Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
Ræðismenn hjá forseta
FJÓRÐI fundur ræðismanna
Islands erlendis hófst á Hótel
Sögu í gærmorgun. Halldór
Asgrímsson utanríkisráðherra
setti fundinn. Ræðismennirnir
munu þá þijá daga sem fund-
urinn stendur hlýða á fyrir-
lestra um íslenzk málefni og
fara í skoðunarferðir. í gær
heimsóttu þeir forseta Islands
frú Vigdísi Finnbogadóttur á
Bessastöðum og hér heilsar
forseti Höllu Linker, ræðis-
manni í Los Angeles.
Spá Samtaka evrópskra álframleiðenda
Eftirspum eftir áli
eykst í Evrópu
FRAMLEIÐSLA á áli í Vestur-
Evrópu dróst saman um 5,1% á
síðasta árí en notkun jókst hins
vegar um 12,9%. J. Fokko Van
Duyne, formaður samtaka evr-
ópskra álframleiðenda, EAA,
spáði því á blaðamannafundi sam-
takanna í Brussel í gær að eftir-
spurn á hálfunnu áli myndi halda
áfram að aukast í Evrópu á næstu
árum og jafnvel komast upp í 8
milljón tonn árið 2000, en það
væri aukning um milljón tonn á
fímm árum.
Bifreiðaiðnaðurinn er stærsti
álnotandinn í Evrópu. Álframleið-
endur binda miklar vonir við hann
í framtíðinni. Bílar verða æ létt-
ari af orku- og umhverfisástæð-
um og ál er í auknum mæli notað
í stað stáls. Reiknað er með að
um 115 kg af áli verði notuð í
bifreið í framtíðinni en nú eru að
meðaltali um 65 kg af áli í bíl.
Byggingaiðnaðurinn og umbúða-
framleiðendur eru einnig mikil-
vægir viðskiptavinir álframleið-
enda.
Áldósin vinnur á
Framleiðsla á álpappír var meiri
árið 1994 en nokkru sinni og
magn áldósa fer stöðugt hækk-
andi. Árið 1987 voru um 15 millj-
arðar dósa framleiddir í Evrópu
en 26 milljarðar árið 1994. Hlut-
fall áldósa á dósamarkaðnum jókst
um 18% á þessum tíma og er nú
56%. Van Duyne telur áldósa-
markaðinn í Evrópu eiga eftir að
stækka enn.
Launakjör, félagskerfið og
umhverfiskostnaður í Evrópu eru
mikilvægir þættir í samkeppnis-
hæfni evrópskra álframleiðenda
á alheimsmarkaði. Van Duyne
varaði við of miklum umhverfis-
sköttum í ræðu sinni og sagði
að þeir gegndu oft ekki tilætluðu
hlutverki heldur rugluðu mark-
aðinn.
Sjálfstæðisfjokkurinn heldur landsfund í nóvember
Allt að 1.600 fulltrú-
ar sitja iandsfundinn
1.400 til 1.600 fulltrúar sækja 32.
landsfund Sjálfstæðisflokksins í
Laugardalshöllinni dagana 2. til
5. nóvember næstkomandi. Lands-
fundurinn verður með hefðbundnu
sniði og fer lokahófið fram á Hót-
el íslandi á laugardagskvöldið.
Þijátíu nefndir fjalla um mismun-
andi málaflokka á fundinum.
Kjartan Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri tók fram að fundur-
inn væri æðsta vald í málefnum
flokksins. Landsfundur markar
heildarstefnu flokksins í landsmál-
um og setur reglur um skipulag
hans. Á fundinum fer fram kosn-
ing formanns og varaformanns.
Því til viðbótar skulu eftirfar-
andi atriði ætíð vera á dagskrá
reglulegra landsfunda: skýrsla for-
manns flokksins um stjómmála-
þróunina frá síðasta landsfundi,
skýrsla framkvæmdastjóra flokks-
ins um flokksstarfið frá síðasta
landsfundi, kosning miðstjórnar
og tillögur miðstjórnar um lág-
mark árgjalda í sjálfstæðisfélög-
um um land allt og kjördæmis-
sjóðsgjald.
Stærsti stjórnmálafundurinn
Kjartan sagði að landsfundur-
inn væri með hefðbundnu sniði og
fulltrúafjöldi væri svipaður og á
síðustu tveimur til þremur lands-
fundum. Fundurinn væri hins veg-
ar stærsti fundur á íslandi og
stærsti stjómmálafundur í heimin-
um ef miðað væri við höfðatölu.
Nefndi Kjartan því til stuðnings
að samsvarandi fjöldi þingfulltrúa
væri 1,5 milljónir í Bandaríkjun-
um.
