Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skur ðhj úkrunarfr æðingar náðu samkomulagi við vinnuveitendur Vaktavinna tekin upp Morgunblaðið/Ásdís ELÍN Ýrr Halldórsdóttir, talsmaður hjúkrunarfræðinga, og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastfóri á Landspítal- anum, eftir erfiðar samningaviðræður í gær. TALSMENN skurð- og svæfinga- hjúkrunarfræðinga á Landspítala og Borgarspítala náðu samkomu- lagi við vinnuveitendur sína í gær. Með samkomulaginu stunda hjúkr- unarfræðingarnir vaktavinnu í stað dagvinnu. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri á Landspítala, og Erna Einarsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri Borgarspítalans, segja sam- komulagið spara sjúkrahúsunum Jiegar til lengri tíma sé litið. Elín Ýrr Halldórsdóttir, talsmaður hjúkrunarfræðinganna, telur að ekki verði umtalsverð breyting á kjörum hjúkrunarfræðinganna. Anna sagði að samið hefði verið um að hjúkrunarfræðingarnir væru vaktavinnufólk. Hjúkrunarfræðing- ar af dagvakt verða leystir af síð- degis. Sá hópur verður á kvöldvakt til kl. 23 og svokallaðri bundinni vakt fram á morgun. Bundnar vakt- ir fela í sér að hjúkrunarfræöingur- inn er í húsinu og svarar öllum köllum strax. Á sama tíma verður annar hópur á svokallaðri gæslu- vakt, þ.e. útkallsvakt, og er kallað eftir aðstoð hans eftir þörfum. Anna Stefánsdóttir sagði að eitt af meginmarkmiðunum hefði verið að koma í veg fyrir að greiða þyrfti tvöfalt yfirvinnukaup eftir sextán tíma vinnu. Með samkomulaginu væri að mestu komist fyrir að greiða þurfi þann kostnað. Sam- komulagið gerði einnig ráð fyrir annarri leið og fælist hún í þvi að hægt væri að semja við hvern og einn um frídaga. Yfirvinna minnkar Aðspurð sagði Anna að sam- komulagið hefði í för með sér að yfirvinna minnkaði og taldi hún að kostnaður sjúkrahúsanna myndi minnka þegar til lengri tíma væri litið. Hún sagði að nýja fyrirkomu- lagið rúmaðist innan ramma kjara- samninga eins og stefnt hefði verið að. Erna Einarsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri Borgarspítala, sagðist telja að gert hefði verið gott samkomu- lag. Samkomulagið hefði í för með sér möguleika á betri tækjanýtingu, betra starfsumhverfi og síðast en ekki síst meira öryggi. Um fjár- hagslegu hliðina sagðist hún telja að spamaðurinn yrði ekki eins mik- ill og gert hefði verið ráð fyrir. Hins vegar teldi hún að sparnaður myndi nást til lengri tíma. Hún sagði að samningurinn hefði hlotið góðar undirtektir hjá hjúkrunar- fræðingunum og hefðu þeir skrifað undir nýjan ráðningasamning í gær. Eðlileg starfsemi hafin Elín Ýrr Halldórsdóttir sagði að hjúkrunarfræðingarnir hefðu verið í erfiðri aðstöðu því yfirvinnan hefði verið mismikil eða óþekkt stærð fyrir. „Við höfúm því verið að reyna að gefa okkur einhveijar forsendur til að hægt sé að gera samanburð og komast að samkomulagi. Með bundnu vöktunum teljum við að náðst hafi nokkur jöfnuður," sagði hún og tók fram að samkomulagið gæti hugsanlega haft í för með sér að hæstu laun lækkuðu og lægstu hækkuðu. Elín sagði að nokkuð margir væru búnir að skrifa undir nýjan ráðningarsamning og ekki væri vitað um neinn sem ekki ætl- aði að endurráða sig. Þegar Elín Ýrr var spurð að því hvort ekki hefði verið kominn tími til að breyta vinnufyrirkomulagi hjúkrunarfræðinganna, sem unnið hafa allt að sólarhring í senn, sagði hún að hjúkrunarfræðingar hefðu alltaf verið tilbúnir til að gera vinnutímabreytingar. Hins vegar hefðu þeir ekki viljað fórna launun- um sínum fyrir breytinguna. Landsbanki Islands yfirtekur