Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þökk sé öllum þeim, sem sýndu mér vináttu á 85 ára afmœli mínu þann 23. september sl. Gjafir, kveðjur og þátttaka í afmœlisfagnaöi yljuðu um hjartarœtur og geröu mér daginn ógleymanlegan. Bestu kveðjur til ykkar allra. Þóröur Oddsson, læknir. Innilegar þakkir sendi ég þeim, sem vottuÖu mér vináttu með heimsóknum, skeytum og gjöfum á áttatíu ára afmœli mínu þann 25. ágúst sl. Kristín Þorsteinsdóttir fráFirði, Víöihlíð, Grindavík. AUSTURLENSK TEPPI ÚTSALA ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR EMIR JL-húsinu. OPIÐ: VIRKADAGA 13-18 LAUGARDAGA 10-16 JHMflE3HGANft 95 GANK PLANK BAND > ^h FIMMTUDAGKL 17:00- 18:00 í NÓATÚNSBÚÐINNI ROFABÆ SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐUM UM KVÖLDIÐ NOATUN HEUMANN'S ALVORU SCANDIC TOLVUSKOLI FYRIR 8-14 ARA Fróðlegur og skemmtilegur Kennslan miðar að því að veita almenna tölvuþekkingu og koma nemendum af stað við að nýta tölvuna sér til gagns og gamans við ritgerðarsmíð og ýmis konar verkefnagerð í skólanum. Farið er í eftirtalin atriði: Fingrasetning og vélritunaræfingar Windows og stýrikerfi tölvunnar Ritvinnslu Teikningu Almenna tölvufræði Töflureikni Tölvuleiki Internet Verð: 24 klst.á 11.900 kr. Innritun er hafin í síma 561 6699 Tölvuskoli Reykiavikur BORGARTÚNI28,105 REYKJAVlK, siml 561 6699, fax 561 6696 IDAG SKAK llmsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í fimmtu einvígisskák fremstu skák- manna Hollands sem nú stendur yfir. Jeroen Piket (2.625) varmeð hvítt, en Jan Timntan (2.590) var með svart og átti leik. Hvítur lék síðast 35. h3-h4!? í erfiðri stöðu. En í staðinn fyrir að leika og vinna lék Timman og tapaði: 35. - Be3H 36. Hxe3 - dxe3 37. Hxd7 - Dc6 38. Hd3 - gxh4 39. Hxe3 og með manni yfir vann Pi- ket í nokkrum leikjum. í staðinn gat Timman haldið vinningsstöðu með því að taka peðið á h4: 35. - gxh4! því 36. Rxf4 er svarað með 36. — Dcl+ 37. Dbl - Dxf4. Þrátt fyrir þetta klaufalega tap hefur Timman örugga forystu í einvíginu þegar tefldar hafa verið sjö skákir af tíu. Staðan er 4'/2-2'/2 honum í vil. Um helgina:Deildakeppni Skáksambands Islands hefst á föstudagskvöld í Skákmið- stöðinni, Faxafeni 12. Búast má við geysilega spennandi keppni því tveir stórmeistar- ar, Jóhann og Hannes Hlíf- ar, eru farnir frá íslands- meisturum Taflfélags Reykjavíkur. Með morqunkaffinu Ást er... eins og blóm sem þarf að vökva TM R«g U S. P«i. Otf. — aí righta ro*.rvod (c) 1095 Lm Ang^M Timos SyndCBto HANN vinnur við að selja fuglafóður. HOGNIHREKKVISI , n n li HT „fidnn- kann k>est t//ísjg i' aahmannanverfunUnt VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegí til föstudags Ása, ég elska hann GUÐBJÖRG Kristjáns- dóttir hringdi og vildi koma á framfæri þökk- um fyrir sögu Bjargar Elínar Finnsdóttur, Asa ég elska hann, sem birt- ist í síðustu Lesbók Morgunblaðsins. Sagan er hnyttin og vel skrifuð og gott innlegg höfundar í alla þá umfjöllun sem ofbeldi karla gegn kon- um hefur hlotið að und- anförnu í fjölmiðlum. Tapað/fundið Úr tapaðist SILFURHÚÐAÐ úr með ferkantaðri skífu tapað- ist á leiðinni frá Hof- svallagötu og niður í Grjótaþorp sl. sunnudag. Úrið er ekki verðmætt en hefur mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir eig- andann. Finnandi vin- samlega hringi í síma 