Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 29 JÓN EYJÓLFUR EINARSSON + Jón Eyjólfur Einarsson, prófastur í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd, fæddist í Lang- holti í Andakílshreppi 15. júlí 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 14. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ 23. september. í SÓLSETURSLJÓÐI Jónasar Hall- grímssonar segir: Hæglega, hóglega hníg þú að hvílu. blessaður margfalt þinn bestur skapari fyrir gott allt sem gjört þú hefur uppgönp frá og til enda dags. Þökk er og lofgjörð á þinni leið. Á sama veg vil ég kveðja og minnast trausts vinar og starfs- bróður, sr. Jón E. Einarsson í Saurbæ, sem genginn er af landi lifenda langt fyrir aldur fram. Eftir nána vináttu og samstarf til fjölda ára finnst mér raunar óraunverulegt að komið skuli að því að kveðja. Það er ekki aðeins erfitt að sætta sig við að njóta ekki lengur þátttöku hans í starfi fyrir kirkjuna, einarðrar fram- göngu hans og viðtækrar þekking- ar og ákveðni hans og festu í öllum málatilbúnaði. Það er líka mikill missir að sjá á bak tryggum vini og ræktarsömum og góðum dreng, sem ætíð var gott að sækja heim og fá í heimsókn, eða fá ekki leng- ur að heyra hressilega rödd hans í síma, hlýjar kveðjur til fjölskyld- unnar eða smitandi hlátur, sem ósjaldan fylgdi í kjölfar snarpra athugasemda og orðaskipta. Kynni okkar Jóns hófust í Menntaskólanum á Akureyri, þar sem hann hafði þá þegar tekið stefnu á þjónustu í kirkjunni en vakti líka athygli sem einarður tals- maður félagshyggju og þjóðlegrar menningarerfðar, albúinn að leggja öllum góðum málum lið „með vopn- um réttlætisins til sóknar og varn- ar, í heiðri og vanheiðri, lasti og lofi“, svo notuð séu orð Páls post- ula. Og þannig var sr. Jón alla tíð, sjálfum sér samkvæmur, fastur fyrir og fylginn sér, en um leið traustur og hlýr og ríkur af rétt- lætiskennd, samúð og velvild. Leiðir okkar lágu á ný saman í guðfræðideild og síðan í prests- starfinu, þar sem við þurftum oft að hafa náið samstarf, þótt langt væri á milli þjónustustaða okkar og þótt ég reki það samstarf ekki nánar hér. En af þeim kynnum þekkti ég vel til starfa sr. Jóns og vinnu- bragða og veit að þeir munu lengi að búa sem nutu verka hans. Hann var ekki aðeins vakinn og sofinn í þjónustu við söfnuði sína og próf- astsdæmi. Hann lét sig einnig varða og lagði lið ýmsum hags- munamálum og velferðarmálum kirkjunnar í heild og naut að sama skapi trausts til fjölmargra trúnað- ar- og stjórnunarstarfa, bæði á vettvangi félagsmála sem á Kirkju- þingi og í Kirkjuráði, svo að dæmi séu nefnd. Oft gustaði í kringum séra Jón, enda sitja sannir hugsjónamenn sjaldnast á friðarstóli. Að hvetju máli gekk hann ótrauður og af ein- lægum áhuga, samviskusemi, sjálfsögun og dugnaði, kom jafnan vel undirbúinn til leiks en hafði líka þá yfirsýn og gat miðlað af þeirri þekkingu á málefnum kirkjunnar, að telja verður næsta fátítt. Fyrir þá framgöngu alla og störf fyrir íslensku kirkjuna á séra Jón miklar þakkir skildar og þar mun nafn hans geymast um ókomin ár. Efst er þó í huga mér að þar sem hann fór: ... var tryggð og traust í barmi, trú og von og starfagleði, þrotlaus vilji og þróttur í armi allan dag að aftans beði. (K.V.) Aðeins nokkrum dögum áður en hann kvaddi áttum við tal saman í síma. Jafn áhugasamur var hann þá um framgang þess verkefnis sem við höfðum, ásamt fleirum, tekist á hendur og varðar réttar- og eignastöðu Þjóðkirkjunnar. Báð- ir vissu þó hvernig horfði með heilsu hans. Hann vildi ekki dvelja við uppgjöf, sorg eða sút. Hann var lífsins og starfsins barn og átti sína drauma og sínar vonir. Og „lengi væntir vonin“, var eitt sinn sagt. Því var stundin notuð til að ræða þörf mál, skiptast á skoðunum og leita frétta af fjölskyldunni. Samvistarár okkar í guðfræði- deild og ótaldar samveru- og sam- vinnustundir síðar höfðu leitt til órofa vináttu og ekki aðeins milli okkar, heldur einnig eiginkvenna okkar og heimila. Því finnum við nú að sama skapi fyrir tómleika og söknuði, þegar sr. Jón Einarsson er allur. Við geymum um leið þakk- látar myndir í huga sem eru hugg- un í harmi og verða „veisla í far- angri minninganna" þegar frá líð- ur. í innilegri þökk leitar hugurinn heim að Saurbæ og með einlægum samúðarkveðjum til Hugrúnar og barnanna. Erfitt er að kveðja góðan, geng- inn bróður. En þegar hann er nú „... hæglega, hóglega hníginn að hvílu ...