Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 27*.. MENNINGAR i i € i i i Í i i i OLAFURINGI SVEINSSON + Ólafur Ingi Sveinsson var fæddur í Keflavík 27. júlí 1943. Hann lést á hjartadeild Borgarspítalans að- faranótt 27. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Dagbjört Ólafsdóttir og Sveinn Vilbergsson, en þau eru bæði lát- in. Ólafur var elstur sex systkina en þau eru Sigurbjörg Sveinsdóttir, f. 31.3. 1945, Erling Rafn Sveinsson, f. 31.7. 1947, Guðbjörg Sveins- dóttir, f. 7.10. 1951, Sóley Sveinsdóttir, f. 7.4. 1959, og Vilhjálmur Sveinsson, f. 9.1. 1961. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Minný ísleifsdóttir, f. 17. íanúar 1942. Sonur þeirra er Isleifur, f. 3. september 1979. Fyrir átti Ólafur eina dóttur, Dagbjörtu, f. 3. september 1963, og á hún tvær dætur. Útför Ólafs fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. i ? i é MIG langar að minnast mágs míns Ólafs Inga Sveinssonar með fáein- um orðum. Ólafur var ávallt mjög hress og skemmtilegur maður, það var engin lognmolla í kringum hann. Hann átti auðvelt með að kynnast fólki og átti marga vini og kunn- ingja. Aðaláhugamál hans voru nátt- úrulækningar og þar las hann allt sem hann náði í. Oli, Minný og son- ur þeirra ísleifur fóru oft til London og áttu þar góðar stundir. í ferðun- um keypti OH alltaf bækur til að auka við þekkingu sína. Óli hafði mjög gaman af hestum og öllu sem tengist þeim. Hann átti nokkra hesta sjálfur og eyddi miklu af frítíma sínum við að hirða um þá og gefa þeim. Vorið og sumarið var tíminn hans Óla. Þá fór hann í útreiðartúra og naut þess að kom- ast í hreint og gott sveitaloft. Á öllum hátíðum vorum við fjöl- skyldurnar saman og eftirminnileg eru gamlárskvöldin. Þá keypti Óli alltaf stærsta fjölskyldupakkann af rakettum og blysum, börnunum í fjölskyldunni til mikillar ánægju. Síðan átti fólkið í götunni fótum sínum fjör að launa, þegar Óli fór út og byrjaði að skjóta. Óli hafði unun af að komast út á Melaberg, en þar var jörðin hans, ásamt bróður hans Vilhjálmi og vini Gunnari. Sunnudagsbíltúrarnir hjá honum ásamt Minný og ísleifi end- uðu oft þar. Þar áttu feðgarnir góð- ar stundir saman. Óli var mjög greiðvikinn maður og vildi allt fyrir alla gera. Hugsun- arsemina vantaði ekki heldur, þó hann skryppi einn út fyrir landstein- ana kom hann alltaf og gaf dætrum mínum eitthvað fallegt. Ég skil ekki af hverju þú fékkst ekki lengri tíma hér á þessari jörð, en ég veit að þar sem þú ert nú líð- ur þér vel. Eg bið guð að styrkja Minný og Isleif, sem stóðu þér við hlið í veik- indunum, svo og aðra ástvini. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún, Jóhanna Linda og Ingibjörg Ragnheiður. Óli punktur,* eða Óli hómópat, eins og hann var oftast kallaður var góður vinur okkar hjóna. Ég leit á Óla sem heimilislækninn okk- ar, því ef eitthvað bjátaði á í sam- bandi við heilsu okkar var Óli kall- aður til, jákvæður og uppörvandi. Var hann eldsnöggur að lina verki og vonleysi og gefa góð ráð, hvort sem um bak-, sálar- eða magaverki var að ræða. Hann leitaði að- allega að orsökunum fyrir krankleikum okkar og ásamt því að gefa okkur punkta- nudd, heilun og hómopatalyf, fann hann út hvaða bæti- efni okkur skorti, hvaða fæðutegundir okkur vantaði og hverju við hefðum óþol fyrir. Hann notaði pendúl mik- ið og var snillingur á því sviði. Hann var eins og heimilislæknarnir voru hér áður fyrr, gjörþekkti skjól- stæðinga sína og vitjaði þeirra heima. Margir af okkar vinum kynntust einnig og fengu að njóta hæfni hans. Og ekki voru þau fá skiptin sem hann læknaði hestana okkar allra með punktagöldrum sínum, áburði og inntöku. Já, hann var algjör „galdramað- ur" á sína vísu. Með rósemd sinni, hæversku og kærleika tókst honum að framkalla hvert kraftaverkið á fætur öðru, oft hjá fólki sem hafði þjáðst lengi og gefist upp á lækna- göngu sinni. Oli var sannarlega maður síns tíma, hann var maður hinna nýju tíma sem eru nú að líta dagsins ljós. Hann var frumkvöðull og ófeiminn í að fara nýjar og óhefðbundnar leiðir í lækningum á íslandi. Hann var hafsjór af fróð- leik um allt sem viðkom hómópata- lækningum, næringarfræði og kín- verskri acupunkta-meðferð. Hann var að mestu sjálfmenntaður í öll- um þessum fræðum og margt af því sem nútíma læknavísindi réðu ekki við gat Óli læknað. Hann hafði djúpt og göfugt innsæi, sem sýndi hversu háþróuð sál hans var. Mað- ur þurfti varla að segja honum hvað væri að, eða hvar maður fyndi til, hann einhvern veginn vissi það og rataði á það. Hann var sérstak- lega laginn við að lækna ýmiss konar bakeymsli, þrýsti hann þá á ákveðna punkta í höndum, fótum og baki og verkurinn hvarf í mörg- um tilfellum. Menningarsjúkdóma af ýmsu tagi kenndi hann röngum lifnaðar- háttum. Einn af þeim var candida, þarmaflórusýking, sem hrjáir Vest- urlandabúa í ríkum mæli í dag. Ævar Jóhannsson í Heilsuhringn- um var fyrstur manna hér á landi að skrifa um og vekja athygli á þessum vágesti semsvo mörgum kvillunum veldur, en Óli var sá sem hvað mest reyndi að finna lækningu við honum, hann ráðlagði fólki aðallega náttúrulyf og náði oft góðum árangri. Hann áttaði sig einnig á því að mæður sem höfðu haft þennan sjúkdóm (oft án þess að þær viti) gátu yfirfært hann til barna sinna á meðgöngunni og þar væri fundin ein af oröskunum fyrir eyrnabólgu, exemi, asma og óþols- vandamáli ungra barna. Hann var- aði við tannfyllingarefninu amalg- am og taldi hættu á kvikasilfurs- eitrun því samfara. Eg veit að margir sem fóru að ráðum hans um að fjarlægja amalgam úr tönn- um, fengu bót meina sinna. Húsa- sótt, jarðára og rafsegulsviðsmeng- un var meðal þess sem Óli varaði einnig mikið við. Þegar ég kynntist Óla fyrst voru kynni mín af óhefð- bundnum lækningum og andlegum málum engin og þegar ég kvartaði eitt sinn um verk í ristli við hann og hann fann það út að verkurinn væri sennilega mjög gamall og að sennilega kæmi ég með hann með mér úr öðru lífi, að sálin kæmi með sársauka með sér úr öðrum lífum og yfirfærði hann á líffærin. Maðurinn er meira en lítið ruglað- ur, sagði ég við vinkonu mína, því ég hafði ekki einu sinni heyrt það að við hefðum lifað áður. Vinkona mín var alls ekki sammála mér og upp úr þessu hófst nú mikill áhugi hjá mér á heildrænum (þ.e.s. áhrif sálar á líkama) lækningum og and- legum málum og á ég grúsk mitt í þeim efnum mikið Ola mínum að þakka. Ég held að eitt af því sem Óli óttaðist mest í lífinu væri að þurfa að leggjast sjálfur inn á spítala, þótt hann væri aldrei fanatískur á lyf var hann hræddur við að auka- verkanir lyfja í stórum skömmtum gætu eyðilagt meira en þau lækn- uðu. Það er svo oft að það sem við óttumst mest kemur einmitt fyrir okkur. Mér fannst stundum eins og Óli hugsaði meira um aðra en sjálfan sig og undraðist ég af hverju hann færi ekki betur með sig en hann gerði. Óli var græðari (heil- ari) og vann því mikið í gegnum hjartastöð sína sem þýðir að lungu og hjarta verða fyrir miklu álagi. Og því miður gerði hann lítið fyrir sjálfan sig til að styrkja þetta svæði. Hvort sem það er ein af orsökun- um fyrir því að Ólafur lenti inn á spítala veit ég ekki en eitt veit ég að Óli var erfiður og þrjóskur sjúkl- ingur bæði fyrir aðstandendur hans og lækna og lái honum hver sem vill. Hann vildi komast á hómópata- hæli til Skotlands, heilsuhæli sem hann hafði meiri trú á. Það er