Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 19 Bubbi Morthens með nýja plötu Haukur Morthens Bubbi Morthens I minningu Hauks frænda SKÍFAN mun á næstunni gefa út plötuna I skugga Morthens, þar sem Bubbi Morthens syngur lög sem kunnari eru í flutningi frænda hans, Hauks heitins Morthens. Að sögn Bubba er hugmyndin að plötunni runnin undan rifjum Jóns Ólafssonar, forstjóra Skífunn- ar. „Mér þótti þetta ákveðin áskor- un og ákvað því að slá til. Þetta er kjörið tækifæri fyrir mig til að syngja á allt öðrum nótum en ég hef gert áður. Svona gerir maður ekki nema einu sinni en þessi plata er fyrst og fremst gerð til að heiðra minningu Hauks,“ segir Bubbi. Bubbi hefur lengi verið í eldlín- unni sem tónlistarmaður en er sennilega kunnari fyrir flest annað en túlkun sína á gömlum íslensk- um dægurflugum. Skyldi þessi tónlist höfða til hans? „Eg hef allt- af verið afskaplega hrifinn af tón- list frá þriðja áratugnum og upp úr, þótt ég vilji helst syngja lög sem ég bý til sjálfur.“ Syngja dúett Honum þótti hins vegar við hæfi að spreyta sig á lögunum sem gerðu frænda hans að einum ást- sælasta söngvara þjóðarinnar. „Það fer auðvitað enginn í skóna hans Hauks og ég reýni því að marka mín eigin spor í minni túlk- un.“ Bubbi segir að á plötunni verði fjöldinn allur af landskunnum lög- um í bland við minna þekkt lög. „Svo mun ég syngja dúett með Hauki sjálfum en við sungum aldr- ei saman inn á plötu meðan hann var á lífi. Með nútíma tækni er allt hægt.“ Bubbi er þessa dagana í hljóð- veri undir verkstjórn Þóris Bald- urssonar sem söngvarinn segir bera hitann og þungann af útgáfu plötunnar. Fyrirhugað er að platan komi út á næstu vikum og mun Bubbi efna til útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu í desember. MYNDLIST Menningarmiðstöðin Gcrðuberg HÖGGMYNDIR Inga Ragnarsdóttir. Opið kl. 13-19 mánud. - fimmtud. og kl. 13-16 föstud.-sunnud. til 16. nóvember. Aðgangur ókeypis SÝNINGARHALD er hafið af fullum krafti í Gerðubergi, þar sem nú hefur verið opnuð önnur sýning utan hins hefðbundna sýningar- rýmis staðarins. í anddyri á fyrstu hæð hússins hafa til þessa verið höfð á veggjum stór listaverk úr eigu Listasafns Reykjavíkur, en nú hafa þau vikið um sinn fyrir uppsetningu á sex málmskúlptúr- um Ingu Ragnarsdóttur. Listmenntun og ferill Ingu er um margt frábrugðinn því sem gengur og gerist um myndhöggv- ara, en hefur eflaugt átt sinn þátt í að hún hefur litið til mun víðara sviðs í leit að viðfangsefnum en almennast er, og því kunna verk hennar hér að koma ýmsum á óvart. Inga útskrifaðist úr keramikdeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1977, og fór til framhaldsnáms í leirmunagerð við Listaakademíuna í Múnchen. Hún starfaði síðan um nokkurra ára skeið við þá grein, áður en hún fór til náms við myndhöggvara- deild akademíunnar í Múnchen, þar sem hún naut m.a. tilsagnar heimskunnra listamanna. Hér heima var Inga um tíma aðstoðar- maður Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara, en vann einnig að eigin verkefnum í Þýskalandi, þar sem hún býr að mestu. Inga hélt sína fyrstu einkasýn- ingu hér á landi í Nýlistasafninu 1991, og notaði þá bílahluta sem uppistöðu verka sinna; á sýningu í Gallerí einn einn tveimur árum síðar var hún farin að nota báru- járn og blikkrennur sem hráefni í höggmyndum sínum, líkt og aðrir listamenn kjósa að nota járn, brons, grágrýti eða marmara. Inga heldur áfram á sömu braut í verkum sínum hér. Þetta efnisval Báru- járn og blikk- rennur Inga Ragnarsdóttir: Hörgur. 