“ látum við þakkar- og lof- gjörðarorð Jónasar tjá hug okkar. Við erum minnug þess að jafnan máttum við eiga von á upphring- ingu frá sr. Jóni á afmælisdegi Jónasar, 16. nóvember. Til þess hafði hann ákveðna ástæðu, en sem gefur okkur nú enn frekar tilefni til að kveðja hann með orðum Jón- asar og segja: ... blessaður margfalt þinn bestur skapari fyrir gott allt sem gjört þú hefur". Þökk er og lofgjörð á þinni leið. Blessuð sé minning séra Jóns Einarssonar. Þórhallur Höskulsson. Okkur eru en í minni fagrir vor- dagar árið 1967. Ungur skörulegur borgfirskur piltur, nývígður prestur að kirkjunni okkar Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Hann var að und- irbúa sín fyrstu fermingarböm. Við hjónin, sem áttum dóttur í barna- hópnum, fylgdumst með verkum þessa unga manns og það gerðu fleiri. Strax kom í ljós hve mikla alúð og vandvirkni hann lagði í verk sitt. Hann var heill og sannur og góður vinur sinna fermingar- bama og það til framtíðar. Mér telst til að börnin sem hann fermdi frá okkar Eystra-Miðfellsfjölskyldu séu 12 talsins og hann hafi skírt tíu börn úr fjölskyldunni, gift sex börn okkar, auk þess talað yfir moldum okkar fólks. Hans fögru orð, töluð yfir tengdadóttur okkar, geymast lengi i minni viðstaddra. Það er svo sannarlega ástæða til að færa fyllstu þakkir á hinstu kveðjustund, þegar þessi heiðarlegi drengskaparmaður, sr. Jón E. Ein- arsson, gengur alfarinn á Guðs síns fund. Hann var trúr í hveiju starfi, heill og heiðarlegur, vandaður og virtur, reyndar sár söknuður þeirra sem hann syrgja og þeir verða margir. Sr. Jón var sannur íslendingur, sem trúði á mátt móðurmoldar, lífs- björg hafsins og aðrar auðlindir okkar lands. Hann var sannur son- ur sinnar byggðar, Borgfirðingur í húð og hár, unni heitt þessu fagra héraði, bar ótakmarkaða virðingu fyrir Saurbæjarstað, sálmaskáldinu mikla Hallgrími Péturssyni, sem gerði garð sinn frægan með ódauð- legum hugverkum sínum. Sr. Jón var sveitar sinnar andlit, mátti segja, til margra ára, prófast- ur, sveitarstjórnarmaður, oddviti og í ótal nefndum og ráðum. Hann var mikill áhugamaður um atvinnu- mál hreppsins og að íbúum fjölg- aði. Að hér yrði gróskumikið at- hafnalíf við hin ýmsu störf varð- andi sveit og sjávarfang. Hann stóð fyrir byggingu Hlíðabæjar við Hlaðir, var áhugamaður um bygg- ingu félagsheimilisins að Hlöðum, einnig sundlaugar þar o.fl. Þar opnaði hann hreppsnefndarskrif- stofu og hafði góða reglu á hlutun- um sem oddviti. Hann var ákveðinn skapfestumaður, sem kunni fótum sínum forráð, stóð vel á sínu, traustur í hverju starfi. Sr. Jón átti styrka stoð sér við hlið, þar sem konan var, Hugrún Guðjónsdóttir. Hún var einstök hans við hlið, tók virðulega stöðu sína alvarlega og lagði sig fram um að aðstoða mann sinn af heilum hug. Þau sr. Jón og Hugrún komu ætíð fram sem elskuleg hjón, heim- ili sínu og sóknum til sóma. Þau voru góðvinir okkar allra í fjöl- skyldunni, þá ekki síst konu minnar, sem var í söngnum með Hugrúnu o.fl. um árabil. Sérstaklega vil ég að lokum þakka sr. Jóni og þeim hjónum ein- læga vináttu við son okkar, Krist- mund, hann saknar góðs vinar. Ég leyfi mér fyrir hönd okkar allra í fjölskyldunni að færa heiðursmanni látnum okkar bestu hjartans þakk- ir með bestu óskum um fararheill á herrans fund. Guð blessi minn- ingu séra Jóns E. Einarssonar í Saurbæ. Með samúðarkveðjum til aðstendenda. Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli. Kveðja frá Skálholtsskóla. Lífið manns hratt fram hleypur hafandi öngva bið. Kvæði sr. Hallgríms Pétursson- ar: „Um dauðans óvissan tíma“, leitar á hugann við fráfall sr. Jóns^ Einarssonar, prófasts í Saurbæ, og einkum ofanskráð orð. Guð hefur kallað mikilvirkan verkamann sinn heim af akrinum fyrr en kvöldsett var. „Hvenær sem kallað kemur, kaupir sig enginn frí.“ Sr. Jón Einarsson sat í nefnd þeirri sem kirkjumálaráðherra skipaði árið 1991 til að fjalla um málefni Skálholts. Hann kom mjög við sögu þegar nefndin tók starf- semi Skálholtsskóla til endurskoð- unar og átti mikinn þátt í samningu hinna nýju laga um skólann 1993 og þeirrar greinargerðar sem lög- unum fylgir. Sr. Jón hafði hugsað mikið um starfsemi skólans og grundvöllun hans og var m.a. af þeim sökum sérstakur aufúsugest- ur hér í skólanum. Heimsóknir hans og konu hans Hugrúnar eru nú kærar minningar og mikið þakk- arefni. • Sr. Jón spurði grannt og af þekk- ingu um allt sem laut að rekstri stofnunarinnar og lét sér aldrei nægja óljós svör. Sem kirkjuráðs- maður kom hann beint að stjórn skólans og þar mátti finna í senn vilja hans til þess að axla ábyrgð og að treysta öðrum til ábyrgðar. Hann var hreinskiptinn og jákvæð- ur og í orðræðu hans var hvatning til dáða. Skálholtsskóli átti í sr. Jóni Einarssyni hollvin. Guð blessi hann og styrki Hugrúnu og fjöl- skylduna í sorginni. „Þjónar Guðs munu honum þjóna. Þeir munu sjá ásjónu hans og nafn hans mun vera á ennum þeirra. Og nótt mun ekki framar til vera ...“ Opb. 22, 3a-5a. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholti. • Fleiri minningargreinar um Jón Eyjólf Einarsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. JÚLÍUS ING VARSSON + Júlíus Ingvars- son fæddist í Selhaga í Staf- holtstungum 27. september 1937. Hann lést í Borgar- spitalanum 11. ág- úst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 18. ágúst. MIKIÐ verður maður lítill og máttvana frammi fyrir almætt- inu þegar horft er á bróður sinn beijast við dauðann, mig langaði að hjálpa en gat ekkert gert. A græna grasinu fyrir framan bústaðinn þeirra þar sem hann átti svo mörg handtök og þau hjón höfðu í sameiningu ræktað úr óunnu holti og mýrarflóa en er nú hinn fegursti unaðsreitur, þarna við gamla bílinn sinn hafði hann lagst niður í hinsta sinn hér á jörð. Aðeins fáum klukkutímum áður ók hann í hlað á mínum sumar- kofa, þáði kaffísopa, spjallaði og grínaðist og tilkynnti mér að hann myndi ekki mæta í afmæli mitt sem var í undirbúningi. Þá yrði hann kominn suður, sem og hann varð. Nú var hann allt í einu fársjúkur og sú sorglega staðreynd blasti við okkur að mjög væri tvísýnt um líf hans, enginn mannlegur máttur gat bjargað. Við stóðum frammi fyrir þeirri staðreynd, ekkert gátum við gert annað en biðja, bíða og vona. Vonin um lífíð brást en við trúum og treystum að hann sé kominn á annað tilverusvið. Vitum að hann átti góða heimvon. Hann var litli bróðir minn. Ég minnist þess í bernsku hve óskaplega ég var alltaf hrædd um hann. I barnaskap mín- um hélt ég víst að hlutverk mitt væri að passa hann þó aidursmunur okkar væri aðeins tvö ár. Svo nærri má geta hversu traustvekjandi sú barnfóstra hefur verið með fjörmik- inn strák og duglegan. En einhvem veginn leið nú samt tíminn og árin við leik og störf frammi í fjallabæn- um okkar í Selhaga. Mig minnir að þá hafí alltaf verið sólskin og gott veður. Þama við bergvatnsána lék- um við okkur, við áttum bú, byggð- um bæi með fullt af fénaði, óðum í ánni og lifðum áhyggjulausu lífí. Svo allt í einu urðum við stærri, fluttum í menninguna frá ánni fal- legu og í Hvítársíðuna með Hvítá svona skolaða, gráhvíta og ógnvekj- andi fyrir mig en ekki hann Júlla