Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Úrskurðarnefnd um viðskipti flármálastofnana og viðskiptavina þfeirra komið á fót Skjótari úiiausn ágreiningsmála SAMNINGUR um úr- skurðarnefnd um við- skipti neytenda og fjár- málafyrirtækja var undir- ritaður í gær, en hlutverk ríefndarinnar verður að úrskurða í deilum um réttarstöðu sem upp kunna að koma á milli fjármálafyrirtækja og viðskiptavina þeirra. Úrskurðarnefnd þessi mun vera sniðin að for- dæmi svipaðra nefnda á hinum Norðurlöndunum og verður skipuð fímm aðilum, tveimur frá Neytendasamtökun- um, tveimur frá fjármálastofnun- um og einum frá viðskiptaráðu- neyti, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. í máli viðskiptaráð- herra kom fram að markmiðið með stofnun þessarar nefndar sé að auðvelda neytendum að koma á framfæri kvörtunum vegna við- skipta sinna við fjármálafyrirtæki og fá leyst úr þeim með skjótum og ódýrum hætti. „Ég tel að með þessu samkomulagi sé verið að stíga mjög mikilvægt skref í sam- starfi neytendasamtaka og fjár- málastofnana og ekki síður mjög mikilvægt skref í réttarbót fyrir neytendur." Jóhannes Gunnarsson sagði að þetta væri sjötta úrskurðarnefndin sem neytendasamtökin ættu aðild að og hafí starfsemi fyrri fímm gefið góða raun. Hann sagði hins vegar að lykillinn að árangri í starfí hennar fælist í góðri kynn- ingu á úrskurðum og sagðist binda vonir við að gott samstarf tækist við ríkisvaldið um þá kynningu. 5.000 króna málskotsgjald Það er á færi allra sem telja sig hafa verið órétti beitta í viðskipt- um sínum við fjármálastofnanir að vísa málum sínum til nefndarinnar. Þeir sem óska eftir umfjöllun nefndarinnar þurfa þó að greiða fyrir það 5.000 króna málskotsgjald sem er síðan endurgreitt að fullu ef kröfur málshe- fjanda eru viðurkenndar að hluta eða öllu leyti. Það voru þeir Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, Stefán Pálsson, formaður Sambands ís- lenskra viðskiptabanka, Baldvin Tryggvason, Sambandi íslenskra sparisjóða, og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd samnings- aðila. Þegar hefur verið gengið frá skipan nefndarinnar og verður formaður hennar Skúli J. Pálma- son héraðsdómari. Fulltrúar Neyt- endasamtakanna verða Þuríður Jónsdóttir hdl. og Jón Magnússon hrl. Finnur Sveinbjörnáson, hag- fræðingur, situr í nefndinni fyrir hönd Sambands íslenskra við- skiptabanka en Ólafur Haralds- son, hagfræðingur, verður fulltrúi Sambands íslenskra sparisjóða. Dreifing gervihnattastöðva um örbylgju Dreifikerfið gæti nyst fleiri stöðvum Laker snýr aftur London. Reuter. SIR Freddie Laker, hinn kunni brezki frumkvöðull lágra flugfar- gjalda, hyggst stofna flugfélag í Bandaríkjunum til að halda uppi ferðum yfir Atlantshaf ásamt Oscar S. Wyatt, stjórnarformanni banda- ríska olíufyrirtækisins Coastal Corp í Texas. Wyatt mun eiga 51% hlutabréfa í nýja flugfélaginu og Laker 49%, en Wyatt fær 75% atkvæða í stjórn félagsins í samræmi við bandarísk- ar hömlur á eignaraðild útlendinga að flugfélögum. í fyrstu verður haldið uppi ferð- um milli Orlando og Fort Lauderd- ale á Florida og þriggja brezkra flugvalla: Gatwick í London, Manc- hester og Glasgow. Ekki er Ijóst hvemig nýja flugfé- lagið mun reyna að laða til sín far- þega, en að sögn talsmanns þess í London verður ekki nauðsynlegt að endurtaka aðferðir þær sem Laker notaði þegar hann bauð ódýrar ferð- ir með Skytrain-flugfélagi sínu. Það félag varð gjaldþrota eftir stigvax- andi umsvif í fimm ár. Laker og skiptastjóri þrotabúsins höfðuðu síðan mál gegn samkeppnisaðilum Skytrain sem lauk með dómssátt. Námskeið sem gefa forskot: TölvuNámskeið fyrir 10-16 ára Þrjú gagnleg námskeið sem veita ungmeimum forskot í skóíanum og búa þau undi störf á 21. öldinni! Láttu þitt bam njóta þess nýjasta og skemmtilegasta!! 