Morgunblaðið - 27.09.1995, Page 6

Morgunblaðið - 27.09.1995, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Formaður Kjaradóms um kröfu Verkamannasambandsins Formaður Verkamannasambandsins Telur fráleitt að afhenda gögnin Þjóðin á rétt á upplýsingum „ÞESSI krafa um að við lcggjum vinnuplögg okkar á borðið er að mínu mati ekki rökrétt og væntanlega er hún einfaldlega vanhugsuð. Það kemur auðvitað ekki til greina í mínum huga að fara að afhenda einhver gögn sem liggja til grundvallar dómi. Það er bæði fáheyrt og fráleitt," segir Þor- steinn Júlíusson, for- maður Kjaradóms, um þá kröfu formanns Verkamannasambands- ins að Kjaradómur leggi fram þau gögn sem liggja til grundvallar úrskurði hans um launahækkanir æðstu embættis- manna ríkisins. Launaþróunin megingrunnurinn „Urskurður Kjaradóms felur í for- sendum sínum þann rökstuðning sem liggur honum til grundvallar. Ef unnt væri að birta einhveija form- úlu fyrir því hvernig þessi ákvörðun dómsins er fundin þá þyrfti engan kjaradóm. Þá væri einfaldlega hægt að reikna þetta út. Lögin gefa hins vegar enga slíka formúlu, heldur verðum við sem skipum Kjaradóm að vega saman ýmsa þætti sam- kvæmt því sem lögin kveða á um,“ sagði Þorsteinn. „Til þess að koma til skila þeim grunni sem dómurinn leggur að úrskurðinum -semur hann svo forsendur sem birtast með dómnum. Ef forsendurnar sem birtar hafa verið eru lesnar, og ég tala nú ekki um ef menn læsu líka lögin með hliðsjón af dómnum, þá fer ekk- ert milli mála að sjá má hvert dómurinn er að fara. Það eina sem ég vil segja um forsend- ur dómsins er það að meginforsenda hans er launaþróunin frá 1989 til 1995, én ég er ekki að segja að það sé eina forsendan. Einnig höfum við reynt að taka tillit til annarra þátta laganna og bera þá saman og meta. Þessi dómur er því mat að einhveiju leyti, en megingrunnurinn er launaþróunin." Þorsteinn ítrekaði það sem hann hefur áður bent á að launavísitalan á tímabilinu 1989-1995 sé heldur hærri en laun þingmanna með hækk- uninni nema. Hvað varðar laun ráð- herra hefði dómurinn svo teygt sig lengra að því er varðar aðra skyldu- þætti laganna um að miða við hlið- stæður með tilliti til ábyrgðar og starfsskyldna. Að hans mati væri hins vegar erfitt að nefna þá aðila sem væru með sambærilega ábyrgð og ráð- herrar, en allir væru þó sammála um að t.d. bæjarstjórar og banka- stjórar bæru að minnsta kosti ekki meiri ábyrgð en ráðherrar en væru þó gjarnan með talsvert hærri tekj- ur. Skynsamlegasta viðmiðunin Þorsteinn sagði það koma skýrt fram fram í forsendum dómsins að Kjaradómur hefði ekki kveðið úpp neinn úrskurð þar sem um væri að ræða launabreytingar umfram taxtahækkanir á tímabilinu 1989- 1992 sem gengið hefðu yfir allt þjóðfélagið, og frá 1992 hefur ekki einu sinni verið tekið tillit til taxta- breytinga. „Þessi nýi Kjaradómur er skipað- ur í ársbyijun 1993 og hann gerir fyrst nú breytingu á grunnlaunum, enda fóru kjarasamningar ekki af stað fyrr en á þessu ári. Það er búið að vera að semja á hinum og þessum vettvangi alveg frá því snemma árs og meira að segja er ekki búið að semja við alla ennþá. En Kjaradómi er ekki fyrirlagt í lögunum að taka tillit til einstakra kjarasamninga heldur heildarlauna- þróunar í landinu, og hvaða viðmið- un er þá hægt að benda á sem er skynsamlegri en launavísita!an?