Morgunblaðið - 29.09.1995, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 29
AÐSENDAR GREINAR
Fór Kjara-
dómur að lögum?
MIKIL umræða hefur verið und-
anfarið um úrskurð Kjaradóms um
laun æðstu embættismanna ríkis-
ins, þ. á m. alþingismanna.
Við þessa umræðu er gagnlegt
að skoða þær reglur sem Kjara-
dómur vinnur eftir.
Hér áður fyrr voru öll laun opb.
starfsmanna ákvörðuð af Kjara-
dómi.
Samkvæmt núgildandi lögum
um Kjaradóm nr. 120/1992 er hon-
um ætlað að ákveða laun forseta
íslands, þingfararkaup alþingis-
manna svo og önnur starfskjör
þeirra, launakjör ráðherra, hæsta-
réttardómara, héraðsdómara og
Umboðsmanns barna.
Við úrlausn sína skal Kjaradóm-
ur gæta innbyrðis samræmis í
starfskjörum þeim sem hann
ákveður og að þau séu á hveijum
tíma í samræmi við laun í þjóðfélag-
inu hjá þeim sem sambærilegir
geta talist með tilliti til starfa og
ábyrgðar. Ennfremur skal Kjara-
dómur taka tillit til kjaramála á
vinnumarkaði.
Við setningu núgildandi laga var
felld niður tilvísun í afkomuhorfur
þjóðarbúsins. Þess í stað var tekin
upp viðmiðun við þróun kjaramála
á almennum vinnumarkaði.
í athugasemdum við frumvarp
að núgildandi lögum er eftirfarandi
texti:
„Viðurkennt er það markmið að
treysta þurfi stöðugleika í efna-
hagslífi þjóðarinnar og gildi hóf-
legra launahækkana í því sam-
bandi. Afar brýnt er að varðveita
þann stöðugleika og samstöðu um
hann, sem næst á vinnumarkaði á
hveijum tíma. Því þykir rétt að
setja ákvæði sem tilgreint er í 2.
tl. um að taka beri tillit til þeirrar
þróunar sem er í kjaramálum á
vinnumarkaði, þannig að ekki sé
hætta á að úrskurður Kjaradóms
raski kjarasamningum þorra launa-
fólks og stefni þar með stöðugleika
í efnahagslífinu í hættu.“
Eins og menn rekur eflaust
minni til voru síðustu samningár
aðila vinnumarkaðarins gerðir með
það markmið í huga að bæta kjör
hinna lægst launuðu. Kauphækk-
anir voru því umsamin krónutala
þannig að þeir lægst launuðu fengu
mest. Menn sömdu ekki um hundr-
aðshlutahækkanir. Menn voru að
semja um 3.700 króna kauphækk-
anir.
Umdeildur úrskurður Kjaradóms
er frá 8. september sl. Forsendur
dómsins eru m.a. þessar:
„Æðstu stjórnendur ríkisins ber
að launa sæmilega.
Vandfundin eru hins
vegar störf sem sam-
bærileg verða talin
störfum þeirra. Til
dæmis eru ýmis stjórn-
unarstörf í þjóðfélag-
inu sem tæpast verða
talin fela í sér meiri
ábyrgð talsvert betui;
launuð en störf ráð-
herra.
Frá árinu 1989 og
þar til lögunum um
Kjaradóm var breytt í
árslok 1992 tóku úr-
skurðir hans eingöngu
mið af grunnkaups-
hækkunum kauptaxta.
Eftir að núgildandi lög um Kjara-
dóm tóku gildi hefur dómurinn
engan úrskurð fellt um almennar
kauphækkanir. Frá árinu 1989
hefur þannig verið horft fram hjá
ýmsum launabreytingum svo sein
breytingum á röðun í sérsamning-
um, launaskriði og fleiru og frá.
Það er ekki hlutverk
Kjaradóms, segir Guðni
A. Haraldsson, að
standa vörð um launa-
mun í landinu.