hluta af seiðum þrotabús Silfurlax hf. Útlendingar með í viðræðum um kaup VIÐRÆÐUR standa nú yfir við að- ila sem lýst hafa áhuga á að kaupa rekstur þrotabús Silfurlax hf. í Hraunsfirði á Snæfellsnesi _ og á Núpum í Ölfusi. Að sögn Ásgeirs Magnússo'nar, skiptastjóra þrota- búsins, koma erlendir aðilar við sögu í þessum viðræðum, en að öðru ieyti vildi hann ekki tjá sig um þær í samtali við Morgunblaðið. Heildarskuldir þrotabúsins eru um 500 milljónir króna og eru kröfuhafar bæði erlendir og inn- lendir. Stærstu innlendu kröfuhaf- arnir eru Framkvæmdasjóður með 67 milljónir króna, Landsbanki ís- lands með 45 milljónir og Byggða- stofnun með 31 milljón, en Byggða- stofnun á veð í fiski sem á að skila sér í hafbeitarstöðina í Hraunsfirði sumarið 1997. í seiðaeldisstöð þrotabúsins á Núpum í Ölfusi og leigustöðvunum Læk í Ölfusi, Hallkelshólum í Gríms- nesi og Laugum í Hrunamanna- hreppi, sem er í eigu Framkvæmda- sjóðs, voru við gjaldþrotið talsvert á Qórðu milljón laxaseiða sem ala átti fyrir seiðasleppingu vorið 1996, og þar að auki talsvert á aðra milljón hrogna og kviðpokaseiða, eða sam- tals um 5,5 milljónir seiða. Heiniilað að ráðstafa seiðunum án endurgjalds Að sögn Ásgeirs Magnússonar hefur þrotabúið lýst því yfir að það muni ekki nýta sér leigusamning- ana við Framkvæmdasjóð áfram og sjóðnum því heimilt að ráðstafa stöðvunum til annarra leigutaka. Þá hafi það orðið að samkomulagi við Framkvæmdasjóð að þau seiði sem í stöðvunum eru yrðu þar áfram og þá hugsanlega til ráðstöfunar fyrir þá leigutaka sem hugsanlega myndu taka stöðvarnar yfir eða aðra aðila. Hann sagði að þeim aðilum, sem ættu veð í seiðum þrotabúsins, hefði verið tilkynnt að þrotabúið sæi sér ekki fært að fóðra seiðin áfram með tilheyrandi kostnaði og ef það ætti að gerast yrðu veðhafarnir sjálfir að ábyrgjast það vegna búsins. Veð- hafamir hefðu ekki taiið forsendur fyrir því þar sem svo mikil óvissa væri fyrir sölu á seiðunum og lýstu þeir yfir að þeir myndu ekki taka þá ábyrgð á sig og þann kostnað. Skiptastjóra hefði því verið heimilað að ráðstafa þessum seiðum án endurgjalds. Ásgeir sagði að Landsbankinn, sem ér aðalveðhafinn í þeim stöðvum sem þrotabúið á, hefði hins vegar lýst því yfir að hann hefði hug á því að taka við þeim hluta seiðanna sem væri yfir 20 grömm, en bankinn hyggst gera ráðstafanir til að unnt verði að sleppa-þeim í sjó á næsta ári. Um er að ræða 1,2-1,5 milljónir seiða, og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Landsbankinn þegar hafið flutning á umræddum seiðum í lón sem er við eldisstöðina í Hraunsfírði. Tvö sýslu- mannsem- bætti lögð niður TVÖ sýslumannsembætti, í Ólafs- firði og Bolungarvík, verða lögð niður 1. mars á næsta ári, sam- kvæmt tillögum sem fyrir liggja og eru hluti af sparnaðartillögum dómsmálaráðuneytisins. Tillögurn- ar eru settar fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár, sem kynnt var á Alþingi í gær. Lagt er til að embættið í Bolung- arvík sameinist embætti sýslu- manns á ísafirði og sýslumanns- embættið í Ólafsfirði sameinist embætti sýslumanns á Akureyri. Högni Kristjánsson, fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu, sagði að við það að leggja þessi tvö embætti niður myndi nást tæplega 15 millj- óna króna sparnaður. Ólafsfirðingar hyggjast ekki gefa sýslumannsembættið _ eftir baráttulaust, en bæjarráð Ólafs- fjarðar fjallaði um málið á fundi í gærkvöld. Jónas Guðmundsson, sýslumað- ur í Bolungarvík, vildi ekki tjá sig • um málið í gær að öðru leyti en því að enginn verkefnaskortur væri hjá