Morgunblaðið - 29.09.1995, Side 47

Morgunblaðið - 29.09.1995, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 47 FRÉTTIR SÍBSmeð merkjasölu SAMBAND íslenskra berkla- og bijóstholssjúklinga (SÍBS) stendur fyrir merkjasölu á föstudag, laugardag og sunnu- dag til þess að safna fyrir bygg- ingu þjálfunarlaugar á Reykja- lundi. Nú eru 50 á_r liðin frá því að Vinnuheimili SÍBS tók til starfa á Reykjalundi en allar bygging- ar á Reykjalundi hafa verið reistar fyrir tilstuðlan happ- drættis SÍBS. Mikill sigur vannst á sínum tíma á berklum, eða hvítadauða eins og sjúk- dómurinn var kallaður, m.a. fyrir tilstuðlan starfsemi SÍBS. Eftir það lögðu SÍBS og Reykjalundur þó ekki árar í bát heldur héldu áfram af sama krafti og áður og þróuðu rekst- urinn til þess að mæta þörfum fólksins í landinu í baráttu við aðra sjúkdóma. Ungt fólk í dag man ekki eftir hvítadauðanum og getur e.t.v. ekki sagt fyrir hvað skammstöfunin SIBS stendur, en flestir kannast við starfsemi félagsins til að styrkja sjúka til sjálfsbjargar. Þeir tugir þúsunda íslendinga sem notið hafa aðstöðunnar á Reykjalundi í lengri eða skemmri tíma eru til vitnis um öfluga starfsemi Reykjalundar og SÍBS, segir í frétt um merkjasöluna. Kröflustarfs- menn hittast í KVÖLD, föstudag, ætla að hittast í Kringlukránni starfs- menn við byggingu Kröfluvirkj- unar frá 1975 og árunum næstu og þar á eftir. Mikill íjöldi manna starfaði við þessar framkvæmdir, m.a. á vegum Miðfells, Vélsmiðjunn- ar Héðins, Stálsmiðjunnar, Raf- afls, Hamars, Orkustofnunar og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Fagnaðurinn hefst stundvís- lega klukkan 20,30. Opið hús í Heimsljósi JÓGASTÖÐIN Heimsljós, Ár- múla 15, hefur nú starfað um nokkurra ára skeið og fer áhugf fólks á kripalujóga ört vaxandi. Fjölbreytni starfseminnar er alltaf að aukast og hefst vetrar- starfið með fjölda ólíkra nám- skeiða. Kynning á kripalujóga verður í Heimsljósi laugardaginn 30. september kl. 13. Einnig verða kynnt ný námskeið kl. 14. Fyrra námskeiðið heitir Gyðjan, norn- in og leyndardómarnir og er fyrir konur sem viija efla kven- orku sína, skoða dekkri og bjartari hliðar hennar. Seinna námskeiðið heitir Listin að lifa í gleði og heil- brigði og er fyrir alla þá sem vilja skoða lífsstíl sinn í heild, gera breytingar sem stuðla að meiri gleði, vellíðan og heil- brigði. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Afmælis- afsláttur í Blómavali 1. OKTÓBER verða tuttugu og fimm ár liðin síðan Blómaval tók til starfa í Sigtúni 40. Af þessu tilefni verður veittur 25% afsláttur af öllum vörum versl- unarinnar frá fimmtudegi til sunnudags. Sjálfan afmælisdaginn verð- ur að auki boðið upp á risastóra 25 metra afmælistertu, kaffi og gosdrykki. Afmælisveislan hefst kl. 14 og eru allir vel- komnir. Kjaramálaályktun stjórnar verkamannafélagsins Dagsbrúnar í gær Samstarf við önnur félög í VMSI um að stöðva ranglætið Kjarasamningar sem hafa snúist upp í andhverfu sína hljóta að vera lausir STJÓRN verkamannafélagsins Dagsbrúnar lýsir yfir þeirri skoðun sinni að kjarasamningar séu lausir og skorar á verkalýðsfélög láglauna- fólks í Verkamannasambandi ís- lands að þau hafi samstarf um að stöðva ranglætið. I ályktun stjórnarinnar sem sam- þykkt var samhljóða segir að þeir kjarasamningar hljóti að vera lausir sem hafi snúist upp í andhverfu sína og brugðist allri þeirri hugmynda- fræði og siðfræði sem þeir byggðust á. Verði ranglætið ekki