Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AKUREYRI Utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþing SÞ Bindandi sáttmála gegn mengun hafsins Reuter HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra ávarpar allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna í New York á mánudag. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra mælti með gerð bindandi alþjóðasamnings um varnir gegn mengun heimshafanna er hann ávarpaði allsheijarþing Samein- uðu þjóðanna, sem var sett í New York á mánudag. Ráðherrann lýsti jafnframt stuðningi Islands við að Þýzkaland og Japan fengju fast sæti í Öryggisráði SÞ. Alvarleg áhrif á byggðir í sumum heimshlutum Halldór vék að því í ræðu sinni að mengun hafanna gæti haft al- varleg áhrif á byggðir í sumum heimshlutum, ekki sízt samfélög frumbyggja. Mengun vegna lífrænna efna- sambanda væri sérstakt áhyggju- efni heilla þjóðfélaga, sem byggðu afkomu sína á nýtingu lifandi auð- linda sjávarins. „ísland er staðfastlega þeirrar skoðunar að þessari ógn verði að- eins mætt með alþjóðlegum og lagalega bindandi sáttmála, svip- uðum þeim, sem spoma á gegn loftslagsbreytingum og eyðingu ózonlagsins," sagði utanríkisráð- herra. „Af þessum sökum leggur ríkisstjórn mín sérstaka áherzlu á ráðstefnuna um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum, sem halda á í Washington síðar á þessu ári, og hvetur aðildarríkin til að taka virkan þátt í ráðstefn- unni.“ Allar tegundir verði nýttar Halldór benti á að sjávarauð- lindir gætu átt ríkan þátt í að tryggja nægt framboð matvæla í heimi, þar sem fólki fjölgaði hratt. Hins vegar væri áhyggjuefni að í nýlegri skýrslu Matvælastofnun- ar SÞ kæmi fram að 70% hefð- bundinna fiskstofna væru full- nýttir, ofveiddir, eyddir eða að ná sér eftir rányrkju. „Ljóst er að eftirspurn þjóða heims eftir matvælum úr sjónum verður ekki fullnægt á komandi árum nema með ábyrgri fiskvernd og fisk- veiðistjórnun,“ sagði Halldór. „Við ættum ævinlega að líta á vistfræði hafsins sem heild og nýta allar tegundir þessarar víð- áttumiklu en viðkvæmu auðlindar með sjálfbærum hætti.“ Ráðherra sagði að í þessu ljósi væri niðurstaða úthafsveiðiráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna engan veginn síðasta'orðið um fiskveiði- stjómun. Stuðningur við Þýzka- land og Japan Halldór Ásgrímsson sagði ís- lenzk stjórnvöld hlynnt því að stækka Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Fjölga ætti bæði þeim aðildarríkjum, sem ættu þar fast sæti, og hinum, sem skiptast á. „í þessu sambandi vil ég lýsa stuðningi ríkisstjórnar minnar við fasta aðild Þýzkalands og Japans að Öryggisráðinu,“ sagði Halldór. Sérslátta forsetamyntar uppseld hjá Seðlabankanum Aðeins tvö þúsund eintök eru eftir ÞRJIJ þúsund eintök af sérunninni gljásláttu minnispeninganna þriggja sem Seðlabanki Islands gaf út í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldis- ins eru nú uppseld. Enn er hins vegar óseld um 2.000 eintök af venjulegri sláttu myntarinnar að andvirði rúmlega 10 milljóna króna. Stefán Þórarinsson starfsmannastjóri Seðla- banka segir eintökin 2.000 sem eftir eru vera verðmæta eign og um margt góða fjárfestingu, enda sé í þeim góðmálmur og hafi silfurverð farið hækkandi seinustu mán- uði. Aukast gð verðgildi „Ut af fyrir sig gerir þessi at- riði peningana eftirsóknarverða, en einnig má benda á öruggt má telja að samskonar minnispening- ar verði gefnir út í framtíðinni með forsetum lýðveldisins. Pen- ingarnir hafa því ótvírætt söfnun- argildi og eru því eigulega eign sem eykst að verðgildi með árun- um,“ segir Stefán. „Ég því ekki von á öðru en þessi 2.000 eintök verði fljót að fara.