Morgunblaðið - 29.09.1995, Síða 50

Morgunblaðið - 29.09.1995, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Gulrætur í þessum þætti segír Kristín Gests- dóttir okkur frá gulrótum, sem hún metur mikils og ræktar lífrænt. VAFALAUST er gulrótin vinsælasti garðávöxtur- inn. Hún er mjög A-vít- amínrík en í henni er líka C-vít- amín og steinefni. Mesta víta- mínið er í hýðinu og við það, nýjar íslenskar gulrætur ætti því hvorki að skafa né afhýða, held- ur þvo vel. Séu gulrætur soðnar óskafnar, er auðvelt að stijúka himnuna af að suðu lokinni. ís- lendingar rækta eingöngu sum- argulrætur, en h'ka eru til vetrar- gulrætur, sem hafa lengra geymsluþol en eru ekki eins ljúf- fengar. Sumargulrætur eru mjög mjúkar og safaríkar og því góðar hráar, en vetargulrætur eru grófari og seig- ari og henta síð- ur hráar nema niðurrifnar. Álit- ið er að uppruni gulrótarinnar sé Mið-Asía og Austurlönd en þar uxu villtar beiskar, harðar gulrætur um 2.000-3.000 árum f. Kr. Þessi villta gulrót var kynbætt í Mið- jarðarhafslönd- um, en hvemig og hvenær er ekki vitað. Fyrstu sagnir af gulrót líkri þeirri sem við þekkjum eru frá 12. öld. Spænskur Arabi getur um tvær tegundir, fagur- rauða, safamikla og góða og aðra gulgræna grófa. Fagurgula gulrótin, sem við þekkjum, kom ekki fram fyrr en löngu síðar. Sjá má þær á hol- lenskum 17. aldar málverkum og þær urðu ekki algengar í Evrópu fyrr en á síðustu öld. Gulrætur voru ekki til í Ameríku þegar hún fannst en Indjánar hófu fljótlega ræktun þeirra eftir að farið var að flytja fræ vestur um haf. Nýsprottnar gulrætur eru afar ijúffengar hráar eða snöggsoðnar í smjöri. Gulrótarrúllur Nokkar meðalstórar gulrætur hnífur með rauf tannstönglar kalt vatn 1. Burstið gulrætumar vel, skerið síðan í þunnar sneiðar langsum með hnífi með rauf (kartöfuhnífi). Vefjið rúllumar upp og festið saman með tann- stönglum. 2. Setjið kalt vatn í skál, legg- ið rúllumar í vatnið og geymið í kæliskáp í minnst 4-6 klst. 3. Hellið vatninu af, takið tannstönglana úr og rúllurnar haldast stífar. Athugið: Þetta er skemmtilegt að bera fram með ídýfu. Smj örsoðnar g-ulrætur með steinselju 200-300 g frekar smáar gulrætur 1 msk. matarolia 30 g smjör tsk. salt nýmalaður pipar fersk steinselja 1. Burstið gulræturnar vel, skafið ekki. Ef gulræturnar eru nýuppteknar þarf ekki að skera allt laufið af, heldur má skilja eftir um 2 sm bút af því og borða hann með. Ef gulræturnar eru stórar, þarf að skera þær langs- um í stafi. 2. Seijið matarolíu og smjör í lítinn pott. Hafið hægan, hita. Setjið gulrætur í pottinn, stráið salti yfir og sjóðið við mjög hæg- an hita í 5-7 mínútur. Gott er að hrista pottinn öðru hveiju. 3. Klippið steinselju yfir og berið strax á borð. Athugið: Þetta er mjög hent- ugt að sjóða í örbylgjuofni. Næsta uppskrift er úr bók minni Minna mittismál. Gulrótarbúðingur með laxi eða rækjum 4 dl fínt rifnar gulrætur __________1 dl mjólk________ 2 dl brauðrasp eða mulið Ritzkex 3 eggjarauður lótsk, salt (sleppið því ef þið notið Ritzkex) ’/b tsk. múskat _________3 eggjohvítur_______ nokkrgr sneiðar reyktur eða grafinn lax eða 200 g rækjur fersktdill 1. Rífið gulræturnar. Setjið ásamt mjólk í pott og sjóðið við hægan hita í sjö mínútur. (Þetta má sjóða í örbylgjuofni). Hellið síðan á sigti, hafíð skál undir og geymið mjólkina. Setjið brauð- rasp eða mulið Ritzkex í mjólkina látið blotna eins og hægt er. 2. Hrærið eggjarauður með múskati og salti og setjið saman við raspblönduna. Þeytið eggja- hvítur og setjið saman við. 3. Smyijið aflangt álmót 20x8 sm. Stráið raspi í mótið. Setjið maukið í mótið. 