Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUD 4GUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 25 pitri0íiwWaliil> STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AUKIÐ FRELSI í LYFSÖLU MIKILVÆG breyting verður í lyfsölumálum og frjálsri verzlun eftir rúman mánuð. Þá munu tveir ungir lyfjafræðingar opna nýja tegund af lyfjabúð í Reykjavík, þar sem nýjungar í þjónustu við viðskiptavini verða hafð- ar að leiðarljósi. Höfuðbreytingin er sú, að lyijafræðing- arnir geta nú sjálfir tekið ákvörðun um stofnun lyfjabúð- ar, en þurfa ekki að sæta úthlutun á leyfi frá ríkisvald- inu. Þann 1. nóvember falla úr gildi forneskjuleg laga- ákvæði um skömmtun ríkisvaldsins á lyfsöluleyfum og þar með pólitísk úthlutun á einkasöluaðstöðu. Lyfjafræðingarnir tveir, sem auglýst hafa eftir starfs- fólki fyrir nýtt apótek, Lyfju hf., segja nýja fyrirtækið verða staðsett í miðbæ Reykjavíkur og reksturinn verði með öðru sniði en tíðkast hefur í apótekum hér á landi. Fyrirkomulag miðar að því, að viðskiptavinir hafi greið- ari aðgang að lyfjafræðingi en nú er. Mun meira verður af sjálfsafgreiðsluvörum með líkum hætti og tíðkast í Bretlandi og Bandaríkjunum. Að sögn þeirra félaga hafa þeir á prjónunum ýmsar fyrirætlanir um nýjungar í þjón- ustu. Þeir búast við því, að fleiri ný apótek verði stofnuð á höfuðborgarsvæðinu með auknu fijálsræði, en engin breyting verði á landsbyggðinni. Nýju lyfjalögin, sem tóku gildi 1. júlí á sl. ári, nema ákvæðið um opnun nýrra lyfjabúða, gera ráð fyrir því, að þær uppfylli skilyrði, sem Lyfjaeftirlit ríkisins setur um búnað, menntun og hæfni starfsfólks. Eðlilegt verður að telja, vegna eðlis lyfsölu, að hún sæti opinberu eftir- liti, en það má ekki verða hemill á frjálsræði og bætta lyfsölu. Samkeppni er jafnsjálfsögð á þessu sviði sem öðrum og á að leiða til lægra lyfjaverðs og bættrar þjón- ustu. Sjálfsagt er t.d., að stórmarkaðirnir geti annazt lyfsölu, ef þeir hafa lyfjafræðing í þjónustu sinni og uppfylla önnur eðlileg skilyrði Lyfjaeftirlitsins. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur lýst því yfir, að hún vilji enn fresta gildistöku þess lagaákvæð- is, sem veitir frelsi til reksturs lyfjabúða. Alþingi getur ekki komið í bakið á þeim, sem byggt hafa fjárfestingar á gildandi lögum og ákvæðum þeirra með því að breyta öllum forsendum á síðustu stundu. Það er einfaldlega siðleysi. Það verður að teljast óhugsandi að stuðnings- menn frjálsra viðskipta á Alþingi taki þátt í slíkum leik. HEIMSOKN FINN- LANDSFORSETA MARTTI Ahtisaari, forseti Finnlands, sem kom í opin- bera heimsókn til íslands í gær, er aufúsugestur eins og jafnan á við um norrænan þjóðhöfðingja. Tengsl- in á milli Norðurlandaþjóðanna eru áfram jafnsterk og áður þótt norrænt samstarf kunni að taka breytingum. Og þótt langt sé á milli austasta og vestasta ríkisins á Norðurlöndum eru böndin, sem tengja ísland og Finn- land, sterk. Eins og Ahtisaari forseti og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, bentu bæði á í ræðum sínum við hátíðar- kvöldverð í gærkvöldi, er margt líkt með Finnum og ís- lendingum, þótt þjóðirnar séu af ólíkum meiði. Margar samsvaranir eru þannig í sjálfstæðisbaráttu þjóðanna og stjórnmálasögu, og ýmis einkenni íslenzkrar þjóðarsálar eiga samhljóm með því, sem gerist með Finnum. Martti Ahtisari segir í viðtali, sem birtist í Morgunblað- inu í gær, að norrænt samstarf sé ekki