“ sagði Þorsteinn. „ÞETTA var nú ekki stórkostleg krafa sem ég setti fram. Ég bað einfaldlega um rökst- uðning um hina ýmsu hópa sem tekið var mið af og ég vildi fá þetta í krónum, vegna þess að fyrir þá lægstlaun- uðu höfum við verið að semja í krónum. Ég ber ekki brigður á þeirrg störf [Kjaradóms], en auðvitað verður að leggja fram gögn, t.d. fyrir 28.000 manns í Verkamannasamband- inu, um að þetta sé byggt á rökum vegna þess að við könnumst ekki við þess- ar hækkanir," segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambands íslands. Björn Grétar sagði að hann teldi þjóðina eiga rétt á að fá umræddar upplýsingar í eitt skipti fyrir öll, og þá gætu menn farið að tala af fullri einurð og alvöru um hvort og hvar launabreytingar hefðu átt sér stað í þjóðfélaginu á umræddum tíma. Ekki nóg að vitna í launavísitölur „Það er ekki nóg að vitna í að sett hafi verið bráðabirgðalög á sín- um tíma á þessa aðila, en þeir fengu þá það sama og al- menningur í landinu. Mér finnst ekki hafa komið fram nægilegt svar við þessari kröfu sem ég setti fram vegna þess að ég tel að hún hafi ekki verið reist mjög hátt, hún er einfaldlega um að fá gögnin á borðið. Eg er ekki að biðja um þetta á einstaka nafngreinda menn, ég er að biðja um þetta á starfshópa. Mér finnst eðlilegt að þeir sem fella dóm og hafa verið að vinna með þessi gögn leggi þetta fram þegar svona ástand kemur upp í þjóðfélaginu. Það er einfaldlega svo að þróun launa hjá hinum ýmsu starfshópum er gerð opinber í gegnum kjara- rannsóknanefnd, þannig að ég teldi það líka spara mikla vinnu af því að þeir [Kjaradómur] eiga þetta. Og þá er ekki nóg fyrir mig og þetta venjulega almúgafólk að fá svona tilvísanir í launavísitölur og því um líkt. Það verður að rökstyðja þetta pínu- lítið öðruvísi, og þá ekki síst vegna þess að þeir segja, og kvarta jafnvel yfir, að þeir hafi ekki getað gengið alla leið. Þannig að ennþá vantar skýringar," sagði Björn Grétar. Þorsteinn Júlíusson Björn Grétar Sveinsson Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga í vetur Ekki fyrirheit um tiltekna launaþróun í yfirlýsingu ríkisstjórnarínnar í tengslum við kjarasamningana í febrúar í vetur er ekki að finna almenna stefnuyfirlýsingu um tiltekna launaþróun eða önnur ákvæði sem dómur Kjaradóms um laun æðstu stjómenda ríkisins virðist brjóta í bág við. Hjálmar Jónsson tók eftirfarandi saman. í YFIRLÝSINGUNNI, sem er önn- ur meginforsenda kjarasamningsins, er að finna yfirlit um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir á samningstímabilinu. Yfirlýs- ingin er í sautján tölusettum liðum og þar er meðal annars að finna fyrir- heit um það að hætta að miða verð- tryggingu fjárskuldbindinga við lán- skjaravísitölu og miða hana þess í stað við framfærsluvísitölu eða vísi- tölu neysluverðs eins og vísitalan nefnist nú. Þá er kveðið á um breyt- ingar á skattlagningu framlags laun- þega í lífeyrissjóði, aðgerðir gegn skattsvikum og ýmsar aðrar breyting- ar á skattalögum, auk ýmissa aðgerða í húsnæðis- og atvinnumálum. Ekkert þessara atriða virðist geta orðið grundvöllur uppsagnar kjara- samninga eins og krafa hefur komið fram um í verkalýðshreyfingunni í kjölfar úrskurðar Kjaradóms, enda virðast forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar miklu fremur vera að vísa til yfirlýsinga sem gefnar voru í að- draganda kjarasamninga þegar þeir segja forsendur samninganna brostn- ar með úrskurði dómsins. Þar er væntanlega verið að vísa til yfirlýs- inga þess efnis að kjarasamningar yrðu að