðarins, en það er ótví- ræð reynsla núverandi aðildarríkja ESB. Það á ekki að bíða. Málefnaleg umræða þarf að fara á fulla ferð. Landsmenn þurfa að kynna sér áhrif aðildar að ESB. íslendingar verða að koma sér saman um raunhæf samn- ingsmarkmið og ráðast síðan í að kynna málstað sinn og markmið í aðildarríkjum ESB. ESB er einnig fyrir smáríki Sá ótti við útlendinga sem virðist einkenna afstöðu sumra ráðamanna er ástæðulaus. íslendingar hafa á undanförnum áratugum tekið þátt í margháttuðu samstarfi innan alþjóð- legra samtaka með ágætum árangri. Sífellt fleiri mál ráðast til lykta á fjöl- þjóðlegum vettvangi. Það geta ekki verið tilviljanir að þjóðir heims velja að starfa saman í alþjóðlegum sam- tökum. Það geta ekki verið tilviljanir að flestar Evrópuþjóðir sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Ríki ESB bíða ekkert eftir íslend- ingum til að traðka á hagsmunum þeirra! Smáríkið Lúxemborg hefur verið með frá upphafí og unað sér vel. Smáríkin Kýpur og Malta sækj- ast nú eftir aðild. Hvers vegna ætti smáríkið ísland að standa fyrir utan þegar flestar aðrar Evrópuþjóðir verða komnar inn? Hvað er það sem gerir okkur svona einstök? I stefnu Samtaka iðnaðarins er hvatt til þess að landsmenn kynni sér áhrif aðildar og að þess verði freistað að ná samstöðu um raunhæf samn- ingsmarkmið. Eftir það eigum við að knýja á um hagstæða samninga um aðild að ESB. Við megum ekki gefa okkur fyrirfram að samningar takist ekki. I þessu máli, sem og öðrum, verða íslendingar að hafa trú á sjálf- um sér til að ná árangri. Höfundur er framkvæmdastjóri Hörpu hf. og stjórnarmaður i Sam- tökum iðnaðarins. Hvers verður að vænta af sagn- fræðingum? JÓN Aðalsteinn Jónsson birtir grein í Morgunblaðinu 24. september sl. undir fyr- irsögninni, „Hvers verður að vænta af sagnfræðingum?“. Hann skrifar að sér hafi dottið þessi spurn- ing í hug eftir að hafa lesið „svör Guðjóns Friðrikssonar sagn- fræðings við hógværum athugasemdum Sigur- geirs Jónssonar, fyrrv. hæstaréttardómara, við nokkur atriði í bók Guð- jóns sem nefnist Indæla Reykjavík". Jón Aðal- steinn skrifar að Guðjóni finnist „fátt um afskiptasemi" Sigurgeirs af bók- inni sem er ekki vel maklegt vegna þess að Guðjón segist einmitt fagna réttmætum athugasemdum hans. Er ekki annað að sjá en Jón Aðalsteinn ijúfi úr samhengi svör Guðjóns og mistúlki þau. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að Guðjón hafi haft það í huga, þegar hann samdi umrædda bók sína, að hann gæti lagfært mis- fellur í næstu útgáfu hennar. Þetta segir Guðjón hvergi í svari sínu held- ur annars vegar að hægt verði að lagfæra missagnir í næstu útgáfu og hins vegar að hann hafi gert ráð fyr- ir því frá upphafi að smávillur hlytu að fljóta með, efnið væri þannig vax- ið. Með fyrirsögninni, sem Jón Aðal- steinn valdi grein sinni, gefur hann í skyn að það sé ný stefna hjá sagn- fræðingum að vanda sig ekki af því að þeir geti alltaf bætt, einhvern tíma síðar, það sem þeir skrifa og finnst honum það „undarleg sagnfræði", sem vonlegt er. Þá virðist Jón Aðalsteinn telja að þessi afstaða hafi einnig mótað vinnubrögð Guðjóns þegar hann samdi Sögu Reykjavíkur af því að hann frnnur missagnir þar í mynda- textum. Sjálfur sit ég í ritnefnd þess- arar Reykjavíkursögu og veit að Guð- jón hlífði sér hvergi í umfangsmikilli heimildavinnu og lagði mikla rækt við texta sinn. Hefur hann hlotið lof fyrir vinnu sína og það maklega. Er algjör firra að hann eða ritnefnd hafi talið að hér væri unnið að