Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens , ÍÉGBZ 5VO /1 ^ { Q K O £?({■■■ • (*ni'l Ö Grettir Ljóska Törnmi M.L Ferdinand Smáfólk Ég hef alltaf furðað mig á því hvers vegna þú ákvaðst að verða hundur ... Það er góð spurning. Ég man að ég las niður listann ... Allt annað var frátekið ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavik • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Grófgnn til missis mennsku Frá Davíð Erlingssyni: MIÐVIKUDAGINN 6. september 1995 klukkan að ganga 10 að morgni lagði ég leið mína inn á hárklipping- arstofu í þeirri höfuðborg sem heitir í Mjódd. A meðan ung stúlka starf- aði að höfðinu á mér fór ég að taka eftir því sem heyrðist úr útvarpsvið- tæki sem hún hafði í sambandi álengdar. Þetta virtist vera spilun hljómlistar með tali á milli. Karlmað- ur einhver, fremur ungur, var þarna að látast vera ekki vitund fyndinn, heldur settlegur og alvarlega talandi um þá feiknlegu sprengingu sem borizt hefði úr suðurhöfum og hrist aila heimsbyggðina og heimsmenn- inguna, þegar stórmerkur fatameist- ari eða fleiri fóru þangað til þess að baða sig í skírgrænum sjó og kynna þaðan veröldinni nýtt snið baðklæða, æskilega smárra, handa íturdrósum. Fyrirbærinu fann síðan einn frábær snillingur það ráð að nefna það eftir úthafseyjunum þessum: Bikini. - Ekkert af þessari ræðu man ég orð- rétt, veit ég vel, en hún var um þessa „sprengingu", vitandi það og leikandi á það (án þess að nefna það) að frétt- in um aðra sprengingu nýorðna í suðurhöfum á öðrum svipuðum eyj- um var nýkomin inn í vitund áheyr- enda útvarps þennan morgun: kjarn- orkusprenging Frakka neðan sjávar- botns í gíg Mururoa-eyjarinnar. Og svo spilaði maðurinn raul stelpu um „teeny weeny/ yello polka-dot bikini" ... flíkina og, að ég ætla, kitlandi unaðsemd hálfnektarinnar fyrir sið- menntaðan vesturlandabúa; en ég man ekki textann. Ekki bar á tilfínningu fyrir því, að fólki mætti hér þykja helzti ólíku saman jafnað, eða að um of skelfi- lega og alvariega hluti væri að fást til þess að hafa mætti þá að leik í tilfinningalausu gaspri, fara með hvað sem er yfir hvem sem er og láta sem ekkert sé, vita ekki af því að svona skynleysi gæti komið illa við þá sem ekki eru orðnir að búfé sem reka mætti ti! slátrunar án þess að því fyndist sá rekstur eiginlega koma sér við. Eða eru þessi orð mín aðeins forn- eskjutaut manns sem ekki skildi hve þetta var fyndið og snjallt? Það geri lesandi þessara orða upp við sjálfan sig. En að mínu viti var hér um að ræða stórkarlaiegt dæmi þeirrar grófgunar í almennri skynjun sem virðist vera að gerbreyta öllu mann- lífi. Í fjölmiðlunum og þeim heimi sem tekur mótun sinni af þeim áger- ist uppblástur þess greinarmunar í merkingum sem æ virðist hafa verið meginatriði menningarinnar. Það greindarleysi eða greindar- munarleysi, sem þannig verður, er í verunni andlegt straumleysi, af því að ekki er lengur spenna milli plús og mínus á rafhlöðu hugarins. Þegár svo er komið, verður maðurinn til- finningalaus, og vitanlega á endan- um bæði menningarlaus og mállaus, hættur að vera til sem manneskja með heimkynni í mannheimi sem ein- kennist af „siðmenningu". Af hveiju gæti slíkt stafað? Ein veruleg ástæða, samfara allri ann- arri grófgun sem á gengur, ér vitan- lega ofáreitingin á allri annarri grófgun sem á gengur, er vitanlega ofáreitingin á nútímanum, sem neyð- ir hann í varnarstöðu, til að útiloka frá sér eins mikið og hann getur, og það getur leitt hann áleiðis til þess búfénaðarlífs greindarmunarleysis- ins, sem er í raun og veru lífleysi hans sem manns, dauði. DAVÍÐ ERLINGSSON, Eyjabakka 1, Reykjavík. Bréf til borgarstjóra LISTDANS á skautum. Frá Erlu Jóhannsdóttur: KÆRA Ingibjörg Sólrún borgarstjóri. Ég er ein úr hópi þeirra íjölmörgu barna og unglinga sem æfi listdans á skautum á skauta- svellinu í Laugard- al. Hópurinn hefur stækkað ört á und- anfömum árum. Þegar ég byrjaði hafði frést, öllum til mikillar ánægju, að borgaryfirvöld ætluðu að fara að byggja yfir svell- ið. Þetta var fyrir þremur árum. Sl. vetur heyrðum við enn á ný að til stæði að byggja yfir svellið á þessu ári. Við vorum mjög glaðar því æf- ingar falla oft niður vegna veðurs. Ekkert bólar á þakinu okkar, og allir að verða frekar vondaufir. Þess í stað heymm við í fréttum að það eigi að byggja 50 m langa innisund- laug á vegum borgarinnar. Svo er líka búið að stækka Laugardalshöl- lina fyrir 100 milljónir króna. Ég er viss um að þak kostar ekki nærri svona mikið og örugglega minna en ný innisundlaug. Mér fínnst óréttlátt að skautaíþróttinni skuli alltaf ýtt til hliðar. Ef aðstaðan væri betri er ég viss um að Islend- ingar eignast bráðlega góða skauta- dansara. Meðfylgjandi mynd sýnir stelpur á skautasýningu sl. vetur í jökul- kulda. Einnig héldum við vorsýningu sem misheppnaðist vegna veðurs. Kæri borgarstjóri. Ég vona að þú viljir gera eitthvað í málinu fyrr en seinna, því við eram þreyttar á biðinni. ERLA JÓHANNSDÓTTIR, 12 ára, Teigagerði 14, Rvík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.