Morgunblaðið - 29.09.1995, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Áformað að fresta gildistöku laga um bætur til þolenda afbrota
Liður í spamaði
dómsmálaráðuneytis
Loftf er ðasamningur
milli Islendinga og
Kanadamanna
Flugleiðir
hefja áætl-
unarflug til
Halifax
NÝR loftferðasamningur íslend-
inga og Kanadamanna opnar
möguleika Flugleiða til fiugs til
Halifax og Montreal í Kanada. Ein-
ar Sigurðsson blaðafulltrúi segir
að áætlunarflug til Halifax í Nova
Scotia hefjist í maí. Ekki hefur
verið tekin ákvörðun um flug til
Montreal.
Einar sagði að loftferðasamning-
urinn myndaði grundvöll fyrir flug
til Halifax í maí á næsta ári. „Við
fljúgum Boeing 737-400 vélum
okkar til að byija með tvisvar sinn-
um í viku til Halifax,“ sagði Einar
og tók fram að flugið tæki um fjór-
ar klukkustundir. „Engin áform eru
enn uppi um að nýta heimild til
flugs til Montreal.“
Markaður í Evrópu
Einar sagði að flugið yrði skipu-
lagt með þeim hætti að farþegar
úr Evrópuflugi gætu haldið áfram
til Halifax um þremur til fjórum
stundarfjórðungum eftir komuna
hingað seinnipartinn. „Undir kvöld
er komið til Halifax. Þar snýr vélin
við og flýgur í næturflugi til baka
í sams konar flugi og í Ameríku-
fluginu," sagði hann. Hann sagði
að því næði markaðssvæðið yfir
alla Evrópu. Ferðum til og frá Skot-
landi verður íjölgað með tilliti til
Halifax-flugsins.
Boston er annar nýr áfangastað-
ur Flugleiða á næsta ári. Einar
sagði að áætlanir gerðu ráð fyrir
60.000 farþegum til og frá Boston
og Halifax á ári. Hann sagði að
fyrir dyrum stæði að ráða flugmenn
og ráðnar yrðu flugfreyjur eftir
áramót vegna ýmissa verkefna.
INDRIÐI H. Þorláksson, skrifstofu-
stjóri í íjármálaráðuneytinu, segir að
það hafi enga þýðingu gagnvart
ráðuneytinu þótt siglingamálastjóri
segi það liggja ljóst fyrir að sam-
kvæmt lögum um skráningu skipa
séu flotkvíar fljótandi för, en inn-
flutningur á skipum er undanþeginn
virðisaukaskatti.
„Við metum skattskylduna alveg
óháð því hvað Siglingamálastofnun
telur að eigi að skrá eða ekki skrá.
Það er engin tilvísun eða tengsl þar
á milli í sjálfu sér. Þetta snýst ekki
um endanlega skattbyrði hvers aðila,
heldur hvort þetta kemur sem skatt-
ur og innskattur eins og venjan er í
flestöllum ijárfestingum og í öðru
lagi munum við líta til þess að sama
gildi fyrir alla,“ segir hann.
40 milljóna króna
virðisaukaskattur
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu hefur ágreiningur
verið uppi milli forsvarsmanna Ak-
ureyrarbæjar og fjármálaráðuneyt-
isins um hvort greiða beri virðisauka-
skatt af kaupverði nýrrar flotkvíar
Akureyrarhafnar, en hann nemur um
40 milljónum króna. Hafa forsvars-
menn Akureyrarbæjar lagt inn beiðni
hjá Siglingamálastofnun um skipa-
skráningu flotkvíarinnar, en þeir
telja hana flokkast undir fljótandi far
og því beri samkvæmt lögum ekki
að greiða af henni virðisaukaskatt.
Siglingamálastjóri telur að sam-
kvæmt lögum um skráningu skipa
beri að skrá flotkvína sem fljótandi
far og hið sama eigi við um nýja
flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar
í Hafnarfirði, en eigendur hennar
hafa greitt fullan virðisaukaskatt af
henni.
Aðspurður um hvort það sé rangt
að fljótandi för eigi að vera undan-
Reyndist
vera föru-
fálki
FUGLINN sem skipverjar á
Hafrafellinu komu með til lands-
ins eftir að hann gerði sig heima-
kominn um borð i skipinu um 250
sjómílur suður af Hvarfi nýlega
reyndist vera förufálki, en fuglar
af þessari tegund hafa að sögn
Ævars Petersen fuglafræðings
aðeins 4-5 sinnum flækst hingað
til lands svo vitað sé.