árslokum 1992 einnig öllum taxta-
hækkunum.“
Bæði fjármálaráðherra og for-
sætisráðherra hafa réttlætt launa-
hækkanirnar er fólust í úrskurði
Kjaradóms út frá þessu, þ.e. að
Kjaradómur hafi í raun verið að
ijalla um mun lengra tímabil en
kjarasamningar á almenna vinnu-
markaðnum.
I forsendum Kjaradóms kemur
fram að verið er að bæta æðstu
embættismönnum launahækkanir
urrifram taxtahækkanir tímabilið
1989 til 1992 og taxtahækkanir
frá_ þeim tíma.
í fyrsta lagi vekur það furðu að
Kjaradómur skuli leiðrétta laun svo
langt aftur í tímann því skv. 12.
gr. laganna frá 1992 sem dómurinn
starfar eftir á Kjaradómur að meta
það eigi sjaldnar en árlega -hvort
tilefni sé til breytinga á starfskjör-
um sem hann ákveður. Ætlast er
til að Kjaradómur fylgist vel með
breytingum á launakjörum í þjóðfé-
laginu og geri með hliðsjón af þeim
nauðsynlegar breytingar á starfs-
kjaraákvörðunum sínum.
í öðru lagi kemur
viðmiðunin „þróun
kjaramála á vinnu-
markaði" fyrst inn
með lögunum frá
1992. Engu að síður
virðist Kjaradómur
notast við slíka þróun
allt frá árinu 1989 eins
og segir í forsendum
hans.
I þriðja lagi virðist
dómurinn ekki gera
ráð fyrir þeirri stað-
reynd að einungis hluti
launa alþingismanna
og ráðherra kemur í
gegnum ákvarðanir
Kjaradóms. Ýmsar
starfstengdar greiðslur eru viður-
kenndar til þessara starfsmanna
ríkisins.
Án þess að það komi fram þá
rennur mann í grun, að Kjaradóm-
ur hafi unnið út frá hundraðshluta-
hækkunum og þannig fundið út
þær hækkanir í krónutölu sem
hann ákvarðaði. Það er ekkert í
lögunum um dóminn sem segir að
hann eigi að vinna þannig heldur
gat hann í raun ákveðið krónutölu-
hækkanir til þessara æðstu emb-
ættismanna á sömu nótum og al-
menningur fékk. Af hveiju var það
ekki gert?
Það er ekki hlutverk Kjaradóms
að standa vörð um launamun í land-
inu. Honum er einungis falið að
haldi innbyrðis samræmi í starfs-
kjörum þeirra er hann ákvarðar
laun, sbr. 5. gr. laganna frá 1992.
Er fjármálaráðherra í fjarveru
forsætisráðherra var spurður út í
þetta fullyrti hann að Kjaradómur
hefði farið að lögum. Og hér er
einmitt komið að kjarna málsins.
Fór Kjaradómur að lögum? Hvað
er það í lögum dómsins sem segir
að Kjaradómur eigi að ákvarða
kauphækkanir með hundraðshluta-
hækkunum í stað krónutöluhækk-
ana. Þær reglur sem Kjaradómur
hefur í lögum til að fara eftir eru
þessar:
1. Hann skal gæta innbyrðis
samræmis í starfskjörum þeim sem
hann ákveður. Þetta felur í sér að
launamunur milli þeirra starfa sem
hann ákveður skuli halda sér.
2. Hann skal gæta þess að laun
þeirra séu á hveijum tíma í sam-
ræmi við laun í þjóðfélaginu hjá
þeim sem sambærilegir geta talist
með tilliti til starfa og ábyrgðar.
3. Og að lokum skal hann taka
tillit til þróunar kjaramála á vinnu-
markaði.
Nú þegar sú staðreynd liggur
fyrir að launahækkanir á hinum
almenna markaði byggðust á
krónutöluhækkunum á bilinu 3.700
til 4.500 á mánuði þá er vert að
spyija. Hvaðan koma þessar launa-
hækkanir sem námu allt að 80.000
krónum á mánuði og hvernig
rökstyður Kjaradómur þær? Eða
af hverju var ekki miðað við krónu-
töluhækkanir félagsmanna ASÍ?