“ Minnispeningarnir þrír eru úr 925/1.000 silfur, 39 millimetrar í þvermál og hver þeirra 30 gi-ömm að þyngd. Þeir eru gjaldgengir, 1.000 krónur að nafnvirði og var upplag takmarkað við 7.000 af hveijum peningi, þar af 3.000 í sérunninni gljásláttu. Fimm þúsund sett eru nú seld en tvö þúsund eftir eins og áður sagði. Upphaflega átti upplagið að vera tak- markað við 9.000 af hveijum peningi en vegna viðbragða erlendis frá var ákveðið að takmarka upp- lagið við 7.000 eintök að sögn Stefáns. Ánægja með sölu Hann segir langstærst- an hluta myntarinnar hafa selst hér heima og sé sérstök ánægja með góða sölu á sérslátt- unni. Ágóði af sölu myntarinnar renn- ur í Þjóðhátíðarsjóð sem stofnaður var árið 1977 yil þess að stuðla að vernd þjóðlegra menningar- minja. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Bjargað úr sjónum SJÓMENN á Akureyri tóku í sem m.a. var æfð björgun úr gær þátt í námskeið í Sæbjörgu, sjó, en Sæbjörg hefur verið í slysavarnaskóla sjómanna þar Eyjafirði síðustu daga. Tíu ára út- gáfa dagblaðs STARFSFÓLK Dags fagnaði því í gær að tíu ár eru liðin frá því blaðið var gert að dagblaði. Dagur er eina dagblaðið sem gefið er út á landsbyggðinni. Mun lengra er síðan útgáfa blaðsins hófst en fyrsta tölublaðið kom út 12. febr- úar árið 1918. 5,5 milljónir í hagnað „Útgáfa Dags hefur vissulega ekki alltaf verið auðveldur róður, það þekkja lesendur blaðsins," skrifar Óskar Þór Halldórsson rit- stjóri í afmælisblaðið í gær. „í tvígang á liðnum sex árum hefur Dagsprent hf. sem gefur Dag út fengið heimild til greiðslustöðvun- ar en í bæði skiptin hefur fyrirtæk- ið staðið erfiðleikana af sér. í harð- ar aðhaldsaðgerðir var ráðist á liðnu ári og hafa þær skilað tilætl- uðum árangri. Fyrstu sex mánuði þessa árs var fyrirtækið rekið með 5,5 milljóna króna hagnaði. Þessi rekstrarbati sýnir að fyrirtækið er á réttri leið, styrkari fjárhagur er forsenda þess að unnt sé að bæta útfáfuna og efla.“ Fyrir tíu árum voru starfsmenn blaðsins 34 að tölu en nú eru þeir 27. Ritstjórinn orðar það svo í grein sinni að Dagur hafi verið eins konar „blaðamannauppeldis- stöð“ fyrir aðra fjölmiðla, en bróð- urpartur þeirra blaðamanna sem brautina ruddu fyrir tíu árum eru nú starfandi á öðfUm ijölmiðlum, einungis Ingibjörg Magnúsdóttir blaðamaður á Húsavík hefur starf- að hjá Degi frá því útgáfa dag- blaðs hófst. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Gert við Glerárstíflu Djákni á mömmu- morgni VALGERÐUR Valgarðsdótt- ir djákni flytur fyrirlestur á „Mömmumorgni" í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í dag, miðvikudaginn 27. sept- ember en hann stendur frá kl. 10 til 12. UNNIÐ er að viðhaldi stíflunnar í Glerá, en hún var hluti af Glerár- stöð sem var fyrsta virkjun Raf- veitu Akureyrar. Stíflan var byggð árið 1921 og stöðin tekin í notkun ári síðar. Allnokkuð er síðan raf- stöðin var rifin, en stíflan var end- urbyggð fyrir um tíu árum. Svanbjörn Sigurðsson rafveitu- stjóri sagði að stíflan þjónaði því hlutverki nú að hindra malar- og sandburð úr Glerár niður á eyrarn- ar við ósa hennar og væri lónið tæmt árlega. „Það mæðir mikið á stíflunni óg því þarf að huga reglu- lega að viðhaldi hennar,“ sagði Svanbjörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.