Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tillögur um að leggja niður sýslumannsembættið í Ólafsfirði Gefum embættið ekki eftir baráttulaust „ÞETTA KOM afskaplega flatt upp á okkur og það sem verra er okkur þykir sem komið sé aftan að okkur í þessu máli," sagði Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri í Ólafsfirði um tillögur dómsmála- ráðuneytis þess efnis að leggja niður embætti sýslumanns í Olafs- firði. Ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur Hálfdán sagði að þegar svipaðar hugmyndir voru ræddar í fyrra- haust um sameiningu sýslumanns- embætta hefði verið gengið út frá því að, ef um einhverja sameiningu yrði að ræða, að sýslumannsemb- Boðsmót Gunnars Bergmann í Hrísey Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Þór vann bikarinn BOÐSMÓT Gunnars Berg- manns í skák var haldið í Hrísey nýverið en til mótsins voru boðnir tíu skákmenn og voru elo-stig þeirra á bilinu 1.700 til 2.100. Mótið var fyrirhugað sem æfingamót fyrir þátttöku Ungmennasambands Eyja- fjarðar í deildarkeppni Skák- sambands Islands sem haldin verður um næstu helgi. Úrslit í mótinu urðu þau að farandbikarinn vann Þór Val- týsson á Akureyri og tók þar með bikarinn úr Hrísey, en hann hlaut 10 og 1/2 vinning, tapaði engri skák. Önnur verðlaun hlaut Jón Björgvins- son, en bronsið vann Hjörleif- ur Halldórsson, Dalvík. Gunn- ar Bergmann, sem gaf öll verðlaun lenti í 4. sæti með 7 og 1/2 vinning. ættin í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík yrðu færð undir einn hatt. „Við fengum þau svör þá að ef fallið yrði frá sameiningar- áformum á Reykjavíkursvæðinu yrði ekki farið að níðast á minni embættum úti á landi. Nú virðist ákveðið að leggja niður tvö minnstu sýslumannsembættin og það þykir okkur sem ráðist sé á garðinn þar sem hann er lægstur. Eg á ekki von á öðru en við mun- um bregðast við og mótmæla þess- um áformum harðlega." Bæjarstjóri nefndi að þegar rætt var um sameiningu sýslu- mannsembætta í fyrrahaust hafi komið fram að einungis væri yrði um að ræða að fjármunir yrðu færðir úr einum vasa í annann. í raun yrði ekki um að ræða neinn sparnað fyrir þjóðarbúið. Hann sagði að gengið væri út frá því að Ólafsfirðingum yrði veitt einhver þjónusta og nefndi að lög- lærður fulltrúi frá sýslumanns- embættinu á Akureyri hefði fasta viðveru í klukkustund á viku á Dalvík, en Dalvíkingum væri veitt þjónusta þaðan. Hann hafði í gær ekki heyrt með hvaða hætti ætlun- in væri að þjóna Ólafsfirðingum eftir að sýslumannsembættið yrði lagt niður. Bæjarráð Ólafsfjarðar kom saman á fund í gærkvöld og þar var málið til umræðu. „Ég býst við hörðum viðbrögðum okkar Ól- afsfirðinga við þessi áform, við munum ekki gefa embættið eftir baráttulaust," sagði Hálfdán, en sýslumaður hefur setið í Ólafsfirði í hálfa öld eða frá því bærinn fékk kaupstaðaréttindi árið 1945. ÞÝSKI togarinn Eridanus landar Morgunblaðið/Kristján 300 tonnum af þorskflökum Þýskur togari landar ÞÝSKI togarinn Eridanus, sem er í eigu Mecklenburger Hoc- hseefischerei, kom til Akur- eyrar á sunnudag, með 300 tonn af frystum þorskflökum en það jafngildir um 670 tonn- um upp úr sjó. Togarinn var við veiðar í Barentshafi og tók túrinn rúma 50 daga. Eftir að löndun lýkur heldur togarinn á karfaveiðar, annað hvort við Grænland eða á Reykjaneshrygg. Mecklenbur- ger, sem er að stærstum hluta í eigu Útgerðarfélags Akur- eyringa hf., gerir út 6 togara og eru önnur skip félagsins á karfaveiðum á Reykjanes- hryggnum. Því er óvíst með frekari löndum út togurum f élagsins á Akureyri á næst- unni. Verkefnastaða hjá Slippstöðinni-Odda hf. hefur batnað verulega Breyting- ar á þýsk- um risa- togara ÞÝSKI risatogarinn Hannover kom til Akureyrar í gær en næstu fimm