Morgunblaðið - 29.09.1995, Side 49

Morgunblaðið - 29.09.1995, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 49 BRÉF TIL BLAÐSINS •• Okuhæfni - ökukennsla Frá Guðvarði Jónssyni: MEÐAN akvegir landsbyggðarinnar voru bara malarvegir og varla meira á breiddina en rétt hjólförin, varð hraðinn aldrei meiri en svo, að menn réðu vel við það að stjóma bílnum og hemla, áður en til stóróhappa kom. Nú eru vegirnir upphækkaðir, með bundnu slitlagi á öllum helstu um- ferðarleiðum og færri og. opnari beygju en áður var. Vegna þessa hefur ökuhraðinn tvöfaldast og vel það, en krafan um hæfni manna til aksturs bifreiða, hefur hinsvegar ekkert breyst. Ungir ökumenn 17 ára ökumaður sem tekið hefur próf í Reykjavík, er yfírleitt ekki með aðra akstursþjálfun en þá, að geta stjórnað bifreið á litlum hraða hér innanbæjar við bestu aðstæður. Sami ökumaður á svo að geta farið út á landsbyggðarvegina, án þjálfunar í utanbæjarakstri, með bílinn fullan af fólki og jafnvel börn, og þann áróður ökuníðinga í veganesti að þeir sem aki hægt séu hættulegustu mennirnir í umferðinni. Ég er ekki með þessu að segja að það eigi að banna þessum aldurs- hópi að taka bílpróf, síður en svo. Það er mín skoðun .að eftir að akstursþjálfun innanbæjar og fræði- legu prófi er lokið, þá ætti að fara með nemandann eina ferð t.d. um Hvalfjörð í Borgarnes, undir leiðsögn kennarans. Það gæti orðið grunn- tónninn undir utanbæjaraksturslagi margra ungra ökumanna. Mér hefur fundist mun auðveldara að aka framúr þeim sem fara hægt, en þeim sem fara hratt. Þar að auki hef ég ekki séð annað en að það sé ekið framúr þótt menn aki á yfir 100 km hraða. Strjálbýli - þéttbýli Flestir ökumenn þekkja það fyrir- bæri þegar þeir koma úr hröðum akstri af landsbyggðinni, inn á þétt- býlissvæði og eiga að fara að keyra á 50-60 km hraða, þá fínnst mönnum hreinlega bíllinn ekkert komast áfram og þeir sem hraðast óku komast aldr- ei neðar en 70-80. Þama eru á ferð- inni viðbrögð augans við hraðanum. Þegar hraðinn er kominn upp í 70-80 km þá fer augað að sleppa úr smáatr- iðum og þegar hraðinn er orðinn vel yfír 100 km, sér augað aðeins heildar- myndina af því sem framundan er og hraðaskynið að mestu horfíð. Verði síðan einhver hindrun á veginum, kem- ur hraðaskynið snögglega inn, augað hefur fengið fastan punkt og ökumað- urinn skynjar bflinn nálgast hættuna á ógnarhraða. Viðbrögð óreynds öku- manns við þessu verða yfírieitt þau að hann stígur hemplapetalann í botn og þeim mun fastar sem hann nálgast hættuna meir, sem sagt útilokar möguleika sinn á því að geta stýrt framhjá hættunni ef þess væri kostur. Hemlunarvegalengdin verður allt að helmingi styttri ef viðnám dekkj- anna við veginn er fullnýtt án þess að dekkin renni. Þetta atriði þarf að kenna og æfa, ef ungir ökumenn eiga að geta nýtt sér það. Vandamálið er bílstjórinn Eitt af því sem ökumaður, er ekur á miklum hraða, þarf að hafa í huga eru dekkin. Við hraðan akstur hitna dekkinn mikið og þeim mun meira þegar rifflumar fara að grynnast í bananum. Dekk yfírhitna meira en eðlilegt er og þá er hætt við að strigi fari að rifna í hliðunum og vírinn að slitna í bananum. Gerist þetta getur dekkið hvellsprungið þegar álagið er sem mest og síst skyldi. Oft undrast ég hvað menn taka mikla áhættu þegar þeir keyra á mikl- um hraða undan brekku í beygjum, það er eins og menn geri sér ekki grein fyrir því að við þessar aðstæður er aðalálagið, vegna stefnubreytinga og fallþunga bflsins, orðið á ytra framhjóli í beygjunni, ekki á sólanum heldur á hliðum dekksins. Sé dekk mjög vír- eða strigaslitið við þessar aðstæður er það lífshættulegt. Sumir