stöðvað muni Dagsbrún ásamt öðrum lág- launafélögum í VMSÍ gera þær ráð- stafanir sem dugi og hvorki ríkis- stjórn né Vinnuveitendasamband geti stöðvað. Ályktunin sem samþykkt var í gær er svohljóðandi: „Höfuðmarkmið síð- ustu kjarasamninga var að tryggja efnahagslegan stöðugleika og auka launajafnrétti. I anda þess var samið um litlar almennar kauphækkanir en að þeir sem lægst hefðu launin fengju mest. Samningarnir fólu síðan í sér að kaup Dagsbrúnarmanna hækkaði um 2.700 krénur á mánuði upp í 3.700 kr.. og þeim fylgdu ítrekaðar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að svokallaður efnahagsbati skyldi fyrst og fremst renna til þeirra sem lægst hefðu launin. Raunin hefur orðið allt önnur. Nær allir kjarasamningar sem gerðir hafa verið síðan hafa faiið í sér meiri kauphækkanir þannig að þeir lægst launuðu hafa enn einu sinni fengið minnst. Þá hefur efna- hagsbatinn alls ekki skilað sér til hinna lægst launuðu í bættum lífs- kjörum. Þvert á móti hefur hann skilað sér í auknu atvinnuleysi og lakari kjörum láglaunafólks. Kjara- samningar sem þannig hafa snúist upp í andhverfu sína og brugðist allri þeirri hugmyndafræði og sið- fræði sem þeir byggðust á, hljóta því að vera lausir. Síðustu ráðstafanir svokallaðs Kjaradóms hafa bætt gráu ofan á svart með því að stórhækka kaup æðstu starfsmanna ríkisins og nema hækkanir í sumum tilfellum hærri upphæðum en mánaðarkaupi verka- fólks og til að kóróna þetta allt hafa ákveðnum hópum verið veitt sérstök skattfríðindi. Dagsbrún lýsir því yfir þeirri skoð- un sinni að kjarasamningar séu laus- ir og skorar á verkalýðsfélög lág- launafólks í Verkamannasambandi Islands að þau hafi samstarf um að stöðva ranglætið og knýja fram breytingar. Verði ranglætið ekki stöðvað mun Dagsbrún ásamt öðrum láglaunafé- lögum í Verkamannasambandi ís- lands gera þær ráðstafanir sem duga og hvorki ríkisstjórn né Vinnuveit- endasamband getur stöðvað.“ * Forseti ASI á fundi Kristilegrar stj órnmálahreyfingar Atvinnuleysi þrátt fyrir efnahagsbata BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, sagði á fundi Kristilegrar stjórnmálahreyfingar um launa- og atvinnumál, að það væri mikið áhyggjuefni hvað hægt gengi að ráða niðurlögu atvinnuleysisins á íslandi þrátt fyrir að hagur efna- hagslífsins færi batnandi. Benedikt • sagði að ástæðurnar fyrir miklu atvinnuleysi á íslandi væru ekki ósveigjanlegur vinnu- markaður eða há laun almennra launamanna. Kenningar í þá átt ættu við engin rök að styðjast. Benedikt sagði að baráttan gegn atvinnuleysinu ætti að vera for- gangsverkefni stjórnmálaflokk- anna. Flestir væru þeir með þetta verkefni efst á stefnuskrá sinni, en hann sagðist hafa grun um að þar færi ekki alltaf saman orð og efndir. Benedikt sagði nauðsynlegt að mynda almenna sátt um at- vinnuuppbyggingu landsins. Að þeirri sátt þyrftu að koma laun- þegahreyfingin og samtök at- vinnurekenda. Hann sagðist því leggja áherslu á að ríkið og samtök launþega og atvinnurekenda héldu áfram viðræðum um leiðir til að Morgunblaðið/Ásdís BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, var einn frummælenda á fundi Kristilegrar sljórnmálahreyfingar. styrkja atvinnulif hér landi. í yfirlýsingu sem dreift var á fundinum segir: „Kristileg stjórn- málahreyfing vill standa fyrir þjóðarátaki í atvinnumálum, fyrst og fremst með því að atvinnuveg- ir landsins móti stefnu til framtíð- ar. Framtíðarsýnin á að byggjast á að koma á fullri atvinnu, góðri afkomu heimilanna, réttlátri tekjuskiptingu í þjóðfélaginu og með því að treysta undirstöðu velferðarinnar sem er verðmæta- sköpunin og grundvöllur þess að þjóðin geti brauðfætt sig og betur en það.