1995. er ótvírætt fyrsta ögrunin sem fólk þarf að tak'ast á við í verkum listakonunnar; ódýrt og auvirðilegt efni er hér sett á stall í nýju hlut- verki, sem er langt fjarri þeim hversdaglega heimi, sem við þekkjum það í. En hér er það ekki efnið sem skiptir öllu máli, heldur á hvern hátt það er notað; staða bárujárnsins í þjóðarvitundinni er slík, að fátt ætti að henta betur sem hráefni listaverka, sem vísa með einum eða öðrum hætti aftur til landsins. Þau verk sem listakonan sýnir hér vísa á kunnugleg stef meðal okkar. Með því að bæta við gosefn- um - gjósku og hrafntinnu - er komið baksvið nýstárlegra tilvís- ana fyrir íslendinga. Þessi efni notar hún til að skapa samsett verk, þar sem tækni- og náttúrutil- vísanir takast á; „Tígl“ (nr. 6) vís- ar jafnt til formsins, byggingar- lags og hörku hrafntinnunnar; „Sylla“ (nr. 3) kann að minna á vatnsrennu, en er um leið örlítil fótfesta í þverhníptu bjargi eða örlítil grastó þar sem fuglar hafs- ins raða sér þétt saman til að verpa eggjum sínum og stofna til næstu kynslóðar; og „Grasseytla“ (nr. 4) minnir á að þjóðtrúin geymir margar sögur um grösuga dali milli þröngra fjalla órafjarri mannabyggðum. Þessi samvinna efnanna er ef til vill best í „Hörgur" (nr. 1) þar sem fornt orð fær á sig nýja merk- ingu, eins og Hannes Sigurðsson bendir á í inngangi sýningarskrár; orðið verður hluti verksins og eflir um leið ímynd þess. Sá undirtónn sem kemur þó sterkast fram í þessum verkum er hversu skemmtilega þessir ólíku þættir geta unnið saman, en um þetta segir Hannes í sýningar- skránni: „Hér er leikið á húmorískan hátt með óbeinar tilvísanir í ís- lenskt landslag, krafta þess og töfra, og hráefnaiðnaðinn sem umlykur okkur allt í kring. Sá naumhyggjudumbungur er í fyrstu kann að virðast hvíla yfir verkun- um víkur fyrir kátbroslegum hlið- um á sambúð manns og náttúru þar sem hið notalega og hrikalega hefur verið fellt í eina sæng.“ Þannig er birta og léttleiki yfir sýningunni, þegar betur er að gáð, og helsti annmarki hennar að ekki séu þar fleiri verk, þar sem rýmið býður auðveldlega upp á það. Er vonandi að við fáum að sjá meira til verka Ingu í framtíðinni. Eiríkur Þorláksson MESSING BLÓMAPOTTAR, SKÁLAR, SKRAUTVARA. EMÍR^ JL-húsinu. Opið: Virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-16. Kartöflumýs Nýr geisladiskur • ÚT ER kominn geisladiskur með tólf iögum og nefnist hann Kart- öflumýs í lummubakstri. Lögin eru öll frumsamin og textar á ís- lensku. Þetta er fyrsta verk Kart- öflumúsa og útgáfa í þeirra hönd- um. Innihald disksins er fjölbreytt og ýmis stílbrigði að finna. Má þar nefna rútubílarokk, leikhúsmúsík, gælur og músapopp. Margir tónlistarmenn ljá Kart- öflumúsum lið, meðal annars Sig- urður Rúnar Jónsson, Pétur Hjalt- ested, Bjöm Thoroddsen, Friðrik Karlsson o.fl. Þær sjá sjálfar um allan söng og útsetningar að mestu. Japis dreifir og er diskurinn þegar kominn í verslanir og kostar kr. 1.999. FIMMTUDAG KL 15:00- 16:00 í NÓATÚNI VESTURBÆ OG NÓATÚNI 17 SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐUM UM KVÖLDIÐ SEHH0S scanpic Hunts LOPTLIIBIR 1. október Ritsíininn Þarftu a& senda skeyti? 1, október 1995 - þriggja stafa þjónustunúmer Pósts og síma tekin í notkun til samræmis við önnur lönd Evrópu. 06 breytist í 146 POSTUR OG SIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.