Og eru þessar hækkanir í samræmi
við „þróun kjaramála á vinnumark-
aði“?
Bæði íjármálaráðherra og for-
sætisráðherra hafa réttlætt þessar
launahækkanir með því að Kjara-
dómur væri í raun að fjalla um
tímabilið 1989 til og með ársins
1994. Eins og fram hefur komið
eru forsendur Kjaradóms fyrst og
fremst almenn þróun kjaramála á
vinnumarkaði. Sú viðmiðun kom
fyrst inn í lögin frá 1992 og því
gat Kjaradómur ekki notast við
hana allt til ársins 1989. Að því
leyti eru forsendur hans rangar.
Auk þess er vandséð hvemig
Kjaradómur getur verið að fjalla
um tímabilið 1989 til 1992 þar sem
síðasti úrskurður Kjaradóms féll
20. júlí 1992. Sá Kjaradómur er
nú starfar getur á engan hátt leyft
sér að endurskoða fyrri úrskurði
dómsins.
Og svo kemur Kjaradómur með
sinn úrskurð úr takti við allt sem
er að gerast, þrátt fyrir að skýrt
sé tekið fram í athugasemdum við
frumvarpið að lögum um dóminn,
að hann eigi að taka tillit til þróun-
ar í kjaramálum á vinnumarkaði,
þannig að ekki sé hætta á að úr-
skurðir hans stefni stöðugleika i
efnahagslífinu í hættu.
Eftir stendur hins vegar sú stað-
reynd að alþingismönnum og ráð-
herrum hefur verið ákveðin þessi
kauphækkun og hún er varin af
stjórnarskránni, sbr. dómur Hæsta-
réttar í svokölluðu BHMR máli frá
1992.
Nú þegar forysta ASÍ og hinn
almenni launamaður krefst endur-
skoðunar á úrskurði Kjaradóms þá
er alþingismönnum vandi á hönd-
um. Enda geta þeir ekki sjálfir
staðið að lögum sem ganga gegn
stjórnarskránni. Engin heimild er
heldur til fyrir Kjaradóm til þess
að taka málið upp aftur. Því gat
forsætisráðherra ekki tekið undir
slíkar tillögur.
Eða er kanns*ki hægt að hækka
laun hins almenna launamanns til
samræmis við þessar kauphækkan-
ir? Er það lausnin? Eða vilja alþing-
ismenn afsala sér þessum kaup-
hækkunum?
Sá stöðugleiki sem náðst hefur
í þjóðfélaginu undanfarin ár og rót
sína á að rekja til þeirrar stefnu
sem aðilar vinnumarkaðarins hafa
fylgt er nú í hættu.
Eg ætla ekki að svara þeirri
sþumingu er í upphafi er sett fram,
en læt lesendum það eftir.
Höfundur er hæstaréttarlögmað-
ur. •.
„í Grænlandi“
LIÐIÐ sumar dvaldi ég hér á
landi og lagði mitt gestseyra við
dagblöð, út- og sjónvarp. Kannski
er það vegna þess að ég bý erlend-
is að fúleggin í fjölvarpinu verða
mqr enn fúlli. Þrátt fyrir stabílíser-
ingu íslenskrar fjölmiðlaflóru
hnignar málfari enn. Þrátt fyrir að
þessi sömu 30 nöfn hafi nú hljómað
og ljómað á síðum og skjám í nokk-
ur ár eru þau enn að gera sömu
villurnar. Þrátt fyrir umræðu og
málfarsráðunauta.
Einkum virðist á undanhaldi
hæfni manna til að fara rétt að
staðar- og örnefnum landsins. Þetta
er að vísu útbreitt vandamál í þjóð-
lífinu, fólk talar ekki lengur um að
fara á Vestfirði heldur til Vest-
fjarða, ekki austur á Selfoss heldur
til Selfoss. Hinsvegar er engin
ástæða til að fjölmiðiungar api upp
þessa nýju lensku. Þó um sé að
ræða smáar forsetningar eru þær
Hæfni manna til að fara
rétt að staðar- og ör-
nefnum fer þverrandi,
segir Hallgrímur
Helgason, sem hér leið-
réttir fjölmiðlafólk.
stór og mikilvægur þáttur í málinu
og sorglegt ef þetta blæbrigði
hverfur alveg. Eða hvenær kemur
að því að okkur verði sama hvort
við búum á íslandi eða í íslandi.
