Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fréttamyndir FRÉTTALJÓSMYND ársins 1994 er eftir James Nachtway og sýnir mann sem Hútúar misþyrmdu í Rúanda. VERK eftir Helgu. Sýningu Helgu að ljúka M YNDLIST ARSÝNIN GU Helgu Sigurðardóttur sem hún nefnir „Ný sýn“ lýkur á föstu- daginn. Helga hefur í mörg ár unnið að gerð esoterískra mynda og haldið margar einka- sýningar. Hún kallar list sína „List sálarinnar" þar sem myndir hennar hreyfa oft við týúpsæi þess sem skoðar og þær eru allar unnar í gegn um hug- leiðslu og innri tengingu. Sýningin er á matstofunni A næstu grösum, Laugavegi 20b, og er opin miðvikudag, fimmtu- dag og föstudag kl. 11.30-14 og 17-22. MYNPOST Kr i nglan FRÉTTALJÓSMYNDIR Verðlaunamyndir World Press Photo. Til 1. október. Aðgangur ókeypis. FRÉTT ALJ ÓSMYNDIR víðs- vegar að úr heiminum'hafa síð- ustu daga blasað við þeim sem lagt hafa leið sína í Kringluna. Þarna eru komnar verðlauna- myndir World Press Photo-sam- keppninnar frá síðastliðnu ári. Að þessu sinni sendu tæplega 3.000 ljósmyndarar frá 97 löndum inn um 30.000 myndir. Þeim var skipt niður í efnisflokka og verðlaun veitt í hverjum þeirra. Þetta mun hafa verið í 40. skipti sem keppn- in er haldin. Að þessu sinni hefur dómnefnd- in annaðhvort staðið sig óvenju- lega vel eða myndirnar almennt verið betri en oft áður; gæði ljós- myndanna eru meiri og margar eftirminnilegar. Sem fyrr beinist athyglin að stórum fréttaatburð- um, svo sem átökum á Haití, í Tsjetsjníju og Rúanda, en þau sjónarhorn Ijósmyndaranna sem hér birtast eru iðulega persónuleg og þeir hafa sett sig inn í málin í vönduðum myndröðum. Þá eru ekki síður áhugaverðar myndir af daglegu lífi fólks sem býr langt utan óróasvæða og margar þeirra koma til með að lifa lengur en myndir sem sýna fréttatengda at- burði. Áherslan hefur greinilega verið lögð á að verðlauna ljós- myndir gæðanna vegna, ekki vegna mikilvægis atburðanna sem þær sýna. Þá eru svarthvítar ljós- myndir mun meira áberandi en oft áður, en þær-vilja verða tímalaus- ari og áhrifaríkari en fréttamyndir í lit. Svarthvítar myndir bjóða upp á meiri dramatík í ljósi og skugg- um og sterkari form, á meðan lit- myndirnar virðast frekar einnota og fölna hratt. Að öðrum ljósmyndurum ólöstuðum koma James Nachtway, Anthony Suau og Larry Towell sterkast út á sýningunni. Nacht- way á ljósmynd ársins, áhrifamik- ið portrett af Hútúmanni í Rú- anda, sem misþyrmt var með gaddavír, og myndröð úr flótta- mannabúðum í Zaire þar sem kól- erufaraldur geisar. Suau myndaði einnig í flóttamannabúðum og síð- an kveður við annan tón í mynd- röð hans af landbúnaði í Búlgaríu, en fyrir hana vann hann flokkinn; sem kenndur er við daglegt líf. I öðru sæti í honum varð myndröð Towells, af fjölskyldu hans í Kanada; mjög sterk sería. Allar þessar ljósmyndir eru svarthvítar. Sigurvegarinn í flokki stakra fréttamynda, sem sýnir er þjófur er grýttur á Haiti, er litmynd eins og þær verða bestar; mikil hreyf- ing og sterk form sem litimir byggja upp að hluta. Fleiri áhrifa- ríkar myndir frá Haiti eru einnig sýndar, sem og frá Rúanda og Tsjetsníju. Myndröð af heimilis- lausum bömum í Brasilíu er at- hyglisverð, önnur af uppstoppuð- um dýrum í París, sem og af rann- sókn á eldgíg í Eþíópíu. Þá er íþróttamynd ársins, af danska landsliðsmarkverðinum í knatt- spyrnu, með þeim bestu sem sést hafa úr þeirri íþróttagrein. Sýningin er sett upp á göngum Kringlunnar og er einstaklega sundurlaus þar og illa frá henni