24 klst námskeið, kr. 14.900,- stgr. Grunn-, framhalds- og forritunamámskeiö HtEPfíl Grensásvegi 16 • sími 56098090 hk 95096 Raðgreiðslur Euro/VISA SVÆÐISBUNDIÐ endurvarp gervihnattastöðva um örbylgju virðist nú vera að færast í vöxt og hafa tvö bæjarfélög stofnað hlutafélög um rekstur slíkra dreif- ingarkerfa. í Vestmannaeyjum eru útsend- ingar Fjölsýnar, en svo nefnist dreifíngarfyrirtæki Eyjamanna, þegar hafnar og er ætlunin að læsa dagskránni um næstu mán- aðamót. Á ísafírði stendur hins vegar til að halda stofnfund nýs dreifíng- arfyrirtækis í þessari viku og er stefnt að því að útsendingar geti hafist í kringum áramót, að sögn Ómars Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Elnets sf., sem er hluthafí í báðum þessum fyrir- tækjum. Fyrirtækið sér jafnframt um að útvega og setja upp allan nauðsynlegan tækjabúnað. Innlend dagskrá og kvikmyndarás Elnet sf. fékk á sinum tíma heimild til þess að setja upp dreif- ingarkerfi í sjö bæjarfélögum. Auk fyrrnefndra bæja er þar um að ræða Akureyri, Egilsstaði, Húsa- vík, Selfoss og Sauðárkrók. Ómar segir hins vegar alla undirbúnings- vinnu þar vera á frumstigi, haldi menn að sér höndum á meðan reynsla fæst af þessum rekstri í Vestmannaeyjum. Hann segir hins vegar að upphaf rekstursins þar gefi tilefni til bjartsýni. Kostnað- aráætlanir hafí staðist og nú þeg- ar sé fjöldi áskrifenda orðinn hátt á annað hundraðið þrátt fyrir að útsending hafi aðeins staðið yfir í tæpan mánuð. Að sögn Ómars er í báðum til- fellum um endurvarp nokkurra gervihnattastöðva að ræða, en auk þess er gert ráð fyrir því að á einni rás sé hægt að senda út staðbund- ið efni og auglýsingar. Þá segir hann unnið vera að samningum við dreifíngaraðila kvikmynda hér á landi um sýningar á þessum myndum, en engin kvikmyndarás er á meðal þeirra stöðva sem fyrir- tækin dreifa. Þær stöðvar sem hér er um að ræða eru m.a. MTV, Sky News, Eurosport, Cartoon Netw- ork, TNT og The Discovery Channel. Dreifikerfi Stöðvar 3? Elnet sf. er einnig hluthafi í nýjasta fjölmiðlafyrirtæki lands- manna, íslenska sjónvarpinu hf. Aðspurður segir Ómar það vissu- lega vera möguleika að það dreif- ingarkerfi sem fyrirtækið er að koma upp víðs vegar um landið geti nýst hinni nýju sjónvarpsstöð þegar fram líða stundir. „Þetta byggir á sömu tækni og íslenska sjónvarpið notar. Þetta veltur hins vegar á því hvaða aðferð íslenska sjónvarpið mun nota úti á landi. Það er hins vegar ekkert mál að bæta við sendum í höfuðstöð kerf- isins og bæta þannig við rásum enda gerir kerfið ráð fyrir allt að 21 stöð.“ SAMANBURÐUR A FJOLMIÐLARISUNUM Time Warner Inc. og Turner Broadcasting System Inc. mynduöu stærsta fyrirtæki heims í skemmtanaiðnaöi þegar þau gengu frá samruna síöastliöinn föstudag. mmi uinjYT-rn Samningurinn, sem hefur veriö véfengdur af stórum hluthafa í Time Warner, U S West, þýðir stofnun fjölmiölasamsteypu sem heföi haft 19,8 milljarða dollara í tekjur áriö 1994. (ðAuribfsMfp $18,7 milljaröar dollara (1994) Samanlagöar tekjur $16,4 milljarðar dollara (1994) Cinemax, HBO, CNN, TBS, Cartoon Kanaktöhvíir Network, Turner Classic Movies, TNT *dPd,i>looVdr The Disney Channel„interests in A&E, ESPN and Litetime Warner Bros., Castle Rock, New Line Cinema, Hanna Barbera Cartoons, Turner Entertainment Framleiösla og dreifing Walt Disney Pictures, Touchstone Pictures, Hollywood Pictures, Miramax, Buena vista Distribution Time Warner Cable Sjónvarpsstöövar ABC Television Network, 10 sjónvarpsstöövar Atlantic Recordíng, Warner Bros. Records, Elektra Entertainment Tónlistarútgáfa Hollywood Records Little, Brown & Co„ Warner Books.Time Inc. Útgáfufyrirtæki Hyperion Books, Fairchild Publications Körfuboltaliöiö Atlanta