Eg nefni hér nokkur slæm dæmi
frá liðnu sumri.
„Von er á mörgu fólki til Borga-
fjarðar eystri. . .“'(Ágúst Már
Olafsson, Bylgjan.) „Þá erum við
komnir til Bíldudals ...“ (Þorsteinn
J. Vilhjálmsson, Rás
Tvö.) „... og þessir
grísir fluttir til Hríseyj-
ar...“ (Gísli Sigur-
geirsson, Sjónvarpið.)
Allt eru þetta merki
um flótta frá beyging-
arvandanum, menn
leysa hann með hinu
hlutlausa „til“ og „frá“.
Jafnvel hið málfars-
ráðuneytta Ríkisút-
varp bregst tungumál-
inu og hleypir þessu í
gegn: „Tvær tíkur
hurfu frá Mosfellsdai"
(Gerður G. Bjarklind,
Tilkynningalestur.)
Þegar menn ætla
hinsvegar að nálgast staðina á hefð-
bundinn hátt tekur ekki betra við.
Þá segja menn frá því að Valsmenn
hafi flengt „Leiftursmenn í Ólafs-
firði í gær“ (Íþróttasíða Morgun-
blaðsins), eru staddir „hjá Trostan
í Bíldudal" (G. Pétur Matthíasson,
Sjónvarpið) eða eru á leið á Neista-
flug „á Neskaupstað" (Magnús Ein-
arsson, Rás Tvö).
Sú villa sem er þó
hvað algengust og fer
hvað mest í taugarnar
á mér er þegar talað
er um að vera „í Græn-
landi“. Þessi óskemmti-
lega nýjung er orðin svo
útbreidd að hún virðist
vera að festast í málinu.
Svo margir útvarps-
menn hafa farið með
hana, sem og margir
málvandir vinir mínir,
að ég er orðinn hálfleið-
ur á því að leiðrétta
hana. Þetta er lokatil-
raun mín.
Sjálfur utanríkisráð-
herra hélt því fram í sjónvarpsfrétt-
um fyrir nokkru að hér á landi
hafi aldrei verið kjarnavopn þó svo
hafi verið „í Grænlandi". Kannski
á hann við að engin kjarnavopn
hafi sést á íslandi en gætu hinsveg-
ar hafa verið í Islandi?
Höfundur er ungur listamaður.
Hallgrímur
Helgason
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími
567-1800
Löggild bílasala
Opið laugard. kl. 10-17
Sunnudaga kl. 13-18
Fjöldi bifreiða á
mjög góðum lánakjörum.
Bílaskipti oft möguleg.
Toyota Corolla 1600 XLI Hatsback ’93,
rauður, 5 g., ek. 36 þ. km. V. 1.080 þús.
Sk. ód.
Nissan Sunny GTI 2000 ’93, 5 g., ek. 54
þ. km., sóllúga, rafm. í öllu. V. 1.290 þús.
Grand Cherokee Laredo ’93, rauður,
sjálfsk., ek. 71 þ. km., rafm. í öllu, álfelgur
o.fl. V. 3.2 millj.
Einnig: Grand Cherokee Limited (8 cyl.)
94, sjálfsk., leðirinnr. o.fl., ek. 14 þ. km.
V. 4.150 þús.
MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g.,
ek. 120 þ. km., vól yfirfarin (tímareim o.fl).
V. 1.050 þús. Mjög hagstæð lánakjör.
Nissan Pathfinder EX V-6 (3000) '92, 5
dyra, 5 g., ek. 54 þ. km. Fallegur jeppi.
