Morgunblaðið - 29.09.1995, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ILO-ráðstefnan
í Póllandi
Endimörk-
um velferð-
arinnar náð
Varsjá. Reuter.
RÁÐSTEFNU ILO, Alþjóðavinnu-
málastofnunarinnar, lauk í Varsjá í
Póllandi í fyrradag og voru fulltrúar
ríkisstjórna, vinnuveitenda og verka-
lýðsfélaga sammála um, að hugsan-
lega hefði velferðarkerfið náð endi-
mörkum sínum í núverandi mynd.
Meiri ágreiningur var þó um hvernig
við því skyldi brugðist.
Einna mestur ágreiningur var um
hugmyndir um að hækka lífeyrisald-
ur til að létta byrðamar á sjóðunum
og voru fulltrúar verkalýðsfélaga í
Vestur-Evrópu almennt andvígir
þeim. Það kann þó að reynast óhjá-
kvæmilegt í Austur-Evrópu þar sem
lífeyrisaldur er verulega lægri en
vestar í álfunni.
í lokaályktun ráðstefnunnar
sagði, að ljóst væri, að breytingar á
félagslega kerfinu væru óhjákvæmi-
legar. Það þyrfti í framtíðinni að
reiða sig á fleira en ríkið eitt, þar á
meðal á tryggingar eða samninga,
sem gerðir væru á vegum einstakl-
inga og fyrirtækja.
Arfberamir
skrásettir
VÍSINDAMÖNNUM hefur tekist
að skrásetja þrjá fjórðu hluta af
arfberum (genum) mannsins, auk
þess sem þeir hafa skilgreint
hvert hlutverk 10.000 arfbera er.
Þetta kom fram í vísindaritinu
Nature en þar var jafnframt birt
teikning yfir svokölluð erfða-
mengi, það er þau gen sem fel-
ast í kjarna tvílitna frumna. Von-
ast vísindamennirnir til þess að
skrásetningunni verði lokið ári
2005.
Þeir rannsökuðu um 350.000
arfbera og komust að því að
stærstur hlutinn, rúmur fjórð-
ungur, varðaði heilann. Næst á
eftir komu legkakan, lifrin, hvít
blóðkorn, lungu, fóstur, bijóst
og hjarta.
Segja vísindamennimir rann-
sóknir á arfberum geta leitt til
þess að lækning finnist við sjúk-
dómum á borð við krabbamein
og Alzheimer. Þar til það gerist
sé hins vegar full ástæða til að
hafa áhyggjur af því hvemig þær
upplýsingar sem nú liggja fyrir,
verði notaðar. Flestar uppgöt-
vanir á arfberunum er nú hægt
að nálgast á veraldarvef alnets-
ins en nokkrir vísindamenn hafa
þó sótt um einkaleyfi á uppgötv-
unum sínum.
3K AS!
«, «51
P«NC»Í*«
KWSNSV ».n*
MftKlSi TOSWÍ MI7
æwawvís i
<jvmm t-Mi
»,»Í0
wm9«»íM.Mro
ivm n,5*i
iMOOTmiM. «us
Ttssue
SKÍtSm UO&CU:
1,»11
Reuter
Landnemar og Palestínumenn mótmæla friðarsamningi
Hamas segja Ara-
fat hafa haft betur
Allsherj arverkfall boðað á Vesturbakka o g
„undirritun“ landnema í Jerúsalem
Beirút, Jerúsalem, Deheisheh. Reuter.
YASSER Arafat, leiðtogi frelsis-
samtaka Palestínumanna, PLO,
hafði betur í átökunum við and-
stæðinga friðarsamninga PLO og
ísraelsmanna, að mati fulltrúa
íslömsku samtakanna Hamas í
Líbanon. Sagði hann að Hamas
hefði aðeins tekist að tefja fyrir
friðarferlinu en ekki eyðileggja
það. ísraelskir landnemar og Pal-
estínumenn mótmæltu undirritun
friðarsamnings PLO og ísraela í
gær. Gyðingar efndu til eigin
„undirritunar“ en Palestínumenn
boðuðuðu til allsheijarverkfalls á
Vesturbakkanum.