sízt mikilvægt nú, þegar ísland og Noregur hafi ákveðið að vera utan Evrópusambandsins. Og í ræðu sinni í gærkvöldi benti hann á að ekki væri lengur litið á Norðurlönd sem útjað- ar Evrópu. Sjálfkrafa væri tekið mark á Norðurlöndum við mótun þeirrar Evrópu, sem koma skal. Finnar hafa tekið virkan þátt í stefnumótun innan Evrópusambandsins og þegar gert sig gildandi í ýmsum málum, þótt þeir séu nýgengnir í sambandið. Tengsl'ís- lands við Finnland í gegnum Norðurlandasamstarfið eru því mikilvægt tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir, sem snerta íslenzka hagsmuni. Endurskoðun búvörusamnings H?- ' i • ' •• i** ímv: r ■V ' ''■&&&&[ Búvörusamnings- viðræður í sjálfheldu VIÐRÆÐUR um gerð nýs búvörusamnings milli rík- isvaldsins og bænda eru i sjálfheldu og óvíst hvort þær leiða til samkomulags. Ágrein- ingur innan bændastéttarinnar er mikill og athugasemdir aðila vinnu- markaðarins við fyrirliggjandi samn- ingsdrög hafa að því er virðist dreg- ið úr líkum á að samningar náist. Fulltrúar vinnumarkaðarins vilja að framleiðsla á kindakjöti verði færð niður í 6.000 tonn á verðlagsárinu 1996-97, en framleiðslan er um 9.000 tonn í dag. Viðræður um gerð nýs búvöru- samnings hafa staðið yfir með hléum í allt sumar og haust. Fyrstu drög að samkomulagi voru kynnt á aðal- fundi Landssamtaka sauðfjárbænda í lok ágúst. Þar voru drögin harðlega gagnrýnd, en engu að síður sam- þykkt með nokkrum breytingum. Viðræður héldu síðan áfram í haust. í síðustu viku var staðan í viðræðun- um kynnt fyrir aðilum vinnumarkað- arins og sl. mánudag komu þeir með formlegar athugasemdir við samn- ingsdrögin. ASÍ krafðist þess að komast að viðræðuborðinu Ástæðan fyrir því að aðilar vinnu- markaðarins koma að þessu máli er sú að fulltrúar vinnumarkaðarins áttu mikinn þátt í að móta þann búvörusamning sem nú er í gildi í gegnum starf sitt í Sjömannanefnd. Sam- kvæmt heimildum Morg- unblaðsins var aðilum vinnumarkaðarins lofað í vor að þeir myndu fá að ”— fylgjast með gangi viðræðna. Þeim var hins vegar haldið utan við við- ræðurnar í allt sumar. Ástæðan mun m.a. vera sú að fulltrúar bænda vildu gera samning án þess að aðilar vinnumarkaðarins hefðu þar bein áhrif. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins munu forystumenn bænda hafa komist að þeirri niður- stöðu að búvörusamningar yrðu ekki gerðir án atbeina aðila vinnumarkað- arins eftir að Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, krafðist þess að ASI fengi að koma að málinu. Benedikt mun hafa spurt forystumenn bænda hvort þeir ætluðu sér að halda þann- ig á málum að efnt yrði til stríðs við ASÍ. Mikill ágreiningur er um gerð nýs búvöru- samnings við sauðfjárbændur og telja ýmsir óvíst að samningar muni takast. Egill Olafs- son ræddi við nokkra sauðfjárbændur um samningana, en mjög skiptar skoðanir eru meðal bænda um hvaða leið sé best út úr þeirri kreppu sem sauðfjárbúskapur er í. Forseti ASI spurði hvort bændur vildu stríð við ASÍ Samningar í uppnámi í miðri sláturtíð Þeir bændur sem Morgunblaðið ræddi við í gær eru margir hveijir mjög ósáttir við afskipti aðila vinnu- markaðarins af samningaviðræðun- um. Þeir segja að þessi afskipti séu fallin til að tefja málið og flækja viðræðurnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru samningamenn bænda heldur ekki sammála hvernig eigi að svara kröfum fulltrúa vinnu- markaðarins. Bændur benda á að þeir fái