gengið. Myndirnar eru á stöndum hér og þar, á báðum hæðum, og samhengið milli myndraða og flokka iðulega rofið. Myndirnar sjálfar era stórar en undarlega illa prentaðar og kornin í þeim óskýr. Deila má um þá ákvörðun að sýna þessar myndir í verslunarhúsnæði og víst fór betur um sýningarnar í Listasafni ASÍ hér áður fyrr. Hins vegar er kosturinn við stað- setninguna sá að margir leggja leið sína í Kringluna og sjá þá sumt af því besta sem fréttaljós- myndarar vora að fást við á síð- asta ári. Enginn íslenskur fréttaljós- myndari sendi myndir í keppnina að þessu sinni, og mörg ár eru síðan íslensk mynd komst inn á sýninguna. íslenskir ljósmyndarar eiga þó ekki að láta deigan síga, heldur taka þátt. Því þótt íslensk stjórnmálabarátta hljóti ekki náð fyrir augum erlendrar dómnefndar þá birtast hér af og til mannlífs- myndir og portrett sem ættu fylli- lega skilið að hanga við hlið þess- ara erlendu í Kringlunni. Einar Falur Ingólfsson ísland í svarthvítu VEGUR 87, nærri Mývatni, eftir Marco Paoluzzo. BÓKMENNTIR Ljósmyndir ÍSLAND eftir Marco Paoluzzo. 73 svarthvítar jjósmyndir. Formáli eftir Illuga Jök- ulsson. Flashback Publication, 1995. 4.995 kr. FLESTIR ljósmyndarar sem vinna út frá íslensku landslagi kjósa að gera það í lit og skiptir þá litlu hvort þeir séu heimamenn eða útlendingar. Það kom því ánægjulega á óvart að fá í hendur þessa myndarlegu bók með svart- hvítum myndum af landinu. Marco Paoluzzo er svissneskur, stundar iðnaðarljósmyndun í heimalandi sínu og hefur auk þess unnið fyrir kunn tímarit. Þessar íslandsmynd- ir tók hann á árunum 1991 til 1994. í bókinni era á áttunda tug ljós- mynda og eru þær teknar með stórformatsvélum. Sjónarhorn Pa- oluzzos er oft á tíðum rómantískt, með gufuslæddum fossum, slétt- um vötnum og brimsorfnum fjör- um. Hann beinir linsunni gjarnan að auðninni, hefur þá dauðan fugl, bein eða hríslur í forgranni og síð- an breiða sandarnir úr sér. Það eru hreinar myndir formrænt séð, en lítil áhætta tekin í myndbygg- ingu. Svo era þarna aðrar myndir sem minna á bandarískan módern- isma frá fyrri hluta aldarinnar, þar sem Paoluzzi fer nær fyrirmynd- unum, tekur fyrir form í kirkjum, tönkum, röram og slíku, og era þær mun áhugaverðari. Paoluzzi hrífst greinilega af andstæðum í landslagi, leik ljóss um hraun og kletta og vatns um sand. Birtan er oft falleg í þessum ljósmyndum en myndirnar kunn- uglegar og nokkuð um endurtekn- ingar. Umhverfi Jökulsárlóns fær þannig dijúga athygli, er veralega rómantískt, en í bókinni er stað- hæft að staðurinn sá sé „hinn dulúðugasti á landinu." Einungis einni mannveru bregður fyrir á síðum bókarinnar, í einfaldri og sterkri Flateyjarmynd, en ljós- myndaranum tekst annars best upp þegar hann beinir linsum sín- um að manngerðum hlutum í landslaginu. Það geta verið hita- veitupípur eða verksmiðja í Reykjavík. Ein sterkasta opna bókarinnar sýnir annars vegar hringveginn við Núpsstað og svo gamlan bíl við kirkjugarðinn á Hvammstanga. Þar leika myndirn- ar saman og vekja hugrenninga- tengsl; bókarformið er nýtt til að vekja spurningar og styrkja stakar myndir. Ein skrýtnasta ljósmynd bókarinnar, og um leið sú áhuga- verðasta, er panórama frá Heima- ey, af bílum í annars auðri götu milli fiskverkunarhúsa. í henni er einhver óræð spenna og hlutföllin óvenjuleg. Þessi íslandsbók Marco Pa- oluzzos er ákaflega fallega unnin. Hönnunin er stílhrein en það er prentunin sem á mest hrós skilið. Það er alltof sjaldgæft að sjá svart- hvítar