Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIVAN HREFNA , ÓTTARSDÓTTIR + Vivan Hrefna Ottarsdóttir var fædd í Reykjavík 17. apríl 1956. Hún lést í Sviss 9. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 26. september. MINNINGAR. Minn- ingar um góða vinkonu ■ munu ávallt geymast í hjartanu, þær getur enginn frá mér tekið. Myndirnar hrannast upp í hugann. Nýliðið sumar. Vivan með glettna brosið sitt og björtu lokkana, Innilegt faðmlag, kossar á báðar kinnar. Loforð um að koma fljótt aftur, helst næsta sumar. Ekki bara við Björn og dóttir okkar Urður Anna, litli sonur okkar yrði að koma með líka. Það var svo margt sem hún ætlaði að sýna hon- um. Enn fleiri kossar þegar við kvöddum þær Urði Úu á heimili þeirra við Genfarvatn. Þær sem voru alltaf saman og skipuðu stærstan sess í lífi hvor annarrar. Urður Úa var alltaf með Vivan, hún var augasteinninn hennar. Vivan var stolt og metnaðarfull móðir. í samræðum okkar var Urður Úa eitt helsta umræðuefnið. Minningar. Reykjavík fyrir þrett- án árum. Snjóbylur, ófærð og stræt- isvagnaferðir lágu niðri. Þótt hún hefði boðað komu sína þennan dag, bjóst ég ekki við henni. Það er bank- að og jnn úr dyrunum velta tvær dúðaðar „snjókerlingar" yndislegar og brosandi. Hún hafði gengið með '»______________________________ telpuna sína á hand- leggnum, að heiman frá Fálkagötu til mín á Laufásveginn. Nú í sumar stóð Vi- van á tímamótum. Við ræddum um framtíð- ina, hún ætlaði sér að dvelja áfram í Sviss a.m.k. þar til Urður Úa hefði lokið mennta- skólanámi. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Mér er um megn að skilja þann hörmu- lega atburð er átti sér stað. Vivan hafði stórt og hlýtt hjarta. Hún fór ekki áfallalaust í gegnum lífið, en léttleiki og húmor var sú hlið hennar er sneri að öðrum. Vandamálin voru til þess að sigrast á og ekkert verkefni var of erfitt né of stórt fyrir hana. Oft sá hún hlutina í öðru ljósi en aðrir og lítið atvik gat orðið að stóru ævintýri þegar hún sagði frá. Áhugamálin voru mörg. Listir, sérstaklega klassísk og framsækin tónlist, um- hverfisvernd, heimspeki, trúar- brögð, stjömur himinsins og mann- lífið. Fólk af ólíkum uppruna með ólíkan bakgrunn vakti áhuga henn- ar. Fordómalaus eins og hún var, hlaut hún að eignast stóran hóp kunningja og vina. Arabíska inn- flytjendur, mektugt svissneskt bankafólk og allt þar á milli. Vivan var vinur vina sinna, hún gaf sér tíma til þess að hlusta á vandamál annarra og stappa í þá stálinu. Hún gladdist af heilum hug með öðrum. Hún kunni að hrósa og oft var hrósið kryddað góðlát- t Ástkær faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR SIGURÐSSON pípulagningameistari, Hringbraut 38, Hafnarfirði, sem lést 19. september, verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 28. september kl. 13.30. Jóel Hreiðar Georgsson, Eygló Fjóla Guðmundsdóttir, Sigurður Valdimars Gunnarsson, Helgi Rúnar Gunnarsson, Vigdís Erla Grétarsdóttir, Sigurður Sverrir Gunnarsson, Sigríður Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLI GUÐMUNDSSON útgerðarmaður, Boðagranda 6, lést aðfaranótt 26. september. Ægir Ólason, Ingi Ólason, Herbert Ólason, Elín Geira Óladóttir, Þóra Einarsdóttir, Mi'nerva Hagerty, Ásta Gunnarsdóttir, Stefán Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, Hvassaleiti 10, Reykjavik sem lést í Borgarspítalanum 25. september, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 29. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Sigurður E. Sigurðsson, Björg Sigurðardóttir, Hlynur Andrésson, Sigurður Kr. Sigurðsson, Kristín Jóhannesdóttir, Inga Sigurðardóttir, Sigurður H. Einarsson, Margrét Sigurðardóttir, Halldór Þorkelsson, Helga Kristinsdóttir, Jón S. Sigmundsson og barnabörn. MINNINGAR legu gríni. í kringum Vivan var aldrei lognmolla. Henni þótti gaman að dansa og grannur, fíngerður lík- aminn líktist ballerínu. Hún elskaði að gefa fólki að borða og safna því saman. Oft var setið undir borðum langt fram eftir kvöldi og ótrúlegustu málefni bar á góma. Ég minnist þess er Vivan var við nám í Kaupmannahöfn. Kvöldverður reiddur fram í litlu stúdentaíbúðinni hennar, eins konar galdur fyrir örþreytta meðlimi EGG-leikhússins. Síðsumar fyrir átján árum. Flat- ey á Breiðafirði. Vivan og Guðni Rúnar að elda skarf. Hún sendir mig og vin þeirra út til þess að tína villtar jurtir í salat. Þarna gerðist Vivan áhrifavaldur í lífí mínu og ég trúi, að hún hafi með svipuðum hætti orðið „skapanorn" í lífi ann- arra vina sinna. Genf fyrir átta árum. Stóri garð: urinn fullur af villtum plöntum. í hennar huga átti það sem sumir kalla „illgresi" jafnan tilverurétt og ræktuð tré og runnar. Hlý sumar- kvöld, langborð og fjöldi gesta í garðinum. Vivan og Gerard gest- gjafar, hún hrókur alls fagnaðar. Daginn sem ég hugðist kveðja þau og halda ferð minni áfram til Avign- on ákvað Vivan að „skutla“ mér þessa dagleið. Iæiðin þessi er ógleymanleg vegna fegurðar, bæði hennar og náttúrunnar. Síðustu minningarnar eru frá því í sumar. Kærkomið tækifæri til þess að njóta samvista og rifja upp liðna daga. Guðni Rúnar var í heim- sókn hjá dóttur sinni og Vivan tók honum og okkur öllum með þeim hlýhug sem einkenndi hana. Á kvöldin tendraði hún kertaljós óg kveikti upp í arninum. Ekki kuldans vegna, heldur andrúmsloftsins. Þannig var Vivan, hún notaði hvert tækifæri til þess að lýsa upp hvers- daginn. Harmi slegin kveð ég mína kæru vinkonu og þakka samfylgd sem átti að verða svo miklu lengri. Elsku Urður Úa, megi það ljós sem mamma þín kveikti okkur öll- um, lýsa upp það mikla myrkur sem umleikur okkur núna. Samúðarkveðjur til allra þeirra sem unnu Vivan. G. Erla Geirsdóttir og fjölskylda. Mig langar með fáum orðum að kveðja elskulega vinkonu mína. Ég var svo lánsöm að kynnast Vivan þegar ég var unglingur, er við bjuggum í sama fjölbýlishúsi á Háaleitisbrautinni. Vivan var öðru- vísi en jafnaldrar sínir, þroskaðri og sjálfstæðari. Margar góðar stundir áttum við á heimili mínu, sem ég mun seint gleyma. Hún var alls staðar hrókur alls fagnaðar og hvers manns hugljúfi og oft hafði maður á tilfinningunni að Vivan tilheyrði einhverjum öðrum og betri heimi. Lífið tók engum silkihönsk- um á henni, en hún óx og styrktist við hvert mótlæti. Seinna meir er hún stofnaði sitt heimili naut ég hennar sérstöku gestrisni, sem henni einni var lagið. Eftir heim- sókn til Vivan fannst manni maður