ekki að koma að kjaraviðræð- urn ASÍ og VSI og því eigi vinnu- markaðurinn ekkert að fá að koma að samningum bænda við ríkið. Samningsaðilar stefndu að því að ljúka viðræðum í ágúst þannig að bændur hefðu nægan tíma til að taka ákvarðanir um ásetning í haust. Viðræður hafa tafist og nú telja bjartsýnustu menn að við- ræðum muni í fyrsta lagi ““” ljúka í annarri viku októ- ber. Allir viðurkenna að þetta er allt- of seint því að sláturtíð stendur sem hæst og bændur eru þessa dagana að taka ákvörðun um hvað þeir setja mörg lömb í sláturhús og hvað þeir setja mikið á næsta vetur. Gísli Karlsson, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs, sagði við Morgun- blaðið fyrir skömmu að talsverður áhugi væri hjá hópi bænda á að hætta framleiðslu eða draga veru- lega saman sauðfjárbúskap. Þessir bændur bíða nú eftir svörum um það umhverfi sem atvinnugreinin kemur til með að búa við næsta árið. Ein af ástæðunum fyrir því hvað yiðræðurnar hafa tafist mikið er sú að mikil óeining er meðal bænda um hvert skuli stefna. Bæði eru forystu- menn bænda ekki fyllilega samstiga og eins eru mjög skiptar skoðanir meðal almennra bænda. Samninga- nefnd bænda er undir miklum þrýst- ingi. Þannig hafa samningamenn þeirra verið reknir til baka með sum- ar þær tillögur sem þeir hafa viðrað á bændafundum sem efnt hefur ver- ið til. Samningamennirnir voru t.d. harðlega gagnrýndir á bændafundi sem búnaðarþingsfulltrúar af Vest- urlandi, Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi héldu í Staðarskála um miðjan þennan mánuð. Þessi andófshópur krafðist þess að búnaðarþing yrði kallað saman og hefur stjórn BÍ fallist á það. Margir þingfulltrúar krefjast þess að búnaðarþing fái að fjalla um samninginn áður en hann ----------- er frágenginn þannig að því gefist færi á að hafa áhrif á endanlega mynd hans. Gangi þetta eftir þykir ljóst að sláturtíð verður að mestu lokið áður en samningar verða í höfn, en talað er um að búnaðarþing komi saman 11. október. Fyrirliggjandi drög að búvöru- samningi gera ráð fyrir að kvóta- kerfi í landbúnaði verði afnumið og verðlagning sauðfjárafurða verði gefin fijáls í áföngum. Gert er ráð fyrir að beingreiðslur til bænda verði áfram greiddar í sömu hlutföllum og í dag og að þær verði tengdar framleiðslunni. Drögin gera ráð fyr- ir að framleiðendum verði boðnar greiðslur ef þeir hætta framleiðslu. Þá gera þau ráð fyrir að framleið- endur taki sameiginlega ábyrgð á kjöti sem flutt verði úr landi. Áfram er gert ráð fyrir að 50% af frarrij- Osamstaða meðal bænda tefur samn- ingaviðræður leiðsluverði verði greidd með bein- greiðslum, að ull verði niðurgreidd og að ríkissjóður taki þátt í geymslu- kostnaði. Ótti við breytingar Afstaða bænda til samningsdrag- anna er mismunandi. Sumir telja að of langt sé gengið í að breyta núver- andi samningi og aðrir telja að ekki sé nægilega langt gengið. Morgunblaðið ræddi við fjóra bændur um búvörusamningsdrögin, en skoðanir þeirra gefa vísbendingu um þau mismunandi viðhorf sem bændur hafa til þessara mála. Birkir Friðbertsson, bóndi í Birki- hlíð í ísafjarðarsýslu og fulltrúi á Búnaðarþingi, er í hópi þeirra bænda sem vilja halda í meginatriði núver- andi samnings. Hann sagðist ekki sjá að það væru neinar forsendur fyrir því að slaka á framleiðslustýr- ingu og að gefa verðlagningu fijálsa. Þær forsendur myndu ekki skapast fyrr en meira jafnvægi hefði skapast á kjötmarkaði