Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MINNINGAR *•* BJORN JÓNSSON + Björn Jónsson fæddist á Ljóts- stöðum í Skaga- firði 12. október 1919 og ólst þar upp með foreldrum sínum. Hann lést á Hvítabandinu 26. september síðast- liðinn. Faðir hans, Jón Björnsson, var lærður smiður, fæddur í Gröf í * Skagafirði en gerð- ist bóndi og bjó á Ljótsstöðum með konu sinni, Pálínu Guðrúnu Pálsdóttur, sem fædd var á þeim bæ. Systkini Björns voru: 1, Guðrún Hólmfríður, f. 30.3.1914, tvígift, fyrst Hall- dóri Magnússyni sem dó 1946 og síðar Björgvini Sigurjóns- syni sem einnig er Iátinn. 2. Ingibjörg Margrét, f. 19.12. 1915, kaupmaður í Reykjavík, var gift Þorgrími Brynjólfs- syni sem nú er látinn. 3. Páll Gísli, f. 12.10. 1917, bygginga- meistari, giftur Eivoru Jóns- *son, sænskri konu, lést 26.3. 1988. 4. Davíð Sigmundur, heildsali, f. 1.9. 1922, giftur Elísabetu Sv. Björnsson. Björn lagði fyrst fyrir sig sjómennsku og var matsveinn. Hann átti oft leið í Verslun Halla Þórarins til innkaupa, eins og fleiri sjómenn, og þar kynntist hann Halla (Halldóri Þórarinssyni) og Guðrúnu Kristinsdóttur konu hans, fæddri 11.9. 1914. Halli var fæddur 1.10. 1912 en lést 1942 og höfðu þau Guðrún tekið einn dreng, Birgi, sér í sonar stað þar sem þeim varð ekki barna auðið. Birgir fædd- ist 27.8. 1939 og er nú bílstjóri. Björn og Guðrún gengu í hjónaband 29.5. 1944 og var Björn þá farinn að vinna í versluninni með henni. Börn fæddust þeim ekki og tóku þau því að sér Halldór, f. 11.2. 1948, sem er verslunarmaður og starfar í Svíþjóð. Hann er giftur Guð- rúnu Rut Viðarsdóttur og eiga þau fimm börn og eitt barna- barn. Þá tóku þau Björn og Guðrún að sér Guðrúnu Pálínu sem fædd er 16.5. 1953 og starfaði lengi í Landsbanka íslands. Hún er gift Þorvaldi Björnssyni rafvirkja og eiga þau þrjár dætur. Enn ólst upp á heimili þeirra Björns og Guð- rúnar. frá fimm ára aldri til fullorðinsaldurs Viola, bróður- dóttir Björns, frá Siglufirði, en hún hafði verið hér syðra til lækninga. Hún er skrifstofu- maður á Siglufirði, gif t Kristni Rögnvaldssyni smið þar í bæ. Þau eiga þrjár dætur. Björn verður borinn til hinstu hvíldar frá Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. VINATTA mín við Björn og Guð- rúnu hófst fljótlega eftir að ég gekk í kaþólsku kirkjuna og hefur aldrei borið skugga á hana síðan. Mér varð snemma ljóst hversu góð- an dreng Björn hafði að geyma, enda var Guðrún honum samhent til allra góðra verka. Björn var alla tíð virkur félagi í samtökum kaþólskra leikmanna og kom þar mörgu góðu til leiðar enda var hann fylginn sér og óspar á tíma sinn og fjármuni þegar liðs var leitað hjá honum. Því þótti það sjálfsagt áð hann tæki sæti í nefnd þeirri sem sá um þá viðgerð á útveggjum Kristskirkju sem lauk 1986, eftir að alvarlegar steypu- skemmdir höfðu komið í ljós á þeim. Hann átti um langan aldur sæti í stjórn Félags kaþólskra leikmanna, lengst af sem gjaldkeri. Þó hygg ég að fátt hafi einkennt Björn frekar en hið góða hjartalag hans og þrotlaus vilji til að gleðja aðra og greiða fyrir þeim. Þau hjón- in voru jafnan boðin og búin til að taka aldrað og hrumt fólk með sér til kirkju á sunnudögum og heim- sækja einstæðinga á elliheimili og sjúkrastofnanir. Meðan börn mín og síðar barnabörn voru lft.il, gerð- ist það ósjaldan að Björn kom við á heimleið síðdegis og færði þeim t Sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, ÖRN YNGVASON, verður jarðsunginn frá kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 