“ Anand féll í gildru ANAND lék hroðalega af sér og tapaði 11. einvígisskákinni við Kasparov í New York í gærkvöldi. Þessi staða kom upp eftir 27. leik Kasparov, sem hafði svart og lék síðast 27. - Be6! Þar lagði hann gildru fyrir Indverjann, sem var of fljótur á sér: Sjá stöðumynd 28. b4? - axb4 29. axb4 - Hc4 30. Rb6?? Anand hefur talið sig vinna skipta- mun en verður á hroðaleg yfirsjón. 30. - Hxb4+ 31. Ka3 - Hxc2!! og Anand gafst upp því 32. Hxc2 er svarað með 32. - Hb3+ 33. Ka2 - ■ KVENFÉLAG Kópavogs er að hefja vetrarstarfsemi sína en félagið verður 45 ára 29. október nk. Af því tilefni verður bæjarbú- um boðið í veglegt afmæliskaffi í Félagsheimilinu kl. 20 þar sem félagskonur munu skemmta gest- um með ræðum, dansi og söng. Eins og mörg undanfarin ár verður leikfimi á vegum félagsins í leik- fimisal Kópavogsskóla á mánudög- um og miðvikudögum kl. 20. Leik- fimin hefst 2. október. Kennari verður Hulda Stefánsdóttir. Nán- ari upplýsingar fást hjá Önnu Bjarnardóttur. Þá er basarnefnd- in tekin til starfa en jólabasarinn verður 12. nóvember. 19. október verður námskeið í perlusaumi, kennari verður Þórhildur Gísla- a b c d • # ( 0 h He3+ og vinnur hrókinn til baka með gerunnu endatafli. dóttir. Síðast en ekki síst er stefnt að listsýningu kvenna í Gerðar- safni á aðventunni, 4. til 17. des- ember, en sýningin er fyrirhuguð í tilefni af tveimur afmælum, fjöru- tíu og fímm ára afmæli Kven- félágsins og fjörutíu ára afmæli Kópavogsbæjar. Líknarsjóður Áslaugar Maack starfar innan vébanda félagsins. Minningarkort sjóðsins fást á Pósthúsinu við Digranesveg, hjá Helgu Þorsteins- dóttur og hjá Öglu Bjarnadóttur. Stjóm Kvenfélags Kópavogs skipa Helga Sigurjónsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Rannveig Garðars- dóttir, Erna Einarsdóttir og Ásta Sigurðardóttir. í varastjórn eru Sigríður Jónasdóttir og Sig- ríður Andrésdóttir. Fyrirlestur um dagblöð framtíðar ERLING Zanchetta, framkvæmda- stjóri Árhus Stiftstidende og kons- úll íslands í Árósum, flytur fyrir- lestur í Norræna húsinu laugardag- inn 30. september kl. 17.15 um dagblöð framtíðarinnar. Á undanförnum árum hefur blaðalestur ungs fólks dregist um- talsvert saman í Danmörku. Árhus Stiftstidende, sem Erling Zanchetta stjórnar, hefur sl. ár markvisst unn- ið að því að höfða til barna og ungl- inga með ýmsu frumkvæði og verið í nánu samstarfi við ungt fólk í Árósum, gefið út tímarit fyrir ungt fólk og dagblað fyrir börn. Erling Zanchetta mun í fyrir- lestri sínum í Norræna húsinu fjalla um áskorun rafrænu miðlanna á dönsku dagblöðin almennt, um frumkvæði Árhus Stiftstidende þessu tengt og að lokum starfsemi Fjölmiðlanefndarinnar svokölluðu. Fjölmiðlanefndin var skipuð af Poul Nyrup Rasmussen 1994 og til þess að skilgreina hlutverk og stöðu dagblaðanna og benda á mögulegar úrlausnir og aðferðir til þess að tryggja stöðu dagblaðanna sem menningar- og upplýsingarmiðils í nútíma samfélagi. Fyrirlesturinn er á dönsku. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. tdÉJi adidas Nýkomnir sundbolir Kr. 3.78D 5% staðgreiðsluafsláttur af póstkröfum greiddum innan 7 daga. T ! ÚTILÍFf GLÆSIBÆ ■ SÍMI 581 2922

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.