Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR UM ÞESSAR mundir svigna hillur matvöruverslana af íslensku grænmeti, fersku og girniiegu. Gæði og hollusta skína þar úr hverri afurð og engum blandast hugur um að hér er á ferðinni vönduð, innlend framleiðsla. Breytingin sem orðið hefur á fram- leiðsluháttum og umfangi þessar- ar greinar er raunar byltingu lík- ust. Ekki er langt síðan að fátt annað prýddi grænmetisborð verslana á þessum árstíma en fá- einir tómatpokar og nokkrar gúrk- ur. Nú er fjölbreytnin í framboði innlendu framleiðslunnar þannig að neytendur kunna varla að nefna allar tegundimar. Fáar greinar íslensks landbúnaðar geta státað af svipaðri grósku og garðyrkjan. Nútíma tækni hefur verið innleidd við ræktun, jarðvegur er víða vermdur með hitalögnum, akríl- dúkar hylja víðáttumikla akra og nýjar vistvænar leiðir móður nátt- úru eru nýttar til að hafa hemil á skaðlegum skordýrum. Sem dæmi má nefna að í stað þess að úða skordýraeitri á gróðurhúsagræn- meti eru ránmaurar nýttir til að eyða skaðvaldinum og er óvíða ef nokkurs staðar í Evrópu notað jafnlítið af vamarefnum við fram- leiðsluna og einmitt hér á landi. Það er þó einn galli á gjöf Njarð- ar: íslenskt grænmeti er dýrt. Margir neita sér hreinlega um þessa heilnæmu vöru, eingöngu vegna verðsins, og svo mikið er víst að fáir geta leyft sér þann munað að borða eins mikið af grænmeti og þeir gjarnan vildu. Alvara þessa máls felst í því að grænmeti er ekki munaðarvara heldur nauðsynjavara. íslensk börn þurfa grænmeti ekki síður en mjólk eða aðra hollustuvöru. Ellilífeyrisþegar og aðrir með takmörkuð fjárráð þurfa líka að geta haft grænmeti á borðum, ekki bara á tyllidögum heldur alla daga. Hollusta grænmetis er óumdeild. Rann- sóknir síðustu ára hafa staðfest enn frekar þau gömlu sannindi að það er hollt að borða vel af grænmeti. Hollustan er ekki aðeins fólgin í ríkulegu magni víta- mína, steinefna og trefjaefna, heldur virðist fjöldi annarra efnasambanda koma þar við sögu. Athyglin hefur meðal annars beinst að svo- nefndum andoxunarefnum í græn- meti og ávöxtum, en þessi efni eiga það sammerkt að þau koma í veg fýrir skemmdir í frumum af völdum skaðlegra sindurefna. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að þeir sem borða ríflega af græn- meti fá síður hjarta- og æðasjúk- dóma eða ýmis krabbamein, meðal annars lungna- og magakrabba- mein. Hvort hollustueiginleikar grænmetis eru fyrst og fremst fólgnir í andoxunarefnum, vítam- ínum, steinefnum eða trefjum skiptir ef til vill ekki meginmáli. Grænmeti er einfaldlega hollt. Þessi ágæta fæða hefur síður en svo verið fyrirferðarmikil í dag- legu fæði Islendinga fram til þessa. Árið 1992 var sala og fram- boð grænmetis tæp 40 kíló á mann að frátöldum kartöflum og er það minna magn en í nokkru öðru Evrópulandi. Grænmetisneyslan er þó greinilega að glæðast, salan eykst ár frá ári og áhugi almenn- ings og smekkur á nýjum tegund- um Ieynir sér ekki. Hins vegar vekur athygli hversu lítilfjörleg neysla bama og ungl- inga er á þessari holl- ustuvöru. Samkvæmt könnun Manneldis- ráðs á mataræði barna og unglinga láta þau að jafnaði inn fyrir sínar varir 37 grömm af grænmeti á dag, en það samsvar- ar um hálfum tómati eða einum þriðja úr gulrót. Minna gat það varla verið. Til saman- burðar má nefna að æskileg lágmarks- neysla grænmetis er 100 grömm á dag að mati Manneldisráðs. Danskar, norskar og sænskar ráð- leggingar hljóða hins vegar upp á 150 gramma lágmarksneyslu grænmetis á dag. Manneldisráð hefur