Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 33 í FRÉTTIR Deutsche Morgunblaðið/Kristinn Peningar til landgræðslu ÞÝZKA fyrirtækið Holstein- Brauerei afhenti nýlega forstjóra ÁTVR peningaupphæð sem verja skal til landgræsðlu og rannsókna á því sviði. Nam upphæðin 11 þúsund þýzkum mörkum eða um 500 þúsund íslenzkum krónum. Peningunum verður varið til rannsókna á jarðvegslífi, niður- broti plöntuleifa og uppbyggingu lífræns efnis hér á landi, en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum þáttum. Holstein Brauerei hefur tvívegis áður lagt fram fé til rannsókna á tengslum smádýra- lífs í jarðvegi og uppgræðslu lands. Á myndinni eru Höskuldur Jóns- son forstjóri ÁTVR tekur við ávís- uninni úr hendi Klaus Nens, full- trúa Holstein. Hjá standa Svava Bernhöft, innkaupastjóri ÁTVR, og Birgir Hrafnsson, forsljóri hjá Lind hf. heildverzlun, umboðsað- ila Holstein hér á landi. Upplýsingastefna fyrir menntamálaráðuneytið MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að mótuð verði stefna í upp- lýsingamálum fyrir menntamála- ráðuneytið. Slík stefnumótun er nauðsynleg til að ráðuneytið sjálft, skólar, menningarstofnanir og aðrar stofnanir á verksviði menntamáia- ráðuneytisins geti með skipulegum hætti fært sér í nyt þær stórstígu framfarir í upplýsinga- og flarskipta- tækni, sem orðið hafa á undanförn- um árum. Þessi upplýsingabylting opnar ný tækifæri fyrir íslenskt mennta- og menningarlíf. I þeim tilgangi hafa verið skipáðar þrjár nefndir á vegum menntamála- ráðuneytisins en þær eru: Nefnd um upplýsingastefnu á sviði mennta- mála. Nefndinni er ætlað að fjalla almennt um upplýsingabyltinguna og menntakerfíð, um nám í tölvu- fræðum eða upplýsingamálum, fjar- kennslu, aðbúnað skóla, kennslugögn í margmiðlunarformi, hugbúnað o.s.frv. Nefndin mun koma með til- lögur til úrbóta þannig að nemendur geti nýtt sér til fullnustu tækifæri upplýsingabyltingarinnar. Formaður nefndarinnar er Guðbjörg Sigurðar- dóttir tölvunarfræðingur. Nefnd um upplýsingastefnu á sviði menningarmála. Nefndinni er ætlað að fjallað um hvemig menningar- stofnanir geti fært sér upplýsinga- byltinguna í nyt, um tengsl menning- ar og margmiðlunar, aðgang al- mennings að tölvutækum upplýsing- um, áhrif upplýsingabyltingarinnar á íslenskt mál o.s.frv. Formaður nefnd- arinnar er Hrund Hafsteinsdóttir lög- maður. Nefnd um innanhúsmálefni ráðu- neytisins, vörslu upplýsinga og gagnabanka. Nefndinni er ætlað að flalla um hvernig ráðuneytið sjálft getið fær sér upplýsingatæknina í nyt, um gagnabanka á sviði mennta- og menningarmála, um úrvinnslu og vistun upplýsinga, samstarf við aðila sem annast gerð og vörslu gagna- banka o.s.frv. Formaður nefndarinn- ar er Kristín Jónsdóttir skrifstofu- stjóri. Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoðar- maður menntamálaráðherra, hefur umsjón með starfi nefndanna, verka- skiptingu og samræmingu á milii þeirra. Pétur Ásgeirsson hagfræð- ingur er starfsmaður nefndanna. Gert er ráð fyrir að tillögum verði skilað til menntamálaráðherra fyrir lok ársins. Málþing um þjóðarátak í atvinnu- og launamálum MÁLÞING um þjóðarátak í atvinnu- og launamálum verður haldið að Hótel Borg fimmtudaginn 28. sept- ember kl. 14. Málþingið hefst með því að Árni Björn Guðjónsson setur þingið kl. 14 og sr. Guðmundur Öm Ragnarsson flytur hugvekju að því loknu. Frum- mælendur verða Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins, Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, Friðrik Jónsson, forstjóri Silfurtúns hf., og Jón Erlendsson, verkfr., for- stöðumaður Upplýsingaþjónustu Há- skólans. . Fundarstjóri verður Ámi Björn Guðjónsson. 14 ára sigurvegari í undanrásum VISA mótsins SKÁK Faxafcn 1 2 - Parísarborg UNDANKEPPNI ÍSLANDSMÓTS í ATSKÁK -EVRÓPUKEPPNI TAFLFÉLAGA 22.-24. september 1995 DAGANA 22. og 23. september voru haldnar undanrásir vegna íslandsmótsins í atskák 1996. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Þátttakendur voru 50 talsins og þar af margir öflug- ir skákmenn. Mótið í Reykjavík fór fram í húsnæði Taflfélags Reykja- víkur í Faxafeni 12. Bragi Þor- finnsson sigraði með 7'/2 vinningi af 9. Mótið var mjög sterkt þótt flesta titilhafana vantaði og er þetta því einn besti árangur Braga, sem er einungis 14 ára. Sex efstu unnu sér rétt til að keppa í úrslitum sem fram fara í janúar: 1. Bragi Þorfinnsson 7'úv. 2. -3. Halldór Grétar Einarsson og Sævar Bjamason 7 v. 4.-6.Áskell Öm Kárasoi Bragi Halldórsson og Jc Ámi Jónsson 6V2 v. 7.-10. Jón Viktor Gunnar son, Magnús Gunnarsso: Ágúst Sindri Karlsson c Hrannar Baldursson 6 v. 11-15. Andri Áss Grétar son, Stefán Briem, Dav Ólafsson, Amar Þorstein som og Sigurður Daði Sii fússon 5V2 16-22. Sveinn Kristinsso Rúnar Sigurpálsson, Kristj! Eðvarðsson, Tómas Björn son, Jóhann Ingvason, Bjö: Kafka og Jóhann H. Rag arsson 5 v. Keppnin á Akureyri: 1. Gylfi Þórhallsson 6 v. af 8 mögulegum 2. Jón Björgvinsson 514 v. 3-4. Þór Valtýsson og Smári Ólafsson 5 v. o.s.frv. Haustmót TR Þátttaka á Haustmóti TR er með besta móti, en í aðalkeppnina eru skráðir 84 keppendur. Lokuðu 12 manna flokkarnir eru fjórir, en í opna flokknum tefla 36. Úrslit í fyrstu umferð í A flokki urðu þessi: Amar Gunnarsson-Tómas Bjömsson 1-0 Jón V. Gunnarsson-Jón G. Viðarsson 'h-'h Bragi Þorfinnsson Hrafn Loftsson-Kristján Eðvarðsson 'h-'h Sævar Bjamason-Sigur- bjöm Bjömsson 'h-'h Magnús Öm Úlfarsson- Þröstur Þórhallsson frestað Sigurður Daði Sigfússon- Bjöm Siguijónsson frestað EM taflfélaga Taflfélag Reykja- víkur varð í fimmta sæti í sínum riðli í Evrópukeppni taflfé- laga. Keppni í riðlin- um fór fram í París- arborg um helgina. TR var óheppið með andstæðinga í fyrstu umferð, tap- aði fyrir 1-5 fyrir Empor Berlín, sem sigraði mjög örugglega í riðl- inum. Eftir þetta gat TR mest náð fimmta sæti af átta félögum og það hafðist. Fyrst voru portúga- ölsku meistararnir lagðir að velli með minnsta mun 3V2-2V2 en í síðustu umferð sigraði TR enskt félag 5V2-V2. Á fyrsta borði fyrir Englendingana tefldi stór- meistarinn Julian Hodgson en hann tapaði fyrir Jóhanni Hjart- arsyni. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vetrarstarf hafið hjá Bridsfélagi Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum Fyrsta kvöldið var spilaður eins kvölds tvímenningur og efstu pör urðu eftirfarandi: Pálmi - Guttormur Kristmannssynir 103 Jón Bj. Stefánsson - Ólafur Þ. Jóhannsson 101 Oddur Hannesson - Hallgrímur Bergsson 98 Sigurjón Stefánsson - Þórarinn V. Sigurðsson 90 Einar Sigurbjömsson - Heiðrún Ágústsdóttir 83 Spilað er í Hótel Valaskjálf á mánu- dagskvöldum. íslandsmót í einmenningi 1995 íslandsmótið í einmenningi verður spilað í Þönglabakka 1 helgina 7.-8. okt. nk. Skráning er nú komin vel á veg og lýkur miðvikudaginn 4. okt. Spilaðar verða 3 umferðir, tvær á laugardag frá kl. 11 til 20.30 og ein á sunnudag frá kl. 11 til 15.30. Spil- að er um gullstig í hverjum riðli í hverri umferð og efstu sex sætin gefa einnig gullstig. Spiluð verða sömu spil í öllum riðlum og borið saman við allan salinn. Raðað verður í upphafí eftir meistarastigafjölda spilaranna en síðan eftir stöðu spilar- anna í keppninni. Skráning er á skrif- stofu Bridssambands fslands í síma 587 9360. Bridsdeild Barðstrend- ingafélagsins Mánudaginn 25. sept. var spilaður eins kvölds tvímenningur Mitchell. Meðalskor 216. Bestu skor í N/S: RúnarLárusson-GuðlaugurSveinsson 266 Guðbjörg Jakobsdóttir - Kristín Andrewsd. 235 Vikar Davíðsson — Ásgeir Benediktss. 227 Bestu skor í A/V: Leifur Jóhannss. - Ófeigur Jóhanness. 261 Friðjón Margeirss. - Valdimar Sveinss. 247 ViIhj.Sigurðss.yngri-ÞórirFlosason 239 Mánudaginn 2. okt. hefst 5 kvölda aðaltvímenningur deildarinnar. Spilað er f Þönglabakka 1 kl. 19.30 öjl mánu- dagskvöid. Spilastjóri er ísak ðm Sig- urðsson. Skráning á staðnum. Upplýs- ingar hjá BSf, sími 587 9360, og Ólafi í síma 557 1374 á kvöldin. Afmælismót í Kópavogi 14. október í TILEFNI fjörutíu ára afmælis Kópavogskaupstaðar halda Bridsfé- lag Kópavogs og Sparisjóður Kópa- vogs opið mót í tvímenningi (Michell) 14. október nk. í Félagsheimili Kópa- vogs, annarri hæð. Verðlaun fyrir fyrsta sætið eru 80 þúsund kr., 50 þúsund fyrir annað sætið og 20 þúsund kr. fyrir þriðja sætið auk fjölda aukaverðlauna. Þátt- tökugjald er 5.000 kr. fyrir parið. Skráning er hjá Bridssambandinu í síma 587-9360 eða Þorsteini Berg í síma 554-0648. Vinnusími Þorsteins er 564-3044. Spilamennskan hefst kl. 10 og eru spilalok áætluð kl. 20. Fimmtudagskvöldið 21. september hófst þriggja kvölda hausttvímenning- ur með þátttöku 22 para. Efstu pör fyrsta kvöldið urðu: N/S-riðiil RagnarJónsson-ÞórðurBjömsson 301 Þrösturlngimarsson - Erlendur Jónsson 285 A/V-riðill Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánsson 308 Gunnar B. Kjartansson - Valdimar Sveinsson 305 Elín Jóhannsdóttir - Hertha Þorsteinsdóttir 295 LAUNAKERFI Frá kr. 14.940. gl KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrnpflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Þú getur unnið og á morgun og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.