ein- hvers konar bráðabirgðaútgáfu! Mis- sagnir í myndatextunum ber auðvitað að harma en ekki verður annað sagt en Jón Aðalsteinn gangi ærið langt í aðfinnslum sínum, fmni að ýmsu sem ekki getur talist rangt. Ekki veit ég af hverju Jóni Aðal- Helgi Þorláksson steini dettur í hug að blanda gjörvallri stétt sagnfræðinga inn í þessa umræðu með áð- urnefndri fyrirsögn. Með henni og grein sinni í heild vekur hann vafalítið þá hugmynd að í sagnfræðikennslu við Háskóla íslands sé nemendum ekki kennt að vanda heimildakönn- un sína sem best og gahga þannig frá verk- um sínum að ekki þurfi helst um að bæta. Þessu er auðvitað öfugt farið, vandvirkni og ná- kvæmni eru leiðarljós í sagnfræði, nú sem fyrr. eins og Guðjón kennslu í Hitt er annað mál, bendir á, að erfitt er að veijast villum þótt menn vandi sig sem best; allir höfundar sem birta texta eftir sig eiga á hættu að finna megi í honum villur eða missagnir þótt vandað hafi verið til verksins. Jón Aðalsteinn fer ekki varhluta af þessu, hann segir td. að Reykjavíkursaga Guðjóns taki Ekki verður annað sagt, segir Helgi Þorláks- son, en Jón Aðalsteinn gangi ærið langt í að- finnslum sínum. til tímans 1786-1940 þegar hið rétta er að Guðjón er að fjalla um tímann 1870-1940. Örlar á frekara mishermi í grein Jóns Aðalsteins og getur hann verið sammála mér um það að erfítt sé að sjá við öllu slíku; engu að síður á markmið vandaðra fræðimanna að vera að ryðja burt öllum hugsanleg- um villum í skrifum sínum. Guðjón Friðriksson hefur það að leiðarljósi ekki síður en Jón Aðalsteinn Jónsson. Að lokum er vert að benda á að Jón Aðalsteinn hefur lesið bókina Indæla Reykjavík af alúð og áhuga og hefur mikla þekkingu á efni henn- ar; engu að síður verður ekki séð að hann bendi á neinar umtalsverðar missagnir í henni. Aðfinnslur hans beinast nánast eingöngu að því sem honum finnst að vanti í bókina. Það verður jafnan matsatriði hvað eigi að taka með og hveiju að sleppa í slíkri bók. Höfundur er prófessor í sagnfræði við Háskóla Islands. Hvers eiga Suður- nesjamenn að gjalda? Jón Benediktsson EINS og fram hefur komið í fjölmiðlum síð- ustu daga hefur heil- brigðisráðherra ákveðið að setja svo- kallaðan tilsjónar- mann yfir nokkrar heilbrigðisstofnanir sem eiga í ijárhagserf- iðleikum. Ein þessara stofnana er Heilsu- gæslustöð Suðurnesja. Þegar maður heyrir í fréttum að slíkar ráð- stafanir séu gerðar vegna reksturs opin- berra stofnana er það fyrsta sem kemur í hugann, að hér hljóti að vera um að ræða óráðsíu eða bruðl í rekstr- inum. Þeir sem eitthvað þekkja til starfsemi Heilsugæslustöðvar Suð- urnesja vita vel að sú er ekki raun- in. Undanfarin 3 ár hefur verið um að ræða hallarekstur sem nemur 5-6 milljónum króna á ári og hefur safnast upp skuldahali sem þessu nemur með tilheyrandi fjármagns- kostnaði. Megin ástæðan fyrir þessum hallarekstri er sú að fjár- veitingar eru óraunhæfar miðað við þá starfsemi sem hér hefur verið rekin undanfarin ár. Fjöldi starfsmanna við Heilsugæslustöð Suðurnesja er, miðað við íbúa- fjölda, sá lægsti sem þekkist á landinu utan höfuðborgarsvæðis og hefur því aðstaðan hér til að skera niður þjónustu verið mun þrengri en annars staðar á landinu. í rekstrarkostnaði heilsugæslu- stöðva vegur launakostnaður þyngst og er hann hjá okkur yfir 70% heildar útgjalda. Síðan kemur kostnaður við rekstur húsnæðis og loks innkaup á ýmsum rekstrarvör- um. Starfsemi og hlutverk heilsu- gæslustöðva er hið sama alls stað- ar á landinu og er því samanburð- ur á