erf- itt að lækna fólk með lyfjum sem trúir ekki á gagnsemi þeirra. Síðastliðinn ágúst var Oli á Reykjalundi og heimsótti ég hann þangað stundum og er ég þakklát fyrir að hafa fengið að vera sam- vistum við hann þessar slðustu vik- ur hans hér. Við áttum oft ánægju- legar stundir og það var gaman að tala við þennan speking, sem var óspart enn að gefa heilræði. Ein vinkona okkar í Heilsu- hringnum sagði við mig, þegar hún frétti að Óli væri farinn til fegurri heimkynna: Ég hélt að Óli fengi ekki að yfirgefa okkur strax með alla sína vitneskju og fróðleik sem við þurfum á að halda í dag, og er ég henni innilega sammála. En elsku Óli, þínu hlutverki hef- ur sennilega verið lokið hér og þakka ég þér fyrir allt sem þú hef- ur gefið mér og minni fjölskyldu. Vona ég að sál þín verði fljót að jafna sig og megi algóður Guð umvefja þig ljósi sínu og gefa hjarta þínu ró og frið, fjölskyldu þinni og öllum þeim sem sárt sakna þín ljós og styrk. „Ger sál þína ónæma fyrir vél- ræðum hins persónulega sjálfs. Vinn svo þú eigir skilið heitið dem- antssál." (H.P. Blavadsky) Birna Smith. í dag er til moldar borinn góður drengur. Ólafur var mjög sérstakur maður þó ekki sé meira sagt. Sú stund gleymist seint er Ólafur kom fyrst á heimili okkar. Við skynjuð- um strax að hann bjó yfír kynngi- magnaðri orku sem hafði sérstök áhrif í fyrstu en brátt fór okkur að líða vel í návist hans. Útgeislunin var jákvæð og finna mátti hve mikið hann gaf af sjálfum sér. Þær urðu margar heimsóknirn- ar í gegnum árin og það var stund- um sem Ólafur skynjaði að sín væri þörf og brást því skjótt við kalli. Olafur fann jafnan við fyrstu snertingu hvað bjátaði á. Með snert- ingu og nuddi fékkst oftast bati við hinum ólíklegustu meinum. Ólafur var mikill gleðimaður og oft var gaman að setjast með honum og rabba saman. Hann var mikill hestamaður og dýravinur. Hann hefur sjálfsagt hjálpað ekki færri dýrum en mönnum. Hann hafði brennandi áhuga á málefnum líð- andi stundar og ákveðnar skoðanir þannig að gaman var að rökræða við hann. Kærs vinar er sárt saknað og eigi er laust við að öryggisleysi setjist að þeim fjölmörgu sem til hans hafa leitað á liðnum árum. Við sendum eiginkonu hans og börnum einlægar samúðarkveðjur. INGIGERÐUR EINARSDÓTTIR + Ingigerður Guð- rún Björg Ein- arsdóttir var fædd á Eskifirði 23. febr- úar 1914. Hún lést á Borgarspítalan- um 23. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Einar Baldvinsson kennari, f. 4.10. 1882, d. 23.10. 1923, og Ingibjörg Stef- ánsdóttir, f. 2.2. 1890, d. 23.3. 1921. Systkini Ingigerðar voru tvö, Guðni Marel, f. 23.11. 1916, búsettur á Vopnafirði, og Unnur, f. 4.10. 1919, hún lést þriggja ára að aldri. Eftir foreldramissinn var Ingigerður hjá afasystur sinni Þórunni Guð- mundsdóttur og manni hennar Þór- arni Jóhannssyni, til f immtán ára ald- urs. Þá réðst hún í vist til hjónanna Jóns Valdimarsson- ar og Herdísar Pét- ursdóttur. Með þeim fluttist hún til Reykjavikur árið 1937. Börn Ingi- gerðar eru Jóna Herdís Hallbjörns- dóttir . og Einar Sturluson. Lengst af bjó Ingigerður í Engihlíð 7 í Reykjavik. Útför Ingigerðar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. ÞAÐ ER farið að hausta, kominn 23. september. Veðrið orðið rysjótt, og gróðurinn lagstur í dvala, þegar þú, elsku amma mín, kvaddir okkur eftir erfið veikindi. Það er erfitt að hugsa til þess að aldrei aftur fer ég í Engihlíðina til þín með börnin mín, sem þú dekraðir við í hvert sinn sem við komum, finn ekki ilm- inn af nýbökuðu pönnukökunum þínum, sem þú hafðir iðulega tilbún- ar um helgar, því þú vissir að alltaf myndi einhver af okkur barnabörn- unum koma. Og þínar stærstu stundir voru