Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKOLABÍÓ SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. IMDián/I 1 STÓRBORGINNI Frábær gamanmynd sem fer nú sigurför um heiminn um Verðbréfasala í París kemst að því að hann á stálpaðan son í regnskógum Amazón. Sýnd kl. 5 og 7. MrMúL NÆST: TEMTATION OF A MONK 100 sVnfngar fyrlr 100 ár EIN AF síðustu myndunum sem teknar voru af Bítlunum saman. Fornleifafræðingar EINS OG kunnugt er komu hinir eftirlifandi Bítlar, Paui McCartney, George Harrison og Ringo Starr, saman nýlega og tóku upp tvö „ný“ lög Bítilsins látna, Johns Lennons. Upptökurnar fóru fram í hinu víð- fræga Abbey Road-hljóðveri í Lond- on og McCartney segir að þeim hafi liðið eins og fomleifafræðing- um þar sem þeir grúskuðu í gömlum upptökum frá Bítlatímabilinu (1962-1970). Þeir fundu lag eftir George Harrison, sem hafði verið týnt í þrjátíu ár, „You Know What To Do“, í ómerktu hylki. „Þetta er ekki meðal bestu laga Harrisons, en vel þess virði að hlusta á núna,“ segir McCartney. Áður en upptökur hófust lét George Martin upptökustjóri fjar- lægja nýtísku upptökutæki að and- virði 80 milljarða króna og setja í staðinn upptökutæki frá sjöunda áratugnum. Einnig létu þeir félag- arnir endurbyggja upprunalega Abbey Road-hljóðverið. Gömlu ræs- ispípunum var jafnvel komið aftur á sinn stað, enda höfðu þær endur- varpað hljóðinu í klefanum og gefið honum sinn sérstaka hljóm. Harrison, McCartney og Starr fóru í gegnum yfir 800 snældur í hirslum EMI og völdu áður óútgef- in lög á þijá geisladiska sem koma út á næstunni. Sá fyrsti kemur út í nóvember, um leið og sýnd verður þriggja þátta, tíu klukkustunda heimildamynd um Bítlana í banda- rísku og bresku sjónvarpi. Geoff Emerick, sem vann með Bítlunum á sínum tíma, var himinlifandi með endurfundina. „Við höfðum ekki hist í 25 ár og skyndilega vorum við að vinna saman á ný. Gömlu töfrarnir birt- ust um leið.“ George Martin var líka ánægður. „Ég hafði vissulega gleymt laginu „Leave My Kitten Alone“, seni er mjög gott. Það er þokkalega vel þekkt þar sem það hefur verið gefið út ólöglega, en ég hafði ekki heyrt það í mörg ár.“ Námskeið fyrir þá sem vilja lengra: NítímaForritun VisualBasic er kjaminn í nútima forritun i gluggaumhverfi. Enginn sem á annað borð viil nýta tölvuna og forritin betur geúir verið án þekkingar á VisualBasic! 36 klst námskeið, kr. 44.900,- stgr. Námskeið á fimmtudögum og laugardögum ■ Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuráðgjot • námskeið • utgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 hk 95092_________Raðgrciðslur Euro/VISA | VATNAVEROLD stúlkunnar sem geymir leyndarmálið. GUÐRÚN Þórðardóttir, Soffía Vagnsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og Ágúst Helgason. Morgunblaðið/Þorkell NÖFNURNAR Guðrún Haraldsdóttir og Guðrún Bragadóttir lásu leikskrána vandlega. EIRÍKUR Örn Arnarsson, Sveinn Einarsson, Þóra Kristjánsdóttir og Þórdís Kristmundsdóttir. Mesta bleyju- og bleyjubuxnaúrvalið ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 - S. 551 2136 mCMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu Þrek og tár frumsýnd LEIKRITIÐ Þrek og tár var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. Höfundur er Olafur Haukur Símonarson og leikstjóri Þórhallur Sigurðs- son. Leikritið fjallar um fjöl- skyldu og líf hennar á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Ekki var annað að sjá á frum- sýningargestum en þeim hafi líkað sýningin vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.