Ævar sagði að í sumum þeim
tilfellum hefðu fuglarnir komið
frá Grænlandi og þá flækst hing-
að á leið sinni til N-Ameríku.
Farþegi Hafrafellsins var
fluttur á Náttúrufræðistofnun í
fyrradag og dvelur hann nú þar
í besta yfirlæti. Að sögn Ævars
var hann orðinn nokkuð magur
en hann hefur tekið vel við æti
og braggast vel. Verður fuglinn
merktur og honum síðan sleppt.
þegin virðisaukaskatti sagði Indriði
H. Þorláksson í samtali við Morgun-
blaðið að spuming væri hvernig túlka
bæri viðkomandi lagaákvæði.
„Það sem kannski er villandi í
þessu er að menn tala um þetta eins
og það sé afgerandi fyrir endanlega
skattskyldu eða ekki. Málið er það
að starfsemi eins og t.d. vöruflutn-
ingar með skipum er skattskyld, en
það að skip eru undanþegin virðis-
ÁFORMAÐ er að fresta gildistöku
laga um greiðslu bóta til þolenda
afbrota sem samþykkt voru á Al-
þingi nú í vor. Er þetta liður í sparn-
aðaraðgerðum dómsmálaráðuneytis
vegna fjárlaga næsta árs.
Umrædd lög eiga að taka gildi
1. janúar 1996 og ná jafnframt til
afbrota sem framin voru eftir 1.
janúar 1993. Að sögn Ólafs Walth-
ers Stefánssonar skrifstofustjóra
dómsmálaráðuneytis er gert ráð
fyrir að flutt verði frumvarp á Al-
þingi í tengslum við fjárlagafrum-
varpið, sem m.a. gerir ráð fyrir að
gildistöku þessara laga verði frest-
að.
Áætlað var að lögin myndu hafa
um 60 milljóna króna útgjöld í för
aukaskatti hefur engin endanleg
Ahrif vegna þess að ef virðisauka-
skattur er innheimtur af þessu þá
kemur hann til endurgreiðslu sem
innskattur hjá fyrirtækinu. Hvað
varðar flotkvína í Hafnarfirði þá selja
þeir þjónustu sína með virðisauka-
skatti eins og þeim ber, og þegar
þeir gera þann skatt upp þá draga
þeir innskattinn af fjárfestingunni
frá,“ sagði Indriði.
með sér á næsta ári en fjármála-
ráðuneytið hefur áætlað að árleg
útgjöld verði á bilinu 20-50 milljón-
ir króna.
Ekki fengust upplýsingar um hve
lengi ætti að fresta gildistöku lag-
anna og hvaða áhrif það hefði á
afturvirkni bótaréttarins, sem lögin
gera ráð fyrir. Ólafur Walther vís-
aði í því sambandi í fjárlagafrum-
varpið sem lagt verður fram á Al-
þingi á mánudaginn.
Lágmarkstjón 10 þúsund
Lögin gera ráð fyrir að ríkissjóð-
ur greiði bætur vegna líkamstjóns,
miskabætur og bætur vegna tjóns
á fatnaði og öðrum persónulegum
munum sem verða vegna h'kamsár-
Hann sagði að ef flotkvíamar
væru undanþegnar virðisaukaskatti
eins og skip þá myndi engu að síður
þurfa að borga virðisaukaskatt af
starfseminni, en hins vegar fengist
innskatturinn ekki til frádráttar á
móti. Þegar upp væri staðið kæmi
þetta því út á eitt hjá eigendum flotk-
víanna.
Ekki spurningin um endan-
lega skattskyldu
„Þetta er því ekki spurningin um
endanlega skattskyldu heldur er
þessi regla varðandi skip og loftför
kannski fyrst og fremst vegna þess
að þarna er um svo stóra fjárfesting-
arliði að ræða, þannig að það að
borga skattinn af þessu þýðir mikla
fjárbindingu hjá þessum aðilum þar
til innskatturinn skilar sér. Ef þeir
á Akureyri borga skattinn eins og
við teljum að þeir eigi að gera, þá
þýðir það að þeir eigi lika að borga
virðisaukaskatt af þjónustunni sem
þeir selja, en það þurfa þeir að gera
hvort sem er, og þá fengju þeir þetta
á móti,“ sagði Indriði.