Hawks, Hafnarboltaliðiö Atlanta Braves 33 Annaö Myndbandaútgáfa, skemmtigarðar, neysluvörur, rekstur alnetsþjonustu, isknattleiksliöiö Anaheim Mighty Ducks I Walt Disney tilkynntiW milljaröa dollara yfirtöku á Capital Cities/ABC 31. iúlí s.l. Innbyrðis deil- ur blasa við hjá Time Warner New York. Reuter/Variety. MARGRA mánaða valdabarátta blasir við hjá Time Warner eftir 7.5 milljarða dollara samning um að fyrirtækið taki við rekstri Turn- er Broadcasting. Ted Turner er stærsti hluthafi Time Warner og verður annar æðsti maður fyrir- tækisins. Þegar samningurinn var gerður hafði Time Warner varla jafnað sig eftir umrót vegna brottvikningar yfirmanna tónlistardeildar fyrír- tækisins. Forstjóri Time Warner, Richard Parsons, segir að fímm vikna við- ræður við Tumer Broadcasting hafi verið auðveldasti þátturinn og samruninn verði erfíðasti kaflinn. Turner Broadcasting er frægast fyrir CNN-fréttasjónvarpið og verður áfram undir stjórn Teds Turners, sem er stjórnarformaður þess fyrirtækis. Hann verður vara- stjórnarformaður Time Warner og eignast 64 milljónir hlutabréfa í Time Warner. Turner gegn Levin? í Wall Street er bollalagt hvort Turner muni skyggja á Gerald Levin stjórnarformann og bola honum burtu með brögðum. Levin hefur sagt að Turner mundi taka virkan þátt í stjórn Time Warner og kallað Turner „bezta vin sinn“. Levin hefur verið stjórnarfor- maður Time Warner síðan 1993 og talið er ólíklegt að auðvelt verði að velta honum úr sessi, þótt hluta- bréf í fyrirtækinu hafi verið van- metin síðan 1989 þegar Time Warner varð til eftir samruna. Le- vin var valinn eftirmaður Steve Ross stjórnarformanns, þótt annar stjórnandi, Nicholas Nicholas, væri talinn líklegri. Hlutverk margra stjórnenda er óljós, einkum Michaels Fuchs, yfir- manns hljómplötudeildar. Talið er að Fuchs hafí lagzt gegn því að Turner tæki við stjórn sjónvarps- þjónustunnar Home Box Office, sem Fuchs rak í áratug. Fuchs mun hafa reynt að fá sjálfur yfirráð yfír rekstri Turner Broadcasting. Vafi ríkir einnig um framtíð Terence McGuirks, næstráðanda Teds Turners frá gamlli tíð. Allt er á huldu um hvernig hald- ið verður á samvinnu kvikmynda- versins Warner Bros. við minni kvikmyndaver í eigu Turner Bro- adcasting. Sumir telja að Time Warner kunni að selja nokkur ver eins og New Line. Skuldir munu aukast í Wall Street er sagt að samning- urinn sé ekki til þess fallinn að grynnka á skuldum Time Warners, sem hafa dregið úr arðsemi fyrir- tækisins síðan það varð til við samr- unann 1989. Reyndar skuldar Turner sjálfur 2.5 milljarða dollara, sem bætast við 8.9 milljarða doll- ara lánaskuld Time Warners. Levin hefur sagt að fyrirtækið hafí minnkað skuldir sínar um 2 millj- arða í 3 milljarða dollara á sex mánuðum og muni draga úr þeim ennþá meir. Levin segir að möguleikum á samvinnu við stór sjónvarpsnet í Bandaríkjunum verði haldið opn- um. NBC, eign General Electrie, ræddi í vetur við Time Warner og Turner Broadcasting um sam- vinnu. Athugasemd frá Handsali MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi fréttatilkynning frá Handsali hf.: „Vegna rangrar frásagnar í frétt sem birtist í Morgunblaðinu 23. september sl. um aðalfund félagsins og breytingu á hlutafj- áreign, er hið rétta í málinu þetta: 1. Pétur Haraldsson var kjör- inn varamaður í stjórn en ekki Pétur Marteinsson. 2. Tillaga um hlutafjáraukn- ingu borin fram af hluthafa var ekki rædd heldur vísað til stjórn- ar félagsins. 3. Hluthafar keyptu allir hluti Tryggingar hf. og Agústs Karls- sonar í réttu hlutfalli við hluta- fjáreign sína. 4. Þá er Sigurður Helgason ekki skráður sem hluthafi hjá Handsal hf. og á því ekki yfír 40% af hlutafé félagsins svo sem ranglega er frá sagt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.