4. Hitið bakaraofn í 200 C°, blástursofn í 180 C°, setjið í miðjan ofninn og bakið í 25-30 mínútur. (Þetta má baka í ör- bylgjuofni en mun skemur, tími fer eftir styrkleika ofnsins. 5. Skerið niður með mótinu og hvolfið á fat. Ef þið notið reyktan eða grafinn lax er þetta borið fram kalt, en með rækjum er betra að það sé heitt. Hitið þó ekki rækjurnar. 6. Klippið dill yfir laxinn eða rækjurnar. Meðlæti: Ristað brauð og smjör. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 9-5 frá mánudegi til föstudags Ófremdarástand í Miðbænum HAFLIÐI hringdi og vildi taka undir með manninum sem kvartaði undan stöðu- mælavörðum í miðbæ Reykjavíkur í Velvakanda fyrir skömmu. Hafliði sagði að verðirnir fari off- ari í starfi og séu að gera út af við alla umferð í bænum. Þetta hefur farið versnandi síðastliðnar vik- ur og hann er virkilega óhress með þetta. Tryggvi Gíslason í BLÓMA- og gjafavöru- verslunina Biómið, Grens- ásvegi 60, kom Tryggvi nokkur Gíslason og keypti þar vörur sem hann síðan gleymdi. Hann er frá Akur- eyri en var nýkominn frá Skotlandi. Eigendum versl- unarinnar er mikið í mun að Tryggvi fái vörurnar sínar og ef hann les þessar línur þá eru hann, eða ein- hveijir sem þekkja hann, vinsamlega beðnir að hafa samband við verslunina. Góð grein ÞORLEIFUR Guðlaugsson hringdi og vildi þakka Dagrúnu Kristjánsdóttur fyrir góða grein í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag. Hann segir að greinin sé eins og úr sínu hjarta töluð. Komi hún inn á ýmis mál sem gott var að fá fram í dagsljósið. Gæludýr Skyndikynni! DIMMA hin hárprúða hef- ur hug á að eignast kettl- inga og leitar þvi að föður handa verðandi bömum sínum. Hún vill síðhærðan, geðgóðan og kurteisan kavalér en ekki er bráð- nauðsynlegt að um æðar hans renni blátt blóð. Ekki hefur hún heldur áhuga á að borga fyrir greiðann. Guðlaug, - umboðsmaður Dimmu, mun sjá um valið fyrir hennar „loppu“ og hægt er að ná í þær stöllur í síma 564-3938 á kvöldin. KIói er týndur KLÓI er tveggja ára síams- köttur sem hvarf úr Stiga- hlíð 35 að kvöldi 18. sept- ember sl. Hann er með margbrotið skott og er tattóveraður í eyra R- 4025. Þeir sem kynnu að hafa séð til hans í hverfun- um í kring eru beðnir að láta Jónínu vita í síma 568-2392. Týndur köttur GRÁ fjögurra mánaða læða fór að skoða heiminn sl. sunnudagskvöld og síð- an hefur ekkert til hennar spurst. Hún á heima í Steinaseli og hafi einhveij- ir í nærliggjandi hverfum orðið varir við hana eru þeir beðnir að láta vita í síma 557-2376. Tapað/fundið Giftingarhringur GIFTINGARHRINGUR tapaðist á Reykjavíkur- svæðinu fyrir nokkru. Inn- an í hringinn eru stafirnir HK letraðir. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 552-1640. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í viður- eign tveggja stórmeistara í þýsku Bundesligunni í vor. Ungveijinn Zoltan Almasi (2.620) hafði hvítt og átti leik gegn Willie Watson (2.525), Englandi. 