Morgunblaðið - 29.09.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 21
FRÉTTIR: EVRÓPA
Helmut Schmidt
gagnrýnir
seðlabankann
Bonn. Reuter.
HELMUT Schmidt, fyrrum kanslari
Þýskalands, skrifar grein í tímaritið
Die Zeit í gær þar sem hann gagn-
rýnir þýska seðlabankann harðlega
fyrir afstöðuna til peningalegs sam-
runa Evrópuríkja (EMU). Sakar
Schmidt seðlabankann um peninga-
lega þjóðernisstefnu.
Schmidt, sem gegndi embætti
kanslara á árunum 1974-1982, seg-
ir í greininni að sameiginlegi gjald-
miðillinn sé fyrst og fremst pólitískt
má 1 og nauðsynleg forsenda frekari
samruna ESB-ríkjanna.
Hans Tietmeyer, bankastjóri
seðlabankans, hefur verið einn helsti
talsmaður þess að ströng skilyrði
verði sett fyrir sameiginlegum
gjaldmiðli.
„Sumir herramenn eru fyrir löngu
búnir að venjast því að reyna að
kippa fótunum jafnt sálfræðilega
sem pólitískt undan peningalega
samrunanum," segir Schmidt.
Sakar hann seðlabankann um að
vera á móti EMU vegna þess að
hann óttist að önnur stofnun muni
taka yfir þau völd, sem seðlabankinn
hefur í dag. Því kyndi hann nú und-
ir peningalegri þjóðernishyggju með
efnahagslegum rökum og lýðskrumi.
Markið allsráðandi
Schmidt spáir því að ef ekki verði
af EMU muni ESB breytast í frí-
verslunarsvæði, þýski seðlabankinn
og þýska peningakerfið verði alis-
ráðandi í Evrópu innan skamms og
það muni leiða til að önnur ríki taki
höndum saman gegn Þýskalandi.
Horst Köhler, aðstoðarráðherra í
fjármálaráðuneytinu, sem var samn-
ingamaðúr þýsku stjórnarinnar í
Maastricht, sagði Schmidt ýkja í
grein sinni. Hann sagðist telja víst
að Frökkum, Dönum og Bretum
myndi takast að uppfylla hin ströngu
skilyrði sem einungis Þjóðveijar og
Lúxemborgarar uppfylla í dag.
Ef fallið yrði frá EMU gæti það
að hans mati haft slæm áhrif á þýsk-
an iðnað vegna of mikils kostnaðar.
Reuter
EMU-reglum ekki breytt
HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka-
lands, sagði í ræðu á þingi Evr-
ópuráðsins í gær að það væri „
ekki sanngjarnt" að ætla að herða
skilyrði fyrir þátttöku Evrópu-
sambandsríkja í Efnahags- og
mjntbandalagi Evrópu (EMU).
„Eg skil ekki þessar umræður um
tímaáætlun EMU,“ sagði Kohl. „í
[Maastrichtjsamningnuin eru
mjög skýrar dagsetningar. EMU
mun ganga í gildi þegar hinum
efnahagslegu skilyrðum hefur
verið fullnægt. Þau eru í samn-
ingum lika. Það er ekki sann-
gjarnt að vilja breyta skilyrðun-
um nú. Þjóðverjar munu ekki
samþykkja það.“
Kohl hvatti til þess að ríki ESB
héldu áfram á braut efnahagslegs
og pólitísks samruna, „Við höfum
val á milli þess að sameina Evrópu
og að sitja aðgerðalaus og biða,“
sagði hann. „Eg tel ekki að tæki-
færið til að sameina Evrópu komi
aftur í fyrirsjáanlegri framtíð ef
við spilum því út úr höndunum á
okkur nú.“
ESA samþykkir
norska ríkisstyrki
til skipasmíða
EFTIRLITSSTOFNUN EFTA
(ESA) hefur ákveðið að gera ekki
athugasemdir við styrki norskra
stjórnvalda til skipasmíða. Stofnunin
telur styrkina vera innan þeirra
marka, sem tilskipun Evrópusam-
bandsins (90/684/EBE) kveður á
um, en tilskipunin var tekin upp í
samninginn um Evrópska efnahags-
svæðið 1. maí síðastliðinn.
Skipasmíðaiðnaður í Noregi fær
þrenns konar ríkisstyrki. í fyrsta
lagi eru svokallaðir „styrkir til skipa-
smíða, nýsmíða og breytinga", í öðru
lagi tryggingar, sem veittar eru af
Tryggingastofnun útflutningslána
og í þriðja lagi „tryggingar til skipa-
smíða“.
Fyrstnefndu styrkirnir eru veittir
til smíða eða endurbóta á skipum,
sem eru að minnsta kosti 100
brúttórúmlestir, og til meiriháttar
breytinga á skipum, sem eru a.m.k.
1.000 brl. Styrkir þessir verða veitt-
ir til verkefna, sem samið er um
fram til ársloka og eru alls um tíu
milljarðar íslenzkra króna tii ráð-
stöfunar.
Samrýmist EES-samningnum
ESA hafði áður ákveðið að ríkis-
styrkir til smíða lítilla skipa og breyt-
inga, þar sem andvirði samninga
væri undir 850 milljónum króna,
mætti ekki vera hærra en 4,5% af
smíðaverði. Fyrir dýrari skip mætti
styrkurinn vera 9%. Styrkir Norð-
manna eru taldir uppfylla þessi skil-
yrði og önnur, sem tilskipun ESB
kveður á um.
Byrjaðu
að skafa
og þú getur unnið
2milljónir
strax
„Happ í Hendi" hjá Henrnia hefst
Skafðu fyrst, horfðu svo
í Sjónvarpinu, föstudaginn 6. október.
Þar eru líka miiljónir í spilinu,
og fjöldi spennandi x
aukavinninga.
Landsýn