vera betri og „dýrmætari" mann- eskja en áður. Eftir að Vivan flutt- ist úr landi, fýlgdist maður með henni og dáðist með stolti að dugn- aði hennar. Þú varst hetja í mínum augum. Guð blessi þig og varð- veiti, elsku vinkona._ Jóna G. Ólafsdóttir. Það væri eðlilegra að skrifa bók í minningu Vivan Óttarsdóttur en litla grein. Hún hafði svo margt til að bera og lifði svo ríku lífi að því er ekki hægt að lýsa í stuttu máli. Vivan var óvenjuleg kona vegna þess að hún átti svo margar hliðar og hafði svo fjölbreytta hæfileika. Hún var líffræðingur að mennt en jafnframt því að starfa á því sviði fylgdist hún vel með á mörgum öðrum sviðum; tónlist, myndlist, leiklist, byggingarlist, bókmennt- um, kvikmyndum, stjórnmálum og fleira. Eftir að hafa átt heima í Genf um árabil þekkti hún borgina og fólkið sem í henni býr og átti hér ótal vini og kunningja. Allstaðar þekkti hún vegfarendur og þeir hana. Enda fór ekki hjá því að hún yrði minnisstæð hverjum þeim sem hitti hana. Hún var bæði lesin og hafði svo mikla andlega skerpu og kímnigáfa hennar sló öllu við. Hún virtist hafa endalausa orku og hug- myndaflug. Vinum sínum sinnti hún af meiri alúð og umhyggju en geng- ur og gerist og reyndist mörgum sannarlega betri en enginn. Við stöndum í þakkarskuld við hana sem verður ekki greidd. Þær voru glæsilegar mæðgur, Vivan og Urður Úa, sem umgeng- ust af einstakri vináttu og gagn- kvæmri virðingu. Úa hefur misst mikið við ótímabæran dauða móður sinnar. Það er óbætanlegt að kveðja góða vinkonu og einmanalegt að horfa fram á veginn og vita að Vivan slæst aldrei aftur í för. En sumt verður ekki aftur tekið og vald okkar nær ekki lengra en að votta Urði Úu, Elínu móður Vivan, systkinum hennar og aðstandend- um samúð okkar. Vivan hlaut að vera öllum ógleymanleg - minning hennar lif- ir. Lára Magnúsardóttir og Karl Roth, Genf. • Fleirí minningargreinar um Vivan Hrefnu Óttarsdóttur bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. GUÐNÝ ARADÓTTIR + Guðný fæddist í Reykjavík 2. september 1920. Hún lést á Elliheim- ilinu Grund 19. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ari Eyjólfsson verk- stjóri í Garnastöð- inni og Kristjana Þorláksdóttir hús- móðir. Systkini Guðnýjar eru Ragna, f. 31.5. 1922, Anna Maria, f. 11.8. 1919, Þor- lákur, f. 25.4. 1925, d. árið 1935. Hálfbræður Guðnýjar eru Jósef, f. 21.8. 1922, og Guðmundur, f. 25.6. 1938. Guðný giftist Ágústi Þór Guð- jónssyni, f. 7.5. 1923, d. 22.4. 1992. Þau eignuðust fimm börn: Jón, f. 19.4. 1944, Ágúst, f. 18.8. 1945, Þorlákur Ari, f. 12.7. 1947, Guðjón Róbert, f. 11.9. 1948 og Þuríður Jana, f. 15.3. 1958. Útför Guðnýjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Lífið er leiðsla og draumur, logn og boðaföll, sker og stríður straumur, stormar, þoka og Ijöll; svo eru blóm og sólskin með. En bak við fjöllin himinhá hefir enginn' séð. (Páll Ólafsson) Mikið lifandi skelfing vekur dauðinn upp margar hugsanir. Öll fæðumst við og deyjum en lífs- hlaupið er æði misjafnt þar á milli. Það var fyrir stuttu síðan sem ég sagði við þig, hver er sinnar gæfu smiður, en í dag hugsa ég, það er ekki eins rétt og það lætur vel í eyrum, því við ráðum takmark- að við heilsuna