embættinu. Við embættið eru 3,5 stöðugildi og að auki tveir lög- regluþjónar í fullu starfí. ■ Gefa ekki eftir/12 -----♦ ♦ ♦----- Skorað á Salóme í vara- formennsku ÁSKORUN á Salóme Þorkelsdótt- ur, fyrrverandi forseta Álþingis, að sækjast eftir kjöri sem varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í næsta mánuði, kom fram á fundi sjálfstæðiskvenna á Reykjanesi í fyrrakvöld. „Það er rétt að þetta kom fram á fundinum, en það er nú alltaf verið að nefna nöfn í sambandi við alls konar framboð. Það er ekki um það að ræða að bjóða fram í kjöri um formann eða varaformann, það eru allir í kjöri,“ sagði Salóme. „Ég vil annars ekkert um þetta segja. Þetta er mál, sem er til skoðunar hjá konum í flokknum," sagði Salóme. „En það er mikill hugur í konum.“ Tillögu Landssambands sjálf- stæðiskvenna, um að fjölgað verði í flokksforystunni, hefur verið vísað til framkvæmdastjórnar Sjálf- stæðisflokksins. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins var meirihluti fulltrúa á miðstjómar- fundi flokksins, sem haldinn var í gær, ekki hlynntur slíkri skipulags- breytingu fyrir landsfundinn. Umræður um stefnu- ræðu í kvöld FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson flytur stefnu- ræðu ríkisstjómar sinnar á Alþingi í kvöld og að því loknu hefjast umræður. Umræðurn- ar heQ'ast klukkan 20.30 og þeim verður sjónvarpað og útvarpað beint. Fulltrúar allra flokka sem eiga fulltrúa á þingi fá af- markaðan ræðutíma vegna umræðurnar. Eigendum Lyfju sagt upp RÓBERT Melax og Inga Guðjónssyni lyfjafræð- ingum, sem hyggja á rekstur apóteks í Reykja- vík og hafa fest kaup á 300 fermetra rými á jarðhæð Globus-hússins í Lágmúla 5 undir fyrir- tæki sitt, Lyfju hf., var síðastliðinn laugardag fyrirvaralaust sagt upp störfum hjá lyfjafyrir- tækinu Astra ísland, sem er í eigu Astra Dan- mark og Pharmaco er með umboð fyrir hér á landi. Að sögn Róberts er ástæða uppsagnarinnar sú að Astra og Pharmaco óttast um viðskipti sín við apótekara. Sindri Sindrason, fram- kvæmdastjóri Pharmaco, segir að ástæða upp- sagnarinnar sé að það henti ekki að starfsmenn Pharmaco séu jafnframt í samkeppni við við- skiptavini Pharmaco. Róbert, sem var yfirmaður Astra Islands, hefur þegar látið af störfum, en Ingi vinnur út Starfsmenn eiga ekki að vera í samkeppni við við- skiptavini, seg'ir fram- kvæmdastjóri Pharmaco sinn uppsagnarfrest sem er til áramóta. Róbert sagði að uppsögn þeirra félaga sýndi að krafti apótekara hefði verið beitt gegn þeim vegna þess að þeir ætluðu að reyna að komast inn á lyfsölumarkaðinn. „Þetta er búið að vera einokun í 300 ár og það gerist ekki átakalaust að þetta brotni upp,“ sagði hann. „Það hentar ekki að starfsmenn Pharmaco séu jafnframt í samkeppni við viðskiptavini Pharmaco. Það er ósköp einfalt,“ sagði Sindri Sindrason. „Pharmaco myndi sjálft ekki, miðað við aðstæður eins og þær eru, fara út í að reka smásöluverslun í samkeppni við sína viðskipta- vini og það hentar að sjálfsögðu ekki heldur að starfsmenn í forsvari og í stjómunarstöðum þar séu í slíkri samkeppni,“ sagði Sindri. Trúnaðarbrestur Hann sagði að síðan hefði komið upp sá mögu- leiki að hugsanlegt væri að það drægist um ein- hveija mánuði að þeir opnuðú verslunina, en það breytti því ekki að það hefði átt sér stað ákveð- inn trúnaðarbrestur gagnvart þeim stöðum sem þeir hefðu gegnt í fyrirtækinu. Það ætti einkum við um annan starfsmannanna, sem hefði verið í forsvari. Hann hefði látið af störfum en hinn myndi vinna út sinn uppsagnarfrest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.