Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Formaður Kjaradóms um kröfu Verkamannasambandsins, Telur fráleitt að afhenda gögnin Uss, uss, það þýðir ekkert að deila við dómarann, Benni minn. ERU ÞEIR AÐ FÁ'ANN? Stærsti kvennalaxínn hængur MARÍA Anna Clausen veiddi 22 punda hæng í Soginu 24. september síðastliðinn, eða á næstsíðasta veiðidegi þessa tímabils í ánni. Laxinn, sem tók svartan Tóbí- spón á Breiðunni fyrir landi Alviðru, er eftir því sem komist verður næststærsti laxinn sem kona hefur veitt á vertíðinni sem nú er nýliðin. Laxinn var mjög leginn og hefur trúlega verið 24-25 pund nýgenginn. „Faraldur" Alls hafa greinst um 100 laxar með kýlaveiki í Elliða- ánum og trúlega eru ekki öll kurl komin til grafar. Á ráðstefnu sem NASF hélt um kýlaveikihættuna í Há- skólabíói fyrir nokkru, sagði Gísli Jónsson fisksjúk- dómafræðingur, að þetta væri „nokkuð mikíll dauði". Miðað við 3.000 laxa göngu í Elliðaánum eru þetta um 4 prósent og bætti Gísli við að „það mætti kalla farald- ur"; Á ráðstefnunni var staddur norskur fisksjúkdóma- fræðingur, Magne Mo, sem er yfirdýralæknir í Mæri og Romsdal, en á þeim slóðum hefur kýlaveikin hvað harðast sótt að norskum laxastofnum. Magne sté í pontu á ráðstefnunni og greindi frá reynslu Norð- manna af kýlaveiki í laxi. Veikin kom fyrst upp í ánni Numsdalslagen árið 1966 og var sannanlega um smit að ræða frá innflutt- um regnbogasilungi frá Danmörku. Síðan bólaði ekki á veikinni annars staðar fyrr en árið 1985 og síðan aftur árið 1988, en á þessum árum blossaði pestin upp í sjókvíaeldi. Mikið af laxi slapp úr kvíum, auk þess sem vilítir laxar komust í námunda við kvíarnar þar sem þær voru víða í nágrenni gönguleiða laxa í fjarðar- botnum. Árið 1991 kom enn gusa og var þá fiskeldið orðið meira og minna undirlagt. ¦ Nú er reynt að halda kýlaveiki í skefjum með bólu- setningu, en það kom kannski mest á óvart í máli Magnes, að kýlaveikin hefur til þessa fyrst og fremst veríð til vandræða í fiskeldinu. Reyndar hefur veikin greinst í 80 laxveiðiám, en í aðeins þremur þeirra hef- ur komið faraldur í villtum stofnum ánna. í hinum ánum 77 hafa aðeins fundist fáeinir laxar í hverri á og { nær öllum tilvikum flökkulaxar úr eldi. Magne taldi ráðstafanir þær sem gripið hefur verið til hér á landi mjög raunsæjar og líklegar til árang- Morgunblaðið/Marsibil Tómasdóttir MARÍA Anna Clausen með 22 punda hænginn. urs. Taldi hann þær ganga lengra en ráðstafanir þær sem gHpið hefur verið til í Noregi, þar sem hefur t.d. ekki þótt vera ástæða til að sótthreinsa veiðibúnað að lokinni veiði í sýktri á eða að skylda menn sem koma frá veiðiám í öðrum löndum til að láta sótthreinsa tæki sín. Smitleiðir Margt hefur verið rætt og ritað um smitleiðir og ljóst að sýktur fiskur er aðalsmitberinn, sérstaklega þegar kýlin opnast og hann dregst upp og drepst. „Þá leysast milljónir baktería úr læðingi og því er mikils- vert að ná öllum dauðum og deyjandi laxi úr ánni sem fyrst," sagði Magne. Á ráðstefnunni veltu menn ýmsu fyrir sér og það var m.a. staðfest að stórhætta getur verið á ferðinni ef menn nota ósótthreinsuð hrogn við veiðar á urriða og sjóbirtingi. Töldu menn það öruggt ef hrognin væru úr eldisfiski, en þegar veiðimenn keyptu hrogn, t.d. af reykhúsum, væri engin vissa hvaðan þau hrogn væru. Ef sýktur fiskur næði að hrygna kæmu ekki sjúk afkvæmi, en bakterían væri nær örugglega loðandi við hrognin. Þá töldu menn að ef til vill væri ráðist á garðinn þar sem hann væri lægstur með því að sótthreinsa stangir og flugur veiðimanna. Nær væri að huga að neoprene-vöðlunum sem halda raka, jafnvel dögum saman og oft færu menn á milli áa með slíkar vöðlur og klæddust þeim blautum á nýjum veiðistað. íslenskir konsúlar á ráðstefnu Uppbygging í Beirút eftir 17 ára stríð FRANCOIS Jabre að- alræðismaður ís- lands í Beirút hefur orð á sér fyrir að vera mjög hjálplegur við þá Is- lendinga sem til hans leita og ötull við kynningu á landi og þjóð. Þess má geta að í tilefni 50 ára lýð- veldisafmælis íslands bauð hann 1.800 gestum til að fagna þeim áfanga á hinu glæsilega heimili þeirra hjóna, Villa les Horizons, sem stendur á hæð rétt utan við Beirút, með 12 þúsund fermetra fögrum garði í kring. Fengu ráð- herrar, sendiherrar og aðr- ir gestir þar góða kynn- ingu á lýðveldinu