Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HAUSTLILJA (Colchicum) ÉG FÉKK í fyrradag gest í heim- sókn, sem hefur gaman af blóm- um og lítur gjarnan í kring um sig til að sjá hvað sé í blóma. Þessi gestur kipptist við og sagð- ist vera snarruglaður, þama sæi hann blómstrandi krókus í sept- ember, nú væri laglega farið að slá út í fyrir sér. Eg huggaði þennan vin minn með því að þetta væri alls ekki krókus, þótt ekki væri blómið ólíkt, og væri kallað haustlilja á íslensku. Satt er að blómgunartíminn er óvenjulegur af laukblóm: að vera og margt annað er óvenjulegt með haustlilj- una, sem heitir Colc- hicum á latínu, kennt við fornu borgina Colchis við Svartahaf en haust- liljan vex villt í Norður-Afríku, Asíu og Evrópu, meira að segja á Englandi. Það eru mjög fáar tegundir laukblóma, sem blómstra á haustin og reyndar eru til haustblóm- strandi krókusar, sem haustliljan minnir fljótt á litið á, en þegar grannt er skoðað, er fleira ólíkt en sameiginlegt. Haustliljan ber mörg nöfn meðal nágranna- þjóða okkar, sem lýsa ólíkt meiri hugkvæmni en okkar nafn, Danir kalla hana tidlos (án aldurs, sí- gild, eilíf - nú þyrfti málhagari maður en ég að halda á penna) eða nakta jómfrú, en Englending- ar tala um soninn á undan föðum- um og allt þetta lýsir nokkuð vaxtarferli plöntunnar. Hvar ég á að byija veit ég varla, en þar sem þetta eru laukar, sem settir eru niður á haustin, er líklega réttast að byija þar. Þá sést fyrsti mun- ur á (haust)krókusum og haust- lilju, þar sem krókusar eru með lítil hnýði, líkust bolta, sem hefur verið flattur út að nokkm, en laukar haustliljunnar em stórir og líkjast meira túlipanalaukum. Laukurinn liggur mjög stutt í dvala og jafnvel bryddir í eitthvað gmnsamlegt í toppi lauksins við afhendingu. Því ber að hafa hrað- ar hendur, setja hann strax í jörðu, eða kannski í skál með léttri mold eða vikri á bjartan stað innan húss, svo gott sé að njóta þess, sem í vændum er. Fyrr en varir kemur broddur upp úr lauknum, sem er oftast ljós fyrst en tekur meiri lit eftir því sem meira kemur upp. Haustliljur em algengastar í rósrauðum eða lillabláum iitum, en eins em til hvítar og jafnvel gular haustliljur en þær síðastnefndu em mjög sjaldgæfar. Eins má fínna dröf- nótt afbrigði. Þetta sem gægist upp er blómhálsinn, sex samvaxin krónublöð, sem opnast síðan í endann svo sést í sex fræfla, en frævan er neðanjarðar. Hjá flest- um haustliljum koma mörg blóm upp af sama lauknum, blómin em oftast einföld, en þó em til mjög misjafnlega fyllt afbrigði. Blómið sölnar svo í fyllingu tímans og þá ætti að gróðursetja laukinn hið snarasta, hafi hann blómstrað inni á 10-15 cm dýpi. Næsta vor sést greinilega að hér er alls ekki krókus á ferð. í byijun maí kem- ur upp kröftugur vöndur, sem lík- ist fyrst laust vöfð- um vindli, sem síðan breiðir úr sér. Blöð haustliljunnar era heilrennd og blað- strengjótt, blaðkan getur hæglega verið 10 cm á breidd og 20 cm á hæð og er með sérstakan grængulan lit. Ýms- ir kvarta yfir öllu þessu „káli“ sem gerir að verkum að vanda þarf staðarval og ekki gróðursetja haustliljuna í litlu steinbeði, þótt það sé freistandi vegna blómanna, heldur fremst í beð eða undir stökum tijám. Plantan er eitmð, einkum laukurinn, hann inniheldur efnið colchicium, sem notað er við stökkbreytingatil- raunir. Kálið má ekki skerða fyrr en það sölnar í júlí, en þá er um að gera að kippa því - varlega - burt. Svo líður og bíður. Þær teg- undir, sem eru