og tilraunir til að selja kjöt til útlanda hefðu skilað viðun- andi árangri. „Ég tel að það sé mjög hættulegt á þessum tíma að gefa verðlag ftjálst meðan kjötmarkaðurinn er svona vanþróaður eins og hann er. Slátur- leyfishafar bítast innbyrgðis og fijáls verðlagning myndi leiða til þess að það yrði ekkert ákveðið skilaverð til bænda heldur fengjum við bara einhvern afgang sem væri eftir þegar þeir hefðu losnað við kjötið með nið- urboðum eða með öðrum hætti. Við sjáum engan —....... grundvöll fyrir því að halda þessu framleiðslumagni ef við getum ekki fengið framleiðsluverð fyrir það. Þá erum við bara að viðhalda og auka þá fátækt sem er í sveitum," sagði Birkir. Kallar á pólitíska ákvörðun Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu og búnaðarþingsfull- trúi, vill ekki afnema kvótakerfið, en telur að bændur eigi ekki annan kost en að gefa verðlagningu kjöts- ins frjálsa. Hann leggur þó áherslu á að það gerist í áföngum. Gunnar sagði að ef að ætti að fara með fram- leiðsluna niður í 6.000 tonn, eins og aðilar vinnumarkaðarins vilja, væri það ekkert annað en aftaka á bændum. Afleiðingarnar yrðu skelfilegar í sveitum og bæjum sem byggja á þjónustu við landbúnaðinn. „Ef að menn standa frammi fyrir slíkum afarkostum þá tel ég betra að það sé pólitísk ákvörðun og al- þingismenn taki hana. Margir þing- menn gáfu sveitafólki mjög miklar væntingar í kosningabaráttunni í vor og stjórnmálaflokkar hafa gefið út í sínum stefnuskrám afdráttarlausar yfirlýsingar um að þeir ætli sér að endurreisa þessa atvinnugrein. Nú er komið að því að þeir standi við það,“ sagði Gunnar. Sumir vilja aukið frelsi í framleiðslu Hópur bænda, sem margir hveijir eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins, telur hins hins vegar að menn séu á villigötu í þeim viðræðum sem staðið hafa yfir í sumar. Þeir vilja breyta beingreiðslunum í byggðastyrki og greiða þá í fimm ár óháð því hvað bændurnir framleiði mikið. Jafn- framt verði kvótakerfi afnumið og verðlagning gefin fijáls. Kjartan Ólafsson, búnaðarþings- fulltrúi af Suðurlandi, er einn af tals- mönnum þessarar leiðar. „Það er alveg sama hvaða leið menn fara; allar leiða þær til þess að framleið- endum fækkar. Spurningin snýst bara um hvernig það gerist. Við vilj- um að þetta gerist þannig að búið verði til kerfi sem veiti mönnum visst fijálsræði til ákvarðanatöku. Við vilj- um ekki fá yfir okkur kerfi sem hef- ur úthlutað framleiðslurétti til ákveð- inna bænda. Við viljum að þetta leiti hagkvæmustu leiðanna. Það gerir það best með því að láta markaðinn ráða og vera ekki að mismuna einum eða neinum," sagði Kjartan. Gunnar Sæmundsson sagðist efast um að þessar hugmyndir stæðust samkeppnislög. Hann nefndi sem dæmi að ef bóndi hætti sauðfjárfram- leiðslu og sneri sér að ferðaþjónustu myndi hann lenda í samkeppni við nágranna sinn sem hefði byggt upp sína ferðaþjónustu án þess að njóta styrkja úr ríkissjóði. Hann sagði að svona kerfi myndi hrynja mjög fljót- lega. Einar Gíslason, bóndi á Syðra- Skörðugili, styður hugmyndina um byggðastyrki. Hann sagði að hug- myndir búvörusamninganefndar gengju út á að kaupa menn út úr greininni og borga þeim þannig fyrir að snúa sér að annarri vinnu. Fylgis- menn slíkrar stefnu gætu ekki gagn- rýnt byggðastyrkina á þeirri for- sendu að þeir væru í andstöðu við samkeppnislög. Einar sagði að byggðastyrkir flokkuðust undir það sem GÁTT-samningurinn