nýlega birt endurskoðuð manneldismarkmið fyrir íslendinga. Eins og nærri má geta er þar lögð megináhersla á fjölbreytt fæði úr öllum fæðu- flokkum. Þar sem grænmetið er tvímælalaust sá flokkur matvæla sem helst verður útundan í fæði okkar íslendinga stendur fjöl- breytnin því aðeins undir nafni að grænmeti verði áþreifanlegur hluti daglegrar fæðu á sama hátt og mjólk, brauð, kjöt eða fiskur. Mál- tíð telst yfirleitt ákjósanleg að samsetningu ef grænmeti þekur um það bil einn þriðja hluta disks- ins, kjöt eða fiskur annan þriðjung og kartöflur eða annað meðlæti þann þriðja. Slík hlutföll eru æði ólík því sem oft ber að líta á matar- diskum okkar þar sem örfáar grænmetissneiðar skreyta disk- barminn. Því er ekki að neita að ráðlegg- ingar Manneldisráðs um aukna grænmetisneyslu verða stundum hejdur hjáróma í ljósi verðlags vörunnar. Nú er ljóst að GATT- samningurinn verður varla sú stoð sem margir bundu vonir við til að knýja fram lækkun grænmetis- verðs. Sá samningur fjallar fýrst og fremst um afnám framleiðslu- styrkja og því má jafnvel búast við að heimsverð á landbúnaðar- Manneldisráð mælir með tvöföldun græn- metisneyslu, segir Laufey Steingríms- dóttir, og staðhæfir að lækkun grænmetisverðs feli í sér heilsubót og kjarabót neytenda. vörum hækki fremur en lækki þegar fram í sækir. Vandamál okkar er hins vegar fyrst og fremst hár framleiðslukostnaður íslensks grænmetis, og það þrátt fyrir dugnað og elju garðyrkjubænda. Sumir kostnaðarliðir við fram- leiðsluna eru einfaldlega þess eðlis að hvorki er gerlegt né fýsilegt að hafa þar áhrif. Við höfum til dæmis ekki áhuga á að lækka laun starfsfólks sem vinnur við upp- skeru til jafns við laun farand- verkafólks víða um heim. Við höf- um heldur ekki tök á að breyta legu landsins eða veðráttu, að minnsta kosti ekki utandyra. Við getum hins vegar svo sannarlega haft áhrif á einstaka kostnaðar- liði, hróplegasta dæmið er hár raf- magnskostnaður grænmetisfram- leiðenda, en þeir borga hærra verð fyrir sína raforku en erlendir sam- keppnisaðilar og það á sama tíma og við keppumst við að selja ódýra orku til stóriðju. Þrátt fyrir afnám styrkja til landbúnaðar mætti styðja við bakið á grænmetis- bændum svipað og gert er víðast hvar í veröldinni, með því að létta af þeim ýmsum álögum við að- föng, framkvæmdir og byggingar Grænmeti er nauðsynja- vara - ekki munaður Laufey Steingrímsdóttir sem eru óhjákvæmilega viðameiri og kostnaðarsamari fyrir greinina hér á landi en sunnar á hnettinum. Grænmeti verður seint ódýr vara á íslandi, ekki frekar en aðr- ar íslenskar landbúnaðarvörur. Hins vegar er engin ástæða til þess að það sé hlutfallslega dýrara að framleiða grænmeti hér á landi en aðra landbúnaðarvöru. Verð grænmetis hlýtur að vísu að vera mjög breytilegt, það er til dæmis eðlilegt að það sé hæst fyrstu dagana eftir að nýja uppskeran kemur á markað en lækki síðan þegar fleiri framleiðendur fylla markaðinn. Þegar innlenda upp- skeran minnkar á markaðnum ætti líka innflutt grænmeti - án ofurtolla - að geta skapað eðlilegt aðhald fyrir greinina. Það er hins vegar algjörlega óviðunandi fyrir íslenska neytendur að magn inn- flutts grænmetis án ofurtolla sé bundið við innflutning frá árinu 1988 eins og ný lög gera ráð fyr- ir. Neysla grænmetis er að aukast og þarf að eflast enn frekar ef vel á að vera. Fortíðarhelsi á þannig engan veginn við hér. Þar sem eftirspurn grænmetis fer að miklu leyti eftir verðlagi er innanlands- þörf ekki einhver ákveðin og óum- breytanleg stærð fengin úr