fyrstar á ferðinni, blómstra í lok ágúst, en þær síð- ustu eru reyndar vorblómstrandi. I colchicum ættkvíslinni eru um 45 tegundir og ótal mörg af- brigði, en fæstar þeirra hafa ver- ið reyndar hér. Ég á aðeins tvær tegundir og _hef fengið báðar á laukalista GÍ. Colch. autumnale byijar að blómstra viku af sept- ember. Hún er fallega sterklilla á Iitinn. Blómið verður oft um 25 cm. Blómhálsinn er mjög langur og grannur, nær hvítur á lit og veldur stundum ekki blóminu, a.m.k. í rigningartíð. Colch. spec. var. bornmuelleri blómstrar síðari hluta september og jafnvel fram eftir vetri. Ef frystir stuttan tíma, virðist blómþroskinn stoppa, en blómið eins og hleypir í sig kjarki og heldur áfram þegar hlýnar. Blómleggur þessarar tegundar er grænleitur og mun styttri en hjá C. autumnale, krónan ljóslilla en nær hvít að innan. Þessar lauk- plöntur em ótrúlega skemmtileg- ar og eiga skilið að vaxa í sem flestum gorðum. Haustlilja er nú á laukalista Garðyrkjufélagsins. BLÓM VIKUNNAR 320. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 9-5 frá mánudegi til föstudags Um fram- komu stöðumæia- varða MAGNÚS Sverrisson vill taka undir með Víkverja sl. laugardag að fram- koma stöðumælavarða sé oft fyrir neðan allar hell- ur. Sverrir segir að stöðu- mælaverðir taki jafnvel ekki tillit til fatlaðra og þeir sýni bifreiða- og versl- unareigendum oft mikinn dónaskap. Ástandið í miðbænum er orðið algjörlega óviðun- andi og það virðist vera stefnan hjá borgaryfirvöld- um að fæla öll viðskipti úr miðbænum. Tapað/fundið Kápa í óskilum SKILABOÐ til þín sem komst í partí á Nýlendu- götu í júlí sl. Kápan þín er enn hjá mér. Ef þú vilt koma og ná í hana ertu velkomin hvenær sem er, eða hringja í mig í síma 562-5247. Hálsmen fannst GULLHÁLSMEN með steini fannst við Suðurhóla sl. föstudag. Upplýsingar í síma 557-3023 eða heima- síma 557-3046. Gleraugu fundust GLERAUGU fundust í strætisvagnaskýli neðst á Hverfisgötunni sl. föstu- dag. Uppl. í síma 553-1376. Týnd úlpa LJÓSGRÆN hettulaus dúnúlpa sem hægt er að snúa við og er hún þá dökkblá, tapaðist 13. sept- ember sl. á skólalóð íþróttavaliarins v/Ártúns- skóla. Skilvís fínnandi er vinsamlega beðinn að skila henni til gangavarðar Ár- túnsskóla. Kútur er týndur KÚTUR er þriggja ára geltur og eymamerktur högni, svartur með hvítar hosur, trýni og stjömu á bringu. Nefið er bleikt með svörtum bletti. Þegar hann fór var hann með svarta hálsól með útfylltu nafn- spjaldi. Geti einhver gefið upplýsingar um ferðir hans >er hann vinsamlega beðinn að hringja í Sölva og Guð- rúnu í síma 588-1545 eða Sóleyju í síma 568-5606. Skyndikynni! DIMMA hin hárprúða hef- ur hug á að eignast kettl- inga og leitar því að föður handa verðandi bömum sínum. Hún vill síðhærðan, geðgóðan og kurteisan kavalér en ekki er bráð- nauðsynlegt að um æðar hans renni blátt blóð. Ekki hefur hún heldur áhuga á að borga fyrir greiðann. Guðlaug, umboðsmaður Dimmu, mun sjá um valið fyrir hennar „loppu“ og hægt er að ná í þær stöllur í síma 564-3938 á kvöidin. Týndur köttur GRÁBRÚNBRÖNDÓTTUR högni tapaðist frá Hverfis- götu í Hafnarfírði fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Þeg- ar hann hvarf var hann með hvíta hálsól með blá- um músum. Hafí einhver orðið ferða hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 565-3568. Hvolpar TVEIR blandaðir skosk/ís- lenskir hvolpar fást gefíns. Upplýsingar í síma 561-2390 til kl. 14 og eftir það í síma 561-2237. SKÁK Ifmsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á skákhá- tíð í Balatonbereny í Ung- verjalandi í haust. Álþjóðlegi meistarinn Gabor Kallai (2.410) hafði hvítt og átti leik gegn stórmeistaranum Joszef Pinter (2.565) Svart- ur lék síðast 20. - f7-f5. 