kallaði grænar greiðslur. Þetta væri viður- kennd leið sem margar þjóðir hefðu farið. Einar viðurkenndi að þessi leið myndi leiða til verðlækkunar á kinda- kjöti, a.m.k. tímabundinnar. Hann benti á að þeir sem óttuðust slíka verðlækkun væru ekki bara sauðíjár- bændur. Framleiðendur í öðrum kjöt- greinum væru einnig andvígir því að kindakjöt lækkaði í verði því það myndi leiða til lækkuna á svínakjöti og nautakjöti. Hann sagði að svína- bændur og kúabændur væru að að hluta til að hugsa um eigin hag þeg- ar þeir legðust gegn breytingum á framleiðslu- og verðstýringu í sauðfj- árrækt. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, sagði við Morgunblaðið fyrir helgi að svo kynni að fara að samningar um endurskoðun búvöru- samningsins tækjust ekki eða að samningarnir yrðu felldir. Fari svo er það mikið skipbrot fyrir stjórn Bændasamtakanna og landbúnaðar- ráðherra sem hafa setið yfir þessum samningum síðan í vor. Núgildandi samningi, sem rennur út haustið 1998, verður ekki breytt nema að nýr samningur verði gerður. Land- búnaðarráðherra er því ekki í aðstöðu til að höggva á hnútinn, nema þá með þeim hætti að gera samning við bændur sem þeir sætta sig við. Staða sauðfjárbænda mun hins vegar versna með óbreyttum samningi því að þá verða framleiðsluheimildir þeirra skertar um 17%. Það er aftur á móti ljóst að mistakist búvöru- samninganefnd að ná samkomulagi verður þetta mál tekið upp á Alþingi með einum eða öðrum hætti. Kasparov horfir þunglega á áskorandann í níundu skákinni, sem Anand vann. Það hefur væntanlega verið léttari brúnin á heims- meistaranum í gærkvöldi, en þá hefndi hann ófaranna. Kasparov jafnaði strax EINN sigurinn rak annan eftir átta jafntefli í heimsmeistaraeinvíffl Anands og Kasparovs. Eftir glæsilegan sigur Anands í níundu skák- inni sneri Kasparov taflinu við og sigraði ör- ugglega í tíundu skákinni, sem tefld var í gærkvöldi. Margeir Pétursson fór í saumana á taflmennsku kappanna. jk NAND féll í heimatilbúið af- brigði Kasparovs í tíundu skákinni í gærkvöldi og *^^náði sér aldrei á strik. Heimsmeistarinn bauð tvívegis upp á hróksfórn og þótt Anand notaði 70 mínútur fann hann ekki viðun- andi framhald. Kasparov hafði að- eins eytt fimm mínútum af 70 mín- útna umhugsunartíma sínum þegar það lá fyrir að hann kæmist út í unnið endatafl með peði meira. Það var eins og Kasparov væri að tefla fjöltefii, hann sat frammi í bakherbergi á meðan Anand sat með sveittan skallann við borðið og gat aldrei staðið upp. Hann kom svo fram og lék leikjum sínum án umhugsun- ar. Það var ekki fyrr en skákin var unnin að hann gaf sér tíma til að finna öruggustu leiðina. Kasparov var greinilega að reyna að gera ósigur Anands eins auðmýkj- andi og hægt var. Indverjinn tefldi lengi áfram í gjörtapaðri stöðu, lík- lega vegna þess að hegðun Ka- sparovs hefur farið í taugarnar á honum. Staðan er því 5-5 þegar ein- vígið er hálfnað. Frí er í dag. 10. einvígisskákin: Hvítt: Kasparov Svart: Anand Spánski leikurinn, opna afbrigðið 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Rxe4 6. d4 - b5 7. Bb3 - d5 8. dxe5 - Be6 9. Rbd2 - Rc5 10. c3 - d4 11. Rg5!? — dxc3 12. Rxe6 — fxe6 13. bxc3 - Dd3 14. Bc2!? í sjöttu skákinni lék Kasparov 14. Rf3 og fylgdi þar fordæmi Karpovs gegn Korchnoi I HM 1978 14. - Dxc3 15. Rb3! - Rxb3 16. Bxb3 - Rd4 Það var mjög varhugavert að þiggja hróksfórnina strax: 16. — Dxal 17. Dh5+! — g6 18. Df3 vinn- ur manninn til baka. Ekki gengur þá 18. — Rd8 19. Df6! En nú býður heimsmeistarinn aftur uppá hróks- fóm: 17. Dg4! — Dxal 18. Bxe6 Hér hafði Kasparov aðeins notað þrjár mínútur, en Anand 70. 