Morgunblaðið - 29.09.1995, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ
24 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995
LISTIR
Sir Thomas Maria
Beecham Callas
*
Abak
við ópera-
tjöldin
HEIMUR óperunnar er ekki síður
skrautlegur á bak við tjöldin en á
sviðinu. Ný bók eftir Bretann
Stephen Brook afhjúpar þetta en
þar er rakin þriggja alda saga
óperusýninga og fólksins sem tók
þátt i þeim. Bókin nefnist Opera:
A Penguin Anthology og uppfull
af sögum úr óperunni.
Ein þeirra segir af stjórnandan-
uin Sir Thomas Beecham sem
stýrði uppfærslunni á Don Gio-
vanni í Mexíkó í heimsstyijöldinni
síðari. Illa gekk að finna bassa-
söngvara til að fara með hlutverk
Commendatore. Sá eini sem til
greina kom sat um þessar mundir
á bak við lás og slá, dæmdur fyr-
ir morðið á eiginkonu sinni og
elskhuga hennar. Hann fékk engu
að síður hlutverkið en í lokaþætt-
inum þar sem hann Iiggur „liðið
lík“ á sviðinu, krafðist söngvarinn
þess að vera borinn út, þar sem
tengdafaðir hans hefði svarið þess
dýran eið að myrða hann og því
vildi hann ekki liggja á sviðinu i
skotfæri.
Skapsmunir óperusöngvara
hafa oft orðið tilefni frásagna og
var Maria Callas þar engin undan-
tekning. Eitt sinn mátti engu
muna að hún yrði ákærð fyrir
manndráp er verið var að setja
Tosca upp í Brasilíu. Er þarlendur
leikhússljóri vogaði sér að gagn-
rýna hana, réðist hún að honum
með blekbyttu úr bronsi og sló
hann svo fast að hann mátti tejj-
ast heppinn að halda lifi.
Þá má ekki gleyma söngkon-
unni sem fór með hlutverk Carm-
enar í uppfærslu árið 1886. Hún
var í hefndarhug gagnvart mót-
söngvara sínum og er hann var
um það bil að syngja hæstu nót-
urnar sem vanalega slógu í gegn
hjá áhorfendum, hljóp hún að hon-
um og faðmaði hann þéttingsfast.
Hann reiddist svo mjög að hann
reyndi að hrinda henni ofan í
hljómsveitargryfjuna en hún hélt
sér í jakka hahs, svo fast.að allar
tölurnar rifnuðu af honum. Áhorf-
endur, sem töldu átökin hluta upp-
færslunnar, fögnuðu ákafar en
nokkru sinni.
Ástarleikir
í Perú
e
Aldagömul myndlist frá Perú gaf Þóroddi
Bjamasyni innblástur á göngu hans um
Kjarvalsstaði þegar hann velti henni og verk-
um Kjarvals, Kristínar Gunnlaugsdóttur og
kvenkyns vídeólistamanna fyrir sér.
RAUÐUR liturinn í bakgrunni gefur myndum
Kristínar Gunnlaugsdóttur sérstakan blæ.
EG í nútímanum sting mér
allt aftur fyrir Kristsburð
og 32 öldum betur og feta
mig frá Perú þess tíma
að myndlist Kristínar og Kjarvals,
að videólist og aftur að Kristínu sem
lokar hringnum með tilvísunum sín-
um í guðlega návist og heilagt and-
rúmsloft.
Leirmunimir frá Perú eru allir
sýndir undir glerhjálmi og fljótlega
fer maður að hugsa hvar mörkin
milli listar og fornleifa liggja, ef þar
eru mörk, og hvort minjasöfn og
listasöfn séu eitt og hið sama. Hve-
nær verður list að minjum og öfugt.
Ég hafði þessar vangaveltur með
mér á sýningarröltinu.
Ástarleikir á matarborðinu
Á vegg við innganginn að Perú-
salnum er stór tafla sem sýnir tíma-
tal og staði tengda mununum. Taflan
stendur fyrir sínu sem sjálfstætt
listaverk í nútímanum. Andrúmsloft-
ið í salnum er fomt en þó ekki
drungalegt enda Perúmenn þessa
tíma sjálfsagt giaðlyndir og listræn-
ir. Munimir eru allir nytjahlutir með
skreyti og skúlptúrum áföstum. Goð-
sögulegar myndir, menn, dýr og geo-
metrískt skreyti er meðal myndefna.
Ósjálfrátt leiðir maður hugann að
því hvort notagildi hlutarins hafi ein-
ungis verið yfirskin fyrir listræna
tjáningu því notkunarmöguleikinn
hverfur í skuggann af margvíslegu
og fallegu skrautinu. Vasarnir sem
eru af nokkrum stærðum og gerðum
eru sérstakir að því leyti að þeir eru
margir með tveimur stútum og eru
þá annaðhvort báðir stútarnir not-
hæfir eða þá að annar er einungis
höggmynd.
Ástarleikir hafa verið þeim í Perú
yrkisefni rétt eins og listamönnum
nútímans og má t.d. sjá par í ástar-
leik á leirkönnu og á annarri slíkri
eru stútarnir orðnir :að limum í fullri
reisn. Gaman væri sjá siíka fijósem-
isaukandi gripi inni á matarborði
okkar fijálslyndra nútímamanna.
Rautt og svart eru sterktáknrænir
litir og. hafa fylgt trúariðkun mann-
anna í gegnúm tíðina hvort sem um-
gott eða illt er þar að ræða. Sköpuð
hefur verið heillandi umgjörð, með
þessum litum í bakgrunni, undir sýn-
ingu Kristínar Gunnlaugsdóttur þó
dagsbirtan þröngvi sér inn á milli
flekanna og hristi upp í andrúmsloft-
inu. Hún hefur numið helgimynda-
gerð og notfærir sér þá kunnáttu í
eigin myndheimi sem er geistlegur
með syndlausum vérum, saklausum
skepnum og ávöxtum jarðar.
Form mynda hennar eru eins
margvísleg og þær eru margar. Allt
frá því að vera hnöttótt og kringlótt
að férköntuðu látlausu formi. Kímnin
er tifandi undir niðri og hjálpa þar
veraldlegir titlar sumra myndanna
til. Mynd af fljúgandi mönnum með
vængjuð tippi virkaði undarlega á
karlkyns blaðamann sem gekk í ann-
arlegu hugarástandi yfir í faðm
NYTJAHLUTUR frá Perú sem
sennilega hefur verið notaður
við frjósemisathafnir á tímabil-
inu 400 f.Kr. - 400 e.Kr.
MÁLVERK á gylltum
hnetti. Mannverur og
fiðrildi á flögri.
Kjarvals sem heilsaði á svarthvítum
myndum í yfírstærð áður en gengið
er í sal hans.
Kjarval átti sín mótunarár á
spennandi tíma í listasögunni. Á sýn-
ingunni má sjá að Kjarval hefur á
þessum árum leitað víða fyrir sér og
tekur áhrif héðan og þaðan. Matisse
gæti t.d. átt eitthvað í mynd hans
frá 1918, Jónsmessunótt, sem fékk
misjafnar móttökur hér heima þegar
hún var sýnd fyrst. Æsku- og skóla-
verk Kjarvals eru þarna og sýna að
hann fæddist ekki fullkominn en þó
má strax sjá persónulegan Stíl hans
í hestamynd frá 1901. Kjarval hefur
látið sig þjóðfélagsmál varða og sést
ádeilukenndur tónn í myndum eins
og Eldur orðsins og Menningin brenn-
ur. Greinilega sígilt viðfangsefni.
Ymsar skissur, skrif, krot og tillögur
eru í glerkassa við innganginn og er
manni þar gefið færi á að nálgast
persónu hans enn frekar og kannski
meira en hann sjálfur hefði viljað.
Eftir mótunarárin settist blaða-
maður í ellefu sæta bíó með tveimur
vídeóskjám og horfði á brot af tíu
tíma dagskrá með efni eftir 21 kven-
kyns listamann unnu á tímabilinu
1970-1975.
Ég náði að sjá brot úr verki Shirl-
ey Clarke, „The TeePee Video Space
Toupe“. Það var hrátt og svart/hvítt
með tilheyrandi truflunum og skaki
enda Shirley þekkt fyrir að taka
myndavélina með sér hvert sem hún
fór og myndaði þá vini sína og sjálfa
sig og upplifanir og ævintýri sem
hentu í daglega lífinu. í myndbánd-
inu berst maður með henni m.a. inn
í húspartý Johns Lennons og konu
hans Yoko Ono.
Róninn og ballerínan er verk eftir
Elenor Antin sem birtir okkur fyrr-
nefndar persónur ræða um líf sitt
og drauma í og við lestarvagn í New
York. Undarleg fimmtíu og einnar
mínútu stemning og of löng fyrir
undirritaðan að sinni sem þurfti að
hverfa á braut en leit við í myrkvað-
an sal Kristínar Gunnlaugsdóttur á
leiðinni út og sá að dagsbirtan sem
slapp inn gaf verkunum enn aðra
vídd og jafnheilaga.
Krístallar í textílverkum
LIST OG HONNUN
Ráóhús Reykjavíkur
TÉXTÍLAR
XX — TEK. Opið rúmhelga daga frá
8-19. Laugardaga og sunnudaga
12-18. Til 4 október. Aðgangur
ókeypis.
KRISTALLAR eru furður náttúr-
unnar og hversu margbrotnir fagrir
og -stórfenglegir þeir kunna að vera,
er það einungis jarðbundinn og klár
hreinleikans virkt sem við blasir.
Leikur frumforma og ljósbrigða er i
hámarki og birtast auganu í undur- ■
samlegu fjölbreytni, sem er jafnt
langt frá því að skara nokkra tegund
væmni og verða má.
Og eins og myndlistarmenn leita
til grunnformanna í gerð burðar-
grinda verka sinna, hafa lögmál
kristalla um mismunandi byggingu
fasts efnis úr einni móðurkviku, hin
svonefnda kristaldiffrun, sem leiðir
til myndunar mismunandi bergteg-
unda, sitthvað að opinbera þeim. Og
það hafa þeir sömuleiðis hagnýtt sér
á ýmsa vegu.
Eitt skilvirkt dæmi þess má sjá í
fjölþættri gerð textíla þýðverska list-
hópsins XX-TEX í gryfju Ráðhúss-
ins, en meðlimir hans eiga sér það
sameiginlegt að vera heillaðir af feg-
urð myndskreytinga í bókum um
kristallafræði og lætur hughreyfast
af þeim í eigin listsköpun, eins og
það heitir. Jafnframt segir í kynn-
ingu í skrá, að margir meðlimir hóps-
ins hafi fyrst komist í kynni við þessa
fræðigrein, eftir að hafa gengið í
hópinn. Þeir sækja fyrirmyndir sínar
i vísindaleg likön, annaðhvort vegna
sérstaks myndræns aðdráttarafls eða
vegna þess að þeir sjá samhengi
milli efnisins og raunveruleikans.
Það er þannig út frá hinum sér-
stöku lögmálum kristallanna sem
listamennirnir ganga í vinnu sinni,
og til að undirstrika það, eru til sýn-
is ýmsar tegundir kristalla í gler-
skáp, svo sem kalsit, kvars og stil-
bit, og hefur Herbert Jón Hjörleifs-
son frá Teigarhorni við Berufjörð
lánað steinana.
Það eru 17 meðlimir listahópsins,
sem taka þátt í sýningunni sem ís-
Ienzkur heimilisiðnaður, Félagið
Germania, Goethe stofnunin og
þýska sendiráðið standa að. Nokkrir
þeirra eru á staðnum og sýna hin
ýmsu vinnubrögð sem gengið er
útfrá. Fróðlegt er að uppgötva, að
einrii fatagrind úr stáli hefur verið
breytt í vefstól, sem sýnir hvað hægt
er að gera ef hugkvæmnin er með í
leiknum og varðar veginn.
Vinnubrögðin eru ákaflega fjöl-
breytileg og jafnframt virðist mennt-
unin að baki þeirra einnig hafa mis-
mikið umfang og helst er ég á því
að sumir séu mikið til sjálflærðir,
fyrir utan sjálft handverkið.
Tilfinningin fyrir útfrá hveiju er
gengið er einnig mjög frábrugðin frá
einum listamanni til annars, jafnvel
einu verki til annars hjá sama lista-
manni, en er þó af hinu góða að
ekki er um staðiað ferli að ræða og
hugarfluginu gefinn laus taumurinn.
KARIN Steffens: „Hafblátt11.
Að ekki þurfi flókinn bakgrunn
og fyrirferðarmikla vefstóla í gerð
listaverka eru öll verk Gudrun Borch
til vitnis um, því að með einni saum-
nál hefur hún töfrað ffam ótal blæ-
brigði sem á stundum virðast meira
skynjuð en áþreifanleg. Öll verk
hennar eru mjög í samræmi við
stefnumörkin, því hún framkallar
ímyndanir ljósbrota og kristalla á
myndfleti og gerir það á einfaldan
og persónulegan máta. Á annan en
afmarkaðri hátt nær Barbel Grúnew-
ald einkennum kristalla og byggingu
þeirra, og verk hennar „Bláa glugga-
tjaldið" (88) er með þeim hrifmeiri
á sýningunni. Hrifmikið er einnig vel
upp byggt verk Juttu Briehn; „Mog-
anite“ (3), en annað verk hennar er
hins vegar mun formlausara. Hið
sama kemur fram hjá Ello Haas, sem
á einna flest verk á sýningunni og
eru verkin „Tehús í fuglafjarvídd"
(41), „Gjöf“ (81) og „Vindmyllur"
(96) ákaflega vel útfærð í formi og
lit, en flest hin mun daufari. Tær-
leiki kristalla endurspeglast svo
greinilegast í verki Karin Steffens
„Hafblátt" (114), þar sem form og
litrænn stígandi undirstrikar rökrétt
ferli teningsforma og jafnframt
byggingu kristalskerfísins. Gert á
þann veg að það er eins og hugtakið
„kristalstært" öðlist nýjar víddir.
Vert er að vísa til þess hve mikill
lærdómur sýningin er öllum þeim
sem eru i grunnnámi i myndmennt
og öllum þeim sem sem hafa áhuga
á efnistengdum og jarðbundnum at-
riðum í gerð myndverka. Sýningar-
skráin er ekki nægilega skilvirk og
langt frá því að vera í samræmi við
sjálfa framkvæmdina, t.d. vantar öll
ártöl og upplýsingar um sýnendur,
en segja má að að fjölþættar athafn-
ir og kynningarstarfsemi í kringum
hana bæti það að nokkru upp.
Bragi Ásgeirsson
)
I
I
I
í
»
>
>
>
í
I
i
!
!
>
>
i
í
>