Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 37 I8-hoIu pútt- völlur Frá Þorsteini Einarssyni: í LAUGARDAL við Þvottalauga- veg hefur verið gerðu 18-holu púttvöllur, sem starfsmaður íþróttavallanna Sigurður Haf- steinsson hefur í sumar snöggsleg- ið og borið á. Holurnar eru búnar dósum með sköftum, svo iðkendur þurfa ekki að bogra til þess að hafa hendur á kúlu, sem ofan í hana ratar. Að þessum velli söfn- uðust aldraðir frá sjö þjónustumið- stöðvum borgarinnar og nokkrir heimabúandi miðvikudaginn 13. september. Með fólkinu fylgdust forstöðukonur og þær sem annast félagsmál og afþreyingar. Stjórn Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FAÍA) var mætt, því halda skyldi hina fyrstu putt- keppni aldraðra. Fyrrnefndur Sig- urður Hafsteinsson skipulagði hana og stjórnaði. Sallarigning var og kaldi, sem engin áhrif höfðu á kátt og áhugasamt keppnisfólk. Keppa skyldi um farandbikar, sem Kaupþing gaf og þrenn ein- staklingsverðlaun. Liðin urðu 7 þriggja manna og 2 fjögurra manna. Leikar fóru svo að liðin röðuðust þannig: 1. Vesturgata 7; A-sveit karla 103 2. Hrafnista Rvík: sveit karla 107 3. Vesturgata 7; B-sv. kvenna 113 4. -5. Hraunbær, blönduð sveit 119 4.-5. Sléttuvegur o.fl.; sv. karla 119 6.-7. Hraunbær o.fl.; sv. karla 126 6.-7. Vitatorg; blönduð sveit 126 8. Hraunbær; B-sveit blönduð 136 9. Hraunbær; A-sveit blönduð 148 Þjónustumiðstöðin að Vesturgötu 7 A-sveit karla hlaut farandverð- laun Kaupþings. Verðlaun til einstaklinga hlutu svo: 1. Karl_ Sölvason 32 högg 18 holur, 2. -3. Ágúst Friðþjófsson 34 högg 18 holur, 2.-3. Þórður Arason 34 högg 18 holur. Formaður FÁÍA, Guðrún Niels- en, afhenti verðlaun, þakkaði kepp- endum og starfsmönnum vallanna, og sleit mótinu. Færni keppenda var misjöfn, þar sem aðstaða til iðkunar íþróttarinn- ar við heimilin sum er engin. Fá þeirra ráða yfir velli. Frést hefur að íþrótta- og tómstundanefnd borgarinnar hafi samþykkt að láta gera puttvelli við þær þjónustumið- stöðvar sem ekki njóta vallar. Þess- ari frétt fögnuðu keppendurnir. Fyrir hönd hinna öldruðu þakka ég birtinguna. ÞORSTEINN EINARSSON, fyrrv. íþróttafulltrúi ríkisins. P.S. Nú er nýr Gullpottur að hlaðast upp aftur og byrjar hann í 2.000.000 króna. Góða skemmtun! Gullpotturinn í Gullnámunni að upphæð 7.705.084 krónur datt sl. sunnudag í Háspennu, Hafnarstræti. Gullpotturinn kemur vafalaust í góðar þarfir og fær vinningshafinn bestu ham- ingjuóskir. En það eru fleiri sem hafa fengið glaðning undanfarið því útgreiddir vinningar úr happdrættis- vélum Gullnámunnar hafa að undanförnu verið að jafnaði um 80 milljónir króna í viku hverri. Þetta eru bæði smærri vinningar og svo vinningar upp á tugi þúsunda að ógleymdum Silfurpottunum sem detta að jafnaði annan hvern dag og eru aldrei lægri en 50.000 krónur. Við óskum öllum vinningshöfum til hamingju og þökkum stuðninginn. ! * Enn einu sinni er Gullpotturinn dottinn, 7.705.084 kr. 1. október Upplýsingar um símanúmer innanlands Hva& er núinerib hjá Siggu? 1. október 1995 - þriggja stafa þjónustunúmer Pósts og síma tekin í notkun til samræmis viö önnur lönd Evrópu. 03 breytist í 118. POSTUR OG SIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.