Val fulltrúa fer fram með tvenn-
um hætti. Annars vegar hafa kjör-
dæmisráð flokksins og fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
rétt til að kjósa ákveðinn fjölda
fulltrúa og ræðst fjöldinn af fylgi
flokksins í viðkomandi kjördæmi
í síðustu alþingiskosningum. Hins
vegar kjósa sjálfstæðisfélögin
hvert fyrir sig landsfundarfulltrúa
eftir fjölda félagsmanna.
Starfandi félög 148
Nú eru starfandi 148 sjálfstæð-
isfélög á landinu. Auk: þess eru
þeir sem sæti eiga í flokksráði
sjálfkjörnir á landsfundi. í flokks-
ráði eiga nú sæti 260 manns víðs
vegar af landinu. Landsfundur er
haldinn annað hvert ár en flokks-
ráð er kallað saman það ár sem
ekki er landsfundur samkvæmt
ákvæðum í skipulagsreglum.
Landsfundurinn fer fram í
Laugardalshöllinni í sjötta sinn.
Lokahóf fer fram á Hótel íslandi
Fólksflutningar til og frá íslandi
janúar til september 1995
Fjöldi
r~~l Aðfluttir
HHH Brottfluttir
I Brottfluttir umfram aðflutta
jan. feb. mars april maí júni júlí ágúst sept.
Brottfluttum fjölg-
ar jafnt og þétt
FJÖLDI þeirra sem hefur flust af
landi brott umfram þá sem hafa
flust til landsins er 1.035 manns
fyrstu níu mánuði ársins. Alls eru
brottfluttir á þessum tíma 3.181
en aðfluttir 2.146.
Flutningar fólks frá landinu hafa
aukist jafnt og þétt á árinu. Frá
janúar til loka maí flutti 171 maður
frá landinu umfram þá seífr.'fluttu
til landsins en frá júní til september-
loka fluttu 864 frá landinu umfram
þá sem fluttu til landsins. Mestur
varð munurinn í ágúst þegar 278
manns fluttu frá landi umfram þá
sem fluttu til landsins. í september
flutti 241 maður frá landinu um-
fram þá sem fluttust til landsins.
Umboðsmaður Alþingis vill að hugað sé að eftirliti með stjórnsýslu sveitarfélaga
Fleiri verkefni kalla
á aukið eftirlit
UMBOÐSMAÐUR Alþingis vekur athygli
Alþingis á nauðsyn þess að hugað sé að til-
högun eftirlits með stjórnsýslu sveitarfélaga,
í ljósi þeirrar þróunar að mörg verkefni hafí
þegar verið flutt frá ríki til sveitarfélaga og
fyrirhugað sé að flytja önnur. Hann telur
eðlilegt, að Alþingi taki afstöðu til þess, hvort
breyta eigi lögum um umboðsmann Alþingis,
verði framhald á tilflutningi verkefna frá ríki
til sveitarfélaga.
Núgildandi lög gera ráð fyrir að umboðs-
maður Alþingis geti því aðeins fjallað um
stjórnsýslu sveitarfélaga að um sé að ræða
ákvarðanir, sem skjóta megi til ráðherra'eða
annars stjórnvalds ríkisins.
Þetta kemur fram í skýrslu Gauks Jörunds-
sonar, umboðsmanns Alþingis fyrir síðasta
ár. Umboðsmaður bendii' á, að bæði í Noregi
og Danmörku, þar sem stjórnsýsluréttur er
líkastur því sem hér gerist, starfi stjómvöld,
sem hafi virkt eftirlit með lögmæti stjórn-
sýslu sveitarfélaga. Reynist ákvörðun sveitar-
stjórnar ólögmæt, felli þau hana úr gildi að
eigin frumkvæði. Félagsmálaráðuneytið eigi
lögum samkvæmt að hafa svipað eftirlit með
sveitarfélögum hér á landi.
Umboðsmaður minnir á þá réttaróvissu,
sem á mörgum sviðum hafí ríkt um það,
hvort ákvarðanir sveitarstjórna séu kæran-
legar. Mikilvægt sé að lagaheimildir til að
skjóta stjórnvaldsákvörðunum til æðra stjórn-
valds séu skýrar, einfaldar og aðgengilegar.
Að því leyti sem heimilt sé að kæra skorti oft
á að lög séu nægjanlega skýr um það, á
hvaða grundvelli endurskoðun á stjórnvalds-
ákvörðun sveitarstjórnar skuli fara fram.