bróður minn. Þarna við ána vildi hann alltaf vera að sulla, veiða síli, fleyta steinum og láta báta sigla og ég á eftir ennþá óttafyllri en nokkurn tíma fyrr. Ég óskaði þess oft að við hefðum aldrei flutt frá Selhaga eða þá að í Hvítársíðunni væri engin Hvítá en það hefði held- ur betur breytt veruleikanum. Enn liðu árin og við að verða stór, barnaleikir að baki og alvara lífsins blasti við. Fyrst hjálparstörf við búskapinn heima, síðan búferla- flutningur að Hofsstöðum í Staf- holtstungum, aftur að bökkum Hvítár og nú varð veiðiskapurinn atvinnugrein sem átti nú við hann. Skildi nú fljótt leiðir, ég flutti að heiman og við fjarlægðumst um stund. Svo þegar ég fór að búa kom hann hingað suður í atvinnuleit, bjó hann þá hjá okkur hjónum þar til hann stofnaði sjálfur heimili. Hann og maðurinn minn bundust góðri vináttu sém entist þeim alla tíð. Þeir áttu mörg áhugamál saman. Júlli var vinfastur og góður fé- lagi. Hann giftist rúmlega tvítugur Grétu Kristínu Lárusdóttur sem er náfrænka manns míns og voru þau hjón afar samstillt með alla hluti í búskapnum bæði hvað varðaði heimili, uppeldi barnanna, atvinnu og tómstundir. Þau byggðu sem áður sagði sumarhús í landi for- eldra okkar á Hofsstöðum. Þar má sjá snyrtimennsku og útsjónarsemi utan húss sem innan. Gróðurreiti í miklum vexti og ræktun. Sömu sögu má segja um heimili þeirra á Hraun- baut 6. Þar lýsa verkin þeirra vinnusemi og samheldni. Júlh bróðir minn var mikill fjölskyldumaður, hann var bömum sín- um góður faðir, barna- börnin voru honum ' afar hugleikin. Það var stundum gaman að heyra hann lýsa áliti sínu á þeim hveiju fyr- ir sig og heyrði maður þá glöggt hvem hug hann bar til þeirra. Grétu mágkonu minni unni hann mjög, vildi alltaf hag hennar sem bestan, virti hana að verðleikum og hvergi leið honum betur en innan veggja heimilis þeirra, hlustandi á vest- ræna tónlist og söng þá gjarnan með. Annars hafði hann yndi af allri tónlist og lestri góðra bóka. Hann var fróður vel og minnugur og hafði einnig yndi af ljóðagerð og kunni ógrynni öll af ljóðum. Júlli var harðduglegpir og vildi helst aldrei vera iðjulaus. Á seinni árum lifði hann við heilsubrest og hafði honum verið ráðlagt að hafa hægt um sig en það var ekki hans lífsstíll. Hann vildi lifa lífínu lifandi og vinnandi. Hann hafði mikinn áhuga á vél- um og bílum og var laginn við við- gerðir. Fombílar vom honum hug- leiknir og þannig bíl notaði hann við vinnu sína síðustu árin. Mér fannst stundum sem tíminn hefði staðið í stað er hann ók fram hjá * glugganum mínum á þeim „gamla“ á leið sinni í bústaðinn, gamalkunn- ugt vélarhljóð og einhver sérstök ró yfir ökumanninum. Milli okkar og fjölskyldu hans hefur alltaf verið náið samband. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í nágrenni við þau alla tíð. Ef eitthvað ábjátaði hjá fjölskyld- unni sem við ekki gátum leyst var oftast ráð að leita til Júlla. Hann var með afbrigðum bóngóður og hjálpsamur og sömu sögu má segja um fjölskyldu hans alla. Hann var mikill náttúmunnandi, vildi hlúa að gróðri og lífi hvarvetna sem hann kom, alltaf mátti eitthvað bæta hvar sem hann gekk um. Hann **■ unni dýmm, stórum og smáum, þau voru vinir hans. Hann bjó til lítil fuglahús við bústað sinn, leit eftir hreiðurgerð þeirra og lífí. Lappi hundur systur okkar var hans einkavinur. Nú við leiðarlok hans jarðvistar hér viljum við hjónin og börnin okk- ar þakka honum alla góðvild og hjálpsemi liðinna ára. í sterkri vissu um endurfundi veit ég að honum hefur verið vel fagnað á eilífðarlandinu. Elsku Gréta mín, og börnin ykkar stór og smá, við vottum ykkur djúpa samúð og óskum þess að góður guð styðji ykkur og styrki. ^ Fari hann í friði inn í ódáinsland- ið, þar mun hann taka á móti okk- ur öllum þegar okkar timi er út- mnninn. Helga Ingvarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.