34. Hxf7! og svartur sá sig nauðbeygðan—til að gefast upp. Hann er mát .ef hann tekur hrókinn: 34. — Kxf7 35. De7+ og mát í næsta leik, eða 34. - Hxf7 35. De7+ og mát í næsta leik, eða 34. - Hxf7 35. De8+ og óveijandi mát í öðrum leik. Skemmtikvöld skák- áhugamanna í kvöld kl. 20 í Skákmiðstöðinni við Faxa- fen. Fylgst verður með 12 einvígisskák Kasparovs og Anands í New York og tefld hraðskák. Með morgunkaffinu í auglýsingunni. Ég er alveg laus við alla appel- sínuhúð. Ást er... að fara í ökuferð í gamla blæjubílnum hans. TM Bog. U.S. Pat Ofl. — all dghte resorvod (c) 1896 Loa Angeies Tlmes Syndicato ÞETTA er þér að kenna! Þú sagðist vilja fara eitt- hvert í frí, burt frá öllu. AUÐVITAÐ veit ég hvað eyðslukló er. Ég er sjálfur . giftur einni. Farsi HlCRo COMPUTERS I NC. 7-18 C1995 Farcus CmoonsMél. &v UrtvtfSal Piass S«ndc»le WAISbtASS/CCUVTUMW „ Eg get ctcti, ennþá s'eb LyidaborHb." Víkveiji skrifar... RÉTTINDI kvenna í heiminum hafa mjög verið til umræðu að undanfömu og hefur margt bor- ið á góma í því sambandi. Þessi umræða er þörf og þó margt hafi breyst á liðnum áratugum er alveg ljóst að betur má ef duga skal. Vinkona Víkverja er mikil bar- áttukona fyrir jafnrétti kynjanna. Hún hefði vel getað verið á ráð- stefnunni í Kína svo mjög ber hún málin sem þar voru rædd fyrir brjósti. Oftsinnis hefur Víkveiji heyrt þessa ágætu kona ræða jafn- réttismálin af miklum eldmóði og þunga og hefur oft verið henni sam- mála. Það var síðan einn daginn fýrir skömmu að konan hringdi heim til skrifara og eftir vinsamlegt spjall um daginn og veginn sagðist hún eiga erindi við húsmóðurina; hvort hún væri við. Þær tóku síðan tal saman konurnar og fóm víða í sam- talinu. Að lokum bar vinkonan upp erindið, það var sum sé að bjóða í bamaafmæli. Vinkonan bauð eigin- konu skrifara og dóttur þeirra í afmælið. Víkveija dagsins var ekki boðið, en eflaust hefði hann mátt koma ef hann hefði sótt það fast. Skrifari veltir því fyrir sér hvers vegna honum var ekki boðið eins og eiginkonunni og dótturinni. Eiga feður ekki erindi í afmæli með börn- um sínum? Em þessi samkvæmi eingöngu fyrir konur og börn að mati jafnréttiskonunnar góðu? Þurfum við kallarnir kannski að setjast niður og ræða þessi mál, þó við förum ekki alla leiðina til Kína út af þessu! XXX NOKKUR ár hefur skrifari séð einn og einn mann róta í rusla- fötum í borginni í leit að gosflösk- um eða dósum. Þetta fólk er oft orðið roskið og hefur greinilega ekki úr miklu að moða. Síðustu mánuði hefur skrifari velt því fyrir sér hvort þessu fóiki fari fjölgandi og hvort það sé stöðugt yngra fólk sem gerir út á það sem aðrir henda frá sér. Fátækt er fylgifiskur at- vinnuleysis og annarra erfiðleika í lífinu og sú spurning vaknar hvort svo sé komið í velferðarríkinu ís- landi, einu auðugasta ríki heims, að velferðin sneiði hjá garði fleiri og fleiri. xxx ORFÆRUMÓT kraftmikilla jeppa og sérútbúinna bíla á vinsældum að fagna hjá stórum hópi fólks. Víkvetji er ekki í þeim hópi; hann hefur reyndar í mörg ár haft horn í síðu þessarar keppnis- greinar. Sem betur fer keppa þess- ir menn yfirleitt á sandflákum og svæðum þar sem lítinn eða engan gróður er að finna. I einni keppn- inni nú síðsumars fór svona keppni þó fram í mýrarflákum og spændu kraftmiklir bílarnir upp grasi grón- ar og fallegar mýrarnar. Skrifara finnst lágmark að krefjast þess að svona mót fari fram á gróðursnauð- um svæðum þar sem lágmarkstjón er unnið á náttúrunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.