Að því er varðar verkefni, sem ætlunin er
að flytja til sveitarfélaga í framtíðinni, ætti
að koma til athugunar hjá Alþingi, hvort
ekki beri að fela æðri stjórnvöldum að endur-
skoða alla þætti kærðrar ákvörðunar, ef ætl-
un löggjafans er að framkvæmd laga á um-
ræddu sviði sé samræmd hjá öllum sveitar-
félögum í landinu," segir umboðsmaður og
bendir á að Danir hafí lagt fram frumvarp
til breytinga á lögum um embætti umboðs-
manns danska þjóðþingsins. Þar sé gert ráð
fyrir að felld verði úr gildi regla um takmark-
anir á umfjöllun umboðsmanns um stjórn-
sýslu sveitarfélaga og segir umboðsmaður
Alþingis eðlilegt að Alþingi velti því fyrir sér
hvort fara eigi sömu leið hér.
Óskýrar heimildir fyrir
þjónustugjöldum
I ársskýrslunni vekur umboðsmaður einnig
athygli Alþingis á því, að i málum, sem hann
hafí haft til umfjöllunar og snerta ýmis kon-
ar gjaldtöku, hafi það oft vaidið vanda, að
lög séu í mörgum tilvikum óskýr um þau
þjónustugjöld, sem stjórnvöldum sé heimilt
að taka, og að stundum sé ekki nægilega
vandað til undirbúnings og útreikninga, þeg-
ar að því komi að ákveða fjárhæð þjónustu-
gjalda.
Umboðsmaður kveðst fagna þeirri ákvörð-
un samgönguráðuneytisins að endurskoða
öll lagaákvæði um gjaldtökuheimildir, sem
undir ráðuneytið og stofnanir þess falla.
Hann er hins vegar ósáttur við viðbrögð
umhverfisráðuneytisins við ábendingum hans
varðandi gjöld, sem innheimt voru fyrir leyfí
til hreindýraveiða. Ráðuneytið hafi ákveðið
með stjórnvaldsfyrirmælum að gjöldin skyldu
meðal annars renna til reksturs hreindýra-
ráðs. Þessi ráðstöfun hafí verið heimiídar-
laus, í fyrsta lagi vegna þess að hún studd-
ist ekki við sérstaka lagaheimild og í öðru
lagi vegna þess að hún fór beinlínis í bága
við lagagrein, þar sem segir að kostnaður
vegna eftirlits með hreindýrum skyldi greidd-
ur úr ríkissjóði.
Ráðuneytið hélt innheimtu áfram
Umboðsmaður ljallaði um þessa óheimilu
gjaldtöku í áliti árið 1992 og í nóvember árið
1993 óskaði hann upplýsinga um hvort ein-
hveijar ákvarðanir hefðu verið teknar í tilefni
af því áliti. í svari ráðuneytisins kom fram,
að eining hefði ríkt um stjóm hreindýraveiða
á Austurlandi fyrir utan þá kvörtun, sem álit
umboðsmanns laut að og ráðuneytið hefði því
talið afar óheppilegt að breyta stjóm hrein-
dýraveiða sumarið og haustið 1993.
Umboðsmaður skrifaði ráðuneytinu aftur
bréf í fyrra og spurði hvort skilja bæri um-
mæli ráðuneytisins svo, að gjaldtökunni hefði
verið haldið áfram árið 1993, án þess að
tryggð hefði verið nægjanleg lagaheimild til
að veija gjöldunum til að greiða kostnað af
hreindýraráði og kostnað við tiltekin verkefni
veiðistjóraembættisins. í svari ráðuneytisins
var ítrekað að óheppilegt hafí verið talið að
breyta stjórn hreindýraveiða árið 1993, þar
sem fyrirhugað hafi verið að leggja fram á
Alþingi þá um haustið frumvarp til laga um
vemd, friðun og veiðar villtra dýra, sem hafi
verið gert.
Skiptir engu hvað er „heppilegt“
Um þessi svör segir umboðsmaður: „Ef
stjórnvald hefur ekki viðhlítandi Iagaheimild,
er því óheimilt að heimta gjald af borgurunum
og skiptir ekki máli, þótt stjórnvöld telji slíka
gjaldheimtu „heppilega". Það samrýmist því
hvorki nefndri grundvallarreglu íslenskrar
stjómskipunar né vönduðum stjórnsýsluhátt-
um, að umhverfísráðuneytið skuli hafa haldið
áfram óbreyttri ráðstöfun umrædds gjalds,
án þess að hafa til þess viðhlítandi lagaheim-
ild, sérstaklega þegar þess er gætt, að í fram-
angreindu áliti mínu hafði athygli ráðuneytis-
ins verið vakin á því, að ráðstöfun gjaldsins
hefði ekki lagastoð og færi í bága við lög.“
i
S
I
1
1
I
\
j
I
I
s