5. októ- ber kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Alzheimer- félagið, sími 562 1722. Guðrún Jónsdóttir Bergmann, Steinunn H. Yngvadóttir, Hörður Einarsson, Óttar Yngvason, Birna Daníelsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls EIRÍKSGÍSLASONAR, Heiðarholti 32, Keflavfk. Agúst Armann Eiríksson, Guðlaug Ásgerður Eiríksdóttir, Gi'sli Eiríksson, Markús Auðunn Eirflcsson, Eiríka P. Markúsdóttir og barnabörn María Traustadóttir, Magnús Haraldsson, Erla Ólafsdóttir, t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför BERGÞÓRU HAFLIÐADÓTTUR, Borgárnesi. Aðstandendur. ávexti sem alltaf voru kærkomnir á heimili mínu. Þá verður okkur vinum hans ógleymanleg gamansemi hans og fyndni, glöggt auga fyrir hinu bros- lega og lag hans á að gera okkur aðnjótandi hins skoplega sem hann sá oft betur en við. Hjá þeim Birni og Guðrúnu bjó um árabil öldruð kona, Krist- ín Guðmundsdóttir, þangað til hún varð að flytjast á hjúkrunar- heimili, og undi hún sér vel hjá þessum vönduðu hjónum. Ein grundvallarhugsunin í kristnum sið er samfélagshugsun- in. Við erum í reyndinni systkin og eigum að breyta samkvæmt því hvert við annað. Þessu er mjög haldið að okkur í kaþólsku kirkj- unni, sem mér er kunnust. Við erum eitt í Kristi. Þetta kann að þykja full guðrækilega tií orða tekið og vera sumum lítt skiljan- legt. í Kristi. Hvað eiga menn við með því? Jú, þetta þýðir að við trúum því að Kristi hafi verið al- vara þegar hann sagði að hann ætlaði að vera með okkur alla daga, allt til enda veraldar, og að hann hafi staðið við það. Að hann lifi áfram í okkur, hann sé tengdur okkur ósýnilegum en raunveruleg- um böndum og þau tengsli við hann þýða að við eigum að breyta hvert við annað eins og hann breytti við okkur, að elska hvert annað, að hjálpa hvert öðru, að lifa hvert fyrir annað, og ekki aðeins fyrir þá sem eru í sama söfnuði og við heldur fyrir alla menn og sérstaklega fyrir þá sem lífið hefur leikið hart. Það tekst engum manni til neinnar hlítar en sumir ná lengra í þvj en aðrir. Og þá menn elskum við af því að við finnum fyrir hinum ósíngjarna kærleiksneista hjá þeim. Og sá kærleiksneisti lifði hjá Birni. Við þökkum þeim sem öllu - ræður fyrir þau ár sem okkur auðnaðist að njóta vináttu Björns og minnumst hans með söknuði. Eftirlifandi konu hans, börnum, tengdabörnum og niðjum öllum vottum við í Félagi kaþólskra leikmanna og Kvenfélagi Krists- kirkju innilega samúð okkar um leið og við þökkum fyrir allt það sem hann gerði fyrir okkur. Hann hvíli í friði Guðs. Torfi Ólafsson. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Við sitjum hér saman í Svíþjóð og minnumst með hlýhug og sökn- uði okkar kæra tengdaföður, afa og langafa, Björns Jónssonar. Okk- ur þykur sárt að hafa ekki getað verið nær honum síðustu árin og að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn. Við erum þakklát fyrir þær stundir, sem við áttum með honum og munum varðveita minninguna í huga okkar. A kveðjustundu er ofarlega í huga okkar hans einlæga um- hyggja og góðvild. Þrátt fyrir mikla fjarlægð hin síðustu ár, fylgdist hann vel með öllu því sem við tók- um okkur fyrir hendur og vakti yfir velferð okkar allra. Við kveðjum kæran tengdaföður, afa og langafa og þökkum honum alla þá umhyggju og hjálp, sem hann veitti okkur. Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku tengdamömmu, ömmu og langömmu f þeirra þungu sorg. Hjálpa þú mér, svo hjartað mitt hugsi jafnan um dæmið þitt, og haldist hér í heimi nú við hreina samvisku og rétta trú. (Hallgrímur Pétursson) Með hinstu kveðju, Guðrún Ruth, Björn Ingi, El- ísa Guðrún, Þórður Rúnar, Halla Ruth, Silja Björg og Björn Robin. Afi minn er dáinn. Eftir erfið veikindi kvaddi hann þennan heim og fór á vit skapara síns. I hjarta mínu veit ég að nú líður honum vel þótt það sé erfitt að sætta sig við að hann sé ekki hjá okkur leng- ur. Tárin hætta ekki að streyma. Afi minn með hrjúfu hendurnar og fallega góða andlitið. Afí minn sem las með mér lífið, afi minn með pottlokið. Eg var svo lánsöm að búa fyrstu árin mín í sama húsi og amma og afi á Vesturgötunni. Þau voru sér- staklega samheldin hjón, alltaf boð- in og búin að rétta öðrum hjálpar- hönd. Það eru forréttindi að hafa alist upp í nálægð við þau, umvaf- in ást og hlýju. Margar eru minningarnar sem koma upp í hugann. Það var svo gott að kúra í stóra rúminu á milli ömmu og afa og hlusta á afa segja sögur. Hann gat sagt svo skemmti- lega frá, allar tærnar áttu sitt nafn, nefndar eftir heimasætum í sveit- inni. Hann nefndi líka alla rúg- brauðsbitana með síldinni sem hann skar niður og stakk upp í okkur. Þetta gerði matmálstímana spennandi. Skrifstofan hans afa var heil ævintýraborg í augum lítillar stelpu. Þar var t.d. eldgömul reikni- vél og ég gat eytt heilu klukku- stundunum í búðarleik. Þegar afí kom heim úr vinnunni spurði hann mig hvernig viðskiptin hefðu geng- ið yfir daginn og öfugt. Þetta voru mjög djúpar samræður á milli lítill- ar stelpu og gamals manns sem við tókum bæði mjög alvarlega. Ofarlega í huga mér eru ferðirn- ar sem við Kristín systir fórum með ömmu og afa til Hveragerðis í litla bústaðinn þeirra. Ef við vor- um að kýta á leiðinni, stoppaði afi bílinn og sagði okkur að blása fýl- unni í poka og henda út, svo hló hann og hristist allur. Það endaði alitaf með því að við vorum öll far- in að skellihlæja. Afi fylgdist alltaf vel með okkur barnabörnunum, því sem við tókum okkur fyrir hendur, hvernig okkur vegnaði í skólanum og beið spennt- ur eftir einkunnabókunum. Þegar ég fór sem skiptinemi til Panama fór afi strax og keypti stóra landa- bréfabók, og svo settumst við niður og stúderuðum heiminn. Hann skrifaði mér mörg bréf sem ég geymi sem gull. . Veiði var afa líf og yndi. Öllum sumrum eyddu þau amma í veiðibú- staðnum þeirra, Hafragili, þar sem þeim leið svo vel. Þetta sumarið komst afi minn ekki í veiði, hann var orðinn svo veikur. Við afi minn kvöddumst fyrir sex vikum, áður en ég lagði af stað til Danmerkur í nám. Við sátum sam- an og héldumst í hendur. Hann sagði mér að passa mig úti í hinum stóra heimi, að hætturnar væru alls staðar. Nú er ég ekki lengur ein, þú ert hjá mér. Eg veit að þér líður vel núna eins og Edda litla systir sagði einu sinni, „hjá Guði, litla Jesúbarninu og englunum". Ég kveð þig, elsku afi minn.~ Elsku amma Gauja mín, mamma mín, pabbi og systur mínar. Guð veri með ykkur og styrki ykkur í sorg ykkar. Þið eruð í hjarta mínu. Fyrir hönd okkar systranna, Þórunn Birna. Björn Jónsson kaupmaður er kvaddur hinstu kveðju í dag. Sá kostur fylgir því að eldast, að maður gaum'gæfir betur sam- ferðamenn sína og nær betur að setja hlutina í samhengi, m.a. við fortíðina. Nú þegar Björn, móður- bróðir minn, hefur lokið göngu sinni hér, sé ég betur en áður þá eðlisþætti sem prýddu hann og skópu lífshlaup hans. Eðlisþætti sem fengu að njóta sín í samfylgd- inni með eiginkonu hans, Gauju. Stórhugur, glaðlyndi og hjálpsemi, sem þau sameinuðust um, ein- kenndi öll þeirra verk í daglegu lífí. Þannig naut nánasta umhverfi og langt út fyrir það kærleiksverka þeirra. Það mun hafa verið á fimmta áratugnum sem ég, þá telpuhnokki, kom fyrst á heimili Björns og Gauju að Vesturgötu 17 í Reykjavík. í því húsi ráku þau einnig verslunina Halla Þórarins. Má nærri geta að þar væru miklar annir og oft glatt á hjalla. Á þessum árum varð heim- ilið miðstöð stórs barnahóps sem naut bæði umhyggju og umönnunar þeirra hjóna. Á þessar slóðir var alltaf gott að koma og lfka spenn- andi. Þá var Vesturgatan mikil verslunargata, og einnig var hún sjómannagata, þangað sem stutt var fyrir sjómennina við höfnina að bregða sér til „Halla Þórarins". Af helstu nýlenduvöruverslunum, á þessum tíma, man ég einna helst eftir Verslun Halla Þórarins, Versl- un Silla og Valda og Kiddabúð. Á þessum árum hösluðu sér völl í við- skiptalífi Reykjavíkur tvö systkini Björns, þau Davíð og Ingibjörg. Stórhugur og hjálpsemi hafa ein- kennt lífshlaup alls þessa fólks. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað hafí leitt Björn, ásamt öðrum, til að byggja upp staðinn Hafragil á Skaga, í Laxárdal. Að sjálfsögðu kom þar til ræktarsemi og þrá eftir að leita nálægðar föðurtúna í Skagafirði og á Siglufirði. Eitt er víst að margir nutu þar ríkulegrar gestrisni, bæði ungir og aldnir. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt skiptið er ég kom þangað norður. Þar dvöldust þá nokkrir gestir í fagnaði, og var sá yngsti 80 ára. Áður hafði yngsta kynslóðin haft forgang, en nú birtist hjálpsemin í umhyggju fyrir öldruðum. Nú mæti ég ekki framar á förnum vegi þeim heiðurshjónum Birni frænda og Gauju. Björn við stýrið á gráa jeppanum, R-185. í minning- unni finnst mér ég hafa mætt þeim oft í viku í umferðinni í henni Reykjavík, þar sem þau voru að keyra eldri borgara um borg og bý, aðallega eldri dömur. Ég reyndi þá oft að ná athygli þeirra en tókst ekki við þessar aðstæður, en þau einbeittu sér bæði að akstrinum. Ég skildi þetta og brosti með sjálfri mér angurvært. Björns er gott að minnast. Geng- inn er drengur góður. Hafi hann þökk fyrir. allt, fyrr og síðar. Guð veri með honum og ástvinum hans öllum. Alda Halldórsdóttir. Mig langar að minnast föðurbróð- ur míns, Björns Jónssonar, með nokkrum orðum. Þó er varla hægt að nefna hann, án þess að nefna konu hans líka hana Guðrúnu, Gauju, svo samhent voru þau alla tíð. Björn var óvenju frændrækinn og góður maður. Aldrei man ég eftir öðru en þau hjón væru alltaf boðin og búin að gera allt fyrir alla. Sérstaklega dáðist ég oft að því hversu viljugur Björn var til aksturs og þá skipti ekki máli þó að fara þyrfti milli landshluta til að heim- sækja ættingja eða vini. Foreldrum mínum og okkur systkinum öllum frá Siglufirði hafa Björn og Gauja alltaf sýnt einstaka góðvild. Ekki einungis ólu þau upp elstu systurina, Violu, heldur hafa þau alla tíð sýnt okkur öllum ein- staka hjartahlýju, sem seint verður fullþakkað. Að endingu verð ég að minnast á glettnina, því hann hafði svo skemmtilegan húmor hann Björn. Já, minningarnar eru margar. ótal margar og skemmtilegar endur- minningar líða um hugann þessa dagana. Hvíl í friði, kæri frændi, og hafðu þökk fyrir allt. Maj-Britt Pálsdóttir. Þú ert horfinn heim í friðinn, hjartans bróðir, frændi og vinur. Reynslutími lífsins liðinn, leiðir skilja, hjartað stynur. Þetta er lönpm lokasaga, ljósin kærleiks yfir skína. Þessa hinstu döpru daga, drúpir sorg við burtför þína. Fjölskyldan í Logafold 46. (G.Ó.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.