fimm- tuga norður í höfum. Bæði heimilið og bjór- verksmiðja hans eru í aust- urborginni og sluppu því við eyði- leggingu í 17 ára stríðsátökum, sem lögðu miðborg Beirút í rúst. Francois Jabre vili nota orðið átök, enda hafi þau ekki verið samfelld, stundum stund milli stríða hinna ýmsu aðila. Hann og fjölskylda hans eru kristin, enda ber nafn hans, Francois, þess vott; enginn múslimi gæti heitið því, segir hann brosandi þegar við ræðum við hann á Hótel Sögu. En í Líbanon skiptast íbúarnir til helminga í múslima og kristna. í þessum langvinnu hörðu átökum hafa þeir kristnu þjappast saman í austur- borginni, en Francois Jabre segir að þeir séu nú aftur að blandast í miðborginni. Ekki eru nema tvö ár síðan átökunum linnti og byrjað var að reisa úr rústum og byggja upp. Nýju húsin teygja sig með gífur- legum hraða upp í loftið innan um sundurskotin hús. Það er alþjóð- legur einkaverktaki, Solidaire, sem stendur fyrir endurbyggingu borgarinnar samkvæmt þar til gerðum áætlunum. En nú hafa fundist miklar fornminjar undir gömlu borginni, sem tefur hann. Borgin stendur á gömlum merg, sem nær allt aftur til 3000 fyrir Krist. Þarna eru að koma í ljós minjar allt frá Fönikíumönnum, Rómverjum, Grikkjum o.s.frv. Reynt er að hraða uppgreftrinum sem kostur er. En hvað um fríðinn núna? Er hann til frambúðar? Við erum hernumdir af Sýríend- ingum, segir Francois Jabre ein- faldlega. Það rólega ástand telur hann að muni vara þar til Sýrlend- ingar komi inn í friðarsamningana við Palestínumenn og skrifi undir friðarsamninga við ísraela. Þang- að til verði Líbanir að - lif a við ástandið eins og það er. Áður en átökin hó- fust var Beirút rík borg og miðstöð bankavið- skipta í heiminum. ™"~™~~ Fabre er spurður um ástandið nú. Hann segir að fjármagnið streymi inn. Það byggist á því að alger bankaleynd hafi verið og sé enn bundin í lögum. Banki geti ekki undir neinum kringumstæðum veitt upplýsingar um bankareikn- ing eða eiganda hans. Sama gildi um erfingja. Menn borgi skatta af húseignum sem þeir eiga en ekki fjármagni. Almaza-bjórverksmiðjan gat haldið áfram framleiðslu á hverju sem gekk í átökunum í Líbanon, nema hvað þurfti að loka einu Francois Jabre ? FRANCOIS Jabre hefur ver- ið aðalræðismaður íslands í Lí- banon síðan 1972 og er"því væntanlega með eldri ræðis- mönnum sem nú sækja þriggja daga ræðismannaráðstefnu ut- anríkisráðuneytisins í Reykja- vík. Francois Jabre er Líbani að ætt og uppruna. Hann tók við bjórverksmiðjunni sem faðir hans stofnaði árið 1933 í Beir- út, og framleiðir Almaza-pilsn- er þann, sem drukkinn er mest á öllu þessu svæði fyrir botni Miðjarðarhafsins, auk þess sem hann framleiðir hollenskan Amstel-bjór, 250 þúsund hektó- lítra á ári. Þetta er þriðja ræðis- mannaráðstefnan sem hann sækir. í för með honum er kona hans Souad og ein af þremur dætrum þeirra, Ame. Fjármagnið streymir inn vegna banka- leyndar. sinni í hálfan mánuð. Enda þyrst- ir menn ekki síður í bjór í stríðs- átökum. Almaza-bjórinn er bragð- góður og mjúkur, áfengismagnið 4%. Jabre hefur verið að end- urnýja verksmiðjuna og ætíar að fara úr 250 þúsund hektólítrum á ári upp í 300 þúsund. Hvernig stóð á því að hann gerðist ræðismaður fyrir ísland? Francois Jabre sagði að þau hjón- in hafi komið í vikuferð til íslands sem ferðafólk 1958. í framhaldi af því kynntist hann Henrik Sv. Björnssyni, sendiherra í París. Þeir héldu sambandi og urðu vin- ir. Og einn góðan veðurdag skrif- aði Henrik og sagði að íslendingar þyrftu kjörræðismann í Beirút og bað hann um að taka það að sér eða benda á annan að öðrum kosti. Frá 1972 hefur hann því sinnt þessu starfi ólaunaðs aðalræðis- - manns af miklum áhuga. Engir íslendingar eru nú búsettir í Líban- on, að hann veit. Ferða- menn sækja nú þangað ——~ aftur og þar sem Is- lendingar fara mikið til Kýpur sé ekki nema 20 mínútna flug áfram til Beirút. Þau hjónin og dóttir þeirra komu hingað úr blíðunni í fyrsta harða vetrarveðrið hér. Ekki láta þau það á sig fá, en ætla í kjölfar- ið á þriggja daga stífum funda- höldum að skreppa á eigin vegum austur á land. Þangað hafa þau aldrei komið. Francois Jabre segir þessa konsúlafundi sem efnt er til á 7-8 ára fresti ómetanlega til að geta veitt upplýsingar um land og þjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.