rekstrarkostnaði og starfs- mannafjölda raunhæfur þegar um er að ræða t.d. þéttbýlisstaði af svipaðri stærðargráðu. Eðlilegt er að staðir í dreifbýli þar sem búa nokkur hundruð manns, búi við eitthvað dýrari þjónustu miðað við íbúafjölda heldur en annars staðar. A Suðurnesjum búa 15.500 manns, þar af búa 10.000 í Reykjanesbæ og samtals 5.500 í Grindavík, Sandgerði, Garði og Vogum á Vatnsleysuströnd. Heilsugæslustöð Suðurnesja er með starfsaðstöðu þar sem tekið er á móti sjúkl- ingum á öllum þessum 5 framangreindu þétt- býlisstöðum. Fyrir rúmu ári gaf Hagsýsla ríkisins út skýrslu um rekstur heilsugæslustöðva þar sem koma fram ýmsar fróðlegar upplýsingar um starfsemina. Fróð- legt er að bera saman hvernig búið er að rekstri heilsugæslu- stöðva á Akureyri, Suðurnesjum og Hafnarfirði, en íbúafjöldi þessara svæða er af svip- aðri stærðargráðu en byggðin á Suðurnesjum hins vegar dreifðari en á Akureyri og í Hafnarfirði. Upplýsingarnar miðast við starf- semi á árinu 1992. í meðfylgjandi töflu sést að fjöldi íbúa á hvern lækni á Suðurnesjum er 2.245, í Hafnarfirði 2.028 og á Akureyri 1.530. í rekstrarkostnaði heilsugæslustöðva, seg- ir Jón Benediktsson, vegur launakostnaður þyngst. neytis þessa dagana virðist ekki vera um að ræða að úr þessu eigi að bæta með auknum fjárveiting- um, heldur sé það alfarið vanda- mál heimamanna að breyta rekstr- inum þannig að endar nái saman. Eins og aðstæður eru hér á Suður- nesjum er borin von að þetta sé hægt án þess að það komi verulega niður á þjónustu við íbúana. Suður- nesjamenn gera sér vel grein fyrir því að bæta þarf stöðu ríkissjóðs en það hlýtur að vera krafa íbúa hér á svæðinu að þeir sitji við sama borð og aðrir landsmenn þegar rík- issjóður veitir fé til þessa mála- Heilsugæslustöð íbúar Akureyri 17.355 Suðurnes 15.491 Hafnarfjörður 17.238 Stöðugildi Læknar Hjúkr.fr. 11,34 6,90 8,5 15.50 10.50 12.50 FJöldi íbúa á stöðug. Læknar Hjúkr.fr. 1530 1120 2245 1475 2028 1379 Þessi samanburður hlýtur að teljast mjög sláandi. Ekki er með nokkru móti hægt að sjá nein rök fyrir því að fjöldi íbúa á hvern heilsugæslulækni skuli vera þetta miklu meiri á Suðurnesjum heldur en á Akureyri. Eins og kom fram hér að ofan er megin kostnaður við reksturinn fólginn í launum starfsmanna og ráðast því útgjöld af starfsmanna- fjölda annars vegar og hins vegar kjarasamningum sem greiða þarf laun eftir. Þeir kjarasamningar sem fulltrúar ríkisins gera við heil- brigðisstéttir hafa því í för með sér aukin útgjöld þegar um er að ræða launahækkanir en ríkið hefur ekki á undanförnum árum veitt aukið fjármagn til starfsemi heilsu- gæslustöðva til að mæta þeirh kostnaði sem hefur fylgt nýjum kjarasamningum. Eins og tónninn er í talsmönnum heilbrigðisráðu- flokks. Ef þrengja á hag okkar enn frekar hlýtur það að vera eðlileg krafa að þessi mál séu skoðuð í víðara samhengi og reynt að koma á meiri jöfnuði í framlögum ríkis- sjóðs miðað við íbúaljölda. I framangreindri skýrslu Hag- sýslu ríkisins kemur fram að hún sé unnin að beiðni heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og fjár- málaráðuneytis. Þetta framtak þeirra ráðuneytismanna er að sjálfsögðu lofsvert. Hitt er jafn ljóst að ef ekki er ætlun ráðuneyt- ismanna að taka mið af niðurstöð- um skýrslunnar við fjárlagagerð hefðu þeir fjármunir sem fóru í skýrslugerðina verið mun betur komnir beint inn í rekstur heilsu- gæslustöðvanna. Höfundur er yfirlæknir á Heilsu- gæslustöð Suðurnesjn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.