18. - Hd8 19. Bh6! Máske hefur Anand yfirsést þetta. 19. - Dc3 20. Bxg7 - Dd3 21. Bxh8 - Dg6? Leikið að bragði, en tapar baráttu- lítið. Besta tilraunin virðist 21. — Re2+ 22. Khl - Rg3+ 23. hxg3 - Dxfl+ 24. Kh2 - Dd3! þótt hvítur hafi auðvitað góðar bætur fyrir skiptamun. 22. Bf6! - Be7 23. Bxe7 - Dxg4 24. Bxg4 — Kxe7 25. Hcl — c6 26. f4 - a5 27. Kf2 - a4 28. Ke3 - b4 29. Bdl - a3 30. g4 - Hd5 31. Hc4 - c5 32. Ke4 - Hd8 33. Hxc5 - Re6 34. Hd5 - Hc8 35. f5 - Hc4+ 36. Ke3 - Rc5 37. g5 - Hcl 38. Hd6 - b3 39. f6+ - Kf8 40. Bh5 - Rb7 41. Ha6 og nú loksins gafst Anand upp. Kasparov notaði aðeins klukkutíma í skákina. Glæsilegur sigurs Anands Eftir átta jafntefli vann áskorandinn Anand glæsilegan sigur í níundu skákinni við heimsmeistara atvinnu- mannasambandsins, Gary Kasparov. Indvetjinn byggði upp sterka stöðu snemma og fómaði skiptamun í 27. leik sem tryggði honum vinnings- stöðu. Níunda einvígisskákin: Hvítt: Anand Svart: Kasparov Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Be2 - e6 7. 0-0 - Be7 8. a4 - Rc6 9. Be3 - 0-0 10. f4 - Dc7 II. Khl - He8 12. Bf3 Fyrr í einvíginu lék Anand 12. Bd3. Hann fetar nú í fótspor Karpovs. í einvígi sínu við Karpov 1985 kaus Kasparov að leika hér 12. - Hb8, m.a. í hinni frægu 24 skák sem tryggði honum heimsmeistara- titilinn. Síðan þá hefur hann breytt um leikaðferð. 12. - Bd7 13. Rb3 - Ra5 14. Rxa5 - Dxa5 15. Dd3 - Had8 16. Hfdl Hollenski stórmeistarinn Van der Wiel lék 16. Dd2 í skák sinni við Kasparov í Amsterdam 1988, en eft- ir 16. - Hc8 17. e5?! - dxe5 18. fxe5 - Dxe5 19. Bxb7 - Hed8 20. Bf4 - Da5 mátti svartur vel við una og vann um síðir. 16. - Bc6 17. b4! Það er óvenjulegt í þessu afbrigði að tefla upp á rými á drottningar- vængnum. Venjulega er reynt að blása til kóngssóknar. 17. - Dc7 18. b5 - Bd7 19. Habl! Fyrsti nýi leikurinn. í skák tveggja hollenskra alþjóðlegra meistara, Cu- ^ ijpers og de Boer, lék hvítur 19. Re2?! og eftir 19. - Hc8 20. bxa6 - bxa6 21. Dxa6 Ha8 fékk svartur góða stöðu. Nú hefði svartur átt að bíða átekta og leika 19. - Hc8 20. Hb3 - axb5 21. axb5 — Hed8. 19. - axb5?! 20. Rxb5 Bxb5 21. Dxb5 - Ha8 Auðvitað ekki 21. - Dxc2?? 22. Hdcl - Da2 23. Hal og drottningin fellur. Nú kemur til greina fyrir hvít að leika 22. e5, en Anand velur ann- an leik sem knýr -svart til að hindra framrásina e4-e5 í eitt skipti fýrir öll. 22. c4 - e5 23. Bb6 - Dc8 24. fxe5 - dxe5 25. a5 - Bf8 26. h3 - De6 Anand stendur vel að vígi með biskupaparið og yfirburði í rými. Það er þó erfítt að fínna snöggan blett á svörtu stöðunni. Hann finnur nú stórglæsilega skiptamunsfórn, sem Kasparov þiggur, enda erfitt að benda á virkan leik fyrir svart. 27. Hd5!! - Rxd5 28. exd5 - Dg6 29. c5 - e4 30. Be2 - He5 31. Dd7! - Hg5 32. Hgl - e3? Flýtir fyrir úrslitunum. 33. d6 - Hg3 34. Dxb7 - De6 0 6 5 a b c d • I g h Síðasta von Kasparovs er sú að Anand leiki 35. Dxa8?? og leyfi 35. - - Hxh3 sem mátar. 35. Kh2 og Kasparov játaði sig sigr- aðan, því eftir 35. - De5 getur An- and sér að meinalausu leikið 36. Dxa8. Annað kvöld geta skákáhugamenn fylgst með 12. skákinni um leið og hún teflist, á skemmtikvöldi hjá Skák- sambandi íslands, Faxafeni 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.