Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 44
-t- L*TT# alltaf á Miðvikudögum ®1T0l!StlM$lM^ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTOBER 1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Þjóðhagsáætlun Einka- neysla vex EINKANEYSLA almennings hefur aukist umtalsvert á þessu ári vegna aukins kaupmáttar. Tölur um heildarveltu skv. virð- isaukaskattskýrslum gefa ótv- írætt til kynna aukna eftirspurn eftir neysluvörum. Fyrstu sjö mánuði ársins jókst innflutningur á neysluvör- um um 6,2% miðað við sama tíma í fyrra og áberandi aukn- ing hefur orðið í innflutningi á bílum. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsáætlun sem gerir ráð fyrir að einkaneyslan á árinu aukist um 4,5% en sparnaður heimilanna standi í stað. Skuldir heimilanna áætlaðar 306 milljarðar Skv. ' upplýsingum Seðla- banka íslands námu skuldir heimilanna við lánakerfið 292,5 milljörðum kr. í lok síðasta árs og höfðu vaxið um 11% af ráð- stöfunartekjum. Skv. bráða- birgðatölum námu skuldir heimilanna á miðju þessu ári 306 milljörðum og er vöxturinn 4,5%. ¦ Spáð er 2% hagvexti/6 Margvíslegar breytingar á almannatryggingum samkvæmt fjárlagafrumvarpi Sjálfvirkri uppfærslu bóta og trygginga verður hætt MARGVÍSLEGAR breytingar verða á bótum almannatrygginga og sjúkratryggingum, samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi í gær. Ein veigamesta breytingin er sú, að upphæðir trygg- inga og bóta hækka ekki lengur sjálf- krafa í takt við vísitölu, heldur mun Alþingi ákveða hækkun þeirra. Áformað er að hamlað verði gegn sjálfvirkri hækkun lífeyris- og sjúkratrygginga og að framlög til þeirra verði tveimur milljörðum króna lægri en hefði orðið að óbreytt- um lögum. Skattabreytingar eru einkum þær að til að vega upp á móti tekjutapi vegna skattfrelsis lífeyrisiðgjalda er tryggingagjald á fyrirtæki hækkað um 0,5% annars vegar og hins vegar verður upphæð persónuafsláttar, barna- og vaxtabóta fryst. Skattleys- ismörk hækka engu að síður í 60.040 Skattleysismörk verða 60.040 krónur krónur vegna skattfrelsis lífeyris- greiðslnanna. Fyrri ákvörðun um að 15% ellilífeyris vérði undanþegin skattskyldu verður endurskoðuð og undanþágan afnumin á tveimur árum, en sparnaðinum varið til að hækka grunnfjárhæðir lífeyristrygginga. Bætur og tryggingar hækka ekki sjálfkrafa Áformað er að fjármagnstekjur skerði tekjutengdar lífeyrisbætur. Eingreiðslur í bótakerfinu verða af- numdar en bæturnar hækkaðar þess í stað. Greiðslu mæðra- og feðra- launa með einu barni verður hætt og greiðslur til annars og þriðja barns lækkaðar um 1.080 krónur á mán- uði. Þá verður ekkjulífeyrir felldur niður en konur, sem njóta hans nú þegar, fá greiðslur áfram. í staðinn verða heimildir til lengingar dánar- bóta rýmkaðar. Tekið verður upp gjald fyrir inn- lögn á sjúkrahús, sem verður nokk- urra þúsunda króna eingreiðsla, óháð fjölda eða lengd innlagna á ári hverju. Gjaldið á að mæta kostnaði við þjónustu, sem t.d. sjúklingar á göngudeildum greiða. Afsláttur elli- lífeyrisþega af heilbrigðisþjónustu og lyfj'um verður miðaður við 70 ár í stað 67. Þá verður hætt að greiða fyrir sjónpróf og endurtengingar vegna fyrri ófrjósemisaðgerða. Tekj- ur af glasafrjóvgunum verða auknar. 10% fjármagnstekjuskattur Fjármagnstekjuskattur verður tekinn upp á næsta ári og verður um að ræða flatan staðgreiðsluskatt, sem bankar og sparisjóðir munu sjá um að innheimta. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að nefnd um upptöku skattsins geri ráð fyrir að skatturinn verði 10% af nafnvöxtum. Ekki er gert ráð fyrir tekjum af hon- um í fjárlagafrumvarpinu, en fjár- málaráðherra telur skattinn geta skilað 400-700 milljóna krónatekjum á ári. Til að vega upp á móti frystingu barnabóta og skerðingu mæðra- og feðralauna og draga úr jaðaráhrifum tekjuskatts verður tekjutenging barnabótaauka minnkuð og á slíkt að geta aukið ráðstöfunartekjur fjöl- skyldu með 3-4 börn og 200.000 króna mánaðartekjur um 10.000 krónur. ¦ Jafnvægi og stöðugleiki/6 ¦ Fjárlagafrumvarp 1996/B1-4 Sykurbíll valt STÓR flutningabíll í eigu Kaupfélags Austur-Skaftfellinga valt í Óræfa- sveit um klukkan 13 í gær þegar vindhviða kom á hann. m Bíllinn dró gámavagn fullan af sykri. Hann var að aka upp brekku skammt vestan við Fagurhólsmýri þegar óhappið varð. Um klukkan 23 í gærkvöldi var bifreiðinni komið á réttan kjöl og virt- ist hún mikið skemmd. Engin meiðsl urðu á mönnum í þessu óhappi. Allir í strætó Morgunblaðið/RAX Festist íbaði SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík fór um klukkan 20 í gærkvöldi með sjúkrabíl og dælubíl að húsi í Graf- arvogi. Þar hafði eins og hálfs árs gamall drengur verið í baði, tekið tappann úr baðinu og stungið fingri ofan í ristina, með þeim afleiðingum að hann festist. Slökkviliðsmenn brugðu á það ráð að skrúfa ristina úr baðkerinu og flytja drenginn með hana á fingri niður á Borgarspítala. Þar tók starfsfólk sjúkrahússins við drengnum og sagaði ristina í sund- ur. Drengnum mun ekki hafa orðið meint af þessu óhappi, en niðurfall- ið var fast á fingri hans í um klukkutíma. Samkvæmt upplýsing- um frá slökkviliðinu rekur slökkvi- liðsmenn ekki minni til þess að sambærilegt atvik hafi gerst áður. Háttvís hjón Morgunblaðið/Kristinn HATTVISIVERÐLAUN Knatt- spyrnusambands íslands og VISA-ísland voru afhent í gær, en þetta er f immta árið sem KSI gengst fyrir viðurkenn- ingu af þessu tagi. Hjónin Har- aldur Ingólfsson og Jónína Víg- íundsdóttir frá Akranesi voru valin prúðustu leikmenn 1. deildar karla og kvenna og voru að sjálfsögðu mætt við afhendinguna ásamt dótturinni Unni Ýr sem er 13 mánaða gömul. ¦ Eyjamenn prúðir/B4 Leit að unglingsstúlku í Vestmannaeyjum enn árangurslaus Leitað með neðansjáv- armyndavél í höfninni LEITAÐ var með neðansjávar- myndavél í höfninni í Vestmannaeyj- um síðdegis í gær og gærkvöldi að Steinunni Þóru Magnúsdóttur, 14 ára gamalli stúlku frá Selfossi, sem ekkert hefur spurst til'síðan aðfara- nótt sunnudags. Hátt í sextíu manna lið lögreglu og hjálparsveitarmanna hafa leitað hennar frá aðfaranótt mánudags. Þar af eru þrír kafarar frá Vest- mannaeyjum og tveir frá varnarlið- inu, auk þess sem kafarar frá Suður- nesjum munu taka þátt í leitinni í dag, hafi hún engan árangur borið. Georg Lárusson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, segir að leit verði haldið áfram meðan einhver von sé til staðar. Sýslumannsembættið í Vest- mannaeyjum óskaði á mánudags- morgun eftir aðstoð Rannsóknarlög- reglu ríkisins vegna hvarfs Stein- unnar og alvarlegs nauðgunarmáls sem kom upp á sama tíma, en að sögn Georgs bendir ekkert til að tengsl séu á milli þessara mála. „Það bendir ekkert til neins sak- næms atferlis í augnablikinu. Við réðum hreinlega ekki við þessar aðstæður á einum og sama deginum þannig að það er ekkert sem hefur komið fram í þessu máli sem kallar á RLR, heldur eingöngu álag og að fá aðstoð sérfræðinga," segir Georg. Afskiptum RLR lokið Hvarf Steinunnar hefur frá upp-' hafi verið á verksviði rannsóknar- deildar lögreglunnar í Vestmanna- eyjum. Þegar haft var samband við RLR lá fyrir vitnisburður leigubíl- stjóra þess efnis að hann hefði ekið Steinunni að húsi því sem hún dvaldi í og skilið hana þar eftir, en síðar kom í ljós að um vinkonu hennar var að ræða. Um svipað leyti fannst hálsklútur sá sem Steinunn hafði borið þannig að leitin beindist að höfninni og lauk afskiptum RLR af málinu í gær. Tveir ungir menn, sem voru að aka um bæinn, sáu Steinunni seinast- ir á götuhorni skammt frá höfninni um klukkan tvp, aðfaranótt sunnu- dags. Þeir sneru bifreið sinni við um 100 metrum ofar en þeir mættu henni, en þegar þeir komu til baka var hún horfin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.