vikurnar verða gerðar breyt- ingar á vinnslubúnaði hans í Slipp- stöðinni-Odda hf. Fyrirtækið Sea Flower White fish Corporation, keypti togarann fyrir skömmu en að því standa m.a. íslenskar sjár- varafurðir hf., ásamt erlendum aðilum. Togarinn verður gerður út til veiða og vinnslu á lýsingi, út frá ströndum Namibíu. Slippstöðin- Oddi mun sjá um þær breytingar sem þarf að framkvæma til vinnslu á lýsingi og einnig verða gerðar borð, áður en nýjir eigendur taka við rekstri skipsins. „Það var hafist handa við verk- ið strax og skipið kom í morgun, [gærmorgun] enda er tíminn sem við höfum til Ijúka því mjög knapp- ur . Við munum ekki setja upp vaktir til að byrja með en það verður talsverð yfirvinna," sagði Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar Odda. Ingi sagði að verkefnastaða fyrirtækisins væri mjög góð um þessar mundir og mikið um að vera bæði í slippnum og í flotk- vínni. „Vegna þess hversu mikið O' iiítf # ¦ '''. 14 3C* 1- imSk ¦¦¦;¦. • . ^^^^jt i ¦ t • íí J 1 1 .?.» t - , ÆBk ¦ 1 • { ^^| &•'¦ . * Risatogari á Akureyri Morgunblaðið/Kristján ÞÝSKI togarinn Hannover er engin smásmíði, enda um 92 metrar að lengd. Hann er orðinn um 20 ára gamall en þykir engu að síður mjög gott skip. er að gera, höfum við þurft að .til að taka þátt í verkum með efni á skoðunarstigi og gerir Ingi leita eftir vinnuafli frá öðrum fyr- irtækjum í bænum og víðar. Við munum ekki ráða fleira fólk til starfa til okkar, heldur leita frekar til annarra fyrirtækja og fáum þau okkur," sagði Ingi. Hann segir að þótt verkefna- staðan sé góð næstu vikurnar, sé erfitt að sjá lengra en fram í nóv- ember. Hins vegar séu mörg verk- sér góðar vonir um fá eitthvað af þeim. „Ég er því alls ekki svartsýnn og tel að við þurfum alls ekkert að óttast veturinn." Barna- og unglingakór Æfingar að hefjast BARNA- og unglingakór Akur- eyrarkirkju er nú að undirbúa sitt fjórða starfsár. Lágmarks- aldur söngvara í kórnum er 9 ár og eru áhugasamir nýir söngvarar velkomnir að taka þátt í starfi kórsins. Starfandi verður í vetur und- irbúningskór barna yngri en 9 ára og er fyrsta æfing á morg- un, fimmtudaginn 5. október kl. 15. Fastur æfingatími undirbún- ingskórs er frá kl. 15 til 15.40 á fimmtudögum og kl. 15.45 til 17 fyrir barna- og unglinga- kór. Stjórnandi kórsins er Hólm- fríður Benediktsdóttir sem veit- ir nánari upplýsingar sem og einnig Björn Steinar Sólbergs- son organisti. Utgerðar- félagið vill selja togara GAMLI Svalbakur EA, togari Útgerðarfélags Akureyringa hf. er til sölu og segir Björgólf- ur Jóhannsson, fjármálastjóri fyrirtækisins, að fyrirspurnir hafi borist um togarann bæði frá innlendum og erlendum aðilum. Einnig hafa erlendir aðilar sýnt áhuga á togaranum Hrímbaki EA, sem ÚA hyggst einnig selja, fáist viðunandi verð. Hrímbakur EA er í fullum rekstri og kom hann að landi sl. sunnudag með 85-90 tonn af blönduðum ísfiski. Gamli Svalbakur EA hefur hins vegar ekki veiðileyfi í íslenskri lög- sögu. Björgólfur sagðist telja ágætis líkur á að fyrirtækið næði að selja bæði skipin en hann gat hins vegar ekki sagt til um hvað gert yrði í fram- haldinu. Birningur en ekki Birtingur VEGNA fréttar í Morgunblað- inu 29. september síðastliðinn, af nýjum veitingastð í gamla BSA húsinu á Akureyri hefur fjölskylda Kristjáns heitins Kristjánssonar beðið blaðið um að birta leiðréttingu. Kristján Kristjánsson, stofn- andi og eigandi BSA var yfír- leitt kenndur við fyrirtæki sitt og nefndur Kristján á BSA. Stöku sinnum var heyrðist hann kallaður Kristján Birning- ur og þá kenndur við Birnings- staði í S-Þingeyjarsýslu þar sem hann ólst upp, en aldrei Birtingur eins og hann var nefndur-í téðri frétt. í ¦ \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.