Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 17 ERLEIMT Samtök Suður-Kyrrahafsríkja mótmæla kjarnorkutilraunum Ætla að rjufa tengsl við Frakkland Sydney. Reuter. SAMTÖK ríkja í Suður-Kyrrahafi ákváðu í gær að rjúfa tengslin við Frakka til að mótmæla kjarnorku- sprengingum þeirra í tilraunaskyni á kóraleyjunum Mururoa og Fanga- taufa í Frönsku Pólynesíu. Frétta- skýrendur töldu þó ólíklegt að mörg aðildarríkjanna 16 slitu stjórnmála- sambandi við Frakka. Formaður samtakanna, Julius Chan, forsætisráðherra Papúa Nýju Guineu, sagði að þau hefðu neyðst til að rjúfa tengslin við Frakka eft- ir að þeir virtu áskoranir samtak- anna að vettugi og sprengdu kjarn- orkusprengju á Fangataufa á sunnudag. „Ég tel að einstök ríki hefji end- urskoðun á tvíhliða tengslum sínum við Frakka sem hafi áhrif á við- skipti og samvinnu við Frakkland," sagði Chan. Vilja ekki missa efnahagsaðstoð Tvö smáríki í Suður-Kyrrahafi, Nauru og Kiribati, höfðu slitið sam- bandi við Frakka fyrir kjarnorku- sprenginguna á sunnudag en frétta- skýrendur efast um að önnur aðild- arríki samtakanna fari að dæmi þeirra. Ástralir, sem hafa gagnrýnt kjarnorkutilraunirnar einna harð- ast, studdu ákvörðun samtakanna en Paul Keating, forsætisráðherra Ástralíu, hafnaði strax þeirri hug- mynd að rjúfa tengslin við Frakk- land. Enn ólíklegra þykir að fleiri smá- ríki en Nauru og Kiribati slíti stjórn- málasambandi við Frakka, sem hafa veitt þeim allmikla efnahags- aðstoð. „Það eru takmörk fyrir því hversu langt þau ganga og hætta á að missa efnahagsaðstoðina," sagði Karin von Strokirch,_sérfræð- ingur í varnarmálum hjá Ástraiska þjóðarháskólanum. „Hvers vegna ætti ríki sem þiggur aðstoð Frakka að binda enda á hana í mótmæla- skyni?" Ríkin eru ennfremur treg til að styggja Frakka vegna sterkrar stöðu þeirra innan Evrópusam- bandsins. Stjóm Fiji-eyja kom til að mynda í veg fyrir að Frakkland yrði nefnt í þingsályktunartillögu þar sem kjarnorkutilraunir voru fordæmdar. Fjármálaráðuneytið tók fram að Frakkar gegndu mikil- vægu hlutverki í Evrópusamband- inu, sem er mikilvægur markaður fyrir sykurútflutning Fiji-eyja. N ¦"*¦ HML-^^iéili-!|"Mj..mI- myLt\li ¦#. ^,] ¦',Tr' • ^HH ' IwfllS Hll - Dp U v^jmH ¦ ¦T"" 1 HHF' I m m\ 1/r . ^^£P^^ ^m ¦r - a f'mw> m K'v '•¦ -** /m\ ¦ 1 Æ -HJH^^^^.- ¦¦ £H m wL- Æm\ S^^ew Æm \ . Reuter LOGREGLUMAÐUR í Wellington í Nýja-Sjálandi reynir að færa félaga í Greenpeace frá franska sendiráðinu í borginni. Maður- inn hafði fest sig við tunnu fyllta af sementi við sendiráðið til að mótmæla lcjarnorkutilraunum Frakka. Kínverjar hætta við sölu kjarna- kljúfanna London. The Sunday Telegraph. KÍNVERJAR hafa neyðst til að falla frá áformum sínum um að selja írönum tvo kjarnakljúfa eft- ir að The Sunday Telegraph hafði skýrt frá því að Kínverjar hefðu selt þeim búnað til að auðga úran. Frétt The Sunday Telegraph olli titringi í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu, sem hafði reynt að fá Kínverja til að hætta að fram- fylgja viðamiklum kjarnorku- samningi við írana sem var undir- ritaður fyrir- þremur árum. Sölu