eða ytri aðstæður. Á 75 árum gerist margt af ýmsum toga, þú fæddir af þér 5 böm, eignaðist 12 barnabörn og barna- barnabörnin voru orðin 5. Þú hafðir mikinn áhuga á þínum afkom- endum og þó að við vissum að við værum ekki alltaf þæg og góð var ósköp notalegt að finna hlýjuna af því að einhver trúir á mann, en aumingja sá er hall- mælti okkur í þín eyru, því ekki varstu skap- laus. Oft fannst mér nú óþarfi að mála sig áður en farið væri út í búð en þú varst á öðru máli, fórst ekki út úr húsi án þess að pússa á þér nefíð. Eða rauði túrbaninn, hvað mig langaði oft að hann týnd- ist og fyndist aldrei aftur en þú bara hlóst og mættir með rauða túrbaninn á höfðinu. Stöku sinnum tókst mér þó að sannfæra þig um að hann væri best geymdur heima. Ég gleymdi víst að spyija hvað varð um hann. Við hefðum senni- lega aldrei trúað því að meira segja rauði túrbaninn yljaði minninguna en svo er það nú samt. Ekki vorum við nú alltaf sam- mála um trúmál en ef þín trú reyn- ist rétt trúi ég að vel hafi verið tekið á móti þér. Ég bið að allar góðar vættir passi þig. Hvert sem leið þín liggur. Hver lítil stjama sem lýsir og hrapar, er ljóð sem himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm sem ljósinu safnar, er ljóð um kjamann sem vex og dafnar. Hvert lítið orð sem lífinu fagnar, er ljóð við sönginn sem aldrei þagnar. ^ (Davíð Stefánsson) Þín Jana. Þú sveiflar vængjum þínum ótt og svífur um ofurhljótt. Hver ertu og hvar áttu heima? Þig ber í geislann minn í nótt. (Stefán Hilmarsson) Mig langar að segja nokkur orð um ömmu mína sem nú er farin frá okkur eftir langa og erfíða baráttu. Amma var góðhjörtuð, blíð kona og það fyrsta sem kemur upp í hugann var að þegar ég kom í heim- sókn urðu kossarnir alltaf að vera í minnsta lagi 3 og líka þegar ég kvaddi hana. Ég fór aldrei frá ömmu án þess að fá hrós frá henni. Amma sagði mér margar sögur og sérstaklega þegar hún var í fimleik- um og hún og vinkona hennar áttu að fara að keppa á stóru móti í útlöndum og svo sagði hún mér líka frá þegar hún var í handbolta. Amma var mjög gjafmild og þegar ég kom í heimsókn og sagði að eitt- hvað sem hún átti væri fallegt vildi hún endilega gefa mér það. Amma var fyndin kona og var hún oft að grínast. Áður en amma fór á elli- heimilið horfði hún alltaf á þættina Nágranna og það er skrýtið, að þó hún væri orðin gömul og orðin svo- lítið kölkuð mundi hún alltaf allar persónurnar og vissi allt um Ná- granna. Ömmu þótti vænt um ætt- ingjana sina og var mjög stolt af sínu fólki. Það eru allir heppnir sem kynntust henni ömmu minni og þeir gleyma henni örugglega ekki og hugsa vel til hennar. Elsku amma, kannski er auðveld- ara að hugsa um að þú varst tekin frá okkur því þú varst tilbúin að deyja og varst ekki hrædd við dauð- ann og þér fannst lífið ekkert skemmtilegt lengur. Þó þú værir stundum þreytt á veikindum þinum þá varstu alltaf góð og notaleg við mig. Nú kveðjumst við að sinni en þú munt alltaf vera í huga mínum og minningamar eru góðar í mínum huga. Horfín burt úr heimi hér en í huga mér þú ert. Björtum augum fram á við horfir hugfangin á leið. (Þorsteinn G. Ólafsson) Þín Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.