Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 48
K G L«m alltaf á Miövikudöguin Opið frá 8 til 5 SJOVAljHÁLMENNAR MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Happ- drætti um heitt vatn Fagradal, Morgunblaðið. EFNT var til óvenjulegs happ- drættis í Vík í Mýrdal í byrjun vikunnar. Hver þátttakandi í happdrættinu greiðir 10 þús- und krónur fyrir hvern metra sem boraður er í borholu í kaupstaðnum. Gefi þessi ákveðni metri aukningu á heitu vatni fæst þátttökugjaldið end- urgreitt fimmfalt, þ.e. 50 þús- und krónur. Arið 1986 var borað eftir heitu vatni í Vík í Mýrdal, 946 metra djúp hola. Holan gaf tæpan einn sekúndulítra af sjálfrennandi, 23 gráða heitu vatni. Góður árangur við borun í Skógum undir Eyjafjöllum í sumar vakti áhuga hrepps- nefndar Mýrdalshrepps á að láta dýpka holuna og var ný- lega borað niður á 1.202 metra dýpi. Ekki varð mikill árangur af framkvæmdinni. Reynir Ragnarsson, lög- regluvarðstjóri í Vík, ákvað þá að ganga í hús með þátttöku- lista þar sem ibúum var gefinn kostur á að leggja fram 10 þúsund krónur til að fjármagna frekari borun. Alls tóku 70 manns þátt í happdrættinu og söfnuðustþví 700 þúsund krón- ur. Reiknað er með að hægt verði að bora niður á 1.350 metra dýpi fyrir söfnunarféð. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson BORINN Narfi borar nú eftir heitu vatni í Vík í Mýrdal og er verkið fjármagnað með happdrætti heimamanna. Búvörusamningayiðræður Framleiðslan í 6.000 tonn FULLTRÚAR vinnumarkaðarins krefjast þess að í nýjum búvöru- samningi verði samið um að fram- leiðsla á kindakjöti verði færð niður í 6.000 tonn á tveimur árum, en framleiðslan er áætluð tæplega 9.000 tonn í haust. Þeir vilja jafn- framt afnema kvótakerfi og gefa verðlagningu á kindakjöti fijálsa. Þá leggjast þeir alfarið gegn því að bændur taki sameiginlega ábyrgð á útflutningi á kindakjöti með þeim hætti sem búvörusamninganefnd hefur náð samkomulagi um. Fulltrúar vinnumarkaðarins hittu forystumenn bænda og samninga- menn ríkisins í búvörusamninga- nefnd í gær. Reiknað hafði verið með að á fundinum myndu bændur og fulltrúar stjórnvalda svara at- hugasemdum aðila vinnumarkaðar- ins. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að skýr svör hefðu ekki fengist á fundinum. Viðræðum þessara þriggja aðila yrði því haldið áfram. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ekki eining um það meðal bænda eða innan stjórnkerf- isins hvort taka eigi tillit til sjónar- miða aðila vinnumarkaðarins við gerð nýs samnings. Þetta mun vera meginástæðan fyrir því að engin svör fengust á fundinum í gær. Hart er deilt um fyrirliggjandi drög að búvörusamningi meðal bænda og þrýsta þeir fast á forystumenn sína að gera breytingar á drögun- um. Sumir bændur telja að of langt sé gengið í fijálsræðisátt í drögun- um, en aðrir segja að þau gangi of skammt. ■ Búvörusamningáviðræður/24 ÍA úr leik TÆPLEGA 3.000 áhorfendur sáu leik f A og Raith Rovers í Evrópu- keppni félagsliða í gær þegar Skagamenn unnu 1:0. Sigurinn var hins vegar of lítill og Skotarn- ir eru komnir í aðra umferð. Hér er verið að flytja nokkra áhorf- endur af bryggjunni og upp á völl. ■ Ekki alltaf nóg/C2 Utanríkisráðherrar Islands og Noregs ræða fiskveiðideilur ríkjanna Stefnt að lausn Smugxt- deilunnar á næstu vikum Reuter HALLDÓR Ásgrímsson (t.h.) og Bjorn Tore Godal snæddu saman morgunverð í gærmorgun í New York, þar sem allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna fer nú fram. Þeir ræddu hugmyndir um lausn Smugudeilunnar og annarra fiskveiðideilna Noregs og