stuðla að stöðugleika og efna- hagsbatann ætti fyrst og fremst að * nota til að bæta hag hinna lægstlaun- uðu. Sú leið var enda farin í kjara- samningunum að hækka laun í krónu- tölu, þannig að þeir sem hefðu lægstu launin hækkuðu hlutfallslega mest, auk þess sem sérstök viðbótarhækkun allt að 1.000 krónur kom á laun á bilinu 44 til 84 þúsund krónur. Þann- ig hækkuðu laun hærra launaðra hópa um innan við 7% á samningstímabil- inu í almennu samningunum en lægst launuðu hópamir gátu í sumum tilvik- um hækkað um nálægt 15% sam- RÍKISSTJÓRN Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks gaf út yfirlýsingu 20. febrúar í tengslum við gerð kjarasamninga landssambanda ASÍ og samtaka vinnuveitenda. kvæmt útreikningum sem birtir voru í tengslum við samningana. í kjara- samningunum sjálfum eðá fylgiskjöl- um þeirra er hins vegar ekki minnst á þetta einu orði og því er erfítt að sjá hvemig þetta getur losað samn- ingsaðila undan ákvæðum þeirra eða heimilað uppsögn samninga um næstu áramót. Orðrétt er viðkomandi grein kjara- samninganna svohljóðandi: „For- senda samnings þessa er yfirlýsing ríkisstjórnarinnar sem fylgir samn- ingi þessum. Þá er jafnframt á því byggt að verðlagsþróun á samnings- tímanum í heild verði áþekk því sem gerist í helstu samkeppnislöndum, þannig að stöðugleikinn í efnahags- lífinu verði tryggður." Stöðugleiki sé tryggður Hin forsendan sem þama er til- greind er að stöðugleiki sé tryggður og að verðlagsþróun á samningstím- anum í heild verði með svipuðum hætti og í samkeppnislöndunum. Kjarasamningarnir gilda til ársloka 1996 og á samningstímabilinu starf- ar launanefnd skipuð þremur fulltrú- um fá hvomm samningsaðila. Nefnd- in skal „á samningstímanum fylgjast með framvindu efnahags-, atvinnu-, og verðlagsmála og gera tillögur um viðbrögð til samtakanna og stjórn- valda eftir því sem aðstæður krefjast á hveijum tíma.“ Síðan segir að hvor- um aðila er heimilt að segja samn- inga lausa með minnst mánaðar fyr- irvara ef marktæk frávik hafi orðið frá samningsforsendum og komi til uppsagnar taki uppsögnin gildi í árs- lok. Verðlagsþróun hér á landi í kjölfar kjarasamninganna hefur í aðalatrið- um verið eins og gert var ráð fyrir við gerð þeirra og verðbólga nú síð- ustu tólf mánuði er enn heldur undir því sem gerist í mörgum nágranna- löndum. Verðlagshraðinn síðustu mánuði hefur hins vegar verið meiri en fyrstu mánuðina eftir samningana þegar verðlagshækkanir voru minni en almennt hafði verið gert ráð fyr- ir. Síðustu þtjá mánuði hefur verð- bólguhraðinn hins vegar aukist og mánaðarleg hækkun vísitölu neyslu- verðs á þessu tímabili verið 0,3-0,4%. Samningsaðilar hafa látið í ljósi áhyggjur vegna þessara auknu verð- lagshækkana. Það sem hins vegar mun ráða úrslitum er hvert framhald- ið verður í þessum efnum og hvort mánaðarleg hækkun vísitölunnar verður áfram svipuð og síðustu þijá mánuði eða hvort hún fer aftur í það far sem var fyrstu mánuði ársins. Samningsaðilum ber samkvæmt ákvæðum samningsins að taka tillit til verðlagsþróunar á samningstíman- um í heild og verði verðlagshækkkan- ir næstu mánaða svipaðar og síðustu þijá mánuði má færa rök að því að verðbólguhraði hér á landi hafi aukist frá því verið hefur hefur síðustu árin. Hægi hins vegar verðbólgan á sér aftur er ekki hægt að sjá að neinar forsendur séu til þess að segja samn- ingunum upp um áramót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.