þegar þú hafðir okkur öll, með litlu rollingana eins og þú kallaðir stundum langömmubörnin, sem eru orðin ansi mörg. Og enn er að bætast í hópinn, hún Silja litla sem ég kom með til þín eftir að þú veiktist, og þú varst svo ánægð að fá okkur í heimsókn, og við vonuð- um að þér myndi batna, og ég gæti komið með hana næst í Engi- hlíðina. En elsku amma, þér var ætlað að fara annað, til annarra ástvina sem bíða eftir þér í öðrum heimi, þar sem þér líður nú vel, og ég veit að þú munt hugsa vel um okkur, á nýja staðnum, eins og þú hefur alltaf gert. Elsku mamma, Einar og aðrir ástvinir, megi Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Minningin um ömmu mun lifa um ókomin ár. Þitt haust var komið, en þá von vér ólum, að enn þín nytum fleiri lífsins ár; það brást - og stöðvun stunda þinna hjólum vann stríðust hel og beisk oss vekur tár. (Steingrímur Thorsteinsson) Þín Sveinbjörg. Mig langar í örfáum orðum að minnast hennar ömmu minnar, ömmu í Engihlíð eins og við kölluð- um hana alltaf. Það sem einkenndi ömmu alla tíð var mikill dugnaður, hlýja og umhyggja. Þessa dagana streyma fram svo margar góðar minningar að ég veit ekki af hverju ætti helst að taka. Þegar ég var barn voru margar stundirnar sem amma sat með mig og raulaði fyrir mig og þegar málgefna stelpan vai búin að þreyta alla í kringum sig hafði amma alltaf þolinmæði til að hlusta og spjalla um heima og geima. Amma hafði mikla sköpun- argleði og man ég eftir því þegar hún útbjó dúkkuhús úr gömlum rúmfatakassa. Síðan bjó hún til húsgögn úr alls kyns lokum og dollum og því sem til féll. Og ekki vantaði dúkkurnar föt, sem hún saumaði og heklaði. Þegar ég hóf alvörubúskap vant- aði heldur ekki hjálpina, þá voru heklaðir dúkar og saumaðar gardín^ ur í fullri stærð en ekki í dúkku- hús. Svo komu langömmubörnin og voru þau mjög hænd að ömmu sinni enda umvafði hún þau sömu hlýju og umhyggju sem ég þekkti svo vel. Það voru ánægjulegar stundir sem við áttum allflestar helgar, þegar við komum í heimsókn og pönnukökuilminn lagði út á götu. Amma hafði alla tíð yndi af því að búa til mat og baka. Börnin voru einstaklega dugleg að borða hjá ömmu og spurði hún mig stundunKT* í gríni hvort ég gæfi þeim ekkert að borða. En svarið var einfalt, allt var svo gott hjá ömmu. Amma hélt á hverjum jólum myndarlegt jólaboð fyrir alla fjölskylduna og veit ég að þeirrar samverustundar verður sárt saknað á komandi jólum. Síðasta vetur var amma oft þreytt og lasin? en bar sig jafnan vel og sagði ekkert hrjá sig. Við vissum þó að eitthvað var að, og snemma sumars fór hún á sjúkra- hús. Henni hrakaði sífellt og kallið kom svo miklu fyrr en nokkurn hefði getað grunað. Með söknuð í hjarta kveð ég þig með bæninni sem þú kenndir mér, elsku amma, og bið algóðan guð * að blessa minninguna um góða konu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Guðbjörg. Mig dreymdi svo indælan draum eitt sinn, ég dvaldi hjá þér, amma mín. Þú bauðst mér að hvfla við barminn þinh og blíðlega augun þín skinu. Og allt var hlýtt og hljótt það kvöld -^ í himninum glitraði stjarnafjöld. En þá og ávallt þú ein varst mér allt, minningin þín mun vera mér allt. Elsku amma í Engihlíð. Birna Rut. Bessí og Gísli. t Útför EINARSJÓNSSONAR, dvalarheimilinu Hlíð, áöur Eyrarvegi 35, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. október kl. 13.30. Jónína Sigmundsdóttir, Vignir Einarsson, Aðalbjörg tngvarsdóttir, Kristin Sigurlaug Einarsdóttir, ívar Sigmundsson, Þormóður Jón Einarsson, Elínborg Árnadóttir, Sigmundur Raf n Einarsson, Guobjörg inga Jósef sdóttir, Jóhann Áreli'us Einarsson, Kersten Venables og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.