Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 31 FRETTIR ! 4 4 4 4 € € Sælgætis- gerðin með tónleika ACID-JAZZ sveitin Sælgætisgerðin stendur fyrir tónleikum sem verða hljóðritaðir vegna væntanlegrar út- gáfu geisladisks. Tónleikarnir verða í kvöld, miðvikudagskvöldið 4. októ- ber, kl. 22 á Glaumbar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Acid-Jazz hefur verið í mikilli upp- sveiflu erlendis upp á síðkastið þó lítið hafi farið fyrir þessari tónleistar- stefnu hérlendis fyrr en nú. Lögin sem Sælgætis- gerðin leikur eru flest frá árunum 1967 til 1975 í nýrri „candy" út- setningu strák- anna í hljómsveit- inni. Sælgætis- gerðin hefur starf- að í eitt ár og leik- ið reglulega á sunnudagskvöldum á Glaumbar. Uppruni hljómsveitar- innar er úr FÍH þar sem strákarnir stunda allir nám. Hljómsveitina skipa: Ásgeir Jón Ásgeirsson, gítar, Jón Ómar Erl- ingsson, bassi, Samúel Jón Sam- úelsson, básúna, Birgir Nielsen, trommur, Snorri Sigurðsson, trompet, og Steinar Sigurðsson, saxófónn. Steinar Sigurðs- son, saxófónleik- ari Sælgætis- gerðarinnar. ¦ STOÐ 3 heimsótti á dögunum Guðrúnu ívarsdóttur, vinnings- hafa í samkeppninni um nafn á nýju sjónvarpsstöðina sem hefur útsendingar innan skamms. Á myndinni sést Guðrún taka við verðlaunum úr hendi Ulfars Steindprssonar, framkvæmda- stjóra íslenska sjónvarpsins hf., en þau hittust á vinnustað Guðrúnar HB á Akranesi. Listamaðurinn í samfélaginu í VETUR mun fræðslu- og upplýs- ingadeild Myndlista- og handíða- skóla íslands skipuleggja röð fyrir- lestra og kynninga fyrir almenning. Fjöldi erlendra og innlendra gesta- kennara er væntanlegur til kennslu og fyrirlestrahalds og er ætlunin að kynna framlag þeirra sérstak- lega. Þetta er liður í viðleitni skól- ans til að rækja skyldur sínar á sviði almenningsfræðslu og sí- menntunar á sviði myndlistar. í dag flytur Stephan Dillemuth fyrirlesturinn The Image of the artist and its reproduction kl. 16.30- 17.30 í Barmahlíð, Skipholti 1, 4. hæð. Dillemuth spyr meðal annars: Ef list sprettur af skilgreiningu listamannsins, hvað skilgreinir þá listamanninn? Hver er ímynd lista- mannsins, mótuð af sögunni, menntun og samfélagslegum vænt- ingum. Hvert er hlutverk lista- mannsins í samfélaginu? Aðrir fyrirlesarar í vetur verða Leena Maki-Patola, Þórður Ben. Sveinsson, Joy Boutrup, Tinna Gunnarsdóttir og Thomas Ruppel. Norrænt vél- stjóraþing ÞING Norræna vélstjórasambands- ins (NMF) hefst í dag í Borgartúni 18, Reykjavík. Þingið sækja fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Á þinginu' eru tekin til umfjöllunar helstu hags- munamál stéttarinnar hverju sinni. Á þessu þingi verður m.a. fjallað um stöðu kaupskipaútgerða á Norð- urlöndum, sameiginlegan vinnu- deilusjóð og samnorrænt myndband til kynningar á störfum og námi vélstjóra. Þinginu lýkur á hádegi 5. október með kosningu forseta og varaforseta sambandsins til næstu þriggja ára. Stefnumót nem- enda í Gagn- fræðaskóla Kópavogs ÞEIR nemendur sem luku skyldu- námi í 2. bekk Gagnfræðaskóla Kópavogs veturinn '68-'69 ætla að hittast á nýjan leik laugardags- kvöldið 7. október. Nær allir Kópavogsbúar sem fæddir eru árið 1954 tilheyra þess- um hópi og alls er yfír 260 manns stefnt til mótsins, sem haldið verður í Lionssalnum í Kópavogi. . Dagskrá fagnaðarins er hin fjöl- breyttasta og að öllu leyti heimatil- búin. Borðað verður af ríkulegu hlaðborði og dans stiginn fram eft- ir nóttu við tónlistina sem réð ríkj- um á gagnfræðaskólaárunum. Aðgöngumiðar og nánari upplýs- ingar fást í Blómahöllinni (Krist- ján), Hamraborg 1-3. Miðar eru einnig seldir við innganginn en Li- onssalurinn, Auðbrekku 25, verður opnaður kl. 19. ¦ HAFNARGÖNGUHÓPUMNN fer í gönguferð miðvikudagskvöldið 4. október upp Fossvogsdalinn. Mæting er í Hafnarhúsportinu kl. 20 og farið með AV suður að Tjald- hóli við Fossnesti í Fossvogi, þaðan gengið kl. 20.30 eftir nýja göngu- stígnum upp Fossvogsdalinn norð- anverðan að Ártúnsvaði í Elliðaár- hólmum. SVR teknir til baka. Hægt verður að lengja gönguleiðina með því að fara dalinn sunnanverðan. Allir eru velkomnir í ferð með Hafn- argönguhópnum. Yfirlýsing frá svæfingahjúkrunarfræðingum „VEGNA ummæla Jónasar Magn- ússonar prófessors á handlækn- ingadeild Landspítalans í Morgun- blaðinu í gær vilja skurð- og svæf- ingahjúkrunarfræðingar spítalans taka fram eftirfarandi: Það er ekki rétt sem prófessorinn heldur fram að vaktir lækna séu nánast aldrei svo langar sem vaktir hjúkrunarfræðinga á skurðstofum. Það sem rétt er, er að vaktir skurð- lækna standa yfir í 24 klst. á virk- um dögum en 72 klst. um helgar, en það er sólarhrings lengri vakt en þær vaktir sem skurðhjúkrunar- fræðingar sinna. Vaktir svæfingalækna standa yfir í 24 klst. virka daga sem helgi- daga, svo sem vaktir svæfínga- hjúkrunarfræðinga, enda sinnir svæfíngadeild Landspítalans einnig útköllum frá skurðstofu kvenna- deildar, sem skurðfólk gerir ekki. Prófessorinn nefnir í fréttinni að of mikið álag fylgi löngum vöktum. Skurð- og svæfingahjúkrunarfræð- ingum Landspítalans er fullkunnugt um það og hafa því skipulagt vakt- ir sínar í samræmi við slíkt og taka í því sambandi tillit til mannfæðar. Þessir sömu hjúkrunarfræðingar hafa margbent á að ekki virðist ríkja sama ábyrgð hvað varðar skipulagnmgu á bakvöktum lækna, þar sem þeirra vaktir eru skipulagð- ar þannig að iðulega er sami skurð- læknirinn á bakvakt sólarhringum saman og þarf samt að skila dagleg- um skyldum sínum. Skurð- og svæfingahjúkrunar- fræðingar harma að vinnudeila sú er frétt Morgunblaðsins fjallar um i skuli hafa gengið svo langt. Frá þeirra hendi var fyrir útgöngu hjúkrunarfræðinga stjórnendum handlæknissviðs margbent á að nær væri að blása vinnudeiluna af og skipa nefnd starfsfólks, þar sem tekið yrði á öllum málum, þannig að sem mestum heildarsparnaði yrði náð á handlæknissviði. Stjórn- endur handlæknissviðs kusu að velja heldur þá leið sem nú hefur verið farin og er það sorglegt í ljósi þess hversu nauðsynlegt er að frið- ur ríki á vinnustað þar sem jafn alvarleg störf eru unnin." t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, JÓNS INGAJÓHANNESSQNAR húsasmíðameistara, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, ferfram frá Fíladelfíu, Hátúni 2, fimmtu- daginn 5. október kl. 13.30. Kristjana Eliasdóttir, Birgir Jónsson, Margrét Arnbjörg Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Jónsson, Þórunn Gfsladóttir, Steinunn Jónsdóttir, Guðfinna Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabamabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegr- ar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR, Fossagötu 14. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Hvítabandinu fyrir frábæra umönnun. Sigurður Þórðarson, Þóra Gísladóttir, Helga Þórðardóttir, Guðmundur Ingi Þórarinsson, Kristján Þór Guðmundsson, Sigrún Birna Dagbjartsdóttir, Þórarinn Björn Guðmundsson, Björgvin Már Guðmundsson, Ásrún Þóra Sigurðardóttir og langömmubörn. ATVINNUAUayS/NGA^ Þýðendur Stöð 3 óskar eftir samstarfi við reynda og vandvirka þýðendur. Við leggjum áherslu á að vinna með fólki, sem býr yfir góðri íslenskukunnáttu, sveigj- anleika og samstarfslipurð. Áhugasamir skili umsóknum, með upplýsing- um um menntun, reynslu og fyrri störf, merkt- um: „Stöð 3 - þýðendur", til afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir mánudaginn 9. október nk. Skipasmiðir - rafsuðumenn Óskum eftir að ráða skipasmiði og rafsuðu- menn til lengri eða skemmri tíma. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 456 3790 eða framkvæmdastjóri í síma 456 3899. Aræði - metnaður Vantar starfskrafta í mikla vinnu við sölu- og markaðsstörf. Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Góð laun fyrir gott fólk. Umsóknir sendist í pósthólf 1192, 121 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað. íþróttakennarar Vegna forfalla vantar íþróttakennara að Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar til áramóta. Upplýsingar gefur Guðmundur Þorsteinsson, skólastjóri, í símum 475 1159 og 475 1224. Tímarit RAÐAUGLYSINGAR HUSNÆÐIIBOÐI Permaform-íbúð Til sölu ný 3ja herbergja Permaform-íbúð við Skeljatanga í Mosfellsbæ. íbúðin selst á gamla verðinu, kr. 6.500.000 (kostar kr. 6.800.000 í dag). Upplýsingar í síma 533 1234 miíli kl. 9-17 virka daga. auglýsir eftir hæfileikaríku fólki með reynslu í auglýsingasölu. Upplýsingar í síma 551-9060. TILKYNNINGAR Aðalfundur Aðalfundur íslenska hótelfélagsins hf. fyrir árið 1995 verður haldinn á Hótel Sögu mið- vikudaginn 18. október 1995 í Þingstofu B, 2. hæð, og hefst kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. _ .. . Stjornin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.