Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1995 11 Líkur á vel heppnuðu varpi snæuglu á hálendinu í sumar LÍKUR benda til að snæuglur hafi orpið á ótilgreindum stað á miðju hálendinu í sumar og komið upp fjórum ungum. Jóhann Óli Hilmarsson fugla- fræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið að framan af sumri hefðu menn vitað um eina til tvær uglur á þessum slóðum, en undir haustið hefðu þær allt í einu verið orðnar sex talsins og fjórar þeirra nokkuð dröfnóttar eins og ung- fuglar. „Það fannst ekki hreiður en lík- urnar fyrir því að þarna hafi far- ið fram vel heppnað varp eru aug- ljóslega mjög miklar," sagði Jó- hann Óli. Kristinn Haukur Skarphéðins- son, fuglafræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun, sagðist hafa heyrt af þessum fuglum en ítrekaði að allt tal um varp byggðist á líkum. Kristinn sagði snæuglu síðast hafa orpið á íslandi svo óyggjandi sé árið 1957, en þá fundust uglu- ungar í Grafarlöndum í aust- anverðu Ódáðahrauni og í nokkur ár áður fundust snæugluhreiður jafnan þegar þeirra var leitað, t.d. árin 1939,1940 og 1945, mest þijú, bæði þar og í Laufrönd, sem er gróðurlendi með lækjum og lindum í vestanverðu Ódáða- hrauni. Pyrsta ugluhreiðið fannst árið 1932. Læmingjaleysi veldur vanda „Þar sem snæugla er árviss varpfugl og heldur velli er aðal- fæða hennar læmingi og stofn- stærð uglunar sveiflast með læm- ingjastofninum eins og fálkastofn- inn á íslandi sveiflast með ijúpna- stofninum. Hvað snæuglan hefur átt erfitt uppdráttar á Islandi á trúlega rætur að rekja til þess að hér eru engir læmingjar. Árið 1945 var gerð könnun á æti snæuglu á varpslóðunum hér á landi. Safnað var ælum og í þeim öllum voru ijúpnaleifar. Heiðagæsarungar voru einnig mikilvægir uglunum og reikna má með því að ijúpa og heiðagæs séu ríkjandi fæða snæugla á Is- landi að sumarlagi þótt vitað sé að hún taki aðra bráð,“ segir Kristinn Haukur. Jóhann Óli sagði ennfremur að snæuglur sæjust reglulega á hin- um fornu varpslóðum sínum í Ódáðahrauni. Auk þess bregði henni fyrir víða um land, en á síð- ustu árum hafi menn almennt tal- ið að þar væru á ferðinni flækings- fuglar frá Grænlandi. Tvær ær fundust í Búrfellshrauni Geng'u úti í Mývatnssveit. Morgunblaðið í ÖÐRUM göngum í Mývatnssveit fundust tvær ær austur í Búrfells- hrauni sem gengið höfðu úti síðast- liðinn vetur og var önnur ærin vet- urgömul. Vorið 1994 var þeirri eldri sleppt ■ á fjall með lamb.'Síðan ekki söguna meir fyrr en nú að þær fundust. fyrravetur Ekki er vitað hvar þessar kindur hafa gengið síðastliðinn vetur. Margt bendir þó til að þær hafi ekki alltaf verið of vel haldnar í útivistinni enda veturinn langur og strangur og greri seint síðastliðið vor. Eigandi þessara kinda er Her- mann Kristjánsson. frv===m===sy===mts=smv^!ayfs=ssFV=^ fiASœXlCANA 95 Afbestugerð FIMMTUDAG KL 16:00- 17:00 í 10-11LAUGALÆK OG BORGARKRINGLUNNI SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐUM UM KVÖLDIÐ PEFPnilDCE FMM SCANPIC _____________________ SælkerokexiA i hvitu pokumun FRÉTTIR A köldum klaka Fyrstu verðlaun í Rimini KVIKMYNDIN Á köldum klaka hlaut fyrstu verðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rimini á sunnudag. Frið- rik Þór Friðriksson leikstjóri myndarinnar tók á móti verðlaununum úr hendi leikstjórans Emirs Kusturica, sem hlaut guilpálmann í Cannes í vor. Á köldum klaka nefnist Cold Fever á ensku og hlaut talsverða umíjöllun í breskum fjölmiðlum um helgina, en almennar sýningar hófust í tveimur kvikmyndahúsum í London á föstudag. Fjölmargir sáu myndina Fjölmargir sáu myndina um helgina samkvæmt upplýs- ingum frá framleiðendum myndarinnar og er aðsókn svo góð að tvö kvikmyndahús önnur munu taka hana til sýningar í lok þessarar viku. Myndinni verður síðan dreift um allt Bretland. Vikuritið Time Out skipar myndinni í sjötta sæti á lista gagnrýnenda blaðsins yfir bestu kvikmyndirnar sem boðið er upp á í borginni, en jafnframt því var birt sam- tal við Friðrik Þór og afar lofsamleg umsögn. Derek Malcolm, gagnrýnandi The Guardian, segir að myndin komi á óvart og Philip French segir í The Observer að myndin sé fyndin og sérviskuleg. Fagurt landslag Heilsíðuviðtal birtist við Friðrik Þór í The Independent og Geoff Brown, gagnrýnandi The Times, segir að smek- kvísir áhorfendur ættu að „gleypa þessa mynd í sig með gleði“. Gagnrýnendur breskra blaða og tímarita fjalla sérstaklega um landslag það sem sýnt er í myndinni, kalla það stórbrotið og segja að myndin veki athygli á dásamlegum furðum íslands. Landið sé í raun í stjörnu- hlutverkinu. PHILIPS kynnir margar nýjar gerðir af ryksugum, hlaðnar nýungum sem auðvelda þér heimilisstörfin enn frekar. Við hjá HEIMILISTÆKJUM vitum að ryksuga frá PHILIPS veitir þér ánægju og stenst allar kröfur þínar fullkomlega. Þess vegna veitum við þér árs ábyrgð og 30 daga skilafrest sem við köllum ánægjuábyrgð. Þannig er tryggt að þú færð það sem þú sækist eftir. Sterka og kraftmikla ryk- sugu í hæsta gæðaflokki, á góðu verði! Haus sem uit er i Heimilistæki hf SÆTÚNl 8 SÍMI 569 1500 Umboosmenn um land allt PHIUPS IRkbst ekki betri!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.