V. 2.290 þús.
M. Benz 190 ’88, 4 g., ek. 122 þ. km.
Gott eintak. V. 1.490 þús. Tilboðsv. 1.190
þús,
MMC Colt GLXi ’92, 5 g., ek. 74 þ. km.
V. 940 þús.
MMC L-200 4x4 m/húsi 91, 5 g., ek. 103
þ. krh. V. 1.090 þús.
Toyota Corolla XL Sedan '91, sjálfsk., ek.
aðeins 44 þ. km. V. 790 þús.
Toyota Corolla 1600 Si Hatsback ’94,
rauður, 5 g., ek. 19 þ. km., sóllúga, spoil-
er o.fl. V. 1.350 þús.
Toyota Corolla GTi '88, 5 g., ek. 90 þ.
km. V. 650 þús.
V.W Golf CL ’91, 5 g., ek. 38 þ. km.
V. 690 þús.
Wagoneer Limited 4.0 L '87, sjálfsk., ek
aðeins 79 þ. km., rafm. í öllu, sóllúga o.fl
Toppeintak. V. 1.490 þús.
Subaru Justy J-12 GL II '90, 5 dyra
sjálfsk., ek. aðeins 57 þ. km. V. 590 þús.
V.W Golf 1.8 Gl Station ’94, 5 dyra, ek.
30 þ. km. V. 1.250 þús.
Subaru Legacy Station '91, 5 g., ek. 66
þ. km. V. 1.190 þús.
Sjaldgæfur sportbíll: Nissan 300 ZX V-6
'85, m/t-topp, 5 g., ek. 135 þ. km., rafm
í rúðum o.fl. V. 1.200 þús. Tilboðsv. 990
þús.
BMW 325 IX Station 4x4 ’90, grásans.
sjálfsk., ek. 75 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu
o.fl. Sérstakur bíll. V. 1.950 þús.
Honda Accord EX Sedan '87, sjálfsk., ek,
124 þ. km. Gott eintak. V. 650 þús. Góð
lánakjör.
MMC Lancer GLi Sedan '93, rauður,
g., ek. 56 þ. km. V. 990 þús.
Peugeot 205 XL 3ja dyra ’90, rauður,
g., ek. 107 þ. km. Gott ástand. V. 450 þús.
GMC Geo Tracker 4x4 '90, (USA týpa
af Suzuki Vitara), hvítur, sjálfsk., ek. 83
þ. km. V. 1.050 þús.
Toyota 4Runner V-6 ’95, dökkgrænn,
sjálfsk., ek. 13 þ. km., rafm. í öllu, 31
dekk, brettakantar, álfelgur o.fl. V. 3.390
þús.
Hyundai Pony SE ’94, 4ra dyra, rauður
5 g., ek. aðeins 11 þ. km., spoiler, samlit-
ir stuðarar o.fl. V. 890 þús.
Nissan Sunny SR Twin Cam 16V '88
svartur, 5 g., ek. 120 þ. km., ný tímareim,
sóllúga, spoiler o.fl. V. 590 þús. Tilboðsv,
490 þús.
Toyota Celica Supra 2.8i ?84, hvítur,
g., álfelgur o.fl., 170 ha. Gott eintak. V,
490 þús.
Hyundai Accent GS '95, 5 g., ek. 12 þ,
km. V. 1.020 þús.
Mazda 323 1.6 GLX '91, dökkgrænn
sjálfsk., ek. 58 þ. km., rafm. i rúðum. hiti
í sætum o.fl. Toppeintak. V. 930 þús.
MMC Pajero V-6 (3000) '92, nýja útlitið
vínrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km., Eirfh
m/öllu. V. 2.850 þús.
Toyota Corolla Liftback ’88, ek. 65 þ
km., hvítur, 5 g. Fallegur bíll. V. 590 þús,
Suzuki Sidekick JX 5 dyra '91, ek. 85 þ
km., vínrauður, 5 g. V. 1.360 þús. Sk. ód.
Daihatsu Feroza EL II '90, grár, 5 g., ek
80 þ. km. V. 850 þús.
Fjörug bílaviðskipti.
Vantar góða bfia á skrá
og á staðinn.