„Þegar allt kemur til alls, hafði
Arafat betur en andstæðingar
hans,“ sagði Mustapha al-
Liddawi, fulltrúi Hamas. „Friðar-
samningurinn er tákn um alþjóða-
vilja og mun ekki fara út um þúf-
ur á næstu árum... Hann er mun
öflugri en við en við þurfum þó
ekki að missa alla von... Hernaðar-
aðgerðir okkar geta hindrað
hann.“
Liddawi sagði að andstæðingum
friðarsamningsins sem gerður var
árið 1993 hefði mistekist þar sem
þeir hefðu ekki sameinast um að-
gerðir gegn honum.
Boðað til allsherjarverkfalls
Hamas og Jihad-samtökin boð-
uðu í gær til allsheijarverkfalls á
Vesturbakkanum. Voni verslanir
og skólar lokaðir í borginni Hebr-
on, þar sem ísraelskir hermenn
verða eftir til að vemda um 400
ísraelska landnema, þrátt fyrir að
þeir verði fluttir á brott frá öðrum
borgum og bæjum á Vesturbakk-
anum.
„Þessi friðarsamningur veitir
enga möguleika á friði á svæð-
inu,“ sagði Alaa Saftawi, ritstjóri
al-Istiklal. „Hann mun leiða' til
aukins ofbeldis og barátta Palest-
ínumanna á Vesturbakkanum mun
halda áfram.“
Palestínumenn rifu í gær niður
hluta girðingar, sem ísraelar
SAMNINGUR ÍSRAELA OG PLO
Samningur ísraela og PLO
um stækkun sjálfstjórnarsvæóa
Palestínumanna kveóur á um
aö ísraelar flytji her-
menn sína frá stærstum
hluta Vesturbakkans
Bandaríkjamenn vona einnig
aö samningurinn greiði fyrir
allsherjarsamkomulagi um
friö í þessum heimshluta
• f fyrsta áfanga brottflutningsins fara
ísraelsku hermennirnir frá sex af sjö
borgum Vesturbakkans og 450 þorpum
á sex mánuöum. 22 dögum síðar veröur
efnt til kosninga á svæöinu.
• Alþjóðlegt.gæslulið verður um tíma í
Hebron og ísraelar halda rétti sínum til
að vernda 400 gyöinga sem búa þar
meðal 100.000 araba
• ísraelskir hermenn halda áfram að
tryggja öryggi byggða gyöinga á Vestur-
bakkanum. Þeir hafa ennfremur eftirlit
með vegum sem gyðingarnir fara um
• (samningnum er kveðiö á um að margir
af þúsundum palestínskra fanga í
ísraelskum fangelsum verði látnir lausir
• Samið verður um framtfð Jerúsalem,
byggða gyöinga og palestínskra
flóttamanna í viðræöum sem hefjast
ekki síöar en i maí á næsta ári.
ISRAEL 4»'
höfðu reist umhverfis flótta-
mannabúðir á Vesturbakkanum,
til að mótmæla undirritun friðar-
samkomulagsins í Washington.
Beittu ísraelskir hermenn táragasi
og skutu í loft upp til að dreifa
mannfjöldanum en ekki er vitað
til þess að neinn hafi særst.
„Dagur hörmunga“
Þúsundir ísraelskra landnemar
efndu til mótmæla í Hebron.
Kváðust þeir telja sam-
‘ komulagðið sem undir-
ritað var í gær vera afar
slæmt. Það bryti í bága
við orð spámannanna í ________
biblíunni. Réðust þeir
að stjórnvöldum fyrir að gefa upp
á bátinn drauminn um „Stór-ísra-
el“, heimkynni gyðinga, sem þeir
51% hlynnt
friðarsam-
komulagi
segja ná yfir Vesturbakkann.
vÞetta er dagur hörmunga fyrir.
Israel. [Stjórnvöld] skilja okkur
eftir upp á náð og miskunn
araba,“ sagði ungur landnemi.
Að sögn Palestínumanna réðust
landnemarnir á hús og bifreiðar
Palestínumanna.
í Jerúsalem stóðu gyðingar fyr-
ir eigin „undirritun" þar sem þeir
hétu trúnaði við drauminn um
Stór-ísrael og hétu því að gefa
-------- landsvæðin ekki eftir.
Samkvæmt skoðana-
könnun sem birt var í
ísraelsku dagblaði, er
________ 51% ísraela fylgjandi
friðarsamkomulaginu,
47% eru því andvíg og 2% gáfu
ekki upp afstöðu sína.