ljósmyndir unnar jafn vel og hér; svart verður kolsvart og allur grátónaskalinn nýtur sín vel. íslenskir prentarar gætu lært margt af þessari bók. Einar Falur Ingólfsson Teiknimyndasam- keppni Thorvaldsens- félagsins Besta myndin ájólamerki í VOR efndi Thorvaldsensfélagið til teiknimyndasamkeppni meðal barna í tilefni af 120 ára afmæli sínu 19. nóvember 1995. Besta myndin verð- ur notuð á jólamerki félagsins í ár. Myndir eftir alia þátttakendur verða sýndar á sögusýningu Thorvalds- ensfélagsins í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 7. og 8. október næstkom- andi. Þátttaka miðaðist við böm fædd árið 1982 og síðar. Alls bárust 152 myndir í samkeppnina. Dómnefnd var skipuð Bergijótu Ingvarsdóttur, myndmenntakennara, Sigurgeiri Siguijónssyni ljósmyndara og Þresti Magnússyni teiknara. Niðurstöður dómnefndar urðu þessar: 1. verðlaun Jens Sigurðsson Reykholti. 2. verðlaun Andrés Ólafs- son Reykholti, Bergur Siguijónsson Seltjarnarnesi, Elísa Snorradóttir Reykholti, Pálína Sjöfn Þórarins- dóttir Borgamesi og Unnur Malín Sigurðardóttir Reykjavík. Thorvaldsensfélagið hvetur þátt- takendur, aðstandendur og almenn- ing til að koma og sjá þessa sýningu. ----------» ♦ ♦----- Austurrísk myndlist SÝNING sjö austurrískra myndlist- armanna verður opnuð í Nýlista- safninu í dag kl. 20.30. Þeir eiga það allir sammerkt að takast á við spurninguna um stöðu listamanns- ins og listaverksins nú í lok 20. ald- arinnar. I tengslum við opnunina munu þrír myndlistarmannanna, þau Wolfgang Pavlik, Ingeborg Strobl og Josef Trattner, halda fyrirlestur um verkin, austurríska myndlist og svara fyrirspumum. Auk þeirra eiga verk á sýningunni Erwin Bohatsch, Hans Weigand, Erich Praschak og Erwin Wurm. Sýningin er opin daglega frá kl. 14 til 18 og lýkur 15. október. Finnland á Evrópu- korti í 500 ár FINNLAND og ísland eiga margt sameiginlegt, einnig á sviði kortagerðar. Það sýnir kortasýningin „Finnland á Évr- ópukorti í 500 ár“ í Þjóðarbók- hlöðunni. Forseti Finnlands, Martti Ahtisaari, opnaði sýning- una í gær. Kortasýningin rekur hvernig þessi tvö lönd birtust framan af í óljósri mynd á útjaðri hins þekkta heims. Á heimskortinu í dómkirkjunni í Hereford frá lok- um 13. aldar er sýndur skíðamað- ur sem stendur nærri ystu rönd veraldar. Það er talin elsta mynd af Finnum. Á prentuðu korti sést Finnland í fyrsta sinn árið 1493. Á þessu sama korti eftir Hartman Schedel birtist ísland einnig. Þetta er sömuleiðis fyrsta kortið þar sem Norðurlönd era sýnd sem hluti af Evrópu. Prentuð kort miðluðu mennt- uðum Evrópumönnum smám saman aukinni vitneskju um lönd okkar. Margir frægir kortagerð- armenn eiga sinn þátt í þessari sýningu. Þar sést að kort eftir Ptolemaios (90-168) frá Alex- andríu, einn af lærdómsmönnum hellenska tímans, vora uppgötv- uð á ný í upphafi 15. aldar. Carta Marina eftir Olaus Magnus í Svíþjóð, sem kom út í Feneyjum 1539, lagði góðan grunn að þekkingu á Norðurlöndum. Þetta er stórt kort, prentað sem vegg- kort á níu folío-arkir. Það er ríkulega myndskreytt og sýnir byggð, atvinnuhætti, dýralíf og aðra auðlegð í löndum okkar. Sýningin gerir grein fyrir auknum áhuga Evrópumanna á Norðurlöndum. Kortagerðar- menn hagnýttu sér sífellt ná- kvæmari upplýsingar frá sjófar- endum og vora oft landkönnuðir sjálfír. Finnar verða þjóð með æ skýrari einkennum, frá því að vera fjarlægt landssvæði á hjara veraldar. Sýningin er í Þjóðarbókhlöðu til 26. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.