hafa verið að tala um að það þyrfti að bæta öryggisbúnað í bílum til þess að draga úr líkamlegu tjóni í umferðarslysum, t.d. með því að setja loftpúða fyrir framan bíl- stjóra og farþega í framsæti. En hvað með farþegana í aftursætinu sem oft eru böm? Ég hef ekki á móti því að öryggisbúnaður í bílum sé sem bestur en vandamáliö er ekki öryggisbúnað- ur heldur bílstjórinn. Menn vilja oft kenna aðstæðum um þau óhöpp sem þeir verða fyrir, en gleyma því að það er bflstjórans að meta aðstæður hveiju sinni, en ekki vegarins að skapa þær aðstæður sem bílstjórinn vill að séu til staðar, þar sem hann ekur á hveijum tíma. Það er nauðsynlegt að ökumenn hafí í huga að hæfni mannsins til þess að geta stjómað bfl, við hvaða aðstæður sem er, er takmörkuð og hæfni bílsins til þess að geta Iátið að stjóm, við hvaða aðstæður sem er, er einnig takmörkuð. Þetta fer alveg eftir því hverrar tegundar bíllinn er, hver búnaður hans er og ástand veg- ar. Okumaður verður að meta hæfni sína lágt, ef öryggið á að vera tryggt. Væri ekki rétt að velta ýmsu af því, sem hér hefur verið drepið á, fyrir sér og vita hvort eitthvað af því mætti ekki betur fara. GUÐVARÐURJÓNSSON Hamrabergi 5, 111 Reykjavík Ymis starfsemi í Hall- grímskirkju í vetur NÆSTKOMANDI sunnudag, 1. október, hefjast að nýju fræðslumorgnar í Hallgríms- kirkju og verða þeir hvern sunnu- dag kl. 10 f.h. í október og nóv- ember eins og verið hefur undanfarin ár. í tilefni af því að Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað': þetta ár umburðarlyndi verða fyrirlestrar þriggja fyrstu fræðslumorgn- anna helgaðir því efni. Næstkomandi sunnudag, 1. október, kl. 10 f.h. flytur dr. Páll Skúlason pró- fessor fyrirlestur um umburðar- lyndi, sunnudaginn 8. október ræðir Ævar Kjartansson dag- skrárgerðarmaður um kyn- þáttafordóma og sunnudaginn 15. október flytur dr. Hreinn Pálsson skólastjóri Heimspeki- skólans erindi um uppeldi til umburðarlyndis. Að þessum fyrirlestrum lokn- um verða fluttir fyrirlestrar um ýmis trúarleg og siðfræðileg efni. Þann 22. október flytur séra Jón Bjarman sjúkrahús- prestur erindi um örvæntinguna sem hann nefnir Þegar maður missir tökin. Viku síðar, þann 29. október ræðir séra Sigurður Pálsson um trú milli vonar og ótta og 5. nóvember flytur séra Karl Sigubjörns- son erindi sem nefnist Hvar eru hinir dánu? Sig- ríður Guðmunds- dóttir hjúkrunar- fræðingur, skrif- stofustjóri al- þjóðaskrifstofu Rauða kross ís- lands, flytur síð- an erindið Alls- nægtir - alls- leysi þann 12. nóvember. Mótettukór Hallgrímskirkju æfir nú jólaórat- óríu Bachs til flutnings um jól- in. Hörður Áskelsson organisti og söngstjóri mun kynna óratór- íuna og fleira í erindi sem hann mun flytja með tóndæmum þann 19. nóvember undir yfirskrift- inni Bach og jólin. Síðasti fræðslumorgunn fyrir jól verður 26. nóvember, en þá mun séra Kari Sigurbjörnsson ræða um guðsmyndina í erindi sem hann nefnir Hann Guð eða hún? í byrjun febrúar verður svo þráðurinn tekinn upp að nýju og verður það auglýst þegar þar að kemur. Séra Karl Sigurbjörnsson, séra Ragnar Fjalar Lárusson. Jöfur NYBYLAVEGUR V Toyota DALBREKKA AUÐBREKKA Nýbýlavegi 4, (Dalbrekkumegin) Kópavogi, sími 554 5800. HEFSTI 0PNUM KL. 8 MEÐ VÖRUP Á FRÁBÆRU VERÐI ■>, * -V; '• C Jakkaföt frá kr. 14.900 Stakir herrajakkar frá kr. 4.900 Stakar herrabuxur frá kr. 900 Vesti frá kr. 1.990 Dömujakkar frá kr. 4.900 Pils frá kr. 900 Dömubuxur frá kr„ 900 Efnisbútar í úrvali, frábært verð. Og margt, margt fleira á ótrúlega lágu verði. Opið föstudag frá kl. 8 - 19 Laugardag frá kl. 8— 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.