fortíð- inni. Innflutningur þarf því að geta aukist engu síður en innlend framleiðsla. Það er engin ástæða til að tortryggja sérstaklega holl- ustu innflutts grænmetis eins og margir virðast gera. Nákvæmar mælingar Hollustuverndar ríkisins á varnarefnum og öðrum aðskota- efnum í grænmeti sem hér er á markaðnum hafa sýnt að allur ótti um að hingað sé flutt menguð og heilsuspillandi vara er með öllu ástæðulaus. Manneldisráð mælir með allt að tvöföldun grænmetis- neyslu, tvöföldun kostnaðar vegna grænmetiskaupa yrði óefað mörg- um heimilum um megn. Lækkun grænmetisverðs gæti þannig orðið hvortveggja í senn; kjarabót og heilsubót fyrir íslenska neytendur. Höfundur er forstöðumaður Manneldisráðs. Tryggingaráð og tannsmiðir tannsmiðir að þeir hafa ekki nægilega þekk- ingu, en taka að sjálf- sögðu við auknum rétt- indum sem berast án fyrirhafnar. Ekki skal efa að tannsmiðir geti lært þá verkþætti sem um ræðir, en það verður þá að koma upp skóla, kenna þeim og veita þeim viðeigandi réttindi að loknu námi. Til að skýra nánar þetta einstæða kerfís- klúður vil ég rekja sögu þess í nokkrum þáttum. Fræðsluþáttur Lögverndað starf: Hörður Þórleifsson klíniskt nám. Hvort sem lög um tannsmið eru óskýr eður ei, eitt er ljóst: Iðnaðarmenn hafa hingað til ekki haft leyfi til að vinna við lækningar. Bryndísarþáttur Bryndís tannsmiður starfaði við gervi- tannasmíð í áravís í trássi við lög, þrátt fyr- ir kærur tannlækna og viðvarar.ir landlæknis. Hún taldi sem „meist- ari“ að „hennar fólk“ ætti rétt á endur- greiðslu hjá TR og ÍSLENSKIR tannsmiðir hlakka yfír því að Tryggingastofnun ríkis- ins, (TR), sé ekki stætt á að mis- muna einstaklingum innan tann- smiðafélagsins vegna samkeppnis- laga og deili nú út tannlæknaleyfum til tannsmiða. Nú geta tannsmiðir unnið sem tannlæknar í munnholi fólks án þess að þurfa til þess sér- hæfða (klíniska) menntun eða próf. Tryggingaráð hefur gert iðnaðar- menn að læknum án nokkurrar fyr- irhafnar af þeirra hálfu. Eðlilegt er að tannsmiðir fagni léttfengnu leyfínu, flestir með þriggja mánaða bóklegt nám að baki. Telja verður slíkt með eindæmum þegar menntunarkröfur aukast í flestum greinum og próf og gráður taldar æ nauðsynlegri. Erfitt er að skilja hvað tryggingaráði gengur til með að leggja algjörlega niður menntunarkröfur í einni grein lækn- inga og leyfa iðnaðarmönnum án menntunar í faginu að stunda lækn- ingar í munnholi. Sem betur fer skilja og vita flestir g] KERFISÞRÓUN HF. “ Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Starf þar sem löggjafinn (samfélag- ið) krefst ákveðinnar þekkingar og prófs til að hægt sé að fá viðurkenn- ingu til starfsins. Löggjafanum ber og að vernda almenning fyrir þekk- ingarsnauðum ogpróflausum. Dæmi: Læknir, tannlæknir, lögfræðingur, hjúkrunarfræðingur, flugstjórar o.s.frv. Tanniæknar eru, samkvæmt lög- um um tannlækningar, þeir einu sem mega stunda þá grein og vinna í munnholi sjúklinga. Lögin eru skýr. Tannsmiðir læra starf sem er hlið- argrein tannlækninga og er sú vinna ekki klínisk og fer fram á vinnustað sem getur verið langt frá tannlækna- stofu. Vandræðagangur hefur verið með að skilgreina tannsmiði, þeir voru ýmist taldir til heilbrigðisstétta eða iðnaðarmanna. Reglugerð um þá sem heilbrigðisstétt var felld úr gildi og síðan eru þeir iðnaðarmenn með óskilgreint starfssvið og „meistara- bréf“. í menntun þeirra er ekkert benti ráðherra á þessa mismunun. Ráðherra lét boð ganga til trygginga- ráðs að veita erindi Bryndísar já- kvæða umfjöllun. Tryggingaráð samdi við Bryndísi um að endur- greiða henni vinnu eftir taxta sem var lægri en tannlæknataxti, (ágúst 1992). Heyrst hefur að lögfræðiálit innan heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins hafi hljóðað: „Gjörð þessa samnings stenst ekki lög.