Hann sagði jafnframt að fyrir utan
það að meta hvort flotkví teljist vera
fljótandi far eða ekki þá muni ráðu-
neytið líta til þess að sambærilegar
reglur gildi milli aðila sem eru í sam-
keppni. í Hafnarfirði sé um að ræða
ginkaaðila sem selji þjónustu sína
með virðisaukaskatti og fái innskatt-
inn borinn upp eins og atvinnufyrir-
tæki gera, og flotkví Akureyrarhafn-
ar beri að meta með tilliti til þess
að Akureyrarhöfn sé hvorki betur
eða verr sett heldur en sá aðili sem
átt er í samkeppni við. Hann sagði
að þar sem svo stutt væri síðan er-
indi um málið hefði borist frá for-
svarsmönnum Akureyrarbæjar hefði
því ekki enn verið svarað en það
yrði gert mjög fljótlega.
ásar. Leiði árás til dauða greiði rík-
issjóður bætur vegna útfararkostn-
aðar og bætur vegna missis fram-
færanda. Ríkissjóður getur á móti
gert kröfu á hendur tjónvaldi sem
nemur fjárhæð bótanna, en bætur
á að greiða þótt ekki sé vitað hver
tjónvaldurinn er, hann finnist ekki
eða sé ósakhæfur.
Lágmarksupphæð tjóns sem er
bætt er 10 þúsund krónur sam-
kvæmt lögunum. Hámarksbætur
fyrir muni eru 500 þúsund krónur,
hámarksbætur fyrir líkamstjón 5
milljónir króna og hámarksmiska-
bætur 1 milljón króna. Fyrir missi
framfæranda eru hámarksbætur 3
milljónir króna.
Formaður Starfs-
mannafélags
Hafnarfjarðar
Launa-
kerfið
ónýtt
MIKIL almenn óánægja er meðal
félaga í Starfsmannafélagi Hafn-
arfjarðar með uppsögn bæjaryfir-
valda á sérkjörum, að sögn Áma
Sigurðssonar formanns Starfs-
mannafélagsins, en þessar upp-
sagnir á sérkjörum ná til um þriðj-
ungs félagsmanna eða um 100 af
300. Að auki ná uppsagnir sérkjara
til einhverra félagsmanna í Leik-
skólakennarafélagi íslands, verka-
mannafélaginu Hlíf og Verkstjóra-
félagi Hafnarfjarðar.
Félagar í Starfsmannafélaginu
funduðu með lögfræðingi Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja
vegna þessa í gær og sagði Ámi
að það væri mat Starfsmannafé-
lagsins að uppsögn á sérkjörum
jafngilti uppsögn ráðningarsamn- i
ings þar sem sérkjörin væm svo j
ríkur þáttur heildarkjara viðkom-
andi starfsmanna.
Nær ekki bara til yfirmanna
Árni sagði að það væri ekki rétt
að uppsögn sérkjara næði bara til
yfirmanna, sem væm 15-20 manns,
heldur næði þetta til fólks í öllum
stjómunarlögum. Sérkjömm er sagt
upp miðað við 1. október og taka
uppsagnimar gildi um áramót. '
Jafnframt er boðið upp á viðræður j
við þá aðila sem málið snertir.
Árni sagði að launakerfi bæjarins
væri í rauninni ónýtt. Yfirmenn
væru með lág grunnlaun og væri
til viðbótar ákvörðuð föst eftir-
vinna. Það þýddi að þeir misstu
mikils í lífeyrisréttindum, þar sem
ekki væri greitt af eftirvinnu í líf-
eyrissjóði bæjarstarfsmanna. „Lág )
gmnnlaun yfírmanna em þá riotuð
til þess að halda öllu launakerfinu
niðri sem slíku. Það er mjög erfitt I
að færa til,“ sagði Árni.
Hann sagði að Starfsmannafé-
lagið hefði ítrekað boðið upp á við-
ræður um að ræða launakerfið sem
slíkt. Til dæmis væri ekki samhengi
milli stjórnunarábyrgðar og annars,
tæknihópar væm mjög lágt metnir
og fjöldi annarra atriða í launakerf-
inu væri ekki rökréttur, auk þess j
sem grunnlaun væru alltof lág. „Eg j
hef ekki orðið var við áhuga á að
nálgast mál út frá þessum sjónar-
rniðurn," sagði hann.
Morgunblaðið/Ásdís
FÉLAGAR í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar áttu í gær fund
með lögfræðingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um upp-
sagnir bæjaryfirvalda á sérkjörum.
Skattskylda flotkvía metin óháð því hvort þær eru skráðar sem fljótandi för
Hið sama
á að gilda
fyrir alla