Viðamikil leit að meintum tilræðismanni nálægt Lyon
Reuter
FRANSKIR lögreglamenn umkringja svæði í skógi skammt frá
Lyon þar sem viðamikil leit var gerð að Alsírbúa sem er grunað-
ur um sprengjutilræði.'
Gjörólíkar lýsing-
ar á O. J. Simpson
„Gangandi tímasprengja“ eða fórnarlamb?
Los Angeles. Reuter.
Alsír-
búi um-
kringdur
Lyon, París. Reuter.
HUNDRUÐ franskra lögreglu-
manna umkringdu svæði í skógi
vestan við borgina Lyon í gær
vegna leitar að Alsírbúa, sem er á
flótta undan lögreglunni og grunað-
ur um aðild að nokkrum sprengjutil-
ræðum sem hafa kostað sjö manns
lífíð og sært um 130.
„Lögreglumennirnir hafa lokað
svæðinu svo maðurinn komist ekki
undan,“ sagði lögreglumaður á
staðnum. Hundum og þyrlum var
beitt við leitina að Khaled Keikal,
sem lögreglan hafði leitað að í
nokkrar vikur. Fingraför hans fund-
ust á sprengju sem fannst við járn-
braut norðan við Lyon í síðasta
mánuði.
Leitin hófst á miðvikudag eftir
að þrír meintir samstarfsmenn
Kelkais voru handteknir í skógin-
um. Kelkal gakk þá lögreglunni úr
greipum.
Mennimir voru handteknir eftir
að maður, sem var að tína sveppi,
skýrði tveimur sérsveitarmönnum
frá því að hann hefði séð tvo sof-
andi menn í skóginum. Þegar sér-
sveitarmennimir komu að mönnun-
um og báðu þá um skilríki hóf ann-
ar þeirra skothríð. Sérsveitarmenn-
imir skutu á móti og særðu mann-
inn. Hann var síðan fluttur á sjúkra-
hús ! Lyon með þyrlu og hann er
sagður á batavegi eftir aðgerð. Vopn
fundust á svæðinu, meðal annars
vélbyssa og tvær haglabyssur.
Lögreglan fann síðan þijá menn
í bíl sem reyndu að flýja. Tveir
þeirra voru handteknir en sá þriðji,
Khaled Kelkal, komst undan.
EFTIR þriggja daga lokaræður sak-
sóknara og veijenda í réttarhöldun-
um yfir O.J. Simpson stendur kvið-
dómurinn frammi fyrir tveimur gjör-
ólíkum lýsingum á sakborningnum.
Saksóknararnir lýsa O.J Simpson
sem bráðum manni, „gangandi tíma-
sprengju", en veijendurnir segja
hann saklaust fómarlamb viðamikils
samsæris lögreglunnar. Lýsingarnar
eru svo óiíkar að nokkrir fréttaskýr-
endur hafa furðað sig á að þeir skuli
vera að tala um sama manninn.
Fórnarlamb kynþáttahaturs?
Saksóknarinn Chris Darden lýsti
Simpson sem manni með „stuttan
kveikiþráð“ sem brynni þar til hann
spryngi í taumlausu morðæði. Hann
hefði myrt Nicole Brown Simpson,
fyrrverandi eiginkonu sína, „til að
hefna sín á henni“ og Ronald Gold-
nian, vin hennar, „vegna þess að
hann var fyrir“.
Johnnie Cochran, aðalveijandi
Simpsons, hóf lokaræðu sína á mið-
vikudag með því að lýsa viðamiklu
samsæri lögreglunnar um að koma
sök á saklausan blökkumann. Aðal-
maðurinn í þessu meinta samsæri
er lögreglumaðurinn Mark Fuhr-
man, sem Cochran lýsti Sem „lygn-
um meinsærismanni og kynþátta-
hatara" sem hefði lengi haft ímu-
gust á blökkumanninum fræga.
Fuhrman kvaðst hafa fundið blóð-
ugan hanska á heimili Simpsons, en
Cochran sakaði hann um að ljúga
því einnig og að hafa sjálfur komið
hanskanum þar fyrir.
Cocíiran sakaði annan lögreglu-
mann, Phillip Vanatter, um að hafa
borið ljúgvitni til að koma sök á
Simpson og sagði hann hafa hellt
úr smáfiösku með blóði sakbornings-
ins á sönnunargögn.