“ Sé þetta satt verður að álykta að samningur- inn sé lögbrot af hálfu TR. Trygg- ingastofnun ríkisins gerði iðnaðar- mann að tannlækni. Aðeins einn tannsmiður hlaut heiðurinn. Tryggingaráð ógilti ekki samning- inn, eins og tannlæknar kröfðust, heldur hamaðist með ölium tiltækum ráðum við að réttlæta misgjörðina. Lögbannsþáttur Tannlækar vildu ekki una því að tryggingaráð veitti iðnaðarmanni tannlækningaleyfí og vildi fá gjörð- Dómarar gerðu iðnaðar- manni kleift, segir Hörður Þórleifsson, að vinna læknisstörf. ina ógilta fyrir dómstólum, sam- kvæmt lögum. Tannlæknafélaginu var bent á að fara lögbannsleiðina og komast þannig hjá að lögsækja TR. Lögbann var sett í héraðsdómi á vinnu Bryn- dísar í munnholi sjúklinga. Hæsti- réttur ógildi lögbannið en tók ekki afstöðu til málsins sjálfs. Einföld og þægileg lausn, ekki var þörf fyrir mikla heimavinnu, engir ráðamenn særðir. Ógilding lögbannsins gaf Bryndísi færi á að sækja skaðabætur til tann- lækna og hún kærði. Tannlæknar kærðu á móti. Lögbijóturinn, sem árum saman hafði unnið án réttinda, varð nú það rétthár, að hann gat krafið þann, sem átti að hafa lög- verndað starf, um skaðabætur, vegna þess að ólögleg vinna hans var stöðvuð. Dómstólaþáttur Málin fóru fyrir héraðsdóm og viti menn. Tannsmiðum voru dæmdar skaða- bætur fyrir tekjumissi af ólöglegri vinnu. Iðnaðarmaðurinn var sýknað- ur af ákæru um lögbrot, þvert á skýr ákvæði í tannlæknalögum. Dómarar dæmdu eins og ráðherra vildi í upphafí, þeir gerðu iðnaðar- manni kleift að vinna læknisstörf. Álits sérfróðra manna innan Háskóla íslands var leitað, en virtist ekki vera marktækt af dómurum. Hvergi virtist vera reynt að fara að skýrum lögum heldur var leitað afbrigða, jafnvel áratugi aftur í tímann. I öllu þessu málaþvargi var varla minnst á þau réttindi sem fólkinu í landinu eru „tryggð" með lögverndun starfa eða eftirliti heilbrigðisyfir- valda með því að réttindi þeirra sem vinna við lækningar séu samkvæmt ýtrustu menntunarkröfum. Lokaþáttur Sá ferill sem lýst er hér á undan vekur furðu og margar spurningar. Þama hefur iðnaðarmanni tekist að fá ráðherra til að hlusta einhliða á sitt mál. Síðan virðist viljinn til að klekkja á tannlæknastéttinni vera allsráðandi. Sú lögverndun sem tann- læknalögin eiga að gefa tannlæknum er látin víkja fyrir óljósum ályktunum og tilbúnum óvissuþáttum. Álit Há- skóla íslands er léttvægt fundið. Það vekur furðu að dómarar, lög- fræðingar frá Háskóla Islands, skuli verða til að óvirða háskólann á þann hátt sem hér er gert. Því er spurt hvað komi næst? Má búast við að rafvirkinn setji hjarta- gangráð í fólk? Fær sjúkraliðinn að skera upp? Flýgur flugvirkinn þotunni o.s.frv. Eru samkeppnin og sam- keppnislögin það sem gildir í framtíð- inni? Eg held að dómarar og yfírvöld verði að gá að sér áður en starfsrétt- indum lækna er úthlutað til iðnaðar- manna eða ráðast að lögvernduðurfi störfum þar sem æðri skólar eiga að tryggja þekkinguna. Það ber vott um skammsýni að kasta til höndum í slíkum málum. Það er von allra sem stunda lögvernduð störf, að Hæstiréttur kunni sitt fag, kynni sér málin vel og losi dómskerf- ið, tryggingaráð og Tryggingastofnun við þá hneisu sem þetta mál er orðið. Höfundur er tannlæknir á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.