íslands. Hagnaður SÍF 45 milljónum meiri en á sama tíma í fyrra Alltað 28% verð- hækkun á saltfiski ALLNOKKUR verðhækkun hefur orðið á saltfiski á helstu mörkuðum í haust. Einstakir afurðaflokkar hafa hækkað um allt að 28%, en mesta hækkunin hefur orðið á stærsta fisk- inum. Þar sem framboð er mest, er aftur á móti um minni verðhækkun að ræða. Samkvæmt Gunnari Erni Krist- jánssyni, framkvæmdastjóra SÍF, eru þessar verðhækkanir fyrr á ferðinni en í fyrra. Hann segir að saltfiskverð hækki venjulega þegar liði á haustið og jólainnkaupin nálgist. Lækkun útflutningskostnaðar Rekstur SÍF hefur gengið vel fyrstu sex mánuði ársins. Hagnaður af reglulegri starfsemi á þeim tíma nam 117 milljónum króna, en 72 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Gunnar Örn segir að það megi aðallega þakka lækkun útfiutnings- kostnaðar. Hann lækkaði um 19% fyrstu sex mánuði þessa árs, frá því á sama tíma í fyrra. ■ B1 HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Bjorn Tore Godal, norsk- ur starfsbróðir hans, ræddu í New York í gær um hugmyndir, sem Halldór segir geta orðið til lausnar á Smugudeilunni. Hann segir að stefna verði að lausn deilunnar á næstu vikum, annars sé útlitið mjög dökkt. Hann sé bjartsýnni eftir fund- inn en fyrir hann. Á samningafundi um Smugudeil- una, sem haldinn var í apríl síðast- liðnum, buðu Norðmenn og Rússar íslendingum um 10.000 tonna kvóta í Smugunni, en íslenzka sendinefndin féllst ekki á það tilboð. Síðan hefur lítið þokazt í deilunni. „Við Godai vorum sammála um að leita allra leiða til að ná niður- stöðu, en í lokin hlýtur þetta að snú- ast um það magn, sem við getum veitt á þessu svæði,“ sagði Halldór. „Við ræddum réttindi Islands á þessu svæði og hugsanlega möguleika á kvótaskiptingu milli þjóðanna. Það er flókið mál og embættismenn þurfa að útfæra þær hugmyndir. Síðan þarf að raeða þau mál betur, bæði heima á Islandi og í Noregi.“ Halldór vildi ekki nefna þær kvótatölur, sem hann hefði rætt við Godal. Raunverulegur pólitískur vilji Aðspurður hvort hann teldi að norska ríkisstjórnin hefði færzt nær íslenzkum sjónarmiðum í Smugudeil- unni, sagði Halldór: „Ég tel að það sé raunverulegur pólitískur vilji fyrir hendi í Noregi til að leysa deiluna og ég vona að takist að vinna úr því. Við megum þó ekki gleyma því að Rússar eiga líka aðild að þessu máli. Við höfum verið í sambandi við þá, og eigi að ieysa máiið verða öll ríkin að koma að því.“ Halldór segir að embættismenn ríkjanna þriggja, sem hlut eiga að máli, muni hafa óformlegt samband sín á milii á næstu dögum og vikum. Rætt hafi verið um að koma á form- legum embættismannafundi íslands, Noregs og Rússlands, en hann hafi ekki verið dagsettur. Þeir Godal muni síðan hittast aftur í tengslum við fund Barentshafsráðsins, sem haldinn verður eftir rúmlega hálfan mánuð. Strax rætt um sildina ef samningar takast Halldór sagði að þeir Godal hefðu komið sér saman um að tækist að leysa Smugudeiluna á næstu vikum, yrði strax á eftir farið að ræða um stjórn veiða í Síldarsmugunni. Ráð- herrarnir ræddu einnig karfaveiðar á Reykjaneshrygg í þessu sambandi. „Ég er bjartsýnni eftir þennan fund en ég var fyrir hann,“ sagði Halldór. „Eg ætla þó ekki að dæma um hvort samningar nást á þessu hausti. Ef þeir nást ekki, verða veið- ar með svipuðum hætti í Smugunni á næsta sumri og verið hefur á þessu sumri.“ Halldór Ásgrímsson sagði í gær- kvöldi, að hann hefði slegið á frest að höfða mál fyrir EFTA - dómstóln- um vegna togarans Más frá Ólafsvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.