562-7825. Fundarlaun. Gleraugu töpuðust GLERAUGU í dökkri umgjörð og drapplituðu hulstri töpuðust, líklega við Suðurlandsbraut 32, einhvers staðar í Breið- holti eða við Kaupstað í Mjódd, sl. mánudag. Annað glerið í gleraug- unum er tvískipt. Finn- andi vinsamlega hringi í síma 557-4698. Húslyklar fundust í Hafnarfirði HÚSLYKLAR fundust á Hraunbrún í Hafnarfirði sl. föstudag. Lyklarnir eru á blárri kippu sem á stendur „New York". Eigandi hafi samband í síma 555-4272. Hlutavelta ÞESSIR duglegu drengir héldu nýlega hlutaveltu og færðu Rauða krossi íslands ágóðann sem varð kr. 3.936. Þeir heita Hjálmar Guðmundsson og Þór Guðmundsson. ÞESSIR duglegu krakkar héldu nýlega hlutaveltu til styrktar átakinu „Börnin heim" og varð ágóðinn 4.715 krónur. Þau heita Kristrún Rós Rúnarsdóttir og Krist- inn Steinar Kristinsson. Víkverji skrifar... ÞVÍ eru nánast engin takmörk sett magninu af pappírsrusli sem dag hvern streymir í póstkassa Víkverja. Auglýsingabæklingar, kynningarbæklingar, sýnishorn, prufur og hvaðeina. Það var reynd- ar fyrir margt löngu sem Víkverji tók sér tak og ákvað að hætta að ergja sig yfir pappírsflóðinu og hóf beinar sendingar í ruslafötuna, án þess svo mikið sem líta á hvað var nú verið að kynna hverju sinni. Það veit ekki á gott þegar menn bila í ásetningi sínum, eins og henti Vík- verja í leiðindaveðrinu nú um helg- ina, því þá rak Víkverji augun í lít- inn litprentaðan miða frá einum pizzustaðnum hér í bæ, sem að sjálfsögðu var með „Sparitilboð" í þremur útgáfum. SATT best að segja hélt Vík- verji að tilboð A væri honum og fjölskyldu hans nokkuð hag- stætt, því boðið var upp á stóra pizzu (með tveimur áleggstegund- um), 2 lítra af kók og stóran skammt af brauðstöngum fyrir 1.499 krónur og var heimsending innifalin í verðinu. Þetta tilboð taldi Víkverji að myndi duga fjögurra manna fjölskyldu og settist því við símann skömmu síðar til þess að panta. Þegar til kom þá var það eins með tilboð pizzuztaðarins og svo mörg önnur tilboð sem okkur neytendum berast inn um bréfalúg- urnar okkar, að láðst hafði að láta „smáa letrið" fylgja með. Tvær áleggstegundir í þessu tilviki þýddu ekki tvær áleggstegundir að eigin vali, heldur ein tegund af kjötáleggi og ein af grænmeti. Ef viðskiptavinurinn var svo sérlund- aður, að vilja tvær kjötáleggsteg- undir, eða eina kjötáleggstegund og og til dæmis gráðost, þá þýddi það að verðið hækkaði um 125 krónur og þannig voru 1.499 krón- ur' skyndilega orðnar að 1.624 krónum. AFGREIÐSLUSTÚLKAN var . hin liprasta í símann, þótt Víkverji tjáði sig ekki par ánægðan með það, að tilboðið væri alls ekki í reynd eins og það væri kynnt á auglýsingamiða fyrirtækisins. Hún sagði reyndar að ef ætti að tíunda hvert smáatriði í tilboði sem þessu, þá dygði ekki að prenta og dreifa smámiðum sem þessum, heldur þyrfti sjálfsagt heilt A-4 blað. Þeir þurfa varla að hafa áhyggjur pizzu- framleiðendurnir og eigendur pizzu- staðanna af markaðssetningu, á meðan símaafgreiðslustúlkurnar þeirra verja ómerkilegar markaðs- setningartilraunir þeirra með þess- um hætti. Hitt er svo aftur víst, að Víkverji er staðráðnari en nokkru sinni fyrr, að fenginni þessari reynslu, að senda óumbeðnar aug- lýsinga„bókmenntir", sem inn um lúgu hans berast, ólesnar á vit end- urvinnslunnar. \ 4 i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.