kjarnakljúfa „frestað" í óákveðinn tíma Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína, sagði um helgina að kín- verska stjórnin hefði „frestað" sölunni á kjarnakljúfunum í óákveðinn tíma. Ákvörðunin er mikið áfall fyrir kjarnorkuáætlun írana, sem Bandaríkjamenn saka um að hafa reynt að afla sér búnaðar og þekk- ingar til að framleiða úran í kjarnavopn. Þótt embættismenn í Iran segi að ætlunin sé aðeins að reisa kjarnorkuver hafa þarlendir ráða- menn, þeirra á meðal Rafsanjani forseti, lýst því yfir að íranir þurfi að afla sér kjarnavopna. Talið er að með tæknilegum stuðningi Rússa og Kínverja á síðustu árum geti íranir framleitt kjarnorku- sprengjur innan fimm ára. Reuter Andaktugir Rússar hlýða á ljóðalestur GENNADI ^júganov (t.v.) leið- togi rússneska kommúnista- flokksins og Anatólí Ljúkanov fyrrverandi forseti sovéska þingsins (t.h.) hlusta andaktugir á h'óðalestur við athöfn við gröf rússneska skáldsins Sergej Jes- enín í Moskvu. Eitt hundrað ár voru liðin frá fæðingu Jeseníns í gær. í gær voru einnig liðin nákvæmlega tvö ár frá því að byltingartilraun harðlínumanna á rússneska þinginu var brotin á bak aftur með hervaldi. Sprengjutilræði í Skopje í Makedóníu Forsetinn mikið slasaður en ekki talinn í lífshættu Skopje, Aþenu. Reuter. KIRO Gligorov, forseti Makedó- níu, komst lífs af í gær þegar bíl- sprengja varð bílstjóra hans að bana og særði alvarlega þrjá menn aðra í miðborg Skopje, höfuðborg- ar Makedóníu. Að sögn lækna særðist forsetinn, sem er 78 ára að aldri, á höfði en missti aldrei meðvitund og er ekki í lífshættu. Engir höfðu lýst banatilræðinu á hendur sér í gær en lögreglan handtók tvo menn, sem reyndu að flýja af vettvangi á þíl. Sprengjunni, sem sprengd var með fjarstýringu, hafði verið kom- ið fyrir í bíl úti fyrir Bristol-hótel- inu í Skopje, í aðeins 250 metra fjarlægð frá þinghúsinu. Sprakk hún þegar bifreið Gligorovs var ekið hjá og lést bílstjóri hans strax / og þrír vegfarendur slösuðust mikið. , Friður að kalla Makedónía er eina ríkið af þeim, sem ris- ið hafa á rústum Júgóslavíu, sem sloppið hefur við styrjaldarátök, en sambúðin við ná- grannaríkin, Serbíu, Grikkland og Alba- níu, hefur verið mjög stirð. Hafa Grikkir ekki sætt sig við heiti landsins, Makedóníu, ^iro og telja, að í því felist Gligorov óbeint tilkall til Makedóníuhéraðs í Grikklandi. • Að undanförnu hafa samskiptin við Grikki verið að batna og í gær fóru fram viðræður milli ríkj- anna í Aþenu um að koma á eðlilegu sam- bandi. Hafa þær mætt nokkurri andstöðu í Makedóníu en ekki er vitað hvort sprengju- tilræðið megi rekja til hennar. Þá er einnig grunnt á því góða milli stjórnarinnar í Skopje og albanska minnihlutans í land- inu en hann hefur krafist aukinna þjóðréttinda. ^ ir aila fjölskylduna r á Valbjamarvelli i Laugardal (við hlióina á Laugnrdalsvelli) í dag rníðvikudagint|. 4. októbér'kl..2Ojf0. Skemmtidagskrá befstkl. 20:00. 5níglai3andið leikur við hvern sinh fingur isandið leiku ^.otuleikfTÚs mætir á svæðið. Aðgangur ókeypis! -leikur að læra!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.