21. Hxd8+! - Kxd8 22. Dh4+ - Kc7 23. Dd4! Þessi rólegi leikur tryggir hvíti sig- ur. Það er tvöföld hótun á d6 og b6 23. - b5 24. cxb5 - Dd7 25. b6+ - Kd8 26. Be7+ - Ke8 27. Dxg7 - Dd3 28. Dxh8+ - Kxe7 29. Dg7+ - Kd6 30. Hcl og Pinter gafst upp. Urslit í efsta flokki:_ 1. Romanis- hin, Úkraínu 8 v, af 11 mögulegum, 2-3. Kallai og Ni- kolaides, Grikklandi 7 v. 4-6. Landa, Rússlandi, Pinter og Malakoff, Rúss- landi 6 v. 7. Gyi- mesi 5 'A v. 8-10. Tolnai, Anka og Bezold, Þýskalandi 4 'A v. 11. Foga- rasi 4 v. 12. Schlindwein, Þýskalandi 3 v. Skákfélag Akureyrar: Skákmót öðlinga, 45 ára og yngri, fer fram í félagsheim- ilinu fímmtudagskvöldið 28. september kl. 20. Farsi OP-ÍGGIS EFTneuT FA1SAhl60£.5 7-21 W/WS6L+.£í/c«OCT«Afl.r 01W5 Farcus Cartoons/disl. by Umversal Press Syndcate // 'Re.-furiu noktcra. htgmund um þah íot mio iunqan tíma aapaÁia otan/þessci * tösku? Víkverji skrifar... ÞAÐ VORU ótrúlega kjarakjör" sem boðið var upp á á bak- síðu B-blaðs Morgunblaðsins sl. sunnudag, þar sem gat að líta til- boð um ferð til London og aftur til baka fyrir 14.240 krónur. Það er Arctic Air Tours, sem býður upp á ofangreind kjör og í auglýs- ingnnni kemur fram að áætlunin sem kynnt er í blaðinu á að standa til áramóta. Enn er það aukin sam- keppni, sem kemur íslenskum neytendum til góða. Hins vegar á Víkveiji bágt með að ímynda sér, að Lundúnaferðir á þessum kjör- um geti skilað rekstraraðilum ein- hveijum hagnaði. Vel má vera að hinir nýju rekstraraðilar hafi ein- faldlega ákveðið að leggja í ákveð- inn fórnarkostnað, til þess að vinna markað í upphafi. xxx VARVETNA heyrir Víkveiji rætt um myndina um Jón Leifs, Tár úr steini. Víkverji minn- ist þess ekki að nokkur íslensk kvikmynd hafi notið jafnmikils og jákvæðs umtals kvikmyndahúss- gesta. Raunar má segja, að þeir sem ekki hafa séð myndina, séu vart viðræðuhæfir, svo mikið er um hana rætt. Einnig er sú hætta fyrir hendi, þar sem hver maður- inn á fætur öðrum, rekur fallegar senur, lýsir orðaskiptum, tökum, klippingu, tónlist, leik o.fl. að ánægja þeirra sem ekki hafa séð myndina, sé á vissan hátt eyði- lögð. Það er skemmtilegra að sjá slíka kvikmynd, óundirbúinn. Endur- sagnarárátta þeirra sem séð hafa Tár úr steini minnir á margan hátt á bíóprógrömmin í gamla daga, þegar kvikmyndagestir keyptu prógramm, til þess að kunna og skilja söguþráðinn, áður en þeir settust í sæti sitt. Núna eru bara svo margir reiðubúnir til þess að gerast lifandi prógramm, með endursögnum sínum á Tári úr steini. XXX ENN á ný „brillerar“ popp- stjarnan okkar Björk Guð- mundsdóttir. nú síðast á tónleikum í Milano á Ítalíu, eins og greint var frá í máli og myndum hér í blaðinu í gær. Björk hefur verið með nánast daglega tónleika á Spáni og Ítalíu undanfarna viku. Við tekur tónleikahald í Þýska- landi, Austurríki, Ungveijalandi, Tékklandi, Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku, Hollandi, Belgíu og Frakk- landi. Þegar kemur fram á 17. október, þar sem tónleikar Bjarkar verða í París, þá verður staðan sú, að Björk hefur haldið 19 tónleika á einum mánuði. Til þess að stand- ast slíkt álag, þarf ugglaust að búa yfir gríðarlegum dugnaði og úthaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.