Morgunblaðið - 29.09.1995, Page 31

Morgunblaðið - 29.09.1995, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 31 g norsku strandgæzlunnar. Deil- fgja ára skeið. idur isnar hafa til hliðsjónar. Þegar spurt er hvort samningar um Smuguna séu með einhveijum hætti tengdir viðræðum um Reykja- neshrygg og Síldarsmuguna, fást víðast þau svör að tengingin sé ekki önnur en sú að lausn verði að finnast í Smugunni áður en hægt sé að heija viðræður um hin svæðin. Krafa um að umsaminn kvóti náist örugglega Ein af kröfum Norðmanna í við- ræðum við íslendinga síðastiiðið vor var að samið yrði um kvóta í Smug- unni eingöngu og íslendingar féllu frá kröfum um kvóta á Svalbarða- svæðinu. Þau svör, sem Islendingar hafa gefið við þessu, eru þau að tryggja verði að íslenzk skip nái að veiða þann kvóta, sem samið yrði um. Ef aflabrestur yrði í Smugunni mætti því gera ráð fyrir að Islend- ingar gerðu kröfu um að fá að veiða á Svalbarðasvæðinu eða jafnvel í ------ norskri lögsögu. Þetta iur um tengist líka því samkomu- svæði í lagb sem yrði 8'ert um teidu veiðarfæri. Ef notkun flot- _______ vörpu yrði bönnuð, eins og Rússland og Noregur vilja, er um leið bókað að miklu erf- iðara yrði að ná þeim þorski, sem er í Smugunni. Nýr fundur utanríkis- ráðherra í Finnlandi Það eflir mönnum bjartsýni að utanríkisráðuneyti og sjávarútvegs- ráðuneyti í Noregi virðast samstíga í málinu. Sömuleiðis viðurkenna flestir að sambandið á milli sömu ráðuneyta hér á íslandi hafi batnað til muna eftir að nýr ráðherra kom í utanríkisráðuneytið. Embættismenn Noregs, íslands og Rússlands munu á næstu dögum hafa samband sín á milli og reyna að koma saman einhveijum ramma utan um samkomulag. Halldór Ás- grímsson og Bjorn Tore Godal munu svo hittast að nýju á fundi Barents- ráðsins í Rovaniemi í Finnlandi 9.-10. október og meta þá væntan- lega stöðu málsins í ljósi viðræðna embættismannanna. Landvemd segir kaupmenn skulda sér á annan tug milljóna Möguleiki á lögsókn athugaður Asakanir um brot á samkeppnislögum STJÓRN Landverndar hefur falið framkvæmdastjóra og lögfræðingi samtakanna að ganga í innheimtu á úti- standandi skuldum og athuga möguleika á lögsókn á hendur við- komandi fyrirtækjum og þar með bótagreiðslum vegna vanefnda á samningi og/eða samningsrofs. Formaður stjórnar Landverndar segir Hagkaup skulda samtökunum stærstan hluta áðurnefndrar upp- hæðar vegna pokasölu sem hafi staðið í 3-4 mánuði eftir að Kaup- mannasamtök íslands riftu samn- ingi við Landvernd á seinasta ári. Einu rökin sem heyrst hafi séu þess eðlis að Hagkaup hafi staðið vel í skilum á sínum tlma, sem breyti ekki vanskilum á umræddu tíma- bili. Málið stefni í að fara fyrir dóm- stóla. Úrkula vonar um samkomulag Landvemd telur kaup- menn skulda sér á annan tug milljóna króna vegna sölu á pokum merktum samtökunum sem ekki hafi verið staðin skil á. Sindri Freysson kynnti sér sjónarmið beggja að- ila en kaupmenn vísa því á bug að þeir skuldi Landvernd fé. HARÐAR deilur eru nú milli Landverndar og kaupmanna um fé sem komið hefur inn með sölu á innkaupapokum í verslunum. Einnig hafi nokkrir kaupmenn ekki staðið skil á pokasölu frá upp- hafi, og verði það sett í athugun og innheimtu eftir því sem tök séu á. „Það er líka til skoðunar að hve miklu leyti Kaupmannasamtök ís- íands hafa staðið fullnægjandi að þessum samningi frá upphafi, þvi að þau höfðu umboð fyrir fjölda verslana þegar þau gerðu samning- inn, en það stóðst auðvitað ekki,“ segir Arnmundur Backman lögmað- ur Landverndar. „Eftir að hafa rætt við samtök kaupmanna í rúmt ár erum við nú úrkula vonar um að ná samkomu- lagi við þau,“ segir Auður Sveins- dóttir formaður stjórnar Landvernd- ar. „Síðan þeir sögðu upp samning- um hefur almenningur verið að kaupa poka, meira eða minna ómerkta, en kannski i þeirri trú að ágóðinn færi til Landverndar sem er vitaskuld rangt. Almenningur á heimtingu á skýringum á þvi að þetta fé rennur ekki til Landverndar heldur í vasa kaupmanna." Landvernd hyggst nú freista þess að ná samkomulagi við hvern og einn kaupmann um pokasölu, fram- hjá samtökum þeirra, enda hafi margir forsvarsmenn verslana lýst yfir vilja til áframhaldandi sam- starfs við Landvernd. Enn selja þó nokkrar verslanir poka með merki Landverndar og skila framlagi við- skiptavina sinna til samtakanna. Árnmundur Backman segir að kaupmenn hafi fengið undanþágu frá verðlagsstjóra á sínum tíma um samráð um pokaverð, vegna sam- starfsins við Landvernd. Þær for- sendur hafi hins vegar brostið þegar þeir sögðu upp samningum við Landvernd um seinustu áramót og sé áframhaldandi samráð um poka- verð brot á samkeppnislögum að hans mati. 100 milljónum úthlutað Samningur milli Landverndar, Kaupmannasamtaka íslands og Samtaka samvinnufélaga um sölu á burðarpokum í verslunum var gerður i desember 1988 og hefur skilað Landvernd um 130-136 millj- ónum króna alls. Frá upphafi þang- að til kaupmenn riftu samningnum, var um 100 milljónum króna úthlut- að til 400 verkefna. Landvernd telur að hægt sé að meta mótframlag þeirra einstaklinga, hópa, félaga og stofnana sem þegið hafa styrki að verðmætum um 400 milljónir króna, og felist það í sjálfboðaliðsvinnu, peningum, efni, tækjakosti og öðru. Fyrir um hálfu öðru ári óskuðu kaupmenn eftir endurskoðun samn- inga við Landvernd og segir Auður Sveinsdóttir stjórnarformaður Landverndar að þeir hafi ekki sett fram nein fullgild rök fyrir þeirri ákvörðun. Hún telji helst að kaup- menn hafi viljað yfirráð yfir þeim fjármunum sem um ræðir. Greiðslur fyrir innheimtu Stjórn Landverndar átelur fram- komu samtaka kaupmanna og lýsir undrun sinni á áhugaleysi forystu- manna Samtaka samvinnuverslun- arinnar, sem hvorki hafi rætt við Landvernd né svarað skriflegum til- lögum samtakanna um breytta til- högun á samstarfi. „Lengi vel stóð til að það yrði settur á stofn sameiginlegur sjóður með meiri ítökum kaupmanna, en það hefur ekkert komið annað form- lega frá þeim en uppsögn á samn- ingnum. Þá höfðu staðið samninga- viðræður mánuðum saman. Við höf- um heyrt ýmsar ástæðar sem við teljum allar ómaklegar. í fyrsta Iagi bera þeir fyrir sig að við höfum ekki staðið okkur í innheimtu, sem er alrangt. Það eru Kaupmanna- samtökin sem hafa ekki staðið sig að því leyti, því að samningúrinn gekk út á að þau myndu sjá um að fylgja eftir þeim samningum sem þau gerðu fyrir hönd sinna félags- manna og ganga eftir þeim sem voru tregir til að borga. Kaup- mannasamtökin fengu greiðslu fyrir þetta starf. I öðru lagi hafa kaupmenn talað um að ekki hafi borið nægjanlega mikið á kaupmönnum, sem við telj- um rangt því að í samningum er eingöngu rætt um að fjármagnið, allt að 50%, renni til landgræðslu- og skógræktarverkefna. Það stend- ur ekkert um auglýsingar en hins vegar er fyrirtækjum sem ná samn- ingi við náttúruvemdarsamtök á borð við Landvernd fijálst að nýta sér þá staðreynd við eigin markaðs- setningu. Það hafa fyrirtækin ekki gert, sem vekur undrun mína,“ seg- ir Auður. Forstjóri Hagkaups Skuldum Landvernd ekki fé / ÓSKAR Magnússon forstjóri Hag- kaups segist ósammála þeirri túlkun Landverndar að fyrirtækið skuldi samtökunum fé, en deilt sé uYn hversu langur uppsagnarfrestur á samningi um pokasölu hafi átt að vera. „Landvernd hefur heyrt mörg rök fyrir okkar sjónarmiðum, bæði lög- fræðileg rök og sanngirnisrök. For- svarsmenn samtakanna hafa verið spurðir að því hvort þessum málatil- búnaði sé eingöngu beint gegn Hag- kaupi, sem hefur verið einn dygg- asti og traustasti greiðandi í poka- sjóð undanfarin 5-6 ár og átt í raun stærstan þátt í að bera þennan sjóð uppi. Landvernd hefur hins vegar látið það viðgangast, ekki síst vegna öruggra greiðslna frá okkur, að ýmsir aðrir heltust úr lestinni sem ekki vildu greiða í sjóðinn. Ég veit ekki annað en verið hafi sáttaumleitanir á milli lögfræðinga fyrirtækisins og Landverndar, en vel getur verið að samtökin hafi haft smekk til að tilkynna það á blaða- mannafundi að þau ætli í mál við okkur og þá hefur það sinn eðlilega gang,“ segir Óskar. Nýr sjóður í burðarliðnum Hann segir nú um 130 verslanir búnar að samþykkja þátttöku í um- hverfissjóði þeim sem kaupmenn hyggjast stofna og á að hafa til umráða andvirði pokasölu. „Nýi sjóðurinn getur vegna þessa Qölda haft til umráða allt að tvöfalt meiri tekjur en Landvernd hafði af pokasjóðnum, eða 40 milljónir í stað 20 milljóna. Það tók að vísu lengri tíma en ráðgert var að koma honum á laggirnar, því að mikið verkefni var að heimsækja kaupmenn víða um land, og á þeim tíma hefur ekki verið greitt í neina formlega sjóði. Hins vegar er ekki þar með sagt að kaupmenn hafi stungið þessum fjár- munum í eigin vasa, eins og Land- vernd heldur fram. Þvert á móti má benda á að Hagkaup hefur styrkt landgræðslu á Hólasandi um 8 inillj- ónir króna á sama tíma, og fjölmarg- ir aðrir kaupmenn hafa sömuleiðis gefið til ýmissa umhverfis- og líknar- mála,“ segir Óskar. Hann segir engar forsendur hafa breyst hvað varðar samráð um poka- verð, þar sem fjármunum verði áfram varið til þeirra mála sem gert var ráð fyrir í upphafi þó að Land- vernd sé ekki beinn þátttakandi. Kaupmenn hafi í höndunum formlegt svar frá Samkeppnisstofnun þess eðlis að hún telji ekki ástæðu til að breyta samþykktum frá þeim tíma sem pokasjóður var stofnaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.