Morgunblaðið - 29.09.1995, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Jóhanna
Bogadóttir
sýnir
í Svíþjóð
NÚ stendur yfir í Konstens Hus
í Luleá í Svíþjóð sýning með
verkum átta norrænna mynd-
listarmanna. Sýning þessi er
aðalframlag Svía á norrænu
myndlistarári vegna 50 ára af-
mælis Norræna myndlistar-
bandalagsins og ber nafnið
„Nordisk Natur“ (Norræn nátt-
úra). Þátttakendur sýningar-
innar eru einn myndíistarmað-
ur frá hverju aðiídarlandi
bandalagsins og voru þeir vald-
ir af sænskri sýningarnefnd
sem í voru: Foíke Edwards frá
listasafninu í Gautaborg og
Agneta Gussander formaður
sænsku deildar norræna mynd-
listarbandalagsins.
Jóhönnu Bogadóttur var
boðin Jjátttaka í sýningunni
fyrir Islands hönd, frá Noregi
var Arvid Pettersen, Per
„DÝPT“ eftir Margréti
Salóme.
Hefðbundin
tréskurðar-
mynstur
í leir
MARGRÉT Salóme Gunnars-
dóttir leirlistakona heldur sína
fyrstu einkasýningu í Stöðla-
koti, Bókhlöðustíg 6, dagana
30. september til 15. október.
Margrét nam leirlist í
Myndlistaskólanum í Reykja-
vík og hélt síðan til fram-
haldsnáms í Saratoga í
Bandaríkjumim. Fljótlega eft-
ir að hún kom heim frá námi
vestanhafs settist hún i'Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands
og útskrifaðist þaðan úr leir-
listardeild árið 1988. Árið
1990 hlaut hún opinberan
hollenskan styrk til fram-
haldsnáms í Royal Academy
for Art and Design í s’ Her-
togenbocsh.
Náttúrulegir eiginleikar
Margrét hefur tekið þátt í
fjölda samsýninga hérlendis
og erlendis og í kynningu seg-
ir að „hún beitti náttúrulegum
eiginleikum leirsins á marg-
víslegan hátt til að ná fram
bæði grófum og fíngerðum
dráttum í listaverk sín“.
Á sýninguni í Stöðlakoti
eru sýnd verk sem skreytt eru
með gömlum íslenskum og
hefðbundnum mynstrum sem
finna má í tréútskurði í Þjóð-
minjasafni íslands. Um er að
ræða mjög stórar skálar,
kertastjaka og hljóðfæri úr
leir.
Sýningin er opin frá kl.
14-18 alla daga vikunnar.
Margrét Salóme rekur vinnu-
stofu og sýningarsal í Art
Hún, Stangarhyl 7 í Reykja-
vík.
JÓHANNA Bogadóttir við málverkið Höfuðskepnur.
Óþarfa umbúðir
um kaffispjall
Kirkeby frá Danmörku, Lavis
Strunke frá Svíþjóð, Annelise
Josefsen frá Samalandi, Liisa
Rautiainen frá Finnlandi,
Bárdur Jákupsson frá Færeyj-
um og Johan Scott frá Álands-
eyjum.
Upphaflega átti sýningin að
vera í Stokkhólmi í Liljevalchs
Konsthall, en þar sem Svíar
leitast nú við að dreifa menn-
ingarviðburðum um landið, þá
var hún sett upp í Luleá.
í sýningarskrá fjallar Ann-
Sofi Noring listfræðingur um
verk þátttakenda og segir þar
um verk Jóhönnu meðal annars
að „krafturinn í verkum hennar
sé ekki síðri en sá sem birtist í
íslenskri náttúru og að málverk
hennar séu eins og særingar,
að þar séu á ferð túlkanir mjög
meðvitaðs listamanns."
Síðan talar Ann-Sofi Noring
einnig um hreyfinguna í ís-
lenskri náttúru og ógnina sem
hún býr yfir og hvernig þetta
kemur fram í verkum Jóhönnu.
MYNPLIST
M o k k a
INNSETNING
Samsýning. Opið til 4. október. Að-
gangur ókeypis
LISTAMENN á öllum sviðum
hafa gjarna harmað hve listumræða
hér á landi sé lítil, smámunasöm
og yfirborðskennd. Vissulega er svo
hér sem annars staðar að sumir
fjölmiðiar sinna menningarumræð-
unni betur en aðrir, og sú umræða
sé meiri í vissum hópum en al-
mennt í þjóðfélaginu; þetta er tæp-
ast öðruvísi en annars staðar í heim-
inum, en hér er það væntanlega
smæð samfélagsins sem mestu
veldur fremur en áhugaleysi al-
mennings.
Áhugafólk um listir hefur þó
löngum verið fundvíst á félaga til
að spjalla við yfir kaffibolla, og frá
upphafi hefur Mokka-kaffi öðrum
stöðum. fremur verið miðstöð slíkra
umræðna. Það virðist því íjarri allri
skynsemi að ráðast í að setja upp
innsetningu á Mokka til að hvetja
ti! aukinnar listumræðu; eins mætti
bytja að flytja kartöfiur í
Þykkvabæinn eða kol til Newcastle,
svo vísað sé til kunnra orðtaka.
Þetta hafa fjórir ungir listamenn
engu að síður gert, og mun innsetn-
ingin standa fram yfir mánaðamót.
Þau Erling Klingenberg (Erling
Þór Valsson), Hekla Dögg, Hildur
Jónsdóttir og Valborg Salóme Ing-
ólfsdóttir (Valka) útskrifuðust öll
frá Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands vorið 1994, tvö frá málara-
deild og tvö frá fjöltæknideild; þrjú
þeirra voru síðasta vetur í fram-
haldsnámi í Þýskalandi og eitt í
Hollandi, en öll eiga þau að baki
nokkra þátttöku í samsýningum.
Innsetningin á Mokka er í eðli
sínu afar einföld. Sett hafa verið
upp heil skilrúm milli bása - líkt
og til að loka þá betur af - og
skilrúm að hluta milli sæta við lang-
vegg, til að að forða því að gestir
geti horft eða heyrt hver til ann-
ars; á veggjum eru ljósmyndir af
listafólkinu að taka í hönd einhvers
(e.t.v. að taka við hamingjuóskum
fyrir framtakið?) fyrir framan ein-
hvern kaffistaðinn í borginni. Ur
hátölurum berst loks lágvær kliður
samtala í hálfum hljóðum, líkt og
gjarna má heyra á kaffihúsum á
annatímum.
Tilgangurinn? Hann er óljós. í
sýningarskrá er aðeins að finna
uppskrift af stefnulausu hjali, þar
sem sýnendur hafa verið að tala
saman um allt og ekkert, skiptast
á skoðunum um listina, rifja upp
skóladagana - almennt kaffispjall
sem á sér hvorki upphaf né endi,
o g miðast við fjölda kaffibolla frem-
ur en tíma.
Yfirskrift sýningarinnar er „Stóri
bróðir" og er eina tilvísunin sem
eitthvað er hægt að miða við. Ge-
orge Orwell kom fram með „Stóra
bróður“ í sögu sinni „1984“, þar
sem ríkið réð yfir öllu, og valdhaf-
inn - Stóri bróðir - fylgdist með
öllu því sem þegnarnir hugsuðu og
tóku sér fyrir hendur. í eina tíð
voru ýmsir í alvöru hræddir um að
þróun nútímaþjóðfélags væri í þessa
átt - í kjölfar þess kerfis sem nú
er hrunið í Austur-Evrópu, og því
er „Stóri bróðir" enn lifandi tákn.
Með þetta í huga kann að vera
eðlilegt að skipa rými Mokka niður
í smærri hólf til að gefa þeim sem
vilja tækifæri til að tjá sig áhyggju-
iaust um listirnar, lífið og tilveruna,
eða hvað?
Það þarf varia mikla umhugsun
til að komast að þeirri niðurstöðu
að slík viðhorf eru handan marka
fáránleikans nú um stundir. í stað
orðtaksins „Stóri bróðir fylgist með“
væri réttara að segja „Stóra bróður
er ansk ... sama“, þvi valdhafar
samtímans hafa almennt iítinn
áhuga á eða áhyggjur af því sem
listamenn spjalla í sínum hópi; sú
tið er löngu iiðin að hlustað sé á lista-
menn með einhverri andakt. Það er
fremur eitt af helstu vandamálum
listumræðunnar í samtímanum að
listamenn telja sig enn verðskulda
einhveija virðingu frá samfélaginu
fyrir tilvist sína, á meðan samfélag-
ið lætur sér fátt um finnast,..
í ljósi þessa er þessi innsetning
með öllu óþarfur umbúnaður um
einfalt kaffispjall; „Stóri bróðir“ er
ekki að hlusta, og ef hann rekst inn
á Mokka er það til að fá sér góðan
kaffisopa fremur en til að hlera
annarra manna tal.
Eiríkur Þorláksson
Nýjar bækur
Stefnumót við
óendanleikann
ÚT er komin ljððabók-
in Syngjandi sólkerfi
eftir Magnúx Gezzon
og er þetta fímmta
Ijóðabók skáldsins.
Magnúx er meðal
annars þekktur fyrir
ljóðabókina Samlyndi
baðvörðurinn (Ástar-
ljóð), auk þess að vera
einn þriggja höfunda
að Tröllasögum sem
komu út 1991. Einnig
hefur hann skrifað
bókmenntagagnrýni
og þýtt úr erlendum
málum. Þar á meðal
eru þýðingar hans á
ljóðum hins kunna danska skálds,
Sörens Ulriks Thomsens.
í kynningu segir:
„Syngjandi sólkerfi er
stefnumót við óendan-
leikann í okkur öilum.
Hér birtast ljóð sem
höfða til allra og leiða
lesandann inn í heim
nýrra hugsana og til-
finninga. Magnúx
yrkir um stöðu okkar
í alheiminum. Ljóðin
eru ágeng og ástleit-
in.“
Kápumynd og ljós-
mynd af höfundi eru
eftir Xnúllu. Andblær
gefur út. Gutenberg
pren taði. Syngjan di
sólkerfi fæst í öllum helstu bóka-.
búðum og hjá höfundi.
Magnúx Gezzon
BÓKMENNTIR
Smásögur
KVÖLD í LJÓSTURNINUM
eftir Gyrði Eliasson. Málverk á kápu:
Sigurlaugur Eliasson. Myndskreyt-
ingar: Elías B. Halldórsson. Prentun
G.Ben-Edda. Mál og menning — 88
síður. 2.680 kr.
SKILIN milli draums og veru-
leika, lifenda og dauðra eru vart
greinanleg í skáldskap Gyrðis Elías-
sonar og þetta hefur fremur ágerst
heldur en hitt hjá honum.
Smásögur Gyrðis hafa ekki síst
höfðað til iesenda og er því ástæða
til að fagna þegar 22 nýjar sögur
bætast við frá hans hendi. Nýju
sögurnar eru reyndar svo samstæð-
ar, miðla svo líku andrúmi að líta
má á þær sem eitt verk.
Sagan Gamlar kvöldvökur er
dæmigerð fyrir sagnaheim Gyrðis,
þjóðsaga og nútimi renna saman í
eitt. Maðurinn með þykku bókina
og lukt í enni er afar dularfullur
svo ekki sé meira sagt. Þennan
mann niðursokkinn í lestur sjá veg-
farendur stundum á ferð um
Möðrudal. Svo leikur mönnum for-
vitni á að vita hvað maðurinn sé
að lesa og uppi eru ýmsar getgátur
um það.
Þegar fundir mannsins og sögu-
manns verða eru þeir hálf vand-
ræðalegir, enda hugsanlegt að mað-
Sendiboði
úr ljósinu
urinn sé „sendiboði úr
ljósinu handan myrk-
ursins". Verst er að
það gleymdist að
spyija manninn hvað
hann væri að lesa. „Að
hinu leytinu var ég þó
feginn að hafa stillt
mig um það“, .segir
sögumaður sem hefur
ekki farið um Möðrudal
síðan.
Ljóðræna og
hversdagsleiki
Hvernig sem menn
skilja þessa sögu eða
túlka er hún vel sögð.
Ljóðræna og ósköp venjuleg frá-
sögn skiptast á. Um háttemi undar-
lega mannsins segir: „Og luktar-
glampinn sveiflast af síðunum niður
í jarðdimmuna, og sumir telja sig
hafa séð orð hrökkva af bókarsíðun-
um og falla í moldarflag — en fátt
vex af haustsáningu".
Hversdagsleg lýsing er í eftirfar-
andi: „í fyrrahaust var ég einn á
ferð gegnum Möðrudal
að kvöldlági, komið
fram í lok september,
og ég ætlaði að dvelja
nokkra daga á Egils-
stöðum“.
Jarðtenging
/
Ekki aðeins þarna
er dæmi um hið stað-
bundna, hvernig Gyrð-
ir jarðtengir söguefnið
með staðarheitum.
Gyrðir byijar oft
sögur þannig að fyrsta
málsgreinin segir heil-
mikið um þær og birtir
andblæinn, er oft eins
konar leiðbeining fyrir lesandann.
„Erindi“ hefst til dæmis á þessum
orðum:
„Um kvöldið gekk gamla jarðar-
skáldið að reynitrjánum við húsið
sitt og blístraði Laufskálavaisinn."
„Milda ljós“ hefst svo: „Veðrið
svo gott í kvöld að mig langar til
að fara út að ganga áður en írska
myndin í sjónvarpinu byijar."
Gyrðir Elíasson
Þegar sögupersóna hjá Gyrði fer
út að kvöldlagi má reikna með að
eitthvað óvenjulegt gerist, ekki
reynist allt sem sýnist. Þessi saga
greinir frá vitum sem loga og líka
aflögðum vitum. En það skiptir
ekki höfuðmáli hve virkir vitarnir
eru, aðalefnið er í kolli sögumanns;
það eitt skiptir máli hvort lesandinn
hrífst með.
Ekki miklar breytingar
Ekki verður vart við að miklar
breytingar hafi orðið í ljósturni
skáldsins. Sögumar eru kunnugleg-
ar lesendum Gyrðis og ég held líka
að þær séu ágætur inngangur fyrir
nýja lesendur, ekki síst yngra fólk.
Gyrðir hefur tök á söguefnum
sínum. Meðal þess sem má velta
fyrir sér hvað varðar þessar nýju
sögur eru hin sjálfsögðu tengsl við
þjóðlegan fróðleik og alþýðlega frá-
sögn. Með einhveijum hætti eru
sögurnar líka vitnishurður um
myrkur: „Og um leið tekur að
dimma svo ört og sólin spinnur sig
niður af himninum einsog logabjart-
ur dordingull í ósýnilegum guðvefj-
arþræði." Þetta myrkur eða dimma
kemur stundum óvænt og fyrr en
lesandinn bjóst við.
Eins og heiti bókarinnar, Kvöld
í ljósturninum, vitnar um liggur
leið sögumanns jafnan til ljóssins.